13.6.2008 | 00:18
Ferðin til Ungverjalands, fyrsti hluti.
Það var rosalega gott að komast aðeins í burtu, ekki frá litlu fjölskyldunni minni, heldur argaþrasinu og þeytingnum, sem búin er að vera á mér undanfarið.
Þessar tók ég um leið og ég lagði af stað. Til að minna mig á mitt hreiður.
Sumarið er komið líka hjá okkur hér heima.
en karlakórinn hélt tónleika í Bústaðakirkju, áður en haldið var út á flugvöll. Kirkjan var troðfull.... mest af vestfirðingum, þetta var eins og gott héraðsmót, og maður sá marga brottflutta vestfirðinga, sem nýttu sér tækifærið til að hitta aðra vestfirðinga og hlýða á virkilega kraftmikinn og hljómfagran söng karlakórsins Ernis.
Í hléi var svo knúsað og kyssts, og rabbað um heima og geyma, skiptst á fréttum og jafnvel giskað á hver var hvað. Virkilega skemmtileg stemning.
Svo var haldið beint út á flugvöll. Menn voru glaðir í bragði, og flestir fengu sér smá brjóstbirtu.
Þó eru ennþá til tímalausir prakkarar, ekki að vestfirskum sið, heldur í orðanna hljóðan. En hér notum við tímalaus um þann sem nískur er.
Brosandi íslenskar flugfreyjur buðu okkur svo velkomin um borð til Kaupmannahafnar.
Þessi er tekinn út í Köben, aðallega fyrir Úlfinn, því hann er auðvitað spenntur fyrir Taekvon-do
En það urðu einhver mistök með okkur Ella minn, því meðan allir hinir höfðu verið bókaðir áfram til Búdapest, þá urðum við að fara á bandið sækja farangurinn og bóka okkur inn aftur. Þetta tók allt heilmikin tíma, meðan félagar okkar höfðu það bara náðugt í Biðsalnum. transfer.
Frá Kaupmannahöfn til Búdapest, lentum við í fangaflugi. 'Eg er ekki að skrökva. En í vélinni var fangi, sem kallaði sífellt á ótal tungumálum; forðið ykkur, vélin ferst, og eitthvað svoleiðis, sem betur fer heyrði ég ekki í honum. En úti fyrir sveimuðu fjöldinn allur af löggum og öryggisfulltrúum, þegar við komum út, og með honum í vélinn voru að minnsta kosti tveir lögreglumenn, félegur andskoti, svona í flugi.
En við komumst samt alla leið, og ferðin var ánægjuleg þrátt fyrir allt.
Hér er fyrsta móttökunefndin, hehehehe.... hún heilsaði mörgum kórfélaganum. Ég tók hana svo og setti til hliðar, vona að hún hafi komist heil út úr flugstöðinni. Hefur sennilega áætlað að það væri betra að fljúga þannig.
Eins og sjá má gerir hún sig ansi heimakomna, og ég get sagt ykkur að hún var ekkert að velja björn bónda eða jón jónsson, nei hún valdi sér yfirlæknirinn, og formann kórsins. Maður velur nú það besta
Hér er annar fararstjórinn, hann Ferenz, hann talar reiprennandi íslensku, og er bæði fyndinn og skemmtilegur. Yndislegt að fá heimafólk til að leiðbeina sér. Hinn fararstjórinn var Jóna Guðvarðardóttir listamaður sem hefur búið í Ungverjalandi í um 17 ár, meira og minna. Og hefur upplifað allar breytingarnar sem orðið hafa. Hún sagði okkur að meðan Ungverjaland var undir járnhælnum, þá var ekki hægt að kaupa sér bíl, nema panta hann með löngum fyrirvara. Og það komu bara nokkrir bílar í hvert skipti. Þetta hefur lagast, og hér eru allskonar bílar, og sumar verksmiðjur sem hafa flutt sig frá dýrari löndum hingað. En það var eitt sem henni fannst ekki sniðugt, og það er að í Ungverjalandi eru allir útlendingar á sér númerum. Þeir eru merktir þannig að augljóst er að þar er útlendingur á ferð. En svona er lífið.
Götumynd frá Búdapest, hér eru margar fallegar byggingar, bæði nýjar og gamlar, mörg nýju húsanna, svipuðu til slíkra bygginga í Vín, svona ávalar byggingar, úr áli, stáli og gleri. En það er líka mikið af gömlum skreyttum og fallegum húsum. Líka hallir og fagrar kirkjubyggingar.
Hér erum við svo komin heim á hótelið. Það var ekki alveg í miðborginni, en bara rétt handan við hornið voru neðanjarðarlestarna og það var mjög auðvelt að rata með þeim, hvert sem var í miðbæinn og út í smákjarnana kring um borgina. Það eru þrennskonar underground, sú gula, sem er elst. Svo er blá, sem við tókum oftast, og svo sú rauða, en hún er neðst í röðinni, þ.e. dýpst niðri.
Um kvöldið fórum við yfir Dóná, til Búda, en við gistum í Pest. Í Búda er konungshöllin og forsetahöllinn, þar eru miklar hæðir skógi vaxnar og landslagið fallegt, þar býr fólk sem hefur það betra, og hefur flott útsýni yfir borgina. En yfir ´Dóná eru nokkrar brýr, Margrétarbrúin til dæmis, þessi kallast ljónabrúin, og ljónin kallast skemmtilega á í kvöldhúminu.
Elli minn í góðum félagsskap. En hér eru margar styttur og minnisvarðar. En bara einn frá gamla Sovét. Eftir byltinguna, þegar Ungverjar fengu sjálfstæði, buðu þeir rússum að velja eina styttu sem mætti standa, allar hinar skyldu teknar niður, styttan af Stalin var felld á staðnum. Þeir eru ekki hrifnir af því tímabili sem þeir voru undir járnhælnum, og það ríkir enginn kærleikur í garð rússa. En Ungverjar hafa mjög oft verið hersetnir, af tyrkjum, rómverjum, enda margar rómverskar rústir þar, svo voru þeir undir Habsborgaraættinni Austurrísku, og síðast undir Sovétveldinu. En einhvernveginn þá hafa þeir náð að vera jákvæðir og eiga gott samstarf við þessa fyrrverandi kúgara sína alla. En þeir eru eins og ég sagði áður, langt að komnir, og ekki skyldir neinni þjóð í nágrenni við sig. Tungumál þeirra er mest skylt finnsku.
Við fórum svo í ferð í Dónárdalinn, þar er mikil náttúrufegurð, hér í stærstu dómkirkju landsins Esztergom var svo tekið lagið til að heyra hljómburðinn.
Það hljómaði rosalega vel get ég sagt ykkur.
Hér erum við upp á hæðinni, sem kirkjan stendur á, með útsýni yfir Dóná, og hér skiptir áin landamærum, því hinu meginn er Slóvenía. Þessi brú var sprengd upp í stríðinu, og reyndar oftar, Slóvenar höfðu engan áhuga á að reisa hana, og það eru einungis örfá ár, síðan hún var endurbyggð.
Við erum ekki alveg komin heim úr Dónárdalsferðinni, því við eigum eftir að snæða í Visegråd og heimsækja fallegt þorp sem heitir Szentendre. En ég er eiginlega orðin dálítið syfjuð
Svo Ég býð ykkur bara góðrar nætur, og knús og takk fyrir allt. Þið hafið svo sannarlega glatt mig með orðum og hlýjum óskum. Það yljar ótrúlega mikið.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
GAman að fara yfir ferðalagið með þér í huganum myndrænt..... þetta hefur verið skemmtilegt það sér .....og örugglega góður hljómburður þarna í stærstu dómkirkju landsins.,,..+
Trúi að litla fólkið (og það stóra) hafi verið himinlifandi þegar þú varst komin heim á ný...jæja næst er það svo þjóðhátíðardagurinn okkar 17 júní....styttist!
Góða helgi..og nótt .. knús á þig föstudaginn 13 Ásthildur mín ....
G Antonia, 13.6.2008 kl. 02:08
Ohh ... þetta hefur verið yndislegt hjá ykkur. En ömurlegt að lenda í fangaflugi bara - það þarf nú ekki mikið til að hræða líftúruna úr sumum sko og ekki á það bætandi ef maður er flughræddur ef einhver um borð er að hrópa eitthvað um að vélin sé að farast.. hahaha.
Kribban er flott á því, enda eins og þú segir - valdi það besta - eða tók sér far með þeim besta. Og við vonum auðvitað það besta fyrir hennar hönd. En, gott að þú ert komin heil heim aftur. Sannfærður um að allir hafi saknað þín heima við - ég saknaði þín helling - og allra myndanna þinna - og ég var farinn að sakna andlitsins á litlu skottunum þínum tveim. Hlakka til að sjá meira af þeim!
Knús á þig mín mikla kjarnakona og eigðu ljúfa nótt, góðan dag á morgun og yndislega helgi framundan.
Tiger, 13.6.2008 kl. 04:11
Velkomin heim Ásthildur, ferðin hefur verið alveg stórkostleg og þið hjónin hafið sko örugglega bæði haft mjög gott af því að komast "aðeins frá" en það besta hefur verið að koma aftur heim, eða voruð þið kannski ekki nógu og lengi í burtu til þess? Gott að sjá þig aftur á blogginu, ég var alveg við það að detta í "þunglyndi" eða heitir ekki allt þunglyndi í dag?
Jóhann Elíasson, 13.6.2008 kl. 07:14
Æðislegar myndir hjá þér Ásthildur, það hefur greinilega verið og gaman og þú iðin við vélina. Ef að ég hefði verið með í fluginu..... ó mæ god, ég hefði dáið úr hræðslu, var ekki hægt að teipa fyrir munninn á manninum ??
Linda litla, 13.6.2008 kl. 07:22
Flottar myndir og skemmtilegar sögur. Þetta hefur verið skemmtileg ferð og þér vonandi tekist að slaka vel á. Það er svo gaman að fara og skoða ókunnar slóðir og frábært að hafa góða fararstjóra svo maður viti hvað er hvað, það eykur gildi þess sem maður sér. En mikið held ég hafi verið gaman hjá þeim litlu að fá ykkur aftur þó ekki væsti um þær á meðan. Alltaf spennandi líka þegar einhver kemur úr ferðalagi. Ég sá á blogginu þínu að margir fleiri voru farnir að sakna þín.
Dísa (IP-tala skráð) 13.6.2008 kl. 07:53
Ekkert smá fallegt þarna, held ég af öllum myndum sem ég hef séð í gegnum tíðina. Og Fangaflugið....OBOY OBOY....Mér datt bara einhver bíómynd í hug, hef nefnilega aldrei heyrt af fangaflugi nema í bíómyndum .......allavega ekki í almenningsvél. Svakalega er ég fegin að þú ert komin aftur og deilir áfram með okkur öllum fínu myndunum þínum. Ég elska hljóðið í svona krybbum, vildi að það væri svona á Íslandi. Burt með Geitunga og Krybbur til landsins
Elín Katrín Rúnarsdóttir. , 13.6.2008 kl. 09:36
Flottar myndir Ásthildur mín og takk fyrir þetta.
Kristín Katla Árnadóttir, 13.6.2008 kl. 11:58
Velkomin heim á ný valkyrja!
Þú gerir það ekki endasleppt í ferðarápinu, spurning um Norðurpólinn næst!?
Magnús Geir Guðmundsson, 13.6.2008 kl. 12:16
Það er svo gott að sakna, þá finnur maður mest fyrir ástinni og alltaf gott að koma heim eftir frí. Yndislegt að fá að sjá þessar myndir úr fríinu. Ég vona að þú sért endurnærð eftir þetta.
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 13.6.2008 kl. 14:19
Skemmtilegt að fá ferðasöguna svona myndrænt. Takk fyrir Ásthildur mín
Sigrún Jónsdóttir, 13.6.2008 kl. 15:31
Velkomin á skerið og þakka kærlega ferðasögu (Hluta I) í máli og myndum.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 13.6.2008 kl. 16:34
Þetta hefur greinilega verið mjög skemmtileg ferð. Ég hlakka til að heyra framhaldið.
Flottur þessi litli græni snobbari hahah
Ragnhildur Jónsdóttir, 13.6.2008 kl. 17:10
Christian Glitter by www.christianglitter.com
Sæl Ía mín.
Rósa frænka frá Vopnafirði situr hér hjá mér og biður að heilsa og það geri ég líka.
Góð kveðja,
Beta.
Elísabet Sigmarsdóttir, 13.6.2008 kl. 18:37
Einhver fallegasta borg Evrópunnar, eins & þú staðfestir ~myndarlega~ ...
Steingrímur Helgason, 13.6.2008 kl. 21:36
Takk fyrir þetta elskulegust og góða nóttina elsku vina mín.
Knús knús og bestu kveðjur
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 13.6.2008 kl. 22:51
Sæl Ásthildur mín,þetta hefur verið mikið upplifelsi hjá þér og ykkur.
Og velkomin heim.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 14.6.2008 kl. 08:59
Ó, Dóná svo blá, mikið er fallegt þarna. - og skemmtileg frásögn. - Hlakka til að heyra næsta hluta.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 14.6.2008 kl. 22:04
Takk fyrir mig elskan
Heiða Þórðar, 15.6.2008 kl. 10:31
Velkomin til baka
Svala Erlendsdóttir, 15.6.2008 kl. 11:36
Takk öll sömul. Það verður smábið á framhaldinu, því að lappinn sem ég hlóð öllum myndunum inn á dó drottni sínum í gær, ég vona samt að það verði hægt að ná úr honum því sem þar er inni, svo sem eins og myndunum. ´Síðasti hlutinn er þó samt sem áður hér á heimatölvunni minni, svo það verða fleiri myndir. Takk fyrir alla hlýjuna sem þið sýnið mér og biðlundina. Knús á ykkur öll.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.6.2008 kl. 11:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.