26.5.2008 | 23:24
Kúlulíf og daglegt veður.
Hér var vestan þræsingur í dag, þannig að það komu fáir til að versla plöntur, skiljanlega. En ég gat eitrað fyrir hádegið á Austurvelli með roundup, þar sem því var viðkomið, til að minnka hirðinguna í sumar. Pólverjarnir mínir klipptu plönturnar, og á morgun munu þeir stinga upp beðin sem á að setja sumarblómin í, og svo planta þeim niður. Austurvöllur, systurgarður Hallargarðsins í Reykjavík, sem er teiknaður af Jóni H. Björnssyni, skal vera í sínu fínasta pússi í sumar.
En eins og ég sagði þá var lognið dálítið að flýta sér í dag, sérstaklega eftir hádegið.
Eins og sjá má.
En það lygndi þegar á daginn leið.
Og þegar kvöldaði var veðrið orðið fallegt.
Himnagalleríið opið eins og sjá má, svona undir kvöldið.
En sumir vöknuðu bara hressir og kátir í morgun.
Meðan aðrir geyspuðu dálítið og voru syfjaðir.
Ef amma á ekki ís í ísskápnum, þá á hún allavega klaka hehehehe.
Já hann getur verið dálítið kaldur að halda á og borða, en hann er góður og frískandi.
Það má með sanni segja að snemma beygist krókurinn, maður er ekki hár í loftinu, þegar maður fer að lesa ársrit skógræktarfélagsins, og örugglega líka Garðyrkjufélagsins.
Það er greinilegt að þessi sápukúlubyssa sló rækilega í gegn í kúlunni.
Svo þarf að skoða nærbuxur stóra frænda líka.
Þetta litla skott, er ótrúlegt alveg. Hún fær hjartað í ömmu sinni til að taka nokkur aukaslög á dag, eða hvað haldið þið ?
Ef þetta er ekki fiktirófa númer eitt....
Þá bara veit ég ekki hvað
en hún er eins og kötturinn, kemur alltaf standandi niður. Hjúkket...
Svo hefur hún gaman af að mála, götulistamaður af Guðsnáð held ég.
Afi hjálpar nú aðeins til, stundum, við að teikna Óla prik allavega en áhuginn leynir sér ekki.
en prinsessan þarf að máta föt og svona. Baðfatatískan í algleymingi.
Þessi er nú líka svona stællegur ekki satt .
Það er komið logn, sem betur fer, því það er bara ferlega leiðinlegt að hafa svona rok, sem þurrkar allt upp, og svíður ung blöð. En ég er að fara að halla mér, skríða í holuna mína og segi bara góða nótt. knús á ykkur öll.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 4
- Sl. sólarhring: 12
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 2022156
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er svo skrítið að þegar ég sé myndir af eldri systurinni, þá dettur mér alltaf í hug ei fósturdóttir mín sem er með Tourette syndrome, þær hafa alveg eins augu, hef ekki séð líkara. Kær kveðja vestur.
Ásdís Sigurðardóttir, 26.5.2008 kl. 23:39
Bestu kveðjur í kúluna. Frábærar myndir...
Linda litla, 26.5.2008 kl. 23:40
Já Ásdís það er skrýtið hvað fólk getur verið líkt, án þess að vera skylt eða allavega ekki í sjónmáli með skyldleika.
Takk Linda mín og knús á þig líka
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.5.2008 kl. 23:48
Kær kveðja til þín elsku Ásthildur mín.
Kristín Katla Árnadóttir, 26.5.2008 kl. 23:56
Mikið eru þið heppin fyrir vestan með veðrið, hérna er bara rok og kalt.
Knús í hamingjukúluna
Kidda (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 00:13
Já, hér er kalt, svalt, rok.- Það var hlýrra í gær en í dag. Ótrúlega dugleg hún nafna þín.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 27.5.2008 kl. 00:27
Fátt er skemmtilegra, kæra Ásthildur, eftir eril dagsins en að kíkja á þínar frábæru ljósmyndir að vestan. Ég er latur að skilja eftir innlitskvitt en ósjaldan enda ég bloggrúnt dagsins á að dáðst að ljósmyndunum þínum. Bestu þakkir fyrir þá skemmtun.
Jens Guð, 27.5.2008 kl. 00:43
Mér sýnist hún nafna þín bara geta farið að leysa þig af svo þú komist í frí Ekki vantar hjálpsemina eða áhugann. Og flott tískudrottningin Ætli hún fari ekki bara í fatahönnun...mér sýnist áhuginn á brókinni vera þannig.
Stórt knús til þín
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 27.5.2008 kl. 00:52
Sæl Cesil og kærar þakkir fyrir síðast.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 27.5.2008 kl. 01:31
Já, ég sé að hún nafna þín getur hæglega valdið hjartsláttartruflunum með allt prílið. Hún virðist flumbrast áfram af ákafa meðan Hanna Sól er miklu settlegri og meiri dama og léti ekki sjá sig dauða í einhverjum druslum. Það er svo stórkostlegt að sjá hvað börn eru ólík í sér frá upphafi og hafa mikinn persónuleika. En síðar verður þessi tími, bæði það góða og erfiða að gimsteinum sem hægt er að taka upp í huganum og skoða og njóta aftur, fyrir alla þáttakendur. Þeim minningum verður ekki úr huganum eytt og standa allt af sér. Eigðu góðan dag.
Dísa (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 07:46
Yndislegar þessar stelpur. Ásthildur er grallari af guðs náð.
Jenný Anna Baldursdóttir, 27.5.2008 kl. 08:23
Þarf ekki að skrá litlu snúlluna í cirkus?
Hrönn Sigurðardóttir, 27.5.2008 kl. 08:45
Ég tek alveg undir hjá honum Jens, myndirnar þínar eru alveg stórkostlegar. Ég er eins og litlu krakkarnir, ég fer nú helst ekki að sofa nema að fara á bloggið þitt áður. Sú stutta virðist bara vera heilt orkuver.
Jóhann Elíasson, 27.5.2008 kl. 08:48
Áttu nokkuð mynd af dorn rós að senda mér Cesil? Og kannski líka Darts defender? Ekkert vera að gera neitt vesen ef þú átt þær ekki. Mig langaði bara að sjá þær....
hronns@nett.is
Hrönn Sigurðardóttir, 27.5.2008 kl. 15:10
Knús í Kærleikskúlu
Sigrún Jónsdóttir, 27.5.2008 kl. 16:33
Yndislega sumarlegar og hlýjar myndirnar þínar Ásthildur mín. Svo yndislegir garðálfarnir þínir tveir og genin eru já stutt undan - um að gera að koma börnunum inn í það að rækta landið og kenna þeim að virða gróðurinn. Knús á þig mín elskulegasta og ofkeyrðu þig ekki á öllu saman.
Tiger, 27.5.2008 kl. 17:23
Þetta er bara yndislegt líf
Kveðja af Skaganum
Anna Bja (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 19:11
Flottar hjá þér myndirnar. Ég hélt niðri í mér andanum á meðan ég skoðaði myndirnar af prinsessunni að príla á hjólinu og létti þegar ég sá að hún reddaði sér út úr þessu með stæl.
Helga Magnúsdóttir, 27.5.2008 kl. 20:09
Það er náttúrlega bæjarfullur blogglækurinn af því sem að ég segji alltaf líka hérna á undan þannig að ég tek annann vínkil á þetta sinnið.
Þú sem fulltrúi í miðstjórn Frjálslynda flokksins & verðandi þingmaður, að láta eftir þig á opinberum vettvángi, & nú tilvitna ég innann sárra gæzarlappa úr færslunni upp á Hannezízku;
"En ég gat eitrað fyrir hádegið á Austurvelli með roundup, þar sem því var viðkomið..."
Ef þetta flokkast nú ekki undir grimma stjórnarandstöðu .....
Steingrímur Helgason, 27.5.2008 kl. 20:34
Kær kveðja til þín líka Katla mín
Knús á þig líka Kidda mín Vonandi lagast veðrið hjá þér, en þú ferð nú líka bráðum til Ítalíu, þar er örugglega hlýtt og notalegt.
Lilja stubban mín er ótrúleg eins og hálfs árs, þetta léku ekki margir eftir henni, á slíkum aldri, jafnvægið ótrúlegt.
Takk Jens minn, ég hef lika unun af að lesa það sem þér dettur í hug að setja hér inn, margt skondið og öðruvísi Takk fyrir hlý orð.
Já fatahönnun, gæti verið Sigrún mín Risa knús á þig líka mín kæra.
Takk sömuleiðis GMaría mín, þetta var aldeilis frábær kvennafundur hjá okkur.
Takk Dísa mín, já ég er viss um að við Elli munum rifja þetta upp í ellinni sitjandi í ruggustólum fyrir utan kúluna, með rauðvín og minnast góðu dagana Það er rétt hjá þér, ótrúlegt hvað systkini geta verið ólík alveg frá byrjun, þó þau fái nákvæmlega sömu handtökin og umönnunina. Hahaha ég gríp nokkrum sinnum á dag andann á lofti, ætli það sé ekki bara gott fyrir lungun ?
Búkolla, þær eru svo sannarlega athafnasamar þessar tvær. Þær eru á við tíu svona venjuleg börn
Já Jenný mín, hún er það svo sannarlega það væri gaman ef þær hittust Jenný Una og þessar skottur tvær.
Hehehehe Hrönn, ég gæti stofnað heilan Cirkus utan um þessa stelpu.
Takk Jóhann minn, mér líður vel að heyra svona frá ykkur. Alveg satt. Og já ég ætti ef til vill að skoða virkjunarmöguleikana á henni
Jamm Jóhanna mín, hann er aðeins of stór, en hún er svo í bolnum af systur sinni yfir sínum, og innanundir þessum
Hrönn ég ætla að skoða hvort ég á myndir af þeim, annars tek ég bara myndir þegar þær byrja að blómstra og sendi þér.
Knús á þig líka Sigrún mín.
Takk fyrir umhyggjuna TíCí minn 'eg skal reyna að hemja mig dálítið, en svo er ég á leiðinni til Ungverjalands, og þá get ég slakað á, eða allavega það verður öðruvísi upplifun. Þúsund knús á þig minn kæri.
Kveðja til þín Anna mín líka
Hahahaha Helga, ég get sagt þér að ég hélt niðri í mér andanum líka, en hún gerði þetta tvisvar, og í seinna skiptið var ég komin með myndavélina í hendurnar og smellti af.
Steingrímur Jamm ég ætti ef vil vill að skoða aðra Austurvelli en þann ísfirska Það má sjálfsagt grisja og flysja eitthvað þar, svona á þessum síðustu og verstu.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.5.2008 kl. 21:52
Þræsingurlangt sóðan ég hef séð eða heyrt þetta orð.
Lífið er alltaf jafn litríkt hjá þér og snúllunum þínum.
Solla Guðjóns, 27.5.2008 kl. 22:02
Takk Solla mín, já þræsingur er bara heilmikið notað hér sko!
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.5.2008 kl. 22:29
Það eru aldeilis listir á þríhjóli! Krútt þessar dömur hjá þér - líka gaman að baðfatatískumyndunum...
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 27.5.2008 kl. 23:05
Innlitskvitt og bestu kveðjur yfir til þín elsku Ásthildur mínþetta eru yndislegar myndir og yndisleg eru litlu englarnir þínirknús knús og hlýjar kveðjur
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 27.5.2008 kl. 23:06
Umhverfið er dásamlegt hjá Þér og litlu dúllurnar enn dásamlegri
Eyrún Gísladóttir, 27.5.2008 kl. 23:15
Takk allar saman
Jóhanna hehehe já baðfatatískan er bara með því betra
Takk Linda mín elskuleg
Takk Eyrún mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.5.2008 kl. 23:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.