Er þetta ekki hið besta mál ?

Smá sigur í öllu þessu virkjunarfargani.  Er ekki komin tími til að náttúran fái að njóta vafans.  Það sem eyðilagt er í svoleiðis framkvæmdum verður ekki aftur tekið.  Og alltaf minnkar ósnortið land í heiminum. 

Ég óska náttúruverndarfólki til hamingju með þennan sigur.  Þetta er áfangi, orusta sem vannst, en stríðið stendur enn. 

Mér finnst stundum eins og allt of margir vilji bara stundargróða, en sjái ekki þvílík auðævi geymast í náttúrunni og hinum ósnortnu víðernum.  Ég tók líka eftir að það var skipulagsstofnun sem sagði pass, meðan umhverfisstofnun gaf leyfi.   Fagra Ísland hvað ?

En ókey ég ætla ekki að vera með leiðindi.  Bara segja að ég er ánægð með þessa niðurstöðu, þó mér komi málið ekkert við annað en að vera íslendingur og þykja vænt um landið mitt, og trúa því að þegar fram í sækir, verði ósnortin náttúra meira virði en álver, og stóriðjur. 


mbl.is Bitruvirkjun út af borðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallfríður Jóna Jónsdóttir

Ég er alveg sammála þér.  Allt of sjaldan horft til framtíðar náttúruperlunar Íslands.

Hallfríður Jóna Jónsdóttir, 19.5.2008 kl. 17:34

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Frábært og hún Lára Hanna á hlut að máli.

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.5.2008 kl. 17:41

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Alveg frábært finnst mér.  Var að skoða síðustu færslur, afi og stelpan eru mega krútt.  Takk fyrir myndirnar, gleðigjafar að vanda.

Ásdís Sigurðardóttir, 19.5.2008 kl. 17:48

4 identicon

Húrra!!!

Dísa (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 17:51

5 identicon

Þetta er mjög gott mál, vonandi fara fleiri virkjunaráform sömu leið.

Knús vestur í hamingjukúluna

Kidda (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 18:19

6 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

ég er svo innilega sammála þér !!!

Bless í nóttina

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 19.5.2008 kl. 19:30

7 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Ísland er land þitt,  Ásthildur,  og þessvegna kemur þér það við, hvað því er gert.  Að öðru leyti er ég fullkomlega sammála þér.  - Til hamingju Ísland ! Við eigum ennþá von!

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 19.5.2008 kl. 19:35

8 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Sammála. Kominn tími til að láta landið njóta vafans.

Helga Magnúsdóttir, 19.5.2008 kl. 19:47

9 identicon

 JEIIIJ bara gott ekki að mér komi þetta neitt við heldur hehehe.

Eyrún Gísladóttire (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 19:54

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Einmitt Hallfríður mín. Ég held einhvernveginn að alltof margir hugsi bara um stundargróða.  En við þurfum að líta til lengri tíma og sjá hvað er í spilunum.  Ég hef verið víða, eins og í Danmörku og Þýskalandi, það sést varla ósnortin náttúra, maður ekur mílu eftir mílu, kílómetra eftir kílómetra og allt landslagið er manngert.  Þá hugsar maður um alla melana og móana, og skriðurnar og dalina og lautirnar og líður svo vel með að eiga land sem hefur allt upp á að bjóða.

Já einmitt Jenný mín, Sérstaklega til lukku Hanna Lára mín.

Takk Ásdís mín, hann afi er stundum dálítið bleikur hehehe

Já Dísa mín tek undir með þér HÚRRA !

Takk Kidda mín, já ég vona að þetta sé vísir að meira, svo sannarlega. Ég fæ sting í brjóstið þegar ég hugsa um Kárahnjúkavirkjun og ég verð svo reið inn í mér, og hvet náttúruvættina til að láta til sín taka.

Gott að vita Guðlaug mín.

Bless inn í nóttina líka Steina mín.

Já það var einmitt mín hugsun Lilja mín, við eigum ennþá von, sem var svo sannarlega farin að dofna, eftir yfirlýsingar og áróðurstríð Landsvirkjunnar. 

Já einmitt Helga mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.5.2008 kl. 20:05

11 Smámynd: Gunnar Páll Gunnarsson

Steina á afmæli á morgun (þriðjudag) fædd 20. 05. 1960. Láttu það ganga.

Gunni Palli kokkur.

Gunnar Páll Gunnarsson, 19.5.2008 kl. 21:02

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Vá þessi elska, ég læt það ganga takk fyrir að segja mér það.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.5.2008 kl. 21:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 2022144

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband