28.5.2008 | 00:18
Kúlulíf og heimsókn ungra drengja og stúlkna.
Þessir dagar eru dálítið brjálaðir, en þannig er það alltaf reyndar. En ég er samt sem áður í góðri ró, ég held að ég hafi náð að aga sjálfa mig dálítið, og læra af reynslunni, loksins, og komin tími til. Ég er hætt að stressa mig yfir hlutunum, eins mikið og það er mögulega hægt. Segi við sjálfa mig, róleg Ásthildur, þetta bjargast bara einhvernveginn. Ef þú ert einlæg og heiðarleg gagnvart sjálfri þér og öðrum, þá fyrirgefst þér bara alveg heilmikið. Og jú, fólk er bara yndislegt, jákvætt og hvetjandi.
Ég held ykkur að segja að þetta snúist dálítið um framkomu manns sjálfs, ef maður bara leggur spilin á borðið, og leitar eftir umburðalyndinu, þá gefur fólk manni það bara si svona. Við erum öll á sama báti, og innst inni skiljum við svo margt, það þýðir í raun og veru ekki, að reyna að þykjast vera eitthvað meira en maður er, eða þykjast svalari en maður er, tala nú ekki um að fara út í að sýna hroka, til að verjast því að vera einlægur. Þá fer nú fyrst allt í bál og brand.
En það var fallegt veður í dag, dálítill vindur, en hlýtt.
Þessi tekin snemma í morgun.
En telpurnar vöknuðu vel og snemma.
Sumir náttúrulega komnir út á sokkaleistunum, áður en hönd á festi
Og svo er haldið af stað til Suðureyrar, þær fara núna reglulega í sund eftir leikskólann, og Ásthildur er alveg orðin óhrædd við vatnið, sagði Jorga mér.
Hér eru önnur lítil krýli að fara yfir götu á Ísafirði.
Fólk framtíðarinnar ekki satt ?
Þetta er svona... nútíðin eða þannig.....
En í morgun komu í heimsókn til mín 30 krakkar úr Grunnskólanum á Ísafirði, þau vildu koma og skoða plönturnar, sögðu kennararnir. Það var bara gaman.
Svona ykkur að segja þá höfðu þau meiri áhuga á hænunum, læknum og kettinum plús kúlunni
einhvernveginn datt þeim líka í hug að það væri hægt að kveikja bál með því að núa saman steinum, þeim hefur ef til vill fundist þau vera kominn back to the future
en sumsé, hænurnar slógu í gegn reyndar.
Og þau undu sér hið besta þessar elskur. Þau spurðu ótalmargs, og það voru góðar spurningar. Ein ung dama kom með þrjár skrifaðar spurningar, sem ég var beðin um að svara, og gerði með mikilli ánægju.
Og svo var það lækurinn. Þau eru í fjórða bekk, þessi ungmenni. Upprennandi táningar með tilheyrandi.
Það er margt sem þarf að spá í og spekulega á þessum aldri.
Jamm það er nú ekki amalegt að fá svona marga í heimsókn í einu.
En hér er hún Evíta litla Cesil ömmu sinnar litla skott í heimsókn.
Og svo fleiri sársvangar sálir hehehe, svo það þarf að fara í kæliskápinn að leita að afaskyri og sveleiðis.
Meðan sumir dunda sér við að skola skó í tjörninni.
Eða næla sér í ömmublóm.
Þá blása sumir í blöðrur.
Eða bara leika...
En dagurinn endaði á grilli, eins og svo oft áður.
Hér eru svo myndir að litla Arnari Milos ömmudúski.
Hann hefur sko stækkað heilmikið sá stutti.
Hann á ef til vill eftir að hrella hana ömmu sína, eitt er samt víst, að hann á eftir að detta í tjörnina, fyrr en seinna, það gera þau öll Eins konar manndómsvígsla.
En ég segi bara góða nótt og takk fyrir mig.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 5
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 2022157
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Rétt er það að viðmótið sem við fáum er svona næstum alltaf eins og við sýnum. .. Mikið er hann krúttlegur þessi sem á eftir að detta í tjörnina, og auðvitað öll hin ömmubörnin líka!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 28.5.2008 kl. 00:24
Það er alltaf svo mikið líf í kringum þig Ásthildur. þú verður víst aldrei einmana, finnst þér ekki stundum gott að fá samt að vera ein. Finna þögnina, sitja bara ein einvhers staðar og og heyra EKKERT. hehehe Ég hef aldrei komið á vestfirðina, en til að hræða þig, þá get ég sagt þér það að ef að ég á eftir að koma þangað, vertu viss..... ég kem í kaffi í kúluna. Hvort sem að þér líkar það betur eða verr hehehe
Hafðu það gott.
Linda litla, 28.5.2008 kl. 00:43
Já Jóhanna mín, það sem við gefum kemur tífalt til baka, það er bara þannig, hvort sem það er gott eða illt.
Linda mín þú ert velkomin í kaffi til mín. Þ.e.a.s. Neskaffi, ég helli ekki uppá, því við drekkum yfirleitt neskaffi, og svo geturðu líka fengið te með hunangi. Vertu bara velkomin elskuleg
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.5.2008 kl. 00:54
Tjörnin hefur alveg ótrúlegt aðdráttarafl, ef vel er fylgst með er allt í lagi þó einhverjir detti út í, það er enginn verri þótt hann vökni. Það þarf að passa vel upp á smáfólkið ekki nóg með að við sjáum framtíðina í þeim heldur sjáum við líka í þeim það sem við söknum þegar við verðum fullorðin, sem gerir það að verkum að þau eru það dýrmætasta sem við eigum.
Jóhann Elíasson, 28.5.2008 kl. 00:56
Yndislegt líf í kúlunni, hvað annað.
Jenný Anna Baldursdóttir, 28.5.2008 kl. 01:03
Ég er ekki hissa þótt liður í grunnskólanámi ísfirskra púka sé að fara í heimsókn í Kúluhús.
Knús í Kærleikskúlu
Sigrún Jónsdóttir, 28.5.2008 kl. 01:32
kúluknús
Helga skjol, 28.5.2008 kl. 05:44
Þegar farið er með skólabörnin í svona náttúruskoðun er vorið komið og sumarið á þröskuldinum. Ég man eftir að sitja uppi í hlíðinni, einmitt fyrir ofan þar sem kúlan er núna, í einni svona ferð í sólskini og blíðu með Jóni H. hann var að fræða okkur um plönturnar og það sem við sáum í kringum okkur. Við fórum svona ferð á hverju vori en þessi er minnisstæðust því Jón leit á úrið sitt og sagði "nú þarftu að drífa þig Dísa mín svo þú verðir ekki of sein til Barregaards", mér þóttu það ekki góð skipti að fara í tannlæknastólinn, hefði frekar viljað vera lengur.
Þú mátt alveg búast við að eitthvert ungmennanna sem kom til þín í gær muni svör þín við spurningunum eftir +50 ár. Svo það er eins og þú sagðir fremst, það skiptir máli hvernig maður kemur fram. Skiptir hina kannski ekki alltaf öllu, sumir eru fæddir fúlir, en það skiptir miklu fyrir okkur sjálf þegar við hugsum til baka að hafa talið upp að tíu. Allavega virkar brosið oftast betur en ólundin. . Börnin á myndunum eru yndisleg, bæði þín og hin.
Dísa (IP-tala skráð) 28.5.2008 kl. 08:01
Yndislegar myndir, greinilega alltaf mikið fjör í kúlunni :), ég vona að ég verði svona rík þegar þar að kemur
Guðborg Eyjólfsdóttir, 28.5.2008 kl. 08:37
Takk fyrir skemmtilegar myndir !
Sunna Dóra Möller, 28.5.2008 kl. 09:27
Alltaf ertu dugleg Ásthildur mín knús á þig og börnin.
Fallegar myndir að venju hjá þér.
Kristín Katla Árnadóttir, 28.5.2008 kl. 10:07
Sælar og takk fyrir síðast.
Eigðu góðan dag.
kkv.
Ásgerður Jóna Flosadóttir, 28.5.2008 kl. 10:22
Hrönn Sigurðardóttir, 28.5.2008 kl. 10:31
Bara nauðsynlegur partur af hinu daglega lífi að kíkja á lífið í Kúlunnni.
Knús í hamingjukúluna.
Ps. þarf að hringja í þig við tækifæri.
Kidda (IP-tala skráð) 28.5.2008 kl. 10:52
Flottar myndir að vanda hjá þér Ásthildur mín, maður er nú alveg hættur að fylgjast með, en hver á hvaða börn, þú átt aldeilis orðið stóran hóp.
Bestu kveðjur vestur
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.5.2008 kl. 13:24
Líf og fjör hjá þér eins og venjulega. Þú þarft greinilega ekki að láta þér leiðast.
Helga Magnúsdóttir, 28.5.2008 kl. 19:50
Sæl og blessuð Ásthildur mín.
Búin að skrolla og skrolla niður eftir öllu og skoða allar fallegu myndirnar af börnunum, öllu fjörinu í Kúlunni. Blómin heilla mig. Alltaf jafn yndislegar myndir. Myndirnar af Ísafirði og fallegu fjöllunum okkar vekja upp tilfinningu um að nú ætti ég að drífa mig út í bíl og fara á heimaslóðir móður minnar.
Gangi þér vel með að halda utan um þetta allt dugnaðarkona.
Guð veri með þér.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 28.5.2008 kl. 20:29
Þú ert Einstök Mamma og Einstök Amma elsku Ásthildur mínþú gefur sannarlega mikið af þér elskan mín og það skín frá þér ástúðin og hlýleikinn ,það mun varðveitast um aldur og ævi hjá börnunum þínum og litlu barnabörnunum þínumsem munu minnast æsku sinnar í kúluhúsi hjá Einstakri Ömmu og Einstökum Afa sínum.
Knús knús í Kúluhús og bestu kveðjur til ykkar. Ástarkveðjur.Linda
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 28.5.2008 kl. 20:32
Þetta er svona hluti af þroskaferli barnanna þinna að detta í tjörnina
Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 28.5.2008 kl. 21:15
Þið eru í einu orði sagt frábær öll upp til hópa Hér skríður maður inn að tölvunni, gjörsamlega búin á því, bæði andlega og líkamlega og þá blasa við mér öll hlýlegu orðin ykkar og hugsanirnar góðu, og ég fyllist þvílíkri gleði að það hálfa væri nóg, skelli upp úr einstaka sinnum, og fæ smá tár sumstaðar. Hvað er hægt að gefa einni kerlingu betra en einmitt þetta ?
Ég lofa því upp á æru og trú að sinna ykkur betur mínir elskulegu bloggvinir um leið og þessari törn líkur.
Alveg rétt hjá þé Jóhann minn, svo sannarlega eru þau dýrmæti, svo saklaust og hrein, þegar þau horfa framan í mann eins og maður sé eitthvað alveg spes.
Um já Jenný mín, kúlan er upphaf lífsins ekki satt.
Takk Sigrún mín, reyndar hafa þau komið hingað á hverju hausti, litlu börnin sem eru að byrja í skólanum, fengið að ganga um og skoða. Stundum hafa þau fengið vínber í munninn. En þau njóta þess vel að koma hingað og skoða.
Knús á ykkur líka Búkolla mín og Helga
Ó Dísa mín Baaregaard, hahaha... en hvað ég skil þig vel að vilja frekar vera upp í hlíð að skoða blómin, en að setjast í stólinn hans Baaregaards. Veistu að ég held að þú hafir alveg rétt fyrir þér með þetta, að það skiptir mann sjálfan mestu máli að hafa talið upp að tíu og temprað skapið sitt. Og kurteisi kostar ekkert, og heldur ekki bros.
Guðborg mín, þetta er eitthvað sem maður vinnur í sjálfur, og skapar... svona að hluta til allavega. Svo er auðvitað fullt af heppni með þarna líka, og svo á ég svo góða fjölskyldu.
Takk og knús á þig Hallgerður mín.
Knús Sunna Dóra mín.
Takk Katla mín, vonandi er þér að skána, og þú að braggast.
Takk sömuleiðis Ásgerður mín, við vorum sko flottar
Knús Hrönn mín.
Endilega gerðu það Kidda mín. Þú veist símann minn. Og takk fyrir mig.
Takk Sara mín.
Já Milla mín, það er von að eitthvað ruglist nú til í þessu blessaða barnastóði. En ég get alveg sagt það hér og nú, að aldrei myndi ég neita barni að fá að kalla mig ömmu. Knús á þig elskuleg mín.
Helga Magnúsdóttir mín, hehehe leiðast... ég þarf fleiri klukkutíma í sólarhringinn til að komast yfir allt sem ég þarf að gera.
Elsku Rósa mín, þú kíkir við ef þú kemur Takk mín elskulega.
Takk Linda mín og knús kveðjur til þín líka Takk fyrir hlý orð mín elskuleg.
Amm nákvæmlega Hulda mín.
Knús á ykkur öll inn í nóttina, ég er með smásamviskubit yfir að vera svona þreytt og lúin að komast ekki blogghringinn, en það verður svo sannarlega bætt upp fljótlega.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.5.2008 kl. 00:12
Alltaf jafn frábært og mikið fjör í edengarðinum þínum og held að ég ætti að fara að heimsækja skildfólk mitt á ísó hef ekki komið þarna síðan ég var krakki er búin að gleima hve fallegt er hjá ykkur var ég búin að segja þér að ég er ættuð frá ísafirði báðir foreldrar mínir eru þaðan.
Eyrún Gísladóttir, 29.5.2008 kl. 00:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.