Kúlulíf og daglegt veður.

IMG_6493Hið daglega veður og smá líf úr kúlúsúk.

IMG_6490

Tjörnin hefur alltaf sama aðdráttaraflið.

IMG_6503

Einhvernveginn hef ég á tilfinningunni að litla dýrið eigi eftir að fá sér óumbeðin sundsprett aftur LoL

IMG_6507

en það er nú öryggi að hafa stóra frænda við hliðina á sér.

IMG_6505

Afi er náttúrulega bestur.

IMG_6512

Alltaf þessir krakkar hugsar Brandur hehehe.

IMG_6514

Svo borðar maður afaskyr.

IMG_6515

Og fær sér tesopa með Jorgu.

IMG_6526

Strákar og kettir eiga ýmislegt sameiginlegt.

en svo er hið daglega veður.

Það var reglulega hlýtt í dag.

IMG_6496

Þessi er tekin í morgun, og þarna sést Ísafjarðarlognið mjög vel.

IMG_6518

Síðdegis gerði úrhellisrigningu.

IMG_6519

en það var líka sól, svo það myndaðist regnbogi.

IMG_6521

Lóðrétt rigning, eins og sjá má.

IMG_6528

En svo augnabliki seinna stytti upp.  Þannig er veðrið á Ísafirði.  Alltaf gott,, stundum aðeins betra, og svo bara allra best.

Eigið góða nótt elskurnar. Heart

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Nauðsynlegur viðkomustaður á bloggrúntinum er að koma við í Kúluhúsi hjá þér Ásthildur mín.  Kveðjur og knús á þig og þína

Sigrún Jónsdóttir, 19.5.2008 kl. 21:42

2 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Fallegt fólk og falleg náttúra, góða nótt elskulegust.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 19.5.2008 kl. 21:49

3 Smámynd: Huld S. Ringsted

Alltaf gaman að heimsækja kúluna mér datt í hug þegar þú talaðir um "afaskyr" þá kölluðu mínar dætur skyrsykurleðjuna sem  afi þeirra í Reykjavík borðaði alltaf "afaskyr"  og tala ennþá um afaskyrið með saknaðartón

Huld S. Ringsted, 19.5.2008 kl. 21:59

4 identicon

Friðsælt og gott og allt með kyrrum kjörum þar til hún pompar í tjörnina. Er sammála þér að það er meira spurning um hvenær en hvort. Sem betur fer nóg af fólki svo alltaf er einhver á ferli til að veiða mann upp.

Dísa (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 22:03

5 identicon

Það er svo notalegt að skoða myndirnar þinar.  Og þá verð ég að segja eins og er að Kubbinn og Skutulsfjörðurinn eru algjörlega mitt eftirlæti.  Þetta eru djásnin sem ég hreifst af sem barn og unglingur.  Vakti oft um nætur bara til að njota þess að horfa á þessi undur, enda útsýnið alveg stórkostlegt út um gluggann minn á þriðju hæðinni í Hafnarstræti 14.  Þú vekur yndislegar minningar með myndunum þínum,  Ásthildur mín!  Þakka fyrir hlýjar mótttökur þegar ég lít við hjá þér.  Kær kveðja.

Auður Matthíasdóttir (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 22:05

6 Smámynd: Eyrún Gísladóttir

Mér dettur alltaf í hug Eden þegar ég sé myndir teknar inn í kúluni frábært umkverfi og örugglega æðislegur staður ég sé hvað krakkarnir skemta sér vel
Knús.

Eyrún Gísladóttir, 19.5.2008 kl. 22:05

7 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Þetta er bara á við ferð vestur! Kærar þakkir og beztu kveðjur!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 19.5.2008 kl. 22:08

8 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Fallegt að vanda, hafðu það gott áfram í Kúlusúkk.

Ásdís Sigurðardóttir, 19.5.2008 kl. 22:18

9 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Það er svo mikil kyrrð í Kúluhúsinu hjá þér Ásthildur.  M.a.s. kötturinn virðist eins og bjarndýr þar sem hann teygir sig upp á borðbrúnina, þvílík teygja hjá einum ketti.  Og dásamleg ævintýraveröld sem þetta umhverfi hlýtur að vera börnunum, enda sér maður hvað öllum ömmubörnunum líður vel, hjá ömmu og afa.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 19.5.2008 kl. 22:21

10 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Það er hafið, fjöllin og fólkið sem laða mig að blogginu þínu á hverjum degi, takk og góða nótt

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 19.5.2008 kl. 22:37

11 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.5.2008 kl. 23:50

12 Smámynd: Brynja skordal

Knús og kvitt í kúluna ykkar góða nótt fallega fólk

Brynja skordal, 19.5.2008 kl. 23:52

13 Smámynd: Linda litla

Er búin að skoða síðustu færslur, það er langt síðan ég komst í tölvu og ekki víl ég missa af myndunum þínum. Þær eru alltaf svo æðislegar.

Úlfur er flottur kokkur, væri alveg til í að smakka hjá honum súpuna. Og afinn og prinsessan, flottust með höfuðskrautin, það er spurning hvort þeirra var prinssessulegri.

Hafðu það gott og takk fyrir mig.

Linda litla, 20.5.2008 kl. 01:13

14 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það er nú meiri göslagangurinn óg lífið í kringum þig Ía mín, ekki breytist það.  Hún Steina listakona og friðarpostuli vor í Danaveldi á afmæli í dag, lofaði að láta boð um það ganga.

Mig langaði svo að spyrja þig hvort einhver óbrigðul ráð þekkist til að drepa stjórnlausan kerfil, sem er allt að drepa hér á Sigló.  Væri það máske einhver önnur planta, sem vinnur á honum? Hvað heitir hann á latínu, svo maður geti nú kannski sjálfur leitað ráða með þetta?

Jón Steinar Ragnarsson, 20.5.2008 kl. 03:07

15 Smámynd: Jóhann Elíasson

Já ég held að það sé örugglega rétt hjá þér að sú stutta á eftir að fara í tjörnina, það þurfa bara allir að vera viðbúnir,  þá er allt í lagi.  Myndirnar þínar slá alltaf allt út.  Þakka þér fyrir.

Jóhann Elíasson, 20.5.2008 kl. 07:54

16 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk öll sömul.

Takk og knús á þig líka Sigrún mín.

Góðan dag Jóhanna mín.

Takk Búkolla mín.

Haha Huld alveg er ég viss um að kúlubörnin munu minnast afaskyrs lengi.

Dísa það er alveg rétt, það er spurning um hvort en ekki hvenær.  Þá er eins gott að vera á verði.

Auður mín, gaman að heyra að ég get glatt þig með myndunum mínum.  Og það verður gaman þegar þú lítur við.  Knús á þig.

Eyrún mín, þetta er minn Edensgarður.

Bestu kveðjur til þín líka Guðný Anna mín.

Já Guðlaug mín það er lognið sem er eitt aðalsérkennið hér hjá okkur.  Þegar fjöllin speglast í firðinum, ég held að ég hafi sýnt það undanfarið ár, að veðrið er oft gott hér á Ísafirði.

Takk Ásdís mín.

Takk Lilja mín.  Brandur rifnar úr monti þegar hann veit að þú líkir honum við Bjarndýr hahahaha..

Takk Hulda mín.

Knús á móti Jenný mín.

Takk Brynja mín.

Linda Úlfur er rosalega duglegur lítill drengur, og fiskisúpan hans er virkilega góð.  Takk fyrir hlý orð.

Já Jón Steinar minn, það göslast einhvernveginn hjá mér lífið hahahah...

Spánarkerfill heitir á latínu Myrrhis odorada sjá hér; http://www.floraislands.is/myrrhoodo.htm

Best er að reyna að losna við hann með því að úða hann með efni sem heitir Herbamix, það drepur ekki gras, bara tvíkímblöðunga, og virkar vel á njóla, fífla og sóleyjar.  Á þessum tíma ætti efnið líka að vinna á kerflinum, allavega minnka hann mikið.   Hann er annars algjör plága, og það er ekkert sem vinnur á honum af öðrum plöntum.  Það má líka prófa efni sem heitir ROund up.  en það drepur líka grasið, og skilur eftir plöntulausa jörð.  Bæði þessi efni virka gegnum blöðin, Herbamixið er vaxtahormón, svo það er eins gott að gefa plöntunni overdose, því annars virkar það bara eins og áburður.  Round up kemur í veg fyrir myndun einnar aminosíru í plöntunni og stöðvar lífsferlið, því tekur nokkrar vikur að koma í ljós áhrifin af notkuninni.  En sum sé þetta virkar best þegar plantan er í sem örustum vexti eða einmitt núna.

Takk fyrir hlý orð Jóhann minn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.5.2008 kl. 08:56

17 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskvitt og bestu kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 20.5.2008 kl. 13:06

18 Smámynd: Laufey B Waage

Ég elska kerfil. Skil ekki af hverju þið viljið eyða honum mínir kæru LL-félagar.

Ég elska líka lóðrétta rigningu. Alla vega ef það er þokkalega hlýtt. Bara þessi mynd af henni, vekur með mér unað. 

Laufey B Waage, 20.5.2008 kl. 14:21

19 Smámynd: Solla Guðjóns

Lang flottust eins og alltaf

Solla Guðjóns, 20.5.2008 kl. 14:41

20 Smámynd: Tiger

  Já, ég er algerlega á því að rúnturinn er ekki fullkominn fyrr en kúluhúsið er klárað. Bara yndislegt og gefandi að skoða myndirnar þínar mín kæra Ásthildur - og lesa þig. Takk fyrir mig hérna mín ljúfa og eigðu yndislegan dag!

Tiger, 20.5.2008 kl. 17:14

21 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Ég VIL fá svona kúlu. STRAX!! Frábærar myndir hjá þér eins og alltaf.

Helga Magnúsdóttir, 20.5.2008 kl. 20:07

22 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Takk fyrir þetta Ía mín. Ég ætla að reyna að koma þessu til skila til þeirra hér, sem hafa staðið í stríði við þessa óværu.  Hér eru menn víst búnir að reyna sýru og kalk og ég veit ekki hvað og hvað. Er ekki viss um að þetta hafi verið gert af nokkurri kunnáttu.

Jón Steinar Ragnarsson, 20.5.2008 kl. 21:40

23 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Kveðja til þín líka Linda mín.

Hehehe TíCí minn mér þykir vænt um að heyra þetta, þú ert sjálfur frábær.

Knús Helga mín, gengur ekki vel á Reykjalundi?

Jamm kúlur eru nauðsynlegar nú til dags, Helga Magg mín.

Já þetta stríð geysar víða skal ég segja þér, meira að segja á hinum friðsælu hornströndum Jón minn.

Takk mín kæra Jóna Ingibjörg.

         Gjörið svo vel hjörtu handa ölllum.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.5.2008 kl. 23:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband