Stemningsmyndir frá Kúlunni.

Það verður smábið á ferðasögunni minni, því að lappinn sem ég hlóð myndirnar inn á í ferðinni dó í gær.  Ég vona samt að hægt verði að ná úr henni myndum og öðru sem þar er.  Síðasti hluti ferðarinnar var þó hlaðinn inn hér á þessa tölvu.  En ég tók nokkrar stemningsmyndir í gær og í fyrradag. 

IMG_7963

Hér eru fræknir tappasafnarar, hvað þeir ætla svo að gera við tappana er allt á huldu ennþá LoL

IMG_7966

Veðrið er búið að vera fallegt undanfarið.

IMG_7967

Og kúlan að hverfa í gróður.

IMG_7969

Það er nú ekkert slor að hafa svona flotta prinsessu í heimsókn.

IMG_7970

Það þarf nú að huga að ýmsu, svo sem eins og að skoða sig í krók og kring.LoL

IMG_7971

eða fara í ballett.

IMG_7972

Meira að segja lítil skott fara stundum í kjóla.  Þessi er frá mömmu.

IMG_7976

Kvöldin eru fögur, og sólin speglast í sjónum.  Máni gamli gægist yfir fjöllin til að dáðst að öllu saman.  Þetta er staðurinn sem þau eiga stefnumót.

IMG_7977

Já þau eru fögur sumardægrin löng.

IMG_7978

Og lognið okkar er svo notalegt.

IMG_7979

Annað kvöld, með speglun og litadýrð.

IMG_7983

Það er líka notalegt að leika sér í sólinni.

IMG_7989

Eða fá risaknús hjá afa.

IMG_7991

Og litla skottið hún Ásthildur þarf auðvitað að gera allt eins og stóra systir.  Hönnu Sól gengur stundum illa að skilja að sú litla gerir allt eins og hún.

IMG_7997

Það er líka notalegt að vera umlukin gróðri.

IMG_7999

Meira að segja litháum líkar vel í íslensku sumarveðri.

IMG_8012

Svo er gaman að dansa upp á borði.

IMG_8020

Trala la la.

IMG_8022

Hopp og hí....

IMG_8028

Hér er bolti.

IMG_8030

Boltinn minn.

IMG_8015

Svo er að komast frá þessu.

IMG_8032

Það er oft grillað í kúlunni. 

IMG_8034

ég var að segja við Ella minn að við þyrftum að setja eitthvað stopp fyrir uppkeyrsluna, því Ásthildur er svo kræf á leikfangabíl sem er hér.  Í því sé ég að hún húrrar af stað niður brekkuna, hann rýkur á fætur og á eftir henni, en fartin var slík að hún datt ef til vill sem betur fer, hún meiddi sig ekki mikið, en skrámaðist og er dálítið gölsótt í dag, en hún var aðallega hrædd.  Vonandi kennir það henni að það má ekki fara niður brekkuna á bílnum, eða þríhjólinu.

IMG_8037

Köttur og krakki.

IMG_8038

Bátur líður yfir sjávarland..... eða þannig, þetta er ekki Eyjasund.

Í fyrradag kom hingað til mín í heimsókn stúlka frá Austurríki, frá Gras.  Ég hafði hitt hana í rútunni á leiðinni í bæinn frá Keflavík.  Við tókum tal saman, og ég spurði hvort hún hefði komið til Íslands áður, já fjórum sinnum.  Og hún var á leiðinni til Ísafjarðar.  Ég sagði henni að ég ætti einmitt heima þar.  Hún sagðist vera frá Austurríki, og ég gat sagt að dóttir mín væri þar.  Mig langar svo til að læra íslensku, sagði hún.  Ég hef verið að spá í að auglýsa eftir einhverjum sem talar málið heima hjá mér.  Hvar býrðu ? Í Gras, svaraði hún.  O jæja sagði ég frændi minn býr einmitt þar, og bæði hann og konan hans tala íslensku.

Já svona er heimurinn lítill, þegar allt kemur til alls.  Svo leit hún við, en stoppaði stutt, það var virkilega gaman að hitta hana.

IMG_8040

Enn eitt litfagurt kvöldið.

IMG_8041

Þessi minnir á að bráðum kemur Jónsmessan og sólstöður.  Þá er gaman að fara út í Arnardal og horfa á sólina rétt setjast á hafflötin og rísa síðan aftur.  Þegar mamma var ung, fór fólk gjarnan út í Arnardal þar var jafnvel dansað.  Ásatrúarmenn blóta líka þar. 

IMG_8042

Maður er nú alveg að ná þessu.

IMG_8047

Allavega með öðrum fæti.

IMG_8051

En fyrst maður nær ekki niður á petalana, má nota hjólið til að príla á því.

IMG_8052

Og amma segir " ekki detta"

IMG_8046

En hvað er um að vera þarna uppi?

IMG_8053

Séððu ðetta ! segir hún, stundum kemur hún með svona setningar.  Hún býr líka til sitt eigið mál eins og Gúa, það þýðir meira hjá henni.  Gúa Gúa, segir hún og réttir manni vatnsglasið.

IMG_8054

En það sem vakti athygli hennar var Rimantas sem sat uppi í miðju kúlunnar og gerði við loftræstinguna. 

En ég læt þetta nægja í bili elskurnar.  Ég ætla að reyna að fara með lappan í viðgerð á morgun, eða til að ná úr henni því sem þar er inni.  Mér þætti verra að missa allar myndirnar mínar frá ferðinni til Ungverjalands.  En svona er lífið stundum.  Þá er bara að taka því. 

Knús á ykkur öll inn í þennan góða sunnudag.  Heart

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Knús til baka Helga mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.6.2008 kl. 13:47

2 Smámynd: Faktor

Alltaf sama fjörið þarna innfrá!

Vonandi bjargast gögnin þín, það er ómögulegt að glata þeim

Báturinn líður um sundin (sundahöfnin...).

Faktor, 15.6.2008 kl. 13:55

3 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég vona að gögnin þín , bjargist Fallegar myndir líka af prinsessunni. Svona er heimurinn lítil Ásthildur mín. fallegar myndir

Kristín Katla Árnadóttir, 15.6.2008 kl. 14:10

4 identicon

Sæl Ásdís mín.

Það er allveg sama hvað er í gangi." Kúlubúar klikka ekki. "

Góðan og blessaðan sunnudaginn.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 15.6.2008 kl. 14:28

5 identicon

þegar Ásthildur verðu Ásdís ,þá er það óvart, Fyrirgefðu mistökin Þói.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 15.6.2008 kl. 14:29

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já mikið rétt Faktor Sundahöfn skal það vera

Takk Katla mín, já hann er lítill þessi heimur.

Ekki málið Þói minn, þú ert örugglega að rugla okkur Ásdísi bloggvinkonu saman, og það er ekki leiðum að líkjast

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.6.2008 kl. 14:46

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 15.6.2008 kl. 15:25

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk sömuleiðis Búkolla mín.

Knús á þig til baka Jenný mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.6.2008 kl. 15:29

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir


Ásthildur mín getur þú sagt mér hvað þetta fjölæra blóm heitir.
                     Kveðja Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.6.2008 kl. 16:33

10 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Guð það vill nú bara breiða sér út um allt,
kann ekkert á þetta, en hún Áslaug bloggvinkona okkar er að spyrja um
heitið á þessu blómi, svo þú getur bara svarað henni beint.
Yndislegar myndirnar þínar.
    Knús kveðjur
     Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.6.2008 kl. 16:37

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég þekki þetta blóm vel, en man ekki nafnið, ég get samt fengið það upp og ég skal gera það og láta þig vita.  Þetta er mjög skriðult ekki satt og sáir sér út um allt.  En það er fallegt. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.6.2008 kl. 16:40

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já ég skal gera það.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.6.2008 kl. 16:40

13 Smámynd: Huld S. Ringsted

Yndislegar myndir af litlu prinsessunum

Huld S. Ringsted, 15.6.2008 kl. 17:26

14 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Huld mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.6.2008 kl. 17:40

15 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Gott að vera farin að fá fréttir af íbúum Kærleikskúlu.  Ég vona að hægt verði að bjarga gögnum úr lappanum.  Kveðja til ykkar Ásthildur mín

Sigrún Jónsdóttir, 15.6.2008 kl. 19:58

16 Smámynd: Anna Lilja

Ehhem ætli svona söfnunarárátta gangi í ættina...

 Ég man nefnilega eftir að hafa safnað golfboltum á svipuðum aldri og ýmsu fleira

Anna Lilja, 15.6.2008 kl. 22:42

17 Smámynd: Solla Guðjóns

Það var nú aldeilis tækifæri sýnist mér og veistu hvað mig langar vestur þegar ég sé þessar myndir af falllega fæðingarstaðnum mínum.

koss á þig elsku kellan mín og takk fyrir að vera svona dugleg að setja inn myndir

p.s, ég safna grjóti eða steinum og hef tekið þá marga með mér heim að vestan

Solla Guðjóns, 15.6.2008 kl. 22:55

18 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sigrún mín, málið er leyst í bili, það var hleðslutækið sem virkaði ekki, og Rimantas kippti því í lag til bráðabirgða, svo sagan fer inn í kvöld.

Hahaha Anna Lilja, ég er viss um að hann litli bróður þinn hefur fengið þetta úr sama genabanka og þú

Leikurinn er til þess gerður Solla mín að klóa í ykkur vestfirðingana sem mest og oftast heim aftur.  Ég er líka krónískur grjótasafnari.  hehehehe

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.6.2008 kl. 23:15

19 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Fallegar litlu prinsippissurnar þínar !  Dansandi prinsippissur, og myndin krakki og köttur er líka flott. -  Það er alltaf svo mikill friður í myndunum þínum Ásthildur. -

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 16.6.2008 kl. 00:27

20 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Lilja mín, ég held að það sé kúlan og umhverfið.  Allt stílað upp á frið og kyrrð.  Knús á þig.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.6.2008 kl. 00:53

21 Smámynd: G Antonia

Maður kemur aldrei að "tómum kofanum" hjá þér Ásthildur Cesil mín, kvitt fyrir innlit og knús á þig og þína **

G Antonia, 16.6.2008 kl. 01:18

22 Smámynd: Tiger

 Já, maður er alltaf bara endurnærður - eins og einhver sagði hérna einhvern tíman - þegar maður er búinn að skoða og lesa hjá þér Ásthildur mín ljúfa. Þetta eru svo ljúfar myndir af börnunum öllum - sérstaklega af litlu stúlkuskottunum, algerar prinsessur sko. Verst hvað þau eiga það til þessi minnstu að vaða áfram stundum án þess að maður nái í skottið á þeim - og svo lenda þau bara í hremmingum sem engin getur séð fyrir - líkt og sú litla þín. Vonandi lærir hún bara á þessu og brunar ekki aftur niður brekkuna.

Myndirnar þínar eru yndislegar mín kæra - og svo mikið gaman að fá þig aftur í tölu blogg-andanna. Heilmikið sakn eftir þér þegar þú varst úti. Knús á þig mín ljúfa Ásthildur og eigðu ljúfa nótt sem og góða viku framundan.

Tiger, 16.6.2008 kl. 02:11

23 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Lilja Guðrún talar um frið í myndunum þínum Ásthildur mín, Það er vegna þess að það er engin að amast eða þrasa við eðlilegum leik barnanna, þau fá bara að læra og þroskast eins og vera ber, og að meiða sig smá það höfum við öll gert, og hafið tekið eftir því að við meiðum okkur meira í sálinni heldur en þau í sárinu, þau eru farin að leika sér eftir smá stund, en við sitjum eftir með blendnar tilfinningar, algjör óþarfi, en gerist samt.
En svona held ég að lífið í kúlunni sé, bara gott.

                              Kærar kveðjur vestur
                                Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 16.6.2008 kl. 09:05

24 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hrönn Sigurðardóttir, 16.6.2008 kl. 09:41

25 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Flottar myndir hjá þér eins og venjulega. Vonandi bjargast þær sem eru í lappanum.

Helga Magnúsdóttir, 16.6.2008 kl. 10:26

26 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Ég er að heimsækja bloggið þitt í fyrsta sinn og hef ánægju af því og fallegu myndunum þínum. Gott og fallegt umhverfi fyrir börnin. Takk fyrir mig.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 16.6.2008 kl. 13:26

27 Smámynd: Jóhann Elíasson

Já það er nokkuð ljóst að þið verðið að setja "hraðahindrun" á uppkeyrsluna!

Jóhann Elíasson, 16.6.2008 kl. 14:41

28 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk öll sömul, ég var búin að skrifa heillanga færslu í gærkveldi um annan hluta ferðasögunnar, og svo fauk það bara allt út í loftið  Sumir dagar eru bara þannig.  En ég ætla að endurtaka mig, núna rétt á eftir, þegar ég kemst almennilega til þess.  Annars hefur lognið verið að flýta sér í dag hér hjá mér.  'Eg var á Þingeyri að setja niður sumarblóm fyrir 17.  og á meðan fuku túlípanarnir hér heima  En þingeyringar fengu allavega blómin sín. 

Jamm Jóhann minn, það verður að setja hraðahindrun.

Velkomin hingað inn Ólöf mín.

Takk Guðlaug mín.

Já Helga mín, lappinn er komin í gagnið, sem betur fer.

Knús á þig líka Hrönn mín.

Takk fyrir þetta Milla mín.

Knús á þig TíCí minn ævinlega og alltaf.

Knús á móti G.Antonía mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.6.2008 kl. 18:26

29 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Það er eins og að fara inn í draum að kíkja til þín. Yndislegt umhverfi sem ykkur hefur tekist að skapa hjá ykkur. Allt svo fallegt, börnin og gróðurinn.

Knús í nóttina

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 17.6.2008 kl. 00:48

30 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Knús á þig líka elsku Sigrún mín, næstum tengdadóttir

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.6.2008 kl. 01:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband