Ef afi hefði ekki skrifað bréfið.......

Ég sagði ykkur frá mynd sem ég hef í fórum mínum, frá henni Guðríði Þorsteinsdóttur.  Þar sem hún gefur afa mínum mynd af sér.  Falleg ung kona.

Guðríður

Þessi mynd hefur svo svifið fyrir augnskotsjónum mínum síðan, og smátt og smátt hefur það runnið upp fyrir mér, að þarna hefur ef til vill ekki munað svo miklu að ég yrði ekki til.  Hvað þá öll þessi dásamlegu barnabörn mín.

Þarna stendur nefnilega skrifað;

Þessa mynd á Hjalti C. Jónsson með rjéttu gefin af Guðríði Þorsteinsdóttur 1921.

Málið er að það hefur örugglega ekki verið neitt svona algengt að ungar konur gæfu ungum mönnum mynd af sér upp úr þurru, og heldur ekki áritaðar.  En af hverju amma geymdi hana, veit ég ekki.  Málið er að mamma mín fæddist ekki fyrr en í október 1922, svo afi hefur þess vegna getað verið á lausu þegar myndin var gefinn.  Eða jafnvel að þau hafi átt í ástarsambandi áður en amma klóaði í hann. 

Ef síðan þetta er rétt hjá mér, þá hefur nú ekki munað miklu að mamma mín hefði ekki fæðst, og síðan ef hún hefði ekki fæðst, þá hefði hún örugglega ekki hitt pabba minn á þessari pláhnetu á þessum tíma, og fætt mig, eller hur ?

Þannig að þessa mynd ber að geyma og sýna tilhlýðilega virðingu.  Ef til vill hefur amma geymt hana sem einskonar trófý hehehehe.... yfir sigruðum keppinaut.  En svona má auðvitað ekki tala um nafngreint fólk.  Ég er líka með aðra mynd af henni þar sem hún er orðin virðuleg frú með börn, svo það hefur greinilega verið vinskapur milli þessa fólks.

Konur úr djúpinu2

Aftan á henni stendur Frú Guðríður Þorsteinsdóttir Flateyri.  talan 40 og 2. kort.  Gaman ef einhver þekkir hana og börnin á myndinni.

 

Ég segi þetta nú bara til gamans, svona á góðum sunnudegi, þegar veðrið er fallegt, lóðréttur rigningarúði, svona vorkoma eins og hún best getur orðið.

Eigið góðan sunnudag mín elskuleg. Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða  Þórðar

Yndislegar myndir. Þú sömleiðis. Eigðu góðan sunnudag elsku Ásthildur.

Heiða Þórðar, 18.5.2008 kl. 14:03

2 Smámynd: Halla Rut

Það er svolítið skondið að sjá þessar gömlu myndir miðað við hvernig fólk stillir sér upp nú og svo hér áður fyrr. Á þessum gömlu myndum brosir aldrei neinn heldur eru allir með mikinn alvörusvip.

Halla Rut , 18.5.2008 kl. 14:55

3 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Skemmtilegt að pæla í þessu litla en samt svo mjög stóra ,,ef" .. Ef að spænska veikin hefði ekki komið hefði amma mín kannski ekki misst manninn sinn og gifst afa mínum!!!.. hef stundum pælt í þessu á svipuðum nótum og þú setur upp. Það eru kannski bara engar tilviljanir til.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 18.5.2008 kl. 16:20

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sömuleiðis Heiða mín.

Já segðu, það er allt tekið svo alvarlega á þessum tíma Halla mín.

Já Jóhanna, ég hef þá trú að það séu engar tilviljanir til.  En það er gaman að spá í þetta EF og hvað hefði gerst þá

Elsu Helga mín, eigu góðan tíma þar, og njóttu þess í botn að vera það og komast til heilsu.  Knús á þig.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.5.2008 kl. 16:39

5 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Það er gaman að velta svona fyrir sér um rómantíkina í gamla daga og hvað foreldrar okkar voru að bralla. Pabba var alltaf illa við Sigfús Halldórsson tónskáld því hann var að gera hosur sínar grænar fyrir mömmu um leið og hann. hehe

Helga Magnúsdóttir, 18.5.2008 kl. 17:13

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já ég held að þau hafi ekkert verið betri en við, og svo vorum við ekkert betri en okkar börn... og svo framvegis.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.5.2008 kl. 17:31

7 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Mjög skemmtilegar pælingar hjá þér - en hugsaðu þér ferðalögin á þessum árum, bara rétt á milli fjarða!  Laut Flateyrar rósin, kannski í lægra haldi fyrir einhverri sem bjó nær?

Knús í kærleikskúlu

Sigrún Jónsdóttir, 18.5.2008 kl. 18:07

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Góður punktur Sigrún hehehehe.... Knús á þig líka.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.5.2008 kl. 18:29

9 identicon

Skemmtilegar myndir og saga. Eitt er víst að hefðu hlutirnir ekki verið eins og þeir voru værum við ekki. Við erum við af því við eigum okkra foreldra en ekki aðra. Ég var einmitt í Ísfirðingamessu í dag og um það bil klukkutíma eftir að þú settir þessi orð þín á bloggið sagði séra Örn Bárður Jónsson í prédikun, "það munaði svo litlu að við værum ekki til". En ég fyrir mína parta er fegin að afi þinn og amma urðu saman og þess vegna varst þú mín elskulega. Hefði ekki viljað verða af okkar samferð í bernsku og æsku. Allt okkar líf er röð af augnablikum sem valda því að hlutirnir eru svona en ekki hinsegin. Þú ert yndisleg.

Dísa (IP-tala skráð) 18.5.2008 kl. 18:38

10 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Já, bráðskemmtilegar vangaveltur, sem við öll getum á einn eða annan hátt yljað okkur við. En náttúran er söm við sig, hagar sér sem henni bíður frá kynslóð til kynslóðar og þú mannst bara að passa þig vel Cesil mín þegar við hittumst næst, flagarar eins og ég spyrja ekkert um "aldur eða fyrri störf" haha!

Magnús Geir Guðmundsson, 18.5.2008 kl. 20:48

11 Smámynd: Tiger

Já sko, alltaf svo gaman að pæla í gömlum myndum - og sögunum á bakvið þær. Ég á endalaust mikið af eldgömlum myndum af afa og ömmu - langafa og ömmu - og langalangaafa og ömmu, og fulltaf góðum sögum með myndunum. Nú er ég búinn að setja inn upplýsingar með myndunum og er að kenna komandi kynslóðum á þær, segja þeim sögurnar og þannig - svo ekki gleymist. Það er svo leitt þegar góðar sögur eða upplýsingar gleymast eða fara með gamla fólkinu í gröfina.

Endalaust mikið og stórt knús á þig Ásthildur mín elskulegust og eigðu yndislega viku framundan.   

Tiger, 18.5.2008 kl. 21:52

12 Smámynd: Huld S. Ringsted

Gaman að svona pælingum, það eru stundum svo mörg ef í sögunni en ég er forlagatrúar svo efin hjá mér hafa litla merkingu ef út í það er farið.

Knús

Huld S. Ringsted, 18.5.2008 kl. 21:58

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Dísa mín þakka þér fyrir þessi orð.  þau svo sannarlega hitta mig beint í hjartastað.  Ég hefði heldur ekki viljað missa af þér og fólkinu þínu í Gunnarshólmanum.  Takk fyrir öll árin saman.

Hallgerður mín,  er alls ekki viss.  En hún endar greinilega á Flateyri. 

Knús á þig Gréta mín.

