Daglegt veður og knús á línuna.

Þessi dagur var fallegur og hlýr.  Það er allt að vakna, fólkið vill fá blóm og lit í kring um sig, og gleðin ein ríkir.  Þvílíkt sem það er dýrðlegt þegar veðrið er svona gott.

IMG_6811

Við vöknum, og sólin sendir geisla sína inn um gluggan til okkar, og segir HÆ! GÓÐAN DAG:

IMG_6813

Og úti er kyrrð og fuglasöngur, lækjarniður og friður fyrst og fremst.

IMG_6814

Tré og runnar setja út laufin sín, eitt af öðru og grátt verður grænt og allavega litt.

IMG_6816

Og fjöllin umlykja mann og vekja manni öryggiskennd.

IMG_6817

Túlípanarnir mínir skarta sínu fegursta og leysa mörg stressmál svona í byrjun sumars, með því að vera fallegir og tignarlegir í beðunum, niður alla Pollgötuna.

IMG_6818

Guðbjörg í Garðheimum, segir mér að þetta veki athygli langt út fyrir Ísafjörð, og það er bara gaman að heyra það.

IMG_6820

vissulega setja þessi fallegu jurtir svip sinn á Ísafjörð á vorin, og mér er sagt að margir hafi tekið upp þennan sið. 

IMG_6822

Amma taktu mynd af mér, segir skottið mitt hún Hanna Sól.

IMG_6829

Aftur á móti tók Hanna Sól þessa mynd af litlu systur og skæruliða.

IMG_6832

Nú er ég að grínast hehehehe....

IMG_6835

Leikur að skóm, þetta er ekki krokket, heldur Crocs hahahaha..

IMG_6837

Slökun gæti þessi mynd heitið.

IMG_6838

En ekki lengi ónei LoL

IMG_6839
Það er nefnilega farið að fíflast með afa....

IMG_6845

Og með Úlfi frænda.

IMG_6848

Sem er reyndar rosalega góður við þær systur báðar.  Enda titlaður stóri bróðir í dag.

IMG_6842

En það kvöldar að, og ró færist yfir bæinn minn.

IMG_6855

Og undir svefnin, þá er sólroðin pollurinn sem blasir við.

Ég vil senda þeim sem lentu í jarðskjálftum í dag mínar innilegustu samúðarkveðjur, og vona að allir fái þá aðstoð og hjálp sem þeir geta fengið.  Það hlýtur að vera hræðileg tilhugsun að geta aldrei verið óhultur fyrir þessum fjanda, sem kemur eins og þruma úr heiðskíru lofti.  Jarðskjálftinn var svo öflugur að hann fannst hér á Ísafirði, af mörgu fólki.  Ekki þó mér, því ég er eins og Zombi, sem varla heyrir eða sér neitt í dag.  Sendi ykkur bloggvinum sem í þessu lentu knús og kram. 

Segi svo bara góða nótt, og því miður eina ferðina enn er ég svo þreytt að ég orka ekki meir.  Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.5.2008 kl. 23:34

2 Smámynd: Solla Guðjóns

Hlakka til að koma á Ísafjörð og sjá öll falllegu blómin sem þú hefur verið að fegra bæinn með.

Solla Guðjóns, 30.5.2008 kl. 00:11

3 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Ofboðslega eru blómin falleg. - Ég kolfell alltaf fyrir túlipönum. -

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 30.5.2008 kl. 00:24

4 Smámynd: Linda litla

OHHHH... túlípanar eru uppáhaldsblómin mín... elska þá.

Góða nótt mín kæra.

Linda litla, 30.5.2008 kl. 00:36

5 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Túlipanaknús í kúlu

Sigrún Jónsdóttir, 30.5.2008 kl. 00:58

6 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það er ekki mikil ferðin á logninu hjá þér Ásthildur mín, ég held að það sé sama hvernig veður er fyrir vestan það verður alltaf stórkostlegt lífið í "KÚLUNNI".

Jóhann Elíasson, 30.5.2008 kl. 08:16

7 Smámynd: Laufey B Waage

Ísfirðingar eru heppnir að eiga smekkvísan garðyrkjumeistara .

Laufey B Waage, 30.5.2008 kl. 11:36

8 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Rosalega fallegir túlipanarnir. Þeir eru líka í uppáhaldi hjá mér, svo mikill vorboði sem fylgir þeim. Og alltaf nóg að gera hjá ungum grallaraspóum. Mikið rosalega hlýtur Bára að sakna þeirra. Mér verður oft hugsað til hennar

Orkuskot til þín mín kæra. Njóttu dagsins í dag.

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 30.5.2008 kl. 12:06

9 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Sunna Dóra Möller, 30.5.2008 kl. 12:26

10 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl Ásthildur mín.

Ég fell líka fyrir túlípönunum. Æðislegar myndir að venju. Nú er örugglega erfitt hjá Ásdísi okkar en þau voru búin að vera mjög veik fyrir, bæði með slæmsku í baki.

Gangi þér vel og ég óska ykkur fjölskyldunni guðs blessunar.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 30.5.2008 kl. 19:17

11 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Takk fyrir góðar kveðjur. Allt er í góðu standi hér í Þorlákshöfn og fór skjálftinn mýkri höndum um okku hér. Hjá mér urðu engar skemmdir. Hjá vini mínum og fyrrum vinnufélaga Sveini urðu miklar skemmdir og Linda bloggvinkona mín hefur tapað kisunni sinni en það týndust mörg gæludýr aðallega kettir að sögn Lindu. Vonandi komast þau heil heim. Ástandið er víða skelfilegt og hjá Bjarna Harðar þingmanni, mínum fyrri vinnuveitanda er skelfilegt um að litast bæði heima hjá honum og á Sunnlenska (sjá myndir á bloggsíðu hans). 

Mikið er fallegt veðrið hjá þér og gróðurinn vel á veg kominn. Hann er öllu seinni hérna hjá okkur, allavega í garðinum hjá okkur og næstu görðum. Við erum reyndar í töluverðum vindstreng frá sjónum og vindur enn kaldur. Þetta fer vonandi að koma. Knús til þín mín kæra Cesil.

Sigurlaug B. Gröndal, 30.5.2008 kl. 21:36

12 Smámynd: Eyrún Gísladóttir

Alltaf sama fegurðin í kringum þig (geðveik blóm)

Kærleikskveðjur

Eyrún Gísladóttir, 30.5.2008 kl. 22:00

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk öll sömul.  Já það er hörmulegt að vita til þess sem blessað fólkið á suðurlandi hefur orðið fyrir.  Ég sendi ykkur öllum mínar dýpstu samúðarkveðjur.  Ég hugsa til ykkar oft á dag, og bið þess að allt verði lagað sem fyrst, og að þið fáið aðstoð við að laga hreinsa til og gera við hús og innanhúsmuni.  Það getur enginn sett sig í þessu spor sem ekki hefur upplifað þau.  Knús á ykkur öll. 

Knús á þig Jenný mín.

Þú kíkir ef til vill við aftur Solla mín, þegar þú kemur.

Ég er mjög stolt af túlípönunum mínum Lilja mín.  Eiginlega alveg rosamontinn

Knús á þig Linda mín og góða nótt.

Og túlípanaknús frá kúlunni Sigrún mín.

Knús Búkolla mín.

Takk Jóhann minn, jamm hehehe það er óhætt að segja að lognið sé ekkert að flýta sér þessa dagana. 

Takk Laufey mín.

Takk elsku Sigrún mín fyrir orkuskotið.  Það er sannarlega gott að fá.  Og knús á þig.

Knús Sunna Dóra mín.

Æ elsku Ásdís okkar, það er slæmt að heyra.  'Eg sendi henni góðar hugsanir.  Knús á þig líka Rósa mín, kjarnakona

Aumingja kisurnar eru auðvitað dauðhræddar við þessi ósköp.  Æ ég vona að flest dýrin rati heim aftur.  Þetta er alveg voðalegt allt saman, frá öllum sjónarhornum.  Gott að þú slappst vel.  Knús á þig, og alla sem hafa orðið fyrir skaða.

Góða nótt Gréta mín.

Takk Eyrún mín. Kærleikskveðjur til þín líka.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.5.2008 kl. 22:24

14 identicon

Já það er fallegt fyrir vestan

Fannst svo skrítið er ég heyrði að jarðskjálftans hefði orðið vart fyrir vestan.  Eitthvað sem ég bjóst ekki við að gæti fundist þarna.  Það fannst vel fyrir skjálftanum hér á Skaganum. 

Fallegt að sjá blómin þín á myndunum í Ísafjarðarbæ.

Það er alltaf besta veðrið fyrir vestan, er það ekki?

Kveðja af Skaganum 

Anna Bja (IP-tala skráð) 30.5.2008 kl. 22:33

15 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Anna mín ég er alveg sannfærð um að hér er svona yfirleitt besta veðrið.  Það er líka þess vegna sem ég fór út í að birta hinar daglegu myndir, ég vildi breyta þeirri ímynd að hér væri alltaf kalt og vont veður, sem virtist vera mýtan.  Það er einfaldlega ekki rétt, eins og ég tel mig hafa sýnt með mínum daglegu myndum.  Knús á þig.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.5.2008 kl. 22:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 7
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 2022159

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband