Vor í kúlu og vor í Vín.

Dagurinn í dag var brjálaðri en hinir til samans.  Ég hefði þurft að vera á þremur stöðum í einu, og var eins og þeytispjald um allar trissur.  En einhvernveginn þá er ég samt í mjög góðu jafnvægi andlega, þó skrokkurinn sé þreyttur.  Ég skammast mín líka fyrir að vanrækja ykkur öll, sem eruð svona yndisleg við mig.  InLove En þetta mun lagast. Heart

IMG_6856

Morgunin fallegur, og mildur, ég vona samt að það fari að rigna.  Það er allt að skrælna hér.

IMG_6857

Ég skrapp m.a. á Flateyri, til að bera áburð á gróðursvæðin þar, og eitra smá.  Kvenfélagskonurnar voru að selja blóm, og ég kom þeim til þeirra, þar sem ég átti erindi vestur. 

IMG_6860

Já það er gott að fá sér aðseins snabba svona síðdegis.

IMG_6861

Og svo er gaman að leika við Jorgu.

IMG_6863

Þarna var dótið hahahaha...

IMG_6866

En blómin dafna vel prímúlur og anemónur njóta sín vel á vorin.

IMG_6867

Fyllta hepatican mín, eða skógarbláminn er reglulegt augnayndi.

IMG_6868

Og árieklurnar eru svo sannarlega skrautlegar.  Þessi gula ber nafnið Queen Alexandra.

IMG_6869

Já svo voru hljómleikar um kvöldið.  Svo sannarlega mikill hávaði í litlum börnum. LoL

IMG_6871

Það eru tilþrif og upplifun sko!!

IMG_6872

Svo má nota pottlokin hennar ömmu á ýmsan máta. Smile

IMG_6874

Tónleikarnir enduðu svo á tvíleik, tilbrigðaríu eftir AstHanniu.  Hahahahaha

IMG_6875

Hún var bæði í dúr og moll, með tilbrigðum líka og allt.

IMG_6877

Áheyrendur fögnuðu ákaft í lokin.  LoL

En ég var að fá sendar myndir frá dýralæknanemanum í Vín.  þar er svo heitt núna, að erfitt er að lesa undir próf.  Þá er gott að bregða sér niður að Dóná,

CIMG4684

Þetta eru Trölli og Golda, en þau eru bæði vinir og kærustupar, Trölli hefur samt þá annmarka að hann hugsar ekkert um afkvæmi, enda er sá möguleiki ekki fyrir hendi lengur.

CIMG4305

Eins og sjá má, er vínviðurinn kominn vel á stað.

CIMG4314

Hér sést yfir Vínarborg, í forgrunni er skorsteinninn á sorpbrennslunni, en hana hannaði meistarinn og furðufuglinn Hundertvasser.

CIMG4484

Hér er svo dýralækna neminn minn í aðgerð.

CIMG4489

Allt klárt í slaginn. 

En ég segi bara góða nótt elskurnar mínar og fyrirgefið mér hvað ég er upptekinn. Knús á ykkur inn í nóttina.Heart

P.S. verð eiginlega að bæta þessu við, stjúpsonur minn, fór á kostum, þegar hann bað Sinnar heittelskuðu í bíó í Sex in the City.  Þetta er alveg eftir honum.  Frábært sjá hér; http://www.visir.is/apps/pbcs.dll/gallery?Site=XZ&Date=20080530&Category=LIFID01&ArtNo=85176054&Ref=PH&Params=Itemnr=3


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Huld S. Ringsted

Það lá við að ég heyrði hávaðann í litlu skvísunum, á svona stundum óskaði maður þess að hægt væri að fá hljóðdeyfi á börnin 

Huld S. Ringsted, 30.5.2008 kl. 23:13

2 identicon

Eitt skemmtilegasta bónorð sem ég hef heyrt um eða séð

En elsku besta, ekki hafa áhyggjur af okkur, það er okkur nóg að fá myndirnar þínar og frásagnir.  Og þær mega alveg vera færri á meðan það er svona mikið að gera hjá þér. Passaðu þig bara á að ofgera þér ekki.

Langar að biðja þig um að taka frá fyrir mig 6 hengifjólur þar til ég kem heim aftur í lok júní, sé ekki fram á að hafa tíma til þess að setja þær niður áður en ég fer eftir viku.

Knús og aukaorka handa þér mín kæra

Kidda (IP-tala skráð) 30.5.2008 kl. 23:54

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þetta hefur sko ekki verið neitt "Sound Of Silence" þegar krakkarnir voru að Poppa sig.

Jóhann Elíasson, 31.5.2008 kl. 00:03

4 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Um leið og ég sendi bara´ttukveðju vestur, þá get ég nú ekki annað en glott út í annað, því önnur SÚPERGELLA, Jenný Anna var einmitt að hella sér yfir þetta tiltæki stjúpsonar þíns!

En til gamans er að þessu tilefni hægt að rifja upp, að þulan Stefanía VAlgeirsdóttir (sem einmitt er nú mætt aftur eftir hlé á Útvarpið) fékk svona opinbert bónorð og það í formi tilkynningar sem hún fékk að lesa upp sjálf!

Magnús Geir Guðmundsson, 31.5.2008 kl. 00:17

5 identicon

Sæl Ásthildur mín.

Alltaf jafngaman á síðunni þinni.

Kærar kveðjur.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 31.5.2008 kl. 04:52

6 Smámynd: Solla Guðjóns

Þegar ég kíki hér inn hugsa ég hvað skildu litlu skvísurnar vera að gera í dag.Svo skrítið sem það er þá brosi ég við þeim og glotti af prakkara og dúllulátunum.Þær eru næstun áþreifanlegar..svo lifandi á myndunum.

Svo er nú gaman að skygnast inn í líf móður þeirra líka .

Ekki ofgera þér kéllan mín.Láttu bara einhvern bíða eftir þér það er ómögulegt  að vera á þrem stöðum í einu.

Faðmlag frá mér

Solla Guðjóns, 31.5.2008 kl. 08:19

7 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskvitt og Bestu kveðjur annars til þín frá mér

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 31.5.2008 kl. 09:29

8 Smámynd: Eyrún Gísladóttir

Þú virðist hafa orku á við 5 stk mig ég skammast mín fyrir að vera þreitt eftir daginn þegar ég les bloggið þitt hehhehehhe.

Eyrún Gísladóttir, 31.5.2008 kl. 10:27

9 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Það þarf sko kjark til að gera þetta. Flott hjá stráknum og til hamingju! Hún hefur örugglega sagt já! Alltaf er síðan þín jafn yndisleg og skemmtileg. Myndirnar af krökkunum og gróðrinum eru alltaf jafnyndislegar. Knús á þig Cesil mín.

Sigurlaug B. Gröndal, 31.5.2008 kl. 11:15

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Huld that will be the day

Takk Kidda mín, og já ég skal geyma fyrir þig 6 hengifjólur, ekki málið, viltu þessar bláu eða hvítu ?

Einmitt Jóhann vel að orði komist

Hahaha gat ekki stillt mig í gær Magnús og fór inn á bloggið hennar Jennýjar.  En þetta er skemmtilegt tilbreyting frá hversdagsleikanum.  Hvernig ætli maður myndi bregðast við sjálfur, ef karlinn tæki upp á einhverju svona skemmtilegu

Takk minn kæri Þórarinn. 

Takk Solla mín, ég lofa að ofgera mér ekki.  En það er svo sannarlega gaman að þessum litlu kjánum.

Bestu kveðjur til þín líka Linda mín.

Hahahaha Eyrún, þú er örugglega rosalega dugleg og átt þreytuna inni Knús.

Takk Sigurlaug mín, já hún sagði já, enda elskar hún Bjössa sinn alveg út af lífinu, og hún er einmitt rétta konan fyrir hann, þau eiga svo vel saman. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.5.2008 kl. 12:47

11 Smámynd: G Antonia

knús á þig úr "rigningunni" sem herjar á okkur hér á Spáni núna. Já, ég segi eins og þessi fyrir ofan, ég skammast mín bara þegar ég les bloggið þitt, og hugsa um þreytu. Þú ert ofurkona það sjá það allir, en það þarf líka að ná að slaka og hvíla sig. Vona þér takist það kæra bloggvinkona. Góða og rólega helgi sendi ég til ykka í Kúlunni. Alltaf jafn gaman að fylgjast með hér og sniðugt hjá þessum krökkum í dag hvernig þau fara að því að trúlofa sig heheh!!! Maður væri alveg til í að þetta hefði verið í "den" eða hva
helgarknús*

G Antonia, 31.5.2008 kl. 12:54

12 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæl Ásthildur, það gleður alltaf augað að líta við hjá þér, geri það reyndar alltof sjaldan.

Til hamingju með daginn (á morgun)  

Sigurður Þórðarson, 31.5.2008 kl. 14:53

13 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

knús mín kæra

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 31.5.2008 kl. 15:12

14 identicon

Skemmtilegar myndir. ég varð að vísu hálfhrædd þegar ég sá myndina af skurðarborðinu, hélt að næsta mynd myndi sýna blóð - hjúkket! Reddaðist fyrir horn  Hafðu það gott mín kæra

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 31.5.2008 kl. 17:48

15 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Æ G.Antonía mín, er rigning úti á Spáni, vonandi hefur nú þegar stytt upp.  Það er ansi lítið sem hægt er að gera í þessum túrhestalöndum, þegar rignir, nema dunda sér við að lesa góða bók.  Takk mín kæra og knús á þig líka.

Sömuleiðis Siggi minn, ég er hress með okkar konur, sem ætla að fjölmenna og mótmæla kvótakerfinu, þar er vel til fundið hjá þeim.

Knús á þig á móti elsku Steina mín.

Takk elsku Sunna mín, ég hlakka líka til að hitta þig og litla prinsinn, hann er eflaust orðin risastór núna.  Jamm Bjössi er rómantískur og líka flottur.  Nýji meðlimurinn er í mallakútnum á henni Jorgu.  Hann er orðin 12 vikna núna, og farin að gera ýmislegt, eins og að sjúga putta og hreyfa sig. Þið hafið þá félagsskap hver af annari þú og Bára mín.  Knús á þig elskuleg mín.

Hahaha Anna mín, já það er ekkert blóð í þessum spilum.  Sömuleiðis bestu óskir til þín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.5.2008 kl. 21:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 7
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 2022159

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband