29.5.2008 | 00:31
Hið daglega veður, og hið daglega Kúlulíf.
Þessi tími er brjálaður, og ég þarf meiri kvóta. Ætli einhver geti leigt mér tímakvóta
En veðrið var fallegt í dag, eins og svo oft áður. Og ég held að sumarið ætli bara að vera, svei mér þá.
Ég setti fyrstu sumarblómin niður á Austurvöll í dag. Ég er ákveðin í að hafa hann fallegan, ég hef grun um að ráðamenn vilji koma honum fyrir kattarnef, allavega klípa af honum, og gera að skólalóð. En ég mun berjast gegn því með oddi og egg. Og ég mun líka berjast fyrir því að ekki verði hróflað við honum eins og hann var teiknaður af Jóni H. Björnssyni. Ég segi nú bara, fólk á að bera virðingu fyrir þeim sem fyrstir fóru. Ég er ekki sátt við að einhverjir geti hróflað við því sem frumkvöðlar hafa mótað eins og þessi garður til dæmis, sem er systurgarður Hallargarðsins í Reykjavík. En ég vil ekki setja inn mynd af honum núna, því hann er illa farin eftir átroðning skólabarna, sem er beitt ótæpilega á hann yfir vetrarmánuðina. Þó auðvitað séu margir í skólanum, sem bera virðingu fyrir garðinum, og hvetji ungmenninn til að ganga vel um, þá er líka hægt að sjá eftirlitsmenn, sem skipta sér ekkert af heilum her af krökkum, sem fara eins og skriða um allan garðinn, upp í tré, og traðka niður runna. Þetta gerist á hverju vori, einmitt þegar garðurinn er viðkvæmastur. Það fer illa í mína sál. Sérstaklega þetta virðingarleysi fyrir öðrum, og þeirra handverki og svo auðvitað vinnunni sem lögð hefur verið í garðinn.
Þessi tekin frá aðeins öðru sjónarhorni.
Já það er Ísafjarðarlogn.
Það er alltaf gott að vakna, og fara fram út, fá sér lýsi og morgunmat.
Sumir geta þó alveg steingleymt sér yfir sjónvarpinu, og lært svolitla ensku í leiðinni.
Ef þið haldið að hún sé alltaf svona gætinn hún Ásthildur Cesil, þá er það misskilningur.
Hún bíður nefnilega bara þangað til hún er orðin ein, og þá er prílað
Má ég kynna ykkur fyrir henni Pernille, hún er upp á sitt fegursta núna, svo falleg og glæsileg að eftir er tekið.
Og svo ein kvöldmynd, tekin fyrir stundu. Solin gægist á fjallatoppum áður en hún rennir sér niður í hafið, til að fara að sofa, því hún vaknar alltaf fyrst á morgnana. En ég sé rúmið mitt í hillingum, og verð bara að fara að skreiðast þangað, og halla mér. Ég býð ykkur góða nótt, og takk fyrir allt. Ég ætla mér að fara eins fljótt og ég get blogghringinn minn, og skoða hvað þið eruð að bralla þessa dagana. Knús á ykkur öll inn í nóttina.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 7
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 2022159
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það mætti nú alveg kenna börnum betur (og fullorðnum kannski helst því börnin læra það sem fyrir þeim er haft) að virða það sem öðrum er kært og það sem fólk hefur lagt vinnu í.
Blómin þín eru alveg sérlega falleg eins og alltaf. Ég held að það sé líka alltaf gott veður hjá ykkur á Ísafirði. Þó margt hafi breyst gríðarlega síðan ég var síðast fyrir vestan, þá eru fjöllin eins, alltaf jafn falleg. Gaman að sjá myndirnar þínar.
Knús í nóttina
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 29.5.2008 kl. 01:15
Alltaf eru myndirnar þínar "andleg næring". Þakka þér kærlega fyrir.
Jóhann Elíasson, 29.5.2008 kl. 07:18
Það er svo mikil ró í pollmyndunum þínum að þær fá mann til að slaka á. Og þó litla Ásthildur sé alveg kyrr sér maður orkuna geisla. En rósin er virkilegt augnayndi. Leiðinlegt að skuli vera illa gengið um Austurvöll, en ég hef stundum fundið að fólki finnst að yfir og eftir veturinn þegar gróðurinn hefur ekki náð sér upp sé í lagi að ganga og aka yfir svæði. Kannski var stundum of stíft eftir gengið í gamla daga, ég á enn erfitt með að ganga yfir gras því það mátti ekki, en eitthvað má á milli vera. Mér finnst ég oft verða þess vör að það sé bara "einka" sem á að virða, óþarfi að hafa vinjar fyrir almenning. En það yljar sálinni að komast á fallegan kyrran stað og slaka á. Kannski heldur fólk að þetta gerist af sjálfu sér, tekur ekki eftir vinnunni sem aðrir leggja í.
Ég man að þegar börnin þurftu að hreinsa og snyrta umhverfið sitt með leiðsögn pössuðu þau betur upp á umgengni sína og annarra svo ekki færi í sama horf aftur. Eigðu góðan dag og gangi þér allt í haginn.
Dísa (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 07:55
stórt knús inn í daginn.
Linda litla, 29.5.2008 kl. 08:38
Ef betur stæði á hjá mér þá væri ég sko til í að koma og lána þér aukaskrokk. Er viss um að það sé skemmtilegra að dunda sér í garðvinnu fyrir vestan í logninu heldur en í vindinum hérna.
Knús og aukaorka
Kidda (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 09:34
Snjórinn farin og sólin komin.
Fallegar myndir að venju.
Halla Rut , 29.5.2008 kl. 10:50
Grallaraspóinn með þúsund andlit. Þetta barn á í mér hvert bein.
Jenný Anna Baldursdóttir, 29.5.2008 kl. 11:14
það er sól í hverju hjarta í Kúlunni þinni Ásthildur mín, alltaf jafn yndisleg bloggin þín, skrif og myndir.
Sendi þér hlýjar kveðjur frá Spáni og eigðu góðan dag með þinni stóru og fallegu fjölskyldu. Knúús!!!!
G Antonia, 29.5.2008 kl. 11:22
Setja krakkaormana í að laga til eftir sig, það kennir þeim kannski hversu mikil vinna liggur að baki fallegum garði. Hafðu það gott í logninu og blóma- og barnastússinu. Það dafnar greinilega allt vel hjá þér.
Helga Magnúsdóttir, 29.5.2008 kl. 12:42
Sæl og blessuð Ásthildur mín.
Hef ekki tímakvóta til sölu. Fallegar myndir að venju og gott hjá þér að virða verk þeirra sem mótuðu Ísafjarðabæ á sínum tíma.
Gangi þér vel í öllu púlinu. Vona að það komi betri tíð með blóm í haga.
Guð veri með þér og þínum
Kær kveðja/Rósa.
Rósa Aðalsteinsdóttir, 29.5.2008 kl. 13:08
Innlit í Kúluhús er alltaf svo upplífgandi
Ég settist niður í "Hallargarðinum" ykkar sumarið 2006 og naut þess vel. Þangað hafði ég aldrei komið áður, því kaupstaðarferðir voru gerðar út til annarra hluta hérna í den.
Sigrún Jónsdóttir, 29.5.2008 kl. 14:57
Takk Sigrún mín, mér finnst svo gott að vera komin í samband við þig aftur. Þú hefur alltaf verið mér kær alveg frá byrjun.
Takk Jóhann minn, ég veit að ég er að missa af heilmiklu að komast ekki yfir að lesa það sem þið hafið fram að færa, en ég ætla að bæta mér það upp
Knúsíknús Búkolla mín.
Það er alveg rétt hjá þér Dísa mín, að börn pössuðu betur upp á hlutina ef þau tóku þátt í þeim. Það er einfaldlega þannig. Veistu það elsku vinkona mín, að ef ég get gefið þér eitthvað fallegt, þó það sé bara ljósmynd af pollinum, þá gleðst ég yfir því. Vegna þess að svo sannarlega áttu allt gott skilið
Knús á þig Linda mín.
Ó Kidda mín, vel boðið. og svo Sannarlega væri gaman að dúta með þér í garðvinnu. Ekki dútla þetta er hörku vinna. Knús á þig elskuleg.
Takk Halla Rut mín. Jamm snjórinn er að fara, og græni liturinn breiðir sig út með ógnar hraða.
Það er ekki lítil viðurkenning frú Jenný Anna
Knús til baka G.Antonía mín, og takk fyrir hlý orð. Elskuleg mín, hafðu það gott á spáni og njóttu þín í botn.
Takk Helga mín, já veistu að það er nákvæmlega það er gildir, að grípa þau glóðvolg og láta þau taka til eftir sig, eða halda yfir þeim fyrirlestur um út á hvað fegrun og græn vinna gengur út á, ég hef reynslu af því
Takk Rósa mín elskuleg. Já okkur ber að virða þau verk sem forfeður okkar hafa skilið eftir sig, það bæði göfgar okkur sjálf og heldur til haga því sem forgengur allof fljótt.
Hahaha Sigrún mín, já ég get trúað því.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.5.2008 kl. 21:52
Huld S. Ringsted, 29.5.2008 kl. 21:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.