31.5.2008 | 22:15
Ísó á laugardegi fyrir sjómannadag.
Hér er undirbúningur undir sjómannadaginn á fullu, það var skemmtun í dag, og skipin sigldu með unga fólkið og pabbana og afana. Hanna Sól, afi og Úlfur fóru saman á Júlíus Geirmundsson. En sá togari heitir eftir afa mínum.
En þegar ég skrapp í bæinn, þá var ljóst að björgunarsveitirnar voru með heljar mikla uppákomu í dag.
Sumir höfðu stillt sér upp við Hafnarbúðina, með allskonar dótarí.
Komin var upp tjaldborg og bílarnir þeirra komnir á sinn stað.
Þessir ungu björgunarsveitarmenn að gera sig klára í að veita pylsur og meðlæti.
Hér átti greinilega að fara fram einhver skemmtun.
Og fólkið dreyf að úr ýmsum áttum, til að njóta stundarinnar með þeim. Því miður varð ég að fara heim til að selja ísfirðingum blóm.
Já það var skrafað og skipulagt, eins og þeir gera svo vel, þegar þess þarf með.
Svo var sett á svið björgunaræfing úr sjó, á pollinum.
Togaranir hafa nú verið fleiri hér, áður og fyrr, en þeir þrír sem eftir eru, voru auðvitað allir komnir í land í tilefni af sjómannadeginum. Þetta er jú þeirra dagur.
Hér er þyrlan að þeytast yfir mig í vinnunni.
En morguninn og reyndar allur dagurinn var ljúfur og hlýr.
Þessi dúlla svaf framyfir hálf níu, svo hún var ekkert að flýta sér í morgun.
En Hanna Sól var að hjálpa ömmu í gróðurhúsinu að potta.
Já þetta er blómastúlkan hennar ömmu sinnar.
Og gamla brýnið að hlú að uppeldinu... á plöntum í þetta sinni.
Amma má ég eiga þetta blóm, spurði prinsessan mín.
Og auðvitað er ekki hægt að segja nei.
En þetta er samt ansi þungt
Amma vilt þú ekki bera blómið fyrir mig
Ef einhver veit um dverghænsni sem hægt er að fá, eða egg til útungunnar, þá væri þessi ungi hani glaður að fá félagsskap. Hann er nefnilega bara einn og yfirgefinn, og þar að auki hundeltur af stóra hananum, sem lítur á hann sem andstæðing sinn. Vinsamlegast látið mig vita ef þið vitið af svona dverghænum.
Þessi er aftur á móti í fullri stærð, og með sínar eðalpútur hér vappandi í góða veðrinu.
En systur taka stundum snerru saman. Það fer ekki hjá því.
Úlfur og afi undirbúa grillið.
Amma fór í gott bað, en hún fékk ekki lengi að vera ein og slaka á, því báðar stelpurnar fengu að koma ofan í baðið, það er svo gaman.....
Maturinn var ágætur, og sumum finnst gott að borða kjöt.
Hrifningin á Ken leynir sér ekki.....
Og aumingja strákurinn á sér ekki undankomu von heheheheheeh...
Maddonna hvað!.. Ef þið skoðið svipinn á stelpunni, þá er hann afar tvíræður.
Ef þetta er ekki bæði hlátur og grátur, þá veit ég ekki hvað
Og svo er það kvöldsólin í fjöllunum.
Ég fer snemma í rúmið í kvöld, þar sem þessi skrokkur sem ég ber, er orðin þreyttur á á rétt á hvíld. Hann hefur þjónað mér vel, og mér ber því að sýna honum virðingu og ást.
Knús á ykkur öll, og takk fyrir mig. Það endurnærir mig þegar ég kem hér inn og les það sem þið hafið sagt við mig. Það gefur mér orku og er mjög gott að fá. Takk kærlega fyrir mig.
P.S. mikið er ég ánægð með mínar konur í landsambandi kvenna í Frjálslyndaflokknum að ætla að mótmæla kvótakerfinu á morgun. Þær ætla að safnast saman fyrir framan stjórnarráðið og ganga með mótmælafána, í göngunni á morgun. Ég segi bara áfram kjarnakonur, og það eru allir velkomnir í hópinn, konur og karlar, og allir sem vilja afnema þetta óréttláta kvótakerfi sem er að murrka lífið úr landsbyggðinni.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 7
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 2022159
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Veistu klukkan hvað á að mótmæla? Það er aldrei að vita nema maður taki þátt. Mér hefur alltaf ofboðið þetta fáránlega kvótakerfi sem er að murrka lífið úr landsbyggðinni. Innilega sammála þér um það mín kæra.
Laufey B Waage, 31.5.2008 kl. 23:16
Knús knús inn í nóttina
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 31.5.2008 kl. 23:36
Laufey mín, ég tek þetta frá síðunni hans Jens bloggvinar míns;
Landsamband kvenna í Frjálslynda flokknum boðar til mótmæla á sjómannadaginn gegn mannréttindabrotum stjórnvalda í fiskveiðistjórnunarkerfinu. Safnast verður saman við Stjórnarráðið klukkan 13.30 á sunnudaginn, 1. júní. Þaðan verður síðan gengið að hafnarbakkanum þar sem hátíðahöld sjómannadagsins fara fram. Ástæða er til að hvetja alla, karla jafnt sem konur, til að taka þátt í þessum friðsamlegu mótmælum.
Það væri gott að sem flestir myndu taka þátt, til að sýna yfirvöldum að við sættum okkur ekki við þetta ranglæti sem er viðhaft.
Knús á þig líka Linda mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.5.2008 kl. 23:58
Ó Ásthildur mikið eru þetta fallegar myndir, og litla prinssessan hún Hanna Sól hún ber sig að, eins og fagmanneskja, og svo er það hún nafna þín Ásthildur er algjört skott, þvílíkur kraftur í einu barni. -
Á morgun rennur upp hinn eini sanni Hátíðisdagur, eða allavega sá Hátíðisdagur sem stendur upp úr í minningu minni um hátíðisdaga. - Það var alltaf svo gaman á Sjómannadaginn þegar ég var lítil, og enginn annar dagur gat, né getur komið, í stað Sjómannadagsins. - Allir skörtuðu sínu fegursta, og þvílík hátíð. -
Ekki einusinni sjálfur Þjóðhátíðardagur Íslendinga gat komist í hálfkvisti við þann hátíðleika sem Sjómannadagurinn bar ávalt í skauti sér. -
Sjómannadagurinn átti hug minn allan og á enn. - Því segi ég við þig og þína : Gleðilega hátíð, Ásthildur og vonandi geturðu notið hátíðarhaldanna með fjölskyldunni í dag, á sjálfan Sjómannadaginn.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 1.6.2008 kl. 00:40
Hanna Sól er alltaf sama prinsessan, líka þegar hún er að vinna. Það sést langar leiðir hvað hún er flott.
Aurora á hænur. Ég veit samt ekki hvort þær eru dverghænur, kannski að hún eigi einhverja hænu handa einmana hananum...
Sofðu vel mín kæra. Kúluknús
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 1.6.2008 kl. 00:45
Myndirnar þínar gleðja mig alltaf svo mikið.
Takk rúsínan mín.
Jenný Anna Baldursdóttir, 1.6.2008 kl. 01:08
kiss á þig mín elskulegasta Ásthildur. Er búinn að renna yfir myndir og fleira hjá þér og er kampakátur og glaður eftir þá skemmti- og gleðiferð! Það er bara draumur að kíkja á daglegt líf í kringum þig mín kæra - hvort sem það er daglegt líf í bænum, veður - eða uppeldið - bæði börn og gróður! Þú ert sterk og mikil freyja mín ljúfa mær og átt mikið hrós skilið! Knús á þig elskulegust og gleðilega hátíð á morgun.
Tiger, 1.6.2008 kl. 03:08
Gleðilega hátíð, frá sjómannskonunni mér**
Gaman að sjá myndirnar og að það skuli enn vera hátíð þennan dag, þetta fer minnkandi....... já þessi dagur hefur verið minn aðal hátíðisdagur fyrir utan jólin
G Antonia, 1.6.2008 kl. 07:43
Ætlaði að segja sjómanns"eigin"konunni mér!!!! má nú ekki eigna mér .þetta allt.... kallinn minn var á sjónum ég beið heima heheh
G Antonia, 1.6.2008 kl. 07:45
Elsku Helga mín, það er ekki gott að vita að þér líður ekki vel. Þetta er sennilega eitthvað sálrænt og tengt því sem þú ert að ganga í gegn um. Knús á þig mín kæra, og örlítill ljósgeisli frá mér.
Takk Lilja mín. Það er rétt Sjómannadagurinn er alltaf spes. Dagur hetja hafsins, sem sóttu okkur björg í bú, og gera enn. Það er eitthvað svo stórkostlegt og hátíðlegt við það. Því miður virðist á mörgum stöðum vera að leggjast af að mest hátíðahöldin. En sem betur fer, þá eru samt aðrir staðir sem halda daginn í heiðri. Knús á þig elskuleg og til hamingju með daginn.
Sigrún mín, ég held að Áróra eigi bara þessar íslensku venjulegu, ég fékk einmitt stóra hanann minn frá henni, á sínum tíma. Knús á þig inn í daginn elskuleg mín.
Takk Jenný mín, það gleður mig sannarlega.
Takk TíCí minn, alltaf jafn ljúfur og kær. Knús á þig inn í daginn.
Takk G.Antonia mín, og innilega til hamingju með daginn. Sjómannskonur eigin eða sér hehehe eiga líka heiður skilinn, því á þeim lendir allt heimilislífið meðan maðurinn er úti á sjó. Þær þurfa að redda víxlunum, borga af öllum gjöldum og passa upp á allt heimilishald. Enda eru eiginkonur sjómanna oftast mjög sterkar og duglegar að bjarga sér.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.6.2008 kl. 09:16
Gleðilegan Sjómannadag Kúlubúar
Sigrún Jónsdóttir, 1.6.2008 kl. 11:00
Innlitsknúsu-knús...svona alvöru knúsuknús
Heiða Þórðar, 1.6.2008 kl. 13:45
þú ert bara ynidslegust svo einfalt er það.
Knús á alla í kúlunni
Helga skjol, 1.6.2008 kl. 15:13
Mér sýnist að þetta hafi verið æðislegur dagur hjá ykkur. Fallegar alltaf stelpuskotturnar. Knús og kær kveðja og takk fyrir kveðjur til mín.
Ásdís Sigurðardóttir, 1.6.2008 kl. 21:02
Takk Búkolla mín, knús til þín
Sömuleiðis Sigrún mín.
Knúsíknús til þín líka Heiða mín, ég er alltaf á leiðinni
Takk Helga mín, yndislegust.
Elsku Ásdís mín, þetta er alveg hræðileg upplifun, sem þið eruð að ganga í gegnum. Knús á þig mín elsku bloggvinkona, með ósk um að hlutirnir lagist sem allra allra fyrst.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.6.2008 kl. 21:19
Knús á þig líka Gréta mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.6.2008 kl. 00:09
Það er endalaust gaman að kíkja á þig og þína kæra Ásthildur.
Þú ert ótrúleg og þetta er alltaf eins og að detta inn í skáldsögu að koma við hjá þér. Ég er ákveðinn í því að hringja til þín þegar ég verð á ferðinni á þínum slóðum í sumar með mína fjölskyldu. Það eina sem ég fer fram á ....... hahahahah er kaffi og vöfflur með rjóma að þínum hætti + að sjá allt þitt blóma líf sem er svo gefandi og gott.
Bestu kveðjur frá Kalla Tomm úr Mosó.
Karl Tómasson, 2.6.2008 kl. 00:32
Vertu bara velkomin Kalli minn, og ekki málið með vöfflur og rjóma. Láttu mig bara vita með smá fyrirvara Takk fyrir mig.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.6.2008 kl. 01:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.