25.5.2008 | 09:41
Opnun garðplöntusölunnar, ævintýrabörn og júróvision.
Já ég er komin heim af fundi hjá Frjalslyndum, reyndar tveimur fundum, miðstjórnarfundi, sem var frekar þungur þar var margt spjallað, og margt sem þurfti að skoða og spá. Það er gott í stjórnmálaflokkum, þegar skoðanaskipti verða og menn geta rætt saman um erfið mál, það er þroskmerki.
En svo var á líka á aðalfundi landsambands kvenna í frálslyndaflokknum, hressar flottar konur
Svo var rokið í Garðheima til að skoða plölnturnar, bera saman og svona og svo kaupa ýmislegt smávegis sem vantaði. Ég er mjög ánægð með mínar plöntur, eftir að hafa skoðað mig um í stórborginni.
Á leiðinni heim tókum við ungt fólk upp í þau voru á puttanum. Glaðlegt skemmtilegt fólk. Einskonar lífskúnstnera. Þau voru að ferðast um landið á puttanum með hundspott. Voru á leiðinni til Patró, og komu frá Eskifirði. Hann sagðist vera það sem kallað er þúsundþjalasmiður, vinna við hvað sem væri í smá tíma og svo færu þau annað. Hann hefði starfað sem sjómaður, beitningamaður, aðstoðað við sauðburð, og allt sem til félli, hún sagðist hafa mest gaman af að þjálfa hesta. Hann er samt rosalega góður kokkur sagði hún og hló.
En hvar ætlið þið að sofa ? spurði Elías, eruð þið með tryggt herbergi, við höfum nú ekki áhyggjur af svoleiðis, sögðu þau, þetta reddast alltaf. Ef maður er með áhyggjur, þá gengur allt illa, en ef maður hefur engar, þá verður allt í lagi. Við viljum bara vera frjáls, ekki eyða peningunum okkar í bíla og íbúðir. ´Núna er ég að sýna henni vestfirði, sagði hann, ég hef oft komið hingað, og ég elska vestfirðina. Ætla núna að reyna að komast á bát á Patró.
Ævintýrabörn, þau hafa svo sannarlega ýmsilegt að kenna samferðamönnum sínum þetta unga fólk.
Þau voru búin að vera þrjá mánuði á flakki, í þetta sinn. Og hver dagur með sínar áherslu. Ég er alltaf glaður og kátur, sagði hann. Það er alveg sama hversu dimmt er það er alltaf ljós einhversstaðar.
Ég hef það á tilfinningunni að þetta sé stytta af Viðari Guðjónsen, heheheh... allavega forföður hans.
Dynjandi var sérlega glæsilegur svona snemma vors, vatnsmikill og tilkomumikill, og hér sjást allir fossarnir.
Þegar við komum heim var sú stutta auðvitað á kafi í skápnum hehehe..
Svo var verið að næra sig auðvitað.
Þessi ömmustubbur í heimsókn.
Hér er verið að spila.
Ásthildur búin að klæða sig upp í Júróvisjónmúnderinguna.
Hér er verið að horfa á Regínu Ósk og Friðrik Ómar.
Ég held að þetta hafi verið síðasta Júróvisjón keppnin í þessari mynd. Það er fullreynt að þetta er ekki spurning um hæfni eða besta lag, heldur að veita sínum vinum flest atkvæðin. Ég hef grun um að Bretar dragi sig út úr keppninni, og þeir eru jú ein af þjóðinni sem borgar herlegheitin. Þjóðverjar hafa líka farið illa út undanfarið, og ætli þeir hugsi sig ekki til hreyfings líka. Af hverju ættu þjóðir að borga keppnina sem hafa enga von um að vinna. Þetta er eiginlega of langt gengið. Og sumar af þessum þjóðum eru ekki einu sinni í Evrópu. Sum fyrrum sovétríki meina ég.
Annað hvort leggst þessi keppni af, eða henni verður skipt upp í austurevrópu og vesturevrópukeppi.
Ég er alveg klár á því að þetta getur ekki gengið svona lengur. Og það er í rauninni ekki hægt að hafa þetta svona lengur. Því þetta er ekki lengur skemmtileg keppni, heldur pjúra hagsmunapot, og afgreiðsla eftir því hver á í hlut. Og sigurvegararnir eru ekki aðilarnir sem halda keppninni uppi. Svoleiðis er nú það.
En ég bið að heilsa ykkur og vona að ég geti bráðum farið að anda aftur. þetta er rosalegt álag á mér þessa dagana, og ég vil þakka ykkur öllum kommentin ykkar og hlý orð. Ég kann svo sannarlega að meta það, og það gefur mér mikið. Takk fyir mig.
Hér eru svo blómin min.
Og hún Elísabet frá Portúgal, sem er að aðstoða mig við að halda þeim fallegum.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 8
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 2022152
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
já algjörlega sammála þér með þessa keppni!! Flottar myndir að vanda vá mikið að gera hjá þér Ásthildur mín passaðu að ofgera þér ekki Dúllan mín í þessu öllu gangi þér vel í dag knús í kúluna ykkar
Brynja skordal, 25.5.2008 kl. 10:08
Velkomin heim í kúluhús og það er gott að ferðin gekk vel. Ég sé að þið hafið keyrt "vesturleiðina" en ekki "djúpið". Ég hélt að "djúpið" væri bæði styttri leið og betri vegir, en það er örugglega ykkur líkt að breyta leiðinni fyrir puttalanga.
Ég vona að þessu Evróvision dæmi verð breytt, því þetta er bara rugl, en ætli við mundum ekki sakna stigagjafar í núverandi mynd, hún er svo fáránlega skemmtileg.
Knús í Kúluhús
Sigrún Jónsdóttir, 25.5.2008 kl. 10:46
Ég var ánægð með keppnina í gær, fannst margar þjóðir hafa góð lög. Króatía, Portúgal, Rússar, Noregur, Danmörk, Serbía og fleiri þjóðir voru með fín lög og auðvitað við íslendingar. Mér fannst íslenska lagið mjög gott, en ekki það besta. er mjög sátt með 14 sætið.
Skemmtilegar myndir og ég sé að það blómstrar vel í gróðurhúsunum hjá þér og nóg að gera þar.
hafðu það gott dúlla mín og eigðu góðan dag.
Linda litla, 25.5.2008 kl. 11:18
Gangi þér vel í plöntusölunni þetta er nú svolítið Hvergerðískt, en eigðu góðan dag
Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 25.5.2008 kl. 11:37
Það er alveg sama hversu dimmt er það er alltaf ljós einhversstaðar. Það er mikill sannleikur í þessu.
Ég er sammála þér með evro.......
Plönturnar þína líta vel út.
Solla Guðjóns, 25.5.2008 kl. 12:13
Elsku Íja mín, gangi þér vel með söluna og reyndu svo að finna smástund til að slaka á. Við viljum endilega hafa þig í stuði til að sýna okkur lífið. Ég sé á athugasemdum að fleiri en ég hafa áhyggjur af álaginu á þér. En ég held líka að þú sért fljót að ná þér niður þegar álaginu léttir, það er svo erfitt þegar togað er úr öllum áttum. . Hugsaðu svolítið um þig, fyrir mig og fleiri. Eigðu góða helgi mín elskuleg.
Dísa (IP-tala skráð) 25.5.2008 kl. 13:12
Velkomin heim í kúluhúsið
Skemmtilegir puttalingar sem þið hafið hitt á leiðinni. Dynjandi er alltaf flottur finnst mér, yndislegt að sofa hjá honum.
Segi eins og fleiri, mundu eftir að hugsa líka vel um hana Ástjildi Cesil
Knús vestur
Kidda (IP-tala skráð) 25.5.2008 kl. 14:19
Takk fyrir skemmtilegar myndir. En varðandi kosninguna í Júró þá er ég einmitt með vangaveltur á blogginu mínu um breytingar á fyrirkomulaginu. Það er ljóst að ef þjóðir eins og Bretland, Frakkland og fleiri eiga ekki að detta út úr þessari keppni þarf að breyta einhverju, svo mikið er víst.
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 25.5.2008 kl. 14:28
Jamm sko .. dugnaðarferðalangar. Ég er mjög hrifinn af svona fólki - sem fer sínar leiðir og nýtur lífsins - á ferðalögum t.d. á puttanum! Æði bara.
Ég er sammála þér með júróstigaruglið. Finnst að það mætti skipta þessu í tvennt - austantjaldslöndin og svo við hin. Ég er hundfúll sko *bros*.
Æðislegar myndirnar hjá þér eins og alltaf elsku Ásthildur mín, takk fyrir það. Þau eru svo endalaust yndisleg börnin þín litlu, elska að sjá hve dásamleg og hamingjusöm þau eru alltaf. Mikið knús á þig mín kæra og ég óska þér góðs gengis með plöntusölu í sumar!
Tiger, 25.5.2008 kl. 15:34
Hún er helv... flott styttan af Viðari Guðjónsen.
Sigurður Þórðarson, 25.5.2008 kl. 16:15
Skemmtilegir puttalingar sem þið hafið tekið upp í. Ég hélt sjálf með Albaníu í keppninni svo ekki er hægt að saka mig um nágrannapot.
Helga Magnúsdóttir, 25.5.2008 kl. 16:26
Gott að ferðin gekk vel og skemtilegur lífstíll hjá þessu fólki þó hann væri nú ekki fyrir mig frábært að það eru ekki allir eins.
Eyrún Gísladóttir, 25.5.2008 kl. 16:48
Mjög skemmtilegar myndir Ásthildur mín. Hafðu það gott.
Kristín Katla Árnadóttir, 25.5.2008 kl. 19:17
Velkomin til baka Ásthildur. Ég er sammála þér með Eurovision, einhverju þarf að breyta. En heyrðu það er rétt hjá þér með styttuna, hún er svakalega lík Viðari
Knús í kúlu og hafðu það gott, ekki keyra þig alveg út duglega kona
Huld S. Ringsted, 25.5.2008 kl. 20:46
Takk Brynja mín, ég skal lofa að ofgera mér ekki.
Já Sigrún mín, við ákáðum að skella okkur vesturleiðina, svona til tilbreytingar. og það var gaman að hitta þessa skemmtilegu ferðalanga.
Jóhanna mín, ég var ekki að meina bara austantjaldslöndin, ég var að meina heilt yfir, þar var enginn betri en annar, bara sum ríki eru fleiri þannig að myndin hefur skekkst. En það sem ég var að tala um, er að mér sýnist á öllu, og finnst mannlegt, að þau ríki sem leggja út í kostnað við apparatið, til dæmis bretar, spánverjar, frakkar, þjóðverjar, og hverjir sem það eru sem punga út fyrir kostnaðinum, það eru held ég fimm lönd, að þau lönd séu að missa þolinmæðina, það hefur ekkert með að gera að lögin þeirra séu léleg, heldur að það er ljóst að hversu flott lögin þeirra kunna að vera, þá eiga þau ekki sjens í að vinna, vegna þess hvernig kosningar fara fram. Það er því augljóst að það verður ekki langt í að þau hætti að fjármagna "keppnina" og lái þeim hver sem vill. Ég er líka alveg jafn viss um að austantjaldslöndin hafa ekki fjármagn til að kosta þessa keppni, eða mér finnst það líklegt. Þannig að það er nokkuð ljóst að fyrr en seinna verður þetta stokkað upp.
Þetta var því ekki úr mínu pússi komið, heldur hvað ég held að muni gerast. En ég er sammála þér um að þau Regína Ósk og Friðrik Ómar voru frábær og okkur til sóma.
Takk fyrir góðar óskir Linda mín, og já það voru mörg mjög góð lög þarna, og keppninn góð að mörgu leyti.
Takk Hulda mín
Takk Solla mín, já þetta var frábært að heyra frá svona ungum manni. Gaman að hitta svona einstaklinga. Þau voru flott.
Gangi þér vel Helga mín á Reykjalundi
Takk elsku Dísa mín, já ég skal reyna að slaka á, svörin ykkar og umhyggja hjálpa mér svo sannarlega við það. Takk fyrir mig.
Jóna Ingibjörg mín, já ég er sammála því að útkoman er aukaatriði fyrir þig og mig, en ef til vill ekki fyrir þær þjóðir sem borga mestan hluta gjaldanna, þær þjóðir eru farnar að ókyrrast, og horfa í aurinn, það er sjáanlegt. Og hvað þá ?
Ég held að það sé enginn í Frjálslynaflokknum, eða ég vona það, sem ekki vill taka á móti fólki, sé í lagi flóttamönnum, það sem Magnús Þór var að benda á, var og það er hans vissa, að maður þurfi að geta tekið sómasamlega á móti fólki, það sé ekki nóg að hafa viljan til þess, heldur þarf líka að hafa til þess fjármagn og aðstöðu. En það er alltaf hægt með góðum vilja að snúa út úr og rangtúlka það sem fólk er að meina, ég er ekki að tala um þig eða aðra hér, heldur öfl í þjóðfélaginu sem reyna allt til að koma Frjálslyndum ofan í rasistaskítinin, og mér líkar það afar illa, ég þekki þetta fólk, og veit að það er ekki það sem verið er að tala um, að meina neinum að koma. Heldur er verið að reyna að benda á skynsemi. Ég vona að þetta blessað fólk sé velkomið, hvert sem það fer, hvort það verður Akranes eða eitthvert annað bæjarfélag.
Já Adda mín, ég man einmitt eftir því, og ekki minnka líkurnar á því með hverju árinu sem líður. Knús á þig líka
Lofa því Kidda mín
Nákvæmlega Anna, og þetta eru þjóðirnar sem borga brúsan. Það er greinilegt að hér verður um einhverskonar uppgjör að ræða. Vonandi leggst keppnin ekki af samt, því mér finnst gaman að þessu öllu saman.
Takk TíCí minn. Já þetta voru frábærir krakkar, og allt öðruvísi þenkjandi en flest ungt fólk sem ég hef hitt, undanfarið. Vonandi gengur þeim vel á Patró. Knús á þig líka minn kæri.
Amm Sigurður heheheheh.
Helga Magnús mín, nei, ég veit, ég hefði sennilega kosið Ukraínu ef ég hefði kosið yfir höfuð. En málið er að sumum er ekki saman. Jamm þau voru skemmtileg og sérstök þessir krakkar.
Já Eyrún, ég varð allavega smá hugsi yfir þessari gleði og kæruleysi um hvar á að sofa næstu nótt. Það er gott fyrir mann að hitta svona fólk, því það miðlar manni ákveðinni lífsýn, sem ef til vill breytir manni ögn, það finnst mér allavega.
Hafðu það líka gott elsku Katla mín, vonandi er heilsan þín að lagast.
Takk Huld mín. Já það er satt með Júróvísjón, það er næstum alveg öruggt að þessu verður breytt, ef til vill ekki næst, en fljótlega. Heheheh já hún minnti mig á einhvern, svo ég tók mynd, og þegar ég setti hana inn á bloggið, fattaði ég á hvern hann minnti mig, ég hitti hann nefnilega í fyrrakvöld á fundinum. Og sá hve lík styttan er af honum.
Knús á þig líka elskulegust.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.5.2008 kl. 21:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.