2.6.2008 | 00:59
Til hamingju með daginn sjómenn og konur. Og við kveðjum í bili.
Kyrrlátt kvöld, eftir annasaman dag, við að gera allt sem eftir var að gera til að geta farið burtu með nokkuð góðri samvisku. Ég bauð pabba mínum í mat, eins og ég reyni að gera alltaf á sunnudögum því það er bara svo gaman að fá hann hingað heim til að spjalla. Við Elli minn að yfirfara hvað á að taka með og hvað er bráðnauðsynlegt, stubburinn, já Úlfur svæfði stelpurnar í kvöld. Hreint út sagt ótrúlegt en hann gerði það. Ég heyrði hann segja þeim söguna af geitunum þrem, og þegar Hanna Sól vildi fara til ömmu, spurði hann, hvort hún ætlaði virkilega ekki að hjálpa honum með að svæfa Ásthildi, og viti menn, jú hún ákvað að gera einmitt það.
En í fyrramálið leggjum við í hann til Reykjavíkur og svo til Ungverjalands. Jorga og Rímas verða hér með börnin. Sonur minn bauðst til að hafa þau meðan við værum í burtu, en þau vilja frekar vera hér. Það er svo sem bara allt í lagi.
En það táknar náttúrulega að ekki munu berast myndir af þessum litlu ærslabelgjum í rúma viku. En í staðin ef til vill eitthvað af ferðalagi um Ungverjaland. Ef allt verður í lagi.
Þetta er eiginlega alversti tíminn hjá mér að fara, en mig langaði til að skreppa með í þessa ferð, og sennilega hef ég bara gott af að drífa mig af stað, og safna orku. Eða eins og sagt er, kirkjugarðarnir eru fullir af ómissandi fólki, ekki satt ?
En ég notaði þennan hátíðisdag til að gera margt sem þurfti að gera upp í garðplöntusölunni. Og svo var það tékklisti, bæði hvað þarf að hafa með, og svo ganga frá ýmsum málum og setja fólkið mitt inn í fleiri daga vinnu. Það er meira en að segja það, skal ég segja ykkur. En sem betur fer er ég með gott starfsfólk. Bara spurning um að gera sig skiljanlega, og þá verður allt í lagi.
Undir kvöldið hellirigndi í svona 20 mínútur, og það var langþráð rigning, skal ég segja ykkur.
En morgunin var fallegur, og það var hlýtt. Júlli minn kom og tók Hönnu Sól og Úlf með sér yfir á suðureyri, en þar er alltaf mikið um að vera á Sjómannadaginn. Þeir kunna svo sannarlega að skemmta sér og öðrum súgfirðingar. Ég þurfti að skutla Hönnu Sól yfir. og á leiðinni heim, lenti ég í slysi.... Já þar sem ég ek út fjörðinn á leiðinni heim, flýgur andarpar beint fyrir framan bílinn, ég beygi snarlega yfir á hinn vegkantinn, en sé um leið fjaðrafok, út um allt OH boy. Ég stöðva bílinn og fer út, skjálfandi á beinum, og liggur ekki vesalings öndin á götunni, ég sá ekki neitt blóð, eða sár, en hún var alveg rosalega máttlaus og hrædd. Ég tók hana og bar út fyrir vegkantinn, bað hana margfaldlega afsökunar og hrindi svo á dýralækninn, sem ég vissi að átt leið þarna um seinna.
Bað hana að líta á öndina og úrskurða hvort hún ætti framhaldslíf eða réttast væri að aflífa hana, ef ekki væri nokkuð von. Læknirinn sagði mér svo að þegar hún mætti á svæðið var öndinn horfinn, svo hún hlýtur að hafa jafnað sig og komist burtu, þó svolítið fjaðrafá um bakið.
Halló amma, halló afi... við sváfum út, og vöknuðum hress og kát í morgun. Þetta er eldhúsborðið.
Prinsessunni fannst samt skemmtilegra að horfa aðeins á sjónvarpið og borða veetabix með sykri.
Smá bros frá skæruliðanum, sem var náttúrlega að borða afaskyr.
svo varð nú eldhúsborðið meira spennandi en sjónvarpið fyrir prinsessuna.
Jamm eldhúsborð geta verið mjög áhugaverð
Og ekki síður að komast í vaskinn, þó stóra systir vilji heldur gera sig fína.
Æ ég ætla að prófa þetta svona, er þetta ekki fínt amma ?
Jamm þetta er ljómandi.
Ég er amma og ég á að fá að hafa veskið. Sú litla var nú ekki á því.
Ég vil fá veskið !!!
Algjör töffarí á leið til Suðureyrar, sem betur fer ók ég ekki á öndina fyrr en í bakaleiðinni.
er ég ekki fín ?
Ekki veit ég hvaða blettir þetta eru, en ég er viss um að þetta eru ljósálfar, sem komu inn á myndina.
Líka hér.
En sólin skín í heiði, og veðrið er fallegt.
Og börnin una sér vel í náttúrunni.
Hoppa og skoppa.
Og pabbi minn elskulegur kom í mat.
Jorga er dugleg í höndunum, hér er þyrnikóróna úr grasstráum.
Ætli hún fari betur svona ?
Jamm sumir slefa dálítið... eða frekar mikið, enda að taka tennur.
Úr fíflum og sóleyjum festar hún batt.....
Þetta er flott ekki satt ?
Sjáið handbragðið.
Svo má skreyta með perluliljum.
Og hér er komin fegursta kóróna, sem hæfir prinsessu.
Glæsilega gert ekki satt ?
svo sannarlega blómabarn hún Hanna Sól.
En sú stutta fór bara í bað.
En þar sem þessi færsla er sú síðasta í bili frá þessum litlu stúlkum, þá fáið þið risastóran koss frá Ásthildi Cesil.
Hún er nýbúin að læra kossaaðferðina, og þið skuluð ekkert láta á ykkur fá, þó kossin sé dálítið súr og blautur, hann er gefinn af innstu einlægni til ykkar allra.
Kyssikyss og knús Og við heyrumst fljótlega. Takk æðislega fyrir mig, og hvað þið hafið verið þolinmóð. Ég reikna með að þegar ég kem heim, verði aðeins farið að slakna á vinnunni, svo ég komist í að heimsækja ykkur á bloggsíðurnar og skoða hvað þið hafið verið að bralla og hugsa undanfarið. Knús á ykkur öll.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 8
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 2022160
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 27
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Lofa því Búkolla mín, knús.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.6.2008 kl. 08:48
Góða ferð Ásthildur mín og hafðu það sem allra best.
Jóhann Elíasson, 2.6.2008 kl. 08:59
Góða ferð kerla mín og farðu nú vel með þig í fríinu.
Þ
Þórdís Einarsdóttir, 2.6.2008 kl. 09:15
Takk Jóhann minn. 'Eg er ákveðin í að skemmta mér vel í þessari ferð, og safna orku.
Takk Þórdís mín, jamm, ég lofa
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.6.2008 kl. 09:23
Sú stutta er alveg með "Monroe-stútinn" á hreinu.
Jóhann Elíasson, 2.6.2008 kl. 09:45
Góða ferð Ásthildur mín og góða skemmtun
Sigrún Jónsdóttir, 2.6.2008 kl. 09:49
Mun sakna þín mikið, en njóttu ferðarinnar alveg í botn
Jorga er frábær, vildi að ég kynni að fletta svona kransa.
En knús á ykkur Ella og njótið ferðarinnar saman.
Kidda (IP-tala skráð) 2.6.2008 kl. 10:10
Góða ferð 'Ija mín og hvíldu þig vel
Rannveig H, 2.6.2008 kl. 10:23
Góða ferð og njóttu ferðarinnar alveg í botn.
Helga Magnúsdóttir, 2.6.2008 kl. 10:43
Takk elskurnar, ég er að leggja af stað, allt vonandi klárt, en eitthvað gleymist örugglega en það verður bara að hafa það, maður bjargar sér. Knús á ykkur öll og takk fyrir mig. Jamm Jóhann, þessi stútur er sko fullur af ást og trúnaði.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.6.2008 kl. 11:08
Hún er sannarlega handlagin hún Jorga. Rosa flott hjá henni. Og algjör krúsíkoss frá þeirri stuttu
Njóttu ferðarinnar vel, Ásthildur mín. Þú kemur heim full af orku
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 2.6.2008 kl. 17:22
Þú sækir orku til Ungverjalands, góða ferð á þig og þína
Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 2.6.2008 kl. 17:54
Það er svo langt síðan ég komst til þess að fara blogghring að ég var komin með fráhvarseinkenni frá krúttfærslunum þínum. Yndislegar myndir.
Góða ferð til Ungverjalands og njóttu ferðarinnar.
Linda litla, 2.6.2008 kl. 19:17
Hafðu það alveg rosalega gott Ásthildur mín og njóttu vel.
Eyrún Gísladóttir, 2.6.2008 kl. 19:42
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 2.6.2008 kl. 21:28
Góða ferð......
Hrönn Sigurðardóttir, 2.6.2008 kl. 21:44
Góða ferð Ásthildur mín og njóttu ferðarinna. Reyndu að hvílast og njóta þessa að vera til og láta stjana við þig. Knús og góðar kveðjur.
Sigurlaug B. Gröndal, 2.6.2008 kl. 22:13
Sæl Ásthildur mín.
Sennilega farin en kannski kíkir þú á bloggið í Ungverjalandi og færð kveðjur frá okkur sem vorum of sein að segja bless í bili.
Ég vona að þessi ferð verði í alla staði vel lukkuð og að þú komir endurnærð heim. Ég kíkti á allar myndirnar frá því ég leit inn síðast. Alveg magnað, alveg sama hvort það voru börnin, gróðurinn, landslagið. Magnaður blómakransinn.
Guð veri með ykkur á ferðaleaginu og varðveiti og leiði ykkur heim aftur til fjölskyldunnar.
Kær kveðja/Rósa.
Rósa Aðalsteinsdóttir, 2.6.2008 kl. 22:18
Góða ferð Cesil mín.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 3.6.2008 kl. 00:10
Innlitskvitt og bestu kveðjur
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 3.6.2008 kl. 16:44
Það sem mér finnst stelpurnar hafa dafnað þennan tíma sem þær eru búnar að vera hjá ykkur. Njótið frísins, þið eigið það örugglega skilið. Góða ferð.
Ásdís Sigurðardóttir, 3.6.2008 kl. 20:22
Alveg dásamlegar þessar skvísur þínar. Prinsessan er yndisleg og kossinn frá litlu dívunni er óendanlega fallegur! Þín verður saknað - og myndanna - en við heyrum auðvitað kannski eitthvað af þér í ferðinni. Annars verður þú bara að blogga helling þegar þú kemur til baka og segja okkur allar sögurnar. Knús á þig mín elskulegasta og góða ferð!
Tiger, 4.6.2008 kl. 02:42
Þetta eru nú meiri skjáturnar.
Mér finnst nú ver dálítið of mikill snjór í fjöllunum enn á myndunum í síðustu færslu.
Það er eins og þetta ætli ekki að verða neitt rosa hlýtt sumar hér á fróni núna.
Solla Guðjóns, 4.6.2008 kl. 22:41
Ég óska þér Guðs blessunar í fríinu og mikið ertu nú dugleg að taka myndir og skapa stemmningu á blogginu þínu!
G.Helga Ingadóttir, 5.6.2008 kl. 23:06
Sakn sakn sakn ... heilmikill söknuður!
Tiger, 6.6.2008 kl. 19:36
Góða skemmtun og hvíld.......hlakka til að fá þig aftur og sjá myndir og lesa.....
kærleikskveðja *
G Antonia, 7.6.2008 kl. 01:24
Takk fyrir frábærar myndir Góða skemmtun og hvíld í fríinu. Kærleiksknús
Margrét St Hafsteinsdóttir, 7.6.2008 kl. 02:00
Goda ferd svaka koss hja litlunni Og flott korona eg man nu eftir ad bua svoleidis til en er buin ad gleyma hvernig,her er of heitt a daginn og poddur a kvoldin svo eg geri litid uti nema laugina eda vokva blessud blomin sem foru i klessu i gaerkveldi (hellidemba rok thrumur og eldingar) en okkur vantadi thad
Ásta Björk Solis, 7.6.2008 kl. 02:28
Sæl frænka
bara að kvitta fyrir innlitið alltaf jafngaman að skoða síðuna þína. Hafður það gott í fríinu.
Hulda Klara frænka (IP-tala skráð) 7.6.2008 kl. 11:00
Kossar til þín og góða ferð
Kristín Katla Árnadóttir, 8.6.2008 kl. 14:40
Kæra Ija,eigdu goda ferd og njottu tess ad vera i frii.Kom hingad til Bergen 31.mai og verd til 28.juni.Bestu kvedjur Svanna
Svanfridur G. Gisladottir (IP-tala skráð) 11.6.2008 kl. 19:17
Velkomin heim
Hefur örugglega verið mjög góð ferð hjá ykkur og kórinn sungið aldeilis vel eins og þeirra er vani. Fannst gaman er ég var að skoða myndir frá Sjómannadeginum á Súgó og sá þar myndir af piltinum þínum í reipitogi. Ekki laust við að þín hafi verið saknað á blogginu. Núna er bara að njóta þess sem maður á og hefur.
Kveðja úr sólinni á Skaganum
Anna B (IP-tala skráð) 11.6.2008 kl. 21:56
Takk öll fyrir góðar kveðjur, og nú er maður komin til baka. Anna var mynd af Úlfi ? ég hef misst af þessu. Njóttu þín vel í Bergan Svanfríður mín. Knús á þig líka Katla mín, Hulda Klara mín og þið öll.. Þið eruð bestust öll sem eitt.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.6.2008 kl. 22:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.