Kúlan, lífið og tilveran.

Enn einn dýrðardagurinn, ég er alveg að verða búinn á því, það er svo rosalega mikið að gera, bæði í vinnunni og svo að reyna að koma garðplöntustöðinni í lag fyrir sölu.  Ég ætla að reyna að opna á sunnudaginn næsta, en á föstudag, þarf ég að fara suður á miðstjórnarfund hjá Frjálslyndum, svo ætla ég að aka heim á laugardaginn.  En þá þarf allt að vera klárt og kvitt fyrir opnun á garðplöntustöðinni, fólk er farið að verða óþreyjufullt eftir að kaupa sér plöntur, og margir koma og kíkja og forvitnast.  

Það ríkti reyndar sorg á þessu heimili í dag, því að lítill drengur aðeins tveggja ára í fjölskyldu Jorgu dó í nótt.  Það er hræðilegt þegar lítil börn deyja, áður en þau fá tækifæri til að verða almennilega til.  En svona er lífið, sumir ætla sér ekki langa vist á jörðinni.  Þessum lífsins táradal, við bara getum ekki séð það sjálf, því verðum við sorgmædd og grátum.  Vissuð þið að það er efni í tárum sem lækna ?  þess vegna er gott að gráta.  Það er eiginlega alveg hræðilegt að frjósa og geta ekki grátið, þegar sorgin ber að dyrum. 

Almættið leiði þessa litlu sál til himna, og verndi hana og blessi. 

IMG_6530

Þetta kallast fötuspilið LoL Nei reyndar er þetta fatan sem er svo spennandi að kíkja í, þar er allskonar smádót sem safnast fyrir í eldhúsinu.  Og svo er svo rosalega spennandi að vera upp á borði.

IMG_6533

Hér er hið daglega veður, ekki amalegt. Og bara svo hlýtt líka.

IMG_6534

Aumingja Hanna Sólin mín, í gær stakk hana bífluga, og í dag beit litla systir hana, en sem betur fer var amma búin að kaupa prinsessuplástra, það er mikil notkun á plástrum þessa dagana, skal ég segja ykkur.  LoL Sokkarnir eru frá Sigurjóni dag, en amma lofaði að kaupa bleika sollu stirðu sokka við tækifæri, og sollustirðu kjól og sollustirðu.... þá eiginlega hætti amma að hlusta og sagði bara já já, svo kemur í ljós hvað við báðar munum af þessum díl.

IMG_6535

Þessi mynd gæti heitið, sitt í hvorum heimi. 

IMG_6536

Og litla skottið prakkarast endalaust.

IMG_6537

Meðan sú stóra er voða settleg.

IMG_6538

Það er svolítið merkilegt að það skuli ekki vera hægt að kaupa svona boxerbuxur á stelpur, allar buxur eru skálmalausar, eins og þetta er mikið hlýlegra, en ég hef ekki fengið Hönnu Sól í þessar buxur,  af því að hún veit að þetta eru strákabuxur.... stráka og stelpu hvað !!!, En allavega sættist hún að að fara í þessar "stuttbuxur" LoL

IMG_6539

Svo þarf að passa upp á afaskyrið, að skæruliðinn taki það ekki af manni, og jafnvel helli því yfir hausin á sér... annað eins hefur nú gerst. 

IMG_6542

Hvað ætli þetta sé ?W00t

Nei ekkert eins og þið haldið hehehehehe

IMG_6541

Hún fór út í sandinn fyrir utan, og var ekkert nema sandur út úr og innúr, þessi pæja.

Annars fóru þau á leikskólanum í sveitina að skoða lömbin í morgun, það var aldeilis gaman. 

En nú eru allir farnir að sofa, og best að fara að halla sér líka, það eru erfiðir dagar framundan, ef mér á að takast að fara til Ungverjalands 2 júní, er eins gott að halda vel á spöðunum og skipuleggja hlutina vel og vendilega.  En karlakórinn er að fara þangað í tíu daga ferð ásamt mökum, og ég hlakka mikið til.  Jorga mín ætlar að sjá um krakkana, með hjálp barnanna minna. 

En ég segi bara góða nótt. Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Góða nótt elsku Ásthildur mín

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 20.5.2008 kl. 23:52

2 identicon

Innilegar samúðarkveðjur til Jorgu vegna litla snáðans, sumir þurfa að sinna öðru en þessu jarðlífi. Í þinni frásögn hljómar hún sem engill til bjargar hérnamegin, líklega vantaði hann hinumegin.

Vonandi sjáumst við á tónleikum karlakórsins, séra Örn Bárður las upp kveðju frá Þorsteini Jóhannessyni og auglýsingu um tónleika í Bústaðakirkju 2. júní og ég hef hug á að fara ef ekkert kemur í veg fyrir það.

Dísa (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 07:34

3 Smámynd: Solla Guðjóns

Litli gormururinn

Solla Guðjóns, 21.5.2008 kl. 08:06

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sendu Jorgu þinni innilegar samúðarkveðjur.  Elsku stelpan.

Hún Ásthildur er svo mikil krúttsprenja að ég ligg í kasti yfir myndunum.  Hún kann að lifa lífinu sú stutta. 

Hanna Sól og Úlfur eru hins vegar svo dönnuð, pen og sæt.

En Ésús minn Ásthildur, ég er að segja þér það, bíflugur eru ferlega lítið krúttlegar.  Hvað eru þær að ráðast á hana Hönnu Sól.  Skamm.

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.5.2008 kl. 08:09

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

eitt til Jorgu og annað til þín

Hrönn Sigurðardóttir, 21.5.2008 kl. 08:32

6 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það er bar 5 manna vinna að fylgja þeirri stuttu eftir og passa hana.   

Jóhann Elíasson, 21.5.2008 kl. 09:07

7 Smámynd: Brynja skordal

sendi samúðarkveðjur til Jorgu svo sorglegt Æðislegar myndir af krúttunum ykkar hafið það ljúft Ásthildur mín knús inn í daginn

Brynja skordal, 21.5.2008 kl. 10:18

8 identicon

Samúðarkveðja til Jorgu og viltu knúsa hana frá mér.

Það er nóg að gera hjá ykkur heyri (les)ég,  en allaf jafn gaman að skoða myndirnir frá hinu daglega lífi í kúlunni. Ekki laust við að smá öfund geri vart við sig Er farin að hlakka til að eignast ömmubörn sem verður vonandi einhvern tímann.

Knús vestur í hamingjukúluna

Kidda (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 11:00

9 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þegar ég las um "boxer" buxurnar rifjast upp fyrir mér saga um það þegar hljómsveitin Pelican fór til USA, einhvern tíma upp úr 1970.  Það var heitt í veðri og sólskin, strákunum var mjög heitt og þeir ákváðu að fara og fá sér stuttbuxur, þeir fóru inn í búð og keyptu "stuttbuxur" og settu bara buxurnar sínar í poka og fóru út.  Ekki höfðu þeir spókað sig lengi um á nýju "stuttbuxunum" sínum þegar þeir urðu varir við það að fólk horfði mikið á þá og sumir voru svo óforskammaðir að þeir bentu á þá.  Þetta var áður en "boxernærbuxur" urðu þekkt fyrirbæri á Íslandi.  Annars eru örugglega menn sem kunna þessa sögu miklu betur en ég og dettur mér þá Jens Guð í hug.

Jóhann Elíasson, 21.5.2008 kl. 11:32

10 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Það er gott að gráta og erfitt að geta ekki gráið. Samúðarkveðjur til Jorgu í Kúluna.  .. skiptast á skin og skúrir í þessu lífi ..

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 21.5.2008 kl. 13:31

11 Smámynd: Þórdís Einarsdóttir

Sendu Jorgu samúðarkveðjur frá mér og stórt knús.

Kveðja

Þórdís 

Þórdís Einarsdóttir, 21.5.2008 kl. 14:21

12 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Knús í kærleikskúlu.  Gott að Jorga er með góðu fólki, þegar svona stendur á, samúðarkveðjur til hennar.

Sigrún Jónsdóttir, 21.5.2008 kl. 15:22

13 Smámynd: Tiger

  Grrr.. þetta eru endalaust yndislegar myndir Ásthildur. Þau tvö yngri eru svo dásamlega yndisleg og svo mikið gaman að sjá hve heilbrigð og hamingjusöm þau eru. Greinilega mikil hamingja því fylgjandi að vera mikið hjá stórbrotinni ömmu sko!

Svo satt að maður á að sýna tilfinningar og maður á að leyfa sér að gráta þegar þess er þörf, eins og t.d. í sorginni. Það er endalaust mikill léttir að geta verið mannlegur og tilfinningaríkur - að geta grátið t.d.

Knús á þig mín elskulega Ásthildur og eigðu ljúfan dag. Gangi þér óendanlega vel með opnun garðplöntusölunnar og megi allur þinn arfi seljast sem heitar lúmmzur...

Tiger, 21.5.2008 kl. 15:33

14 Smámynd: Ásta Björk Solis

Ynnilegar samudarkvedjur til Jorgu Thad er gott ad hun hefur thig og thina fjolskildu ad a svona erfidleikatima  

Ásta Björk Solis, 21.5.2008 kl. 15:43

15 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Lífið í hnotskurn hjá þér Ásthildur, sendu knús á Jorgu og ykkur kúlubúana

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 21.5.2008 kl. 16:53

16 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Ég sendi Jorgu samúðarkveðjur, gott að hún er hjá góðu fólki á svona erfiðri stundu.

Helga Magnúsdóttir, 21.5.2008 kl. 19:36

17 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Þeim hefur vantað lítinn engil á himnum til að mála regnbogann. Samúðarkveðjur til Jorgu Það er alltaf jafn sorglegt þegar börn deyja.

Alltaf jafn skemmtilegt að skoða myndirnar þínar. Það er nú meira fjörið hjá ykkur að hafa þessar skemmtilegu skottur  En talandi um stelpu-boxer, þá eiga mínar stelpur nokkrar svoleiðis og vilja helst ekkert annað. Ég hef fengið þær í Debenhams og HM (en sú búð er víst ekki lengur á Íslandi) Svo eru þær náttúrulega BLEIKAR HELLO KITTY sem er ekki leiðinlegt fyrir svona skvísur  Held meira að segja að ég hafi séð svoleiðis Sollu stirðu svo það gæti leynst með í ömmudílnum.

Ohh ég væri sko alveg til í að kíkja í heimsókn í plöntusöluna og fá mér vestfirskar plöntur í safnið

Knús til þín

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 21.5.2008 kl. 20:52

18 Smámynd: G Antonia

Kvitt og fallegar kveðjur til þín og bið að þú náir þessu öllu og  komist til útlanda í byrjun júni og njótir þín þar kæra bloggvinkona. Gangi þér allt í haginn og knús í kúluna

G Antonia, 21.5.2008 kl. 21:17

19 Smámynd: Katrín

Alltaf nóg að gera á stóru heimili:) Góða ferð suður og reyndu að njóta mín kæra...þú veist hvað ég meina

Samúðarkveðjur til Jorgu 

Katrín, 21.5.2008 kl. 22:15

20 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk öll sömul, mikið eruð þið yndæl. Ég hef knúsað Jorgu og hún sendir ykkur þakkir sínar fyrir stuðninginn.  Það er gott að vita af því að fólk finnur til með manni.  Takk fyrir góðar óskir og Dísa mín, vonandi hittumst við á tónleikum hjá karlakórnum Erni 2. júní. 

Ég get sagt ykkur að ég er svooo þreytt, þetta er eiginlega bara too much.  Og ég þakka fyrir á hverjum degi að hafa fengið Jorgu til okkar.  Hún er svo góð við stelpurnar og þær hafa tekið henni svo vel.  Ég bið ykkur um að sýna mér smáþolinmæði, á þessum síðustu og verstu tímum, því mér þykir svo vænt um svörin ykkar, og finna að þið fylgist með.  Það er bara ómetanlegt.  Knús á ykkur öll inn í nóttina.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.5.2008 kl. 00:26

21 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir


Christian Glitter by www.christianglitter.com

Sæl og blessuð Ásthildur mín.

Gengur illa að rækta vinskapinn við ykkur. Alltaf eitthvað og bara hálfur mánuður í næstu læknisferð.

Skilaðu innilegri samúðarkveðju frá mér til Jorgu.

Guð blessi ykkur

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 22.5.2008 kl. 10:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband