Annríki og hið daglega veður á Ísó.

Vil byrja á að segja að í augnablikinu er allt brjálað að gera hjá mér.  Ég velt í rúmið á kvöldin og skondrast upp á lappirnar á morgnana.  En það er bara eins og það er alltaf á þessum tíma, nema núna er ég orðin þriggja barna móðir svona óforvarendis.  Ég þakka því daglega góðum vættum fyrir hana Jorgu mína, og að stelpurnar eru svo þægar, þó þær séu prakkarar, þá eru þær samt sem áður yndælar, og ég elska þær svo mikið.  Og auðvitað stubbinn minn, þau komu heim í dag, hann og Sóley Ebba og Eva Rut.  Þau fengu svo leyfi til að baka vöfflur, jamm, þau bökuðu vöfflur, og sitthvað fleira LoL Einhvernveginn komst deigið út á stétt, og svo þurfti að sprauta vatni úr garðslöngunni og sona, það var held ég mjög gaman hjá þeim.  W00t

IMG_6545

Það var sólskin í morgun, en svo komu smáský eftir hádegið, en það var samt hlýtt og gott veður.

IMG_6546

Greinilegt að gallerí himin er búin að opna aftur eftir vetrar hlé.

IMG_6547

Prinsessur þurfa líka að slaka á aðeins, þá er gott að geyma kórónuna svona baksviðsTounge

IMG_6548

Afi fór út, og litla skottið vildi endilega komast út líka.... en hurðin var lokuð.

IMG_6549

Stóra systir kom þá til bjargar, málið var bara að hún átti ekkert að komast út í þetta skipti, enda á sokkaleistunum.

IMG_6550

Pepsíið hennar Jorgu, það er gaman að sjá einbeitningarsvipinn á stelpuskottinu að reyna að opna.

IMG_6552

Gengur ef til vill betur svona !

IMG_6553

Ef til vill besta bara að biðja Jorgu að opna hehehehe..

 Annars fórum við á Thai Koon í kvöld að borða, ég nennti ómögulega að elda mat, þegar ég kom inn.  Það er gott og notalegt að borða þar. 

En nú er komið nóg hjá mér, ég sé rúmið mitt í hillingum, það er rosalega notalegt að skríða í ból, þegar maður er svona þreyttur. 

Ég segi bara knús á ykkur mín kæru, og endilega ekki gefast upp á mér, þó ég sé ekki mikið við.  Ég les svörin ykkar og þau veita mér orku og gleði.

Ég segi bara góða nótt á ykkur öll Heart Lofa að fara blogghringinn minn eftir helgi, kemst að öllum likindum ekki mikið í svoleiðis lúxus fyrr. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Það er gaman af framtakssömum og duglegum börnum.  - En það sem maður getur nú samt verið þreyttur eftir annasaman dag, með þessum krílum.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 22.5.2008 kl. 01:00

2 Smámynd: Steingrímur Helgason

Daglegur skammtur af alvöru manngildi í mali & myndum móttekinn með gleði.

Takk fyrir mig Ást. Cecil.

Steingrímur Helgason, 22.5.2008 kl. 01:09

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það er sko í mörg "horn" að lýta í kúlunni!

Jóhann Elíasson, 22.5.2008 kl. 07:08

4 identicon

Þig vantar fleiri klukkutíma í sólarhringinn eins og er. Kosturinn er að maður rúllar í rúmið og sofnar um leið, en gallinn er að ekki gefst nægur tími til að sofa áður en taka þarf til aftur. Guði sé lof fyrir Jorgu. En svo er líka yndislegt að eiga framtakssöm börn sem geta hjálpað til og bakað vöfflur. Við þekkjum að þær koma ekki sjálfar þó við óskum eftir þeim. Vonandi hefurðu tíma til að lúlla örlítið legnur og slaka á í Ungverjalandi og safna orku fyrir næstu törn. Unga fólkinu finnst líka gott að gera hluti sem eru metnir. Manstu eftir gólfunum sem voru orðin hrein þegar amma þín kom frá Reykjavík. Það gaf henni gleði og þér orkupúst að finna gleðina af að gera gagn.

Dísa (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 07:42

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 22.5.2008 kl. 08:11

6 Smámynd: Linda litla

Krúttfærsla...

Linda litla, 22.5.2008 kl. 08:28

7 Smámynd: Brynja skordal

Mikið að gera á stóru heimili Ásthildur mín en allt þess virði með allt þetta fallega fólk í kringum þig hafðu það ljúft Elskuleg

Brynja skordal, 22.5.2008 kl. 11:08

8 Smámynd: Laufey B Waage

Njóttu vorsins, þrátt fyrir annir.

Laufey B Waage, 22.5.2008 kl. 11:09

9 identicon

Það er alltaf jafnnærandi fyrir hjartað að fara inn á síðuna þína og upplifa fegurð Vestfjarða og svo þessar fallegu barnssálir sem prýða síðuna þína.

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 11:33

10 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskvitt og bestu kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 22.5.2008 kl. 11:40

11 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Gaman að fá að fylgjast með þrátt fyrir annir hjá þér. Þú getur vonandi slappað af í ferðinni. Sendi þér orku

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 22.5.2008 kl. 11:42

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk öll sömul.

Segðu! Lilja mín.

Takk Steingrímur minn.

Jóhann þar er til brandari um fólki sem getur ekki pissað í hornin á kúluhúsum haha.

Takk ekki veitir mér af Búkolla mín.

Dísa það sem þú manst eftir hahahaha.... annars er það rétt að mig vantar sko meira en nokkra klukkutíma í sólarhringinn.

Knún Jenný mín.

Takk Linda mín.

Takk sömuleiðis Guðlaug mín.

Jamm Brynja mín, takk og sömuleiðis.

Reyni Laufey mín.

Takk Anna mín.

Smuleiðis Linda Linnet mín.

Takk Sigrún mín, orkan er vel þeginn mín kæra.

 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.5.2008 kl. 12:09

13 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl Ásthildur mín.

Farðu varlega. Við vitum að þú ert vinkona okkar þó að þú getir ekki kíkt á okkur öllum tímum. Allavega vil ég líkja þessu hjá þér eins og bullandi síldarvertíð hér í denn.

Frábært að hafa Jorgu.

Guð veri með þér kæra vinkona.

Mundu að fara vel með þig.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 22.5.2008 kl. 12:22

14 Smámynd: Linda litla

Það er víst í nýjasta tölublaði af "sumarhúsið og garðurinn" heljarinnar viðtal við hana Gerðu í kúluhúsinu sínu Auðkúlu við Hellu.

Linda litla, 22.5.2008 kl. 12:27

15 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk elsku Rósa mín.

Linda ég þarf að lesa það.  Gerður er frábær kona, og mikil ræktunarmanneskja.  Gaman að heyra þetta.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.5.2008 kl. 12:46

16 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Þú ert dásamleg Ásthildur mín. Knús

Kristín Katla Árnadóttir, 22.5.2008 kl. 13:39

17 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Færslurnar og myndirnar hjá þér eru svo flottar að mann langar bara að flytja á Ísafjörð. Er mikill skortur á prófarkalesurum hjá ykkur?

Helga Magnúsdóttir, 22.5.2008 kl. 14:14

18 Smámynd: Huld S. Ringsted

Huld S. Ringsted, 22.5.2008 kl. 16:33

19 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

sendu blómadívunum hugarkærleik frá mér kæra cesil, þér líka.

knús inn í kvöldið

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 22.5.2008 kl. 17:07

20 Smámynd: Eyrún Gísladóttir

ææ ert þú alveg að ganga framm af þér Ásthildur mín reyndu að ná í kraft úr þessu undurfagra umkverfi hjá þér.

Knús

Eyrún Gísladóttir, 22.5.2008 kl. 19:43

21 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk elskurnar mínar, ég er reyndar ansi þreytt og lúin.  En þetta er bara tímabundið, svo lagast þetta aftur og hlutirnir fara í ákveðin farveg sem betur fer.  Takk fyrir mig

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.5.2008 kl. 23:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 5
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 2022149

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband