25.5.2008 | 21:47
Nýr kúlubúi, og daglegt líf.
Ég vil byrja á að segja mikið eruð þið frábær bloggvinir mínir. Ég hef mikið að gera, og er rosalega þreytt, en að koma svo heim og lesa hlý orð og umhyggju, þá líður mér svo vel. Þannig að þið gerið svo sannarlega ykkar til að létta mér þessa erfiðu tíma. Salan gekk vel í dag, fólk kemur og er bara svo glatt, og ánægt. Finnst svo gaman að koma og skoða blómin, hlusta á fuglasönginn og bara vera til þarna hjá mér. Að það er frábært. Þó stjúpurnar mínar séu ennþá litlar, vegna þess að sáningin klikkaði í vetur, þá fyrirgefst mér vegna þess að öll hin blómin eru frábær, þó ég segi sjálf frá.
Hafði nú ekki tíma til að taka myndir, en ég varð með þessa litlu pæju, sem hjálpaði ömmu sinni að bera blómin, maður þarf ekki endilega að vera hár í loftinu, þegar maður vill hjálpa til.
Amma ég ætla að kyssa blómið þitt, sagði Hanna Sól.
Hún fékk pakka frá pabba sínu, og er búin að máta öll fötin sem hún fékk, í dag, hér er hún að troða sér í sundföt utan yfir kjólinn
Sú stutta gefur ekki mikið fyrir svoleiðis prjál.
Þessi stubbur á nú líka uppáhaldsföt, sem hann fer helst í frekar en annað.
Á ég þennan pakka ? mér líkar betur við svona harða pakka, segir Ásthildur á sínu bla bla máli.
Eitt dressið.
Gaman saman.
Og tjörnin er skemmtilegust.
Maður er svo rosalega smart í flottum skóm.
Unnusti og barnsfaðir Jorgu kom í dag, hann hefur fengið vinnu hjá okkur. Þá vantar bara litla 7 ára stelpu til að fjölskyldan sé hér öll saman.
Hann kom með gjafir handa stelpunum, Hanna Sól fékk svona sápukúlufisk.
Ásthildur svona tæki sem spilar ýmis hljóð. Henni fannst mikið gaman að því.
Úlfur og Hanna Sól, gleymdu sér alveg yfir sápukúlum.
Þar voru ýmsar stellingar og hanteringar.
Jamm þetta hitti beint í mark, ég fékk svona Litháenskt nammi, og brauð frá Litháen, sem ég hlakka til að smakka.
Vá ein stór !!!
Hæ ég fann blöðru !
Hún er voða stór.
Það voru reyndar fleiri sem höfðu gaman af sápukúluvélinni.
Jamm þetta er skemmtilegt.
Fullt af fallegum sápukúlum.
Þessi er smáhanteruð
Kvöldið er fagurt sest er sól, og sefur fugl á grein. Smá stund í næði, er dásamleg, og ég segi bara góða nótt og takk fyrir mig.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 4
- Sl. sólarhring: 12
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 2022156
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góða nótt Dúllan mín og reyndu nú að hvíla þig vel fyrir vinnuvikuna. Furða hvað fjölgar hratt hjá ykkur á þessum aldri, bara vikur á milli. Slakaðu á yndisleg.
Dísa (IP-tala skráð) 25.5.2008 kl. 22:16
Knús knús og bestu kveðjur elsku Ásthildur mín
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 25.5.2008 kl. 22:42
Æi ég skil þig mjög vel. Knús inn í nóttina Elsku Ásthildur mín.
Kristín Katla Árnadóttir, 25.5.2008 kl. 22:49
Það fjölgar óðum hjá þér, fallegar myndi og sérstaklega sú "hanteraða", hún er ferlega flott. -
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 25.5.2008 kl. 22:59
Æðislega fallegar myndir af öllum litlu Blómálfunum þínum(Börnin sko) og myndin af ykkur nöfnum efst er svo krúttleg sú stutta að hjálpa ömmu knús inn í nóttina til ykkar í kúlunni
Brynja skordal, 25.5.2008 kl. 23:40
Æðislegar myndir hjá þér, eins og alltaf reyndar. Blómasalan komin á fullt hjá þér og þá hlýtur að vera nóg að gera.
Hafðu það gott mín kæra og ekki gleyma að hvíla þig þegar mikið er að gera.
Góða nótt.
Linda litla, 25.5.2008 kl. 23:42
Jenný Anna Baldursdóttir, 25.5.2008 kl. 23:46
Hrönn Sigurðardóttir, 26.5.2008 kl. 00:11
Knús til þín og þinna elsku Ásthildur mín. Yndislegt að rúnta hérna eins og alltaf og bara svakalega skemmtilegar myndirnar þínar. Flott prinsessufötin sem Hanna Sól fékk. Sætur í sér kærastinn að koma með gjafir handa börnunum, svona líka skemmtilegt dót sko. Gangi þér vel með allt mín kæra og eigðu yndislega viku framundan.
Tiger, 26.5.2008 kl. 03:33
Knús á þig inn í daginn Búkolla mín.
Takk Dísa mín. Ég er ótrúlega góð miðað við álagið á mér þessa dagana. Fæ einhversstaðar frá auka orku, frá ykkur held ég bara.
Knús til baka Linda mín.
Knús á þig til baka Katla mín
Takk Lilja mín, já það fjölgar hér mikið þessa dagana.
Brynja blómálfar það er einmitt rétta orðið.
Ég lofa Linda litla mín.
Knús á ykkur Jenný og Hrönn
Takk TíCí minn, já mér fannst það ferlega flott hjá stráknum að færa stelpunum gjafir. Það sýnir hug hans vel. Mér lýst bara vel á hann, kurteis prúður og elskulegur. Hanna Sól er alsæl með prinsessufötin frá pabba sínum. Eigðu líka góðan tíma minn kæri.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.5.2008 kl. 08:46
Sápukúlumyndirnar af Ásthildi yngri eru algört listaverk.
Knús í "kærleikskúluhús"
Sigrún Jónsdóttir, 26.5.2008 kl. 12:22
Já það er ekki að spyrja að því Ásthildur, þú reddar öllu, gott fyrir Jorgu að hafa kynnst ykkur
Frábærar kúluhúsmyndir að venju
Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 26.5.2008 kl. 16:37
Sól og sumarkveðja frá bænum við pollinn, þú ert bara sjálf í miðjum kliðum að springa út Cesil mín sumarrós!
SVolítið erfiði, en þú munt fyrr en varir njóta þín, föngulega snótin!
Magnús Geir Guðmundsson, 26.5.2008 kl. 16:38
Frábær ´mynd af litlu Cesil í sápukúlulandi
Solla Guðjóns, 26.5.2008 kl. 18:09
elska sapukulumyndirnar
Ásta Björk Solis, 26.5.2008 kl. 18:38
Þú ert alveg met, ræður þér aupair og endar með heila litháenska fjölskyldu. Flottar myndir eins og alltaf.
Helga Magnúsdóttir, 26.5.2008 kl. 19:41
Yndislegt að lesa færslunrnar þínar og myndirnar alveg meiriháttar góðar, sérstaklega sápukúlumyndin þar sem augað kemur beint inn í eina kúlun.
Finnst svo gaman að kíkja af og til á síðuna þína til að lesa um kúlu ævintýrin ykkar og mannlífið fyrir vestan.
Hlakka til að skreppa vestur um miðjan júní, var síðast fyrir vestan á blakmótinu góða.
Kveðja af Skaganum
Anna Bja (IP-tala skráð) 26.5.2008 kl. 20:14
Sunna Dóra Möller, 26.5.2008 kl. 21:50
Huld S. Ringsted, 26.5.2008 kl. 22:09
Jamm þessar sápukúlur eru flottar Sigrún mín Knús á þig líka Sigrún mín.
Takk Hulda mín, já ég er hæst ánægð með að fá þetta yndæla fólk hingað til mín. Vonandi setjast þau bara að hér.
Takk fyrir þessi orð elskulegi Magnú minn
Já Solla mín, hún var svo sannarlega í sápukúlulandi
Gaman að heyra Ásta mín.
Einmitt Helga mín, svona getur þetta verið stundum Takk fyrir mig.
Takk Anna mín, kær kveðja til þín líka á Skagann
Knús á þig Sunna Dóra mín.
Knús á þig Huld mín.
Takk öll, ég vildi að þið vissuð hve í rauninni þið gefið mér mikið með því að kíkja hér við og senda mér fallegar hugsanir og hlý orð. Það er ómetanlegt. En um leið þá finnst mér ég vera að svíkjast um að komast ekki blogghringinn minn. En ég lofa að fara hann tvisvar sinnum oftar en áður, þegar ég hef tíma, þið eruð flottust bloggvinirnir mínir.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.5.2008 kl. 23:03
Svei mér þá, ég held að mér mundi batna ef ég kæmist í heimsókn til þín. Knús á ykkur öll.
Ásdís Sigurðardóttir, 26.5.2008 kl. 23:17
Ásdís mín láttu bara reyna á það og komdu
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.5.2008 kl. 23:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.