Komin aftur, takk fyrir mig.

Þúsund þakkir fyrir allar kveðjurnar sem ég var að lesa.  Ég kom heim seinnipartinn í dag, við komum til Íslands um miðnættið í gær, og gistum í borg óttans.  En ókum svo heim í dag.  Veðrið er hreinlega bara yndislegt, og mátulega hressandi, eftir molluna í Ungverjalandi.  En ég á eftir að segja ykkur ferðasögu.  Ungverjaland er skemmtilegt land, og að mörgu leyti svo líkt okkar.  Vissuð þið að þeir tala tungumál sem er ekki skylt neinu tungumáli í kring um þá, en er aftur á móti skylt finnsku ? En ég segi ykkur það seinna. 

Fyrst tvær myndir svona til gamans, en ég segi ykkur nánar frá þeim seinna.

IMG_7696

Þessi mynd er tekin af svölunum á hótelherberginu mínu í Szeget, þar sem við dvöldum í tvo daga, en það kemur seinna.

IMG_7841

ég mun líka segja ykkur nánar frá þessari mynd hehehehe...

IMG_7847

Og þessari.  LoL

IMG_7922

en við erum sem sagt komin heim, og elskurnar okkar eru hér líka, mörg þeirra.

IMG_7926

Það var aðeins kíkt við, til að heilsa upp á afa og ömmu í kúlu.

IMG_7929

Það liggur við að börnin séu að hverfa í gróðrinum.

IMG_7932

Það var líka búið að slá fyrir mig lóðina, þegar ég kom heim.

IMG_7934

Og Jorga mín hafði útbúið þennan líka flotta blómvönd fyrir mig. Heart

IMG_7935

Og blómin brostu líka við mér. 

IMG_7938

Já þau bralla við ýmislegt börnin mín.

IMG_7940

Svo sem eins og að aka bíl.

IMG_7942

Eða bara njóta sín í góða veðrinu.

IMG_7944

Hvað skyldi vera inn í egginu ?

IMG_7947

Það kom líka pakki í dag frá Austurríki, pakki frá mömmu, til Hönnu Sólar og Ásthildar.  Hún er ástin þín, sagði Hanna Sól við mig í dag, hún Áshildur, en ég er Sólin þín. Heart

IMG_7949

Já það var notalegt að sitja í sólinni, og mátulega ferskt, maður gleymir því stundum hvað það er gott að hafa þetta ferska loft.

IMG_7952

Veiii það leyndist prinsessubúningur í pakkanum frá mömmu.

IMG_7956

Með kórónu og öllu saman.  Mikið var mín stolt og glöð.

IMG_7957

Sú stutta dundaði sér nú samt við allt annað, og sýndi prinessunni engan áhuga LoL

IMG_7958

Takk enn og aftur fyrir mig, þið eruð svo yndæl öll og það gladdi mig mikið að sjá allar kveðjurnar.  ég ætla mér að segja ykkur meira frá þessu frábæra landi, og þeim sem þar búa.  Það er margt áhugavert sem hægt er að segja frá, og svo tala myndirnar sínu máli. 

Bless á meðan, það þarf að gera ýmislegt, eftir langa fjarveru.  Taka upp úr töskum, vökva plöntur og knúsa alla í kring um sig.  Þið fáið líka risaknús frá mér öll sömul. HeartHeartHeart

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórdís Einarsdóttir

Heima er best að sjálfsögðu!

Velkomin aftur.

Þ

Þórdís Einarsdóttir, 11.6.2008 kl. 22:07

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Jamm - ég vissi þetta með tungumálið........

Velkomin heim

Hrönn Sigurðardóttir, 11.6.2008 kl. 22:23

3 Smámynd: Rannveig H

Gott að fá þig aftur

Rannveig H, 11.6.2008 kl. 22:39

4 Smámynd: Huld S. Ringsted

Velkomin heim Ásthildur, gott að fá þig aftur

Huld S. Ringsted, 11.6.2008 kl. 22:43

5 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Velkomin heim elsku Ástildur mín það er svo gott að þú ert komini afturég hef sakna þín mikið kús á þig.

Kristín Katla Árnadóttir, 11.6.2008 kl. 22:52

6 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Velkomin heim Ásthildur, ég hef saknað þín og myndanna þinna.  Ég vona að ferðin hafi verið góð og að þú getað hvílt þig.

Yndislegt umhverfi Kærleikskúlu nú þegar sumarið er komið, hlakka til að sjá þetta með mínum eigin augum

Sigrún Jónsdóttir, 11.6.2008 kl. 22:56

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Velkomin heim elsku Ásthildur.

Jenný Anna Baldursdóttir, 11.6.2008 kl. 23:01

8 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Velkomin heim elsku Ásthildur mín.

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 11.6.2008 kl. 23:42

9 Smámynd: Katrín

Gott að fá þig aftur í bloggheima

Katrín, 12.6.2008 kl. 00:17

10 Smámynd: Steingrímur Helgason

Nú man ég af hverju ég hef verið áhugalaus um bloggeríið undanfarið.

Minnz vantaði Þinnz...

Steingrímur Helgason, 12.6.2008 kl. 00:21

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hahahah Szteingrímur minn, og þið öll, Takk fyrir mig.  Já ég er bara svo sæl að vera komin heim, búin að eiga svo góðan eftirmiðdag og kvöld með elsku fólkinu mínu, og svo finna endurvarp frá ykkur það er dýrðin ein.  Jorga er búin að koma skikki á stelpurnar mínar litlu með svefn og slíkt.  Hún er bara svona yndisleg babúska, sem veit nákvæmlega hvernig hún vill hafa hlutina og skipulagninguna á þessu öllu saman, en gerir það bara svo ljúfmannlega. Þvílíkur gullmoli sem hún er, og strákurinn virðist vera bara vel liðinn líka, og standa sig vel.  Litháar hvað????Gullmolar, og þau vilja verða hér og ala litla barnið hér.  Ef ég get aðstoðað þau með það, þá geri ég það, að sjálfsögðu.  Knús á ykkur öll inn í nóttina.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.6.2008 kl. 00:42

12 Smámynd: Linda litla

Elsku krúsídúllan mín..... mikið er ég búin að sakna þín og myndanna þinna. Vertu velkomin heim á frón.

Linda litla, 12.6.2008 kl. 00:54

13 Smámynd: Elín Katrín Rúnarsdóttir.

Gott að sjá þig aftur í bloggheimum. Ég var farin að sakna þín óskaplega mikið. Knús í kúlu

Elín Katrín Rúnarsdóttir. , 12.6.2008 kl. 01:18

14 Smámynd: G Antonia

Velkomin heim á ný.!!! Og gaman allt gekk að óskum , hlakka til að heyra meira og sjá!!
knús á þig og "liðið" þitt *

G Antonia, 12.6.2008 kl. 01:59

15 Smámynd: Tiger

Æi, mikið er ljúft að sjá þig aftur mín kæra Ásthildur. Segi bara eins og Steini - áhuginn bara minnkar þegar þú ert ekki í bloggheimum. Var farinn að sakna þín heilmikið sko og myndanna þinna líka. Hlakka til að lesa eitthvað um ferðalagið og sjá myndir! Knús á þig mitt ljúfasta fljóð ... og velkomin heim.

Tiger, 12.6.2008 kl. 03:47

16 identicon

Takk fyrir síðast og gaman að frétta frá þér aftur. Allir virðast heilir heima og ferðalangar vonandi allir komið heilir aftur og haft gaman. Hlakka til að frétta meira af ferðalaginu.

Dísa (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 08:35

17 Smámynd: Auður Kristín Matthíasdóttir

Velkomin heim Ásthildur. Frétti að það var gaman hjá ykkur. Heyrði líka að aðeins væru 2 karlakórar í Ungverjalandi, þeir væru meira fyrir blandaða kóra. Það er gott að ykkur gekk vel. Gaman að sjá myndirnar. Hlakka til að sjá fleiri.

Kv. Auður

Auður Kristín Matthíasdóttir, 12.6.2008 kl. 09:19

18 identicon

Velkom heim ;-)

Já það var mynd af Úlf á www.sugandi.is, á myndasíðunni þar eru myndaalbúm og þar á meðal eitt frá Sjómannadeginum.

Mikið er nú fallegt fyrir vestan og maður sér allan kærleikann skína frá myndunum þínum.  Eru þetta dætur hennar Báru þær Hanna Sól og Áshildur? 

Kveðja úr sólinni á Skaganum 

Anna (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 10:05

19 Smámynd: Laufey B Waage

Velkomin heim mín kæra. Sé þig kannski um helgina.

Laufey B Waage, 12.6.2008 kl. 10:42

20 Smámynd: Aðalheiður Ámundadóttir

Bara vestfirðingar eiga að fara til útlanda á sumrin! Aðrir landsmenn eiga að fara til vestfjarða

Aðalheiður Ámundadóttir, 12.6.2008 kl. 11:15

21 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Velkomin heim Ásthildur. Ljúft og gott eins og endranær að kíkja á bloggið þitt. Alltaf hlýja og kærleikur sem skín í gegn um myndir og texta hjá þér. 

Bestu kveðjur  

Ragnhildur Jónsdóttir, 12.6.2008 kl. 11:52

22 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Velkomin heim og takk fyrir þessar flottu myndir. Hlakka til að lesa ferðasöguna.

Helga Magnúsdóttir, 12.6.2008 kl. 12:58

23 identicon

Velkomin heim Hefði viljað spjalla meira við þig á Ísafirði um daginn, geri betur næst. Knús á þig yndislega kona

Elísabet Markúsdóttir (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 13:54

24 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk öll, hvað þið eruð hreint út sagt yndisleg  ég ætla að reyna að koma fyrsta hlutanum af ferðasögunni inn í kvöld.  Alveg laukrétt Aðalheiður

Hanna Sól og Ásthildur eru dætur hennar Báru minnar, rétt er það. 

Knús á ykkur öll þið eruð svo frábær að ég á ekki orð.

Flottur TíCí minn, er þetta mynd af þér ?

Ég hef betri tíma í kvöld.  Knús á línuna.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.6.2008 kl. 14:28

25 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Velkomin heim Ásthildur mín, myndirnar af fjölskyldu þinni eru yndislegar að vanda.
mundir þú vilja er þú hefur tíma að fara inn á síðuna hjá henni Áslaugu er hún að spyrja um heiti á blómunum sem springa ætíð fyrst út í garðinum hennar á sumrin. slóðin er http://aslaug.blog.is


                        Kveðja Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.6.2008 kl. 14:37

26 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Velkomin heim Ásthildur mín. Ég segi eins og margir aðrir hér, að ég saknaði þín og myndanna þinna  Hlakka til að sjá og heyra ferðasöguna.

Stórt knús til þín

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 12.6.2008 kl. 15:38

27 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Velkomin heim og gangi þér vel með ástina þína og sólina

Hlakka til að heyra meira af ferðinni

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 12.6.2008 kl. 18:15

28 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Velkomin heim mín kæra. Mikið eru myndirnar alltaf skemmtilegar hjá þér. Litla "bleika" prinsessan er aldeilis lukkuleg. Hún er greinilega á "bleika" aldrinum. "Allt er vænt sem vel er bleikt" eins og ég sagði um mína dóttur á þessum aldri. Gaman að sjá þig aftur og ég hlakka til að heyra meira og sjá fleiri myndir. ´Knús og kveðjur frá mér.

Sigurlaug B. Gröndal, 12.6.2008 kl. 21:20

29 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk öll sömul.  Milla mín, ég komst ekki inn á síðuna hennar Áslaugar, hún er ef til vill bara fyrir sérstaka aðila.

Takk fyrir góðar óskir, og hlýjar viðtökur.  Ég er rosalega ánægð að sjá kommentin ykkar.   Vona að þið fyrirgefið mér og sýnið biðlund, ég er bara svo mikið upptekinn, en það lagast fljótlega.  Mér finnst ég hafa misst af ykkur alltof lengi. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.6.2008 kl. 23:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband