22.5.2008 | 23:35
Kúlur og kúlubúar, útskrift sem skiptir máli og hið daglega veður.
Við fórum í mæðraskoðun í morgun og sónar. Hér er nýjasti kúlubúinn.
Allt í góðu lagi þar, og litli kúlubúinn hress. sígur á sér þumalinn.
En veðrið í dag var líka frábært, og nóg að gera við að koma öllu í sem best horf fyrir sunnudaginn, ég er búin að ákveða að opna söluna kl. 1 á sunnudaginn, þ.e. 13.00 þá þarf allt að vera komið í lag. En ég þarf að skreppa suður á morgun á fund, en keim svo heim aftur á laugardaginn. Kemst sennilega í tæka tíð fyrir Júrívisjón. Ég var reglulega ánægð með okkar fólk, og sérstaklega að þau skyldu komast áfram í aðalkeppnina. Enda voru þau flott.
Eins og sjá má var veðrið það allra besta.
Ýmislegt brallað í garðskálanum.
Þú átt að fara til ömmu !
Æ Æ Æ
Þetta risti nú svo sem ekki djúpt, því þessi er tekinn þrem mínútum seinna.
Og Hanna Sól hjálpar afa að grilla.
Meðan skottið leikur sér að hjólinu. Greinilega búin að dýfa öðrum fæti í tjörnina.
Þetta er svo frumskógur kúlunnar. Þetta er risastórt svæði ef maður er mús
Afi ég vil fá spúnin á aftur ! Ég meiði mig ekkert.
Ef maður væri indíjáni myndi maður örugglega beita stönginni svona.
Já það er enginn spurning að enginn fiskur stenst svona handbragð.
Maður getur líka miðað með einari
Svei mér hún er eins og alvanur veiðimaður með spjót.
Og plamms, örugglega fiskur á oddinum....
En ég fékk heimsókn í dag, fyrst komu þrír ungir menn í heimsókn, sem vissu ekki að þetta var íbúðarhús, en svo komu þessir stubbar, þeir voru í útskrift í dag, útskrifuðst úr leikskólanum og eru þar með orðnir grunnskólanemar frá og með næsta hausti. Aldeilis stórt skref.
Amma sástu blómin á borðinu, ég kom við í dag, og þú varst ekki heima. Ég ætla að gefa þér blóm, ég týndi þau alveg sjálfur.
Nei kvað við, vinir þínir hjálpuður þér.
Já hérna amma mín.
Mikið er maður glöð að fá svona falleg blóm, og sérstaklega þegar lítill... nei stór ömmustubbur tínir þau beinlínis til að gefa ömmu sinni.
Já þetta eru alvarlega þenkjandi ungir menn, með lífið allt saman framundan. Stór áfangi í lífinu að hætta í leikskólanum og byrja alvöruna í grunnskóla. Gangi ykkur vel drengir mínir.
Ég veit að maður á ekki að setja svona mynd inn, en þessi er bara svo frábær. Ég vil vil vil, og ég vona að hún verði alltaf svona ákveðin, ungum stúlkum er það nauðsynlegt að vita hvað þær vilja og vera ákveðnar í að fá það framgengt. Þannig komast þær til betra lífs.
Jamm svona er þetta bara.
Maður þarf ekki að hafa áhyggjur af uppvaskinu.
En þetta er nú bara svona til skemmtunnar. Ég verð ekki heima á morgun og lungan úr laugardeinum. Svo ég bið bara kærlega að heilsa ykkur öllum. Ég ætla að reyna að hvíla mig í bílnum á leiðinni suður, og fara snemma að sofa og .... og....
Ég segi bara góða nótt, og takk öll fyrir hvað þið eruð yndæl og góð við mig.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 2022150
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mér brá nú bara þegar ég sá að systurnra skipta skapi, ég hélt að þær væru alltaf svo prúðar. Þær eru það a.m.k. alltaf á myndunum hehehe.
Júróið fór vel, enda flott okkar fólk þar á ferð. Vonandi eiga þau eftir að gera það gott á laugardaginn.
Farðu vel með þig Ásthildur mín og góða ferð suður.
Takk
Linda litla, 22.5.2008 kl. 23:50
Sýnist þú verða að fá góða hvíld næstu daga og vona að þú náir því elsku Ásthildur.
Myndirnar frábærar, og nýji kúlúbúinn ....
Gangi þér vel í garðsölunni.... og njóttu ..
knús til þín og hugsaðu vel um þig... take care!!! knús**
G Antonia, 23.5.2008 kl. 00:28
Sæl og blessuð.
Mikið að gera í Kúluhúsinu. Hanna sól dregur Ásthildi eins og hveitipoka og það á steinhellum. Engin miskunn þar. Ásthildur var alveg mögnuð í veiðiskapnum og ömmustubbur var svo sætur við ömmu sína að færa henni blóm. Hvað heitir hann?
Gangi þér vel í ferðalaginu og svo byrjar salan svo það er ekta vertíð.
Guð veri með þér og þínum og líka nýja kúlubúanum.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 23.5.2008 kl. 00:43
Farðu varlega mín kæra vinkona á þessu ferðalagi þínu. Sé að veðrið er betra fyrir vestan heldur en hérna sunnanlands, lá við að ég færi út í dag í snjógalla að vinna úti í garðinum.
Hafðu það ljómandi gott hérna fyrir sunnan en hafðu með þér hlýja peysu.
Knús á nýju kúlubúana eins og á þá sem fyrir eru
Kidda (IP-tala skráð) 23.5.2008 kl. 00:50
Hún Ásthildur með spjótið sem hún heldur á lofti!!!!! Ég er í kasti út af þessum villingi, snillingi.
Jenný Anna Baldursdóttir, 23.5.2008 kl. 07:12
Frábærar myndir, sérstaklega af Hönnu Sól, svipurinn segir allt. Vona að þú getir slakað smávegis á í ferðinni. Hugsaðu nú vel um vinkonu mína, hún er þreytt.
Dísa (IP-tala skráð) 23.5.2008 kl. 07:38
Af hverju missti ég, hver hýsir nýjan kúlubúa?? Hún Ásthildur litla er sko greinilega "handfylli" virðist aldrei vera dauð stund hjá henni
Góða ferð suður
Huld S. Ringsted, 23.5.2008 kl. 08:22
Takk öll, þið eruð svo yndæl.
Linda mín, þær eru mjög sjaldan svona, satt að segja.
Takk G.Antonía mín, það verður ágætt að bregða sér af bæ smá stund.
Takk Rósa mín, já þær eru aldeilis handfylli þessar stelpur.
Búin að pakka peysunni Kidda mín. Takk.
ehehe Jenný, hún er ótrúlega fyndin þetta litla krýli.
Jamm Búkolla this is my live.
Takk Dísa mín.
Huld mín óperan mín auðvitað. The buler did it eina konan á barneignaraldri í kúlunni.
Takk öll ég er að leggja í hann núna, og hlakka til að hitta ykkur öll þegar ég kem heim. Ég segi bara áfram Ísland í Júróvisjón, vonandi kemst ég nógu snemma heim til að fylgjast með. Þau voru frábær í gær Regína Ósk og Friðrik Ómar, við getum alveg verið stolt af þeim og framlagi Íslands í keppninni. Með þeim betri að mínu mati í performanse. Knús á ykkur öll.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.5.2008 kl. 10:00
Butler á þetta að vera
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.5.2008 kl. 10:00
Eigðu góða ferð Ásthildur mín og farið varlega. Knús í kærleikskúlu.
Sigrún Jónsdóttir, 23.5.2008 kl. 13:57
Nú er það óperan sem á vona á barni. Og ég sem ætlaði að fara að óska þér sjálfri til hamingju. Hélt þú værir svona hrikalega seinþroska. Enn á barneignaraldri eins og ég.
Laufey B Waage, 23.5.2008 kl. 14:28
Hafðu það gott um helgina og vonandi verður þú komin heim fyrir keppnina.
Helga Magnúsdóttir, 23.5.2008 kl. 15:25
Hafðu það gott elsku Ásthildur mín ég er vissum það að þú verður komin heim fyrir keppnina knús á þig elskuleg.
Kristín Katla Árnadóttir, 23.5.2008 kl. 17:13
Gangi þér vel Ásthildur mín og njóttu
Eyrún Gísladóttir, 23.5.2008 kl. 20:23
Mikið eru þetta dásamlegar myndir af dásamlegum börnum, og enn dásamlegri afa þeirra og ömmu. - Er óperan þín með barni. - Hvað þýðir það, missir þú hana þá? - Góða ferð og hafðu það gott kæra Ásthildur.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 23.5.2008 kl. 23:24
Þau eru yndisleg, prinsessurnar þínar og prinsarnir.
Æðislega gaman að fá að fylgjast með skottunum mínum á hverjum degi, takk fyrir það! Hafið það gott!
Hjördís Pétursd. (IP-tala skráð) 24.5.2008 kl. 10:54
Er að fara í blómakaup, liggur við að maður/kona ætti að keyra Vestur eftir blómum! .. krútt og pútt og áfram Ísland!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 24.5.2008 kl. 13:11
Dásamlegt að rúnta í kúluhúsið þitt og skoða lífið og gleðina - reiði/ákveðni og grát með öllu sem þessu fylgir. Endalaust gott að skoða þig Ásthildur mín. Takk fyrir mig hérna og gangi þér vel á morgun í opnuninni! Knús í helgina þína ljúfust.
Tiger, 24.5.2008 kl. 15:55
Takk öll sömul, já ég kom heim fyrir júrísvisjón, en var bara svo þreytt, að ég fór strax að sofa eftir keppnina. Ég er afskaplega hrifin af framlagi okkar, og þau stóðu sig þvílíkt vel. Mitt mat er að þetta sé síðasta júrókeppnin í þessari mynd. Nú mun eitthvað breytast, það er nokkuð ljóst.
En takk fyrir öll skemmtilegu og góðu kommendin ykkar, nú þarf ég að fara að opna garðplöntusöluna mína svo mér veitir víst ekki af tímanum. Knús á ykkur öll.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.5.2008 kl. 09:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.