ÉG er hvergi smeyk minn kæri Magnús.  Ég held að við munum bara kveðast á

Það er það eina rétta TíCí minn að hugsa um komandi kynslóðir.  Og hafa sögurnar og upplýsingarnar þar sem sá sem áhuga hefur getur nálgast þær.  Þetta er dýrmæti.  Takk fyrir mig minn kæri og risaknús á þig líka.

Huld mín, ég er líka þeirrar trúar að engar tilviljanir séu til. Og vissulega hafa þessi EF sáralitla þýðingu, nema bara til að velta sér upp úr þeim og spyrja HVAÐ EF?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.5.2008 kl. 22:15

14 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Við yndislegan Ísafjörð,

ásthildur hin spaka býr.

botnaðu nú elskan!

Magnús Geir Guðmundsson, 18.5.2008 kl. 23:52

15 identicon

Gaman að þessum pælingum, en ég segi eins og fleiri það eru engar tilviljanir til um atburði sem skipta máli í lífinu. Sem betur fer ert þú og þín fjölskylda til.

Knús vestur í hamingjukúluna

Kidda (IP-tala skráð) 18.5.2008 kl. 23:52

16 Smámynd: Eyrún Gísladóttir

Mikið er ég nú glöð að amman hitti afan og þú og allir kúlubúarnir séu til annars myndi nú vanta mikið

Eyrún Gísladóttir, 19.5.2008 kl. 00:00

17 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Svona pælingar geta verið svo skemmtilegar. Við systir mín vorum einmitt í dag, að skoða svona gamlar myndir og velta upp gömlum sögubrotum og reyna að púsla saman sögum hjá okkar forfeðrum. Stórt ættarmót í uppsiglingu, þá er svo gaman að pæla í sögum frá löngu liðnum og á stundum allt öðru vísi tímum. Fólkið auðvitað "eins" en tímarnir öðruvísi, meira lagt uppúr að hafa bara í sig og á. Ekki alltaf verið að spá í of mikla "tilfinningasemi" margir örugglega bara kyngt og þagað.  .... það var fyrir tíma bloggsins ... haha

Skemmtilegt Ásthildur,

blómabros vestur til þín og þinna

Ragnhildur Jónsdóttir, 19.5.2008 kl. 00:10

18 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já Kidda mín ég er sko feginn

Já Eyrún mín sem betur fer.

Blómabros til þín líka Ragnhildur mín, og já það er virkilega gaman að spekulera í gömlum tímum og lífi fólksins sem þá lifði.

Við yndislegan Ísafjörð

Ásthildur hin spaka býr.

Vel er hún af Guði gjörð

gamla brýnið ljúf og hýr. hehehehehehehe

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.5.2008 kl. 00:31

19 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Magnús karlinn glaður er.

gæfu ríkrar nýtur.   og koma svo !

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.5.2008 kl. 00:32

20 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nei aftur kalla þetta. 

Gumin Magnús glaður er

gæfu ríkrar nýtur.  Þetta blífur.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.5.2008 kl. 00:33

21 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Fínn botn góða frú Cesil, var sjálfur búin að botna svipað.

Við yndislegan Ísafjörð,

Ásthildur hin spaka býr.

Þar elur börn og yrkir jörð,

einstök kona já og hýr!

En svo var það ég sja´lfur.

Guminn magnús glaður er,

gæfu ríkrar nýtur.

Vífið Cesil hann jú hér,

hýru auga lítur!

Magnús Geir Guðmundsson, 19.5.2008 kl. 01:03

22 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Hefurðu prufað að fletta nafninu hennar upp í Íslendingabók? - Gæti verið náfrænka, eða uppeldissystir afa þíns, sem dæmi.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 19.5.2008 kl. 01:19

23 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Skemmtilegar pælingar með þetta "ef" Þetta litla orð hefur stóra merkingu. En það er eins gott að þú ert, því ef ekki, þá væri ég ekki eins og ég er.

Knús í kúluna

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 19.5.2008 kl. 01:28

24 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Guðborg Eyjólfsdóttir, 19.5.2008 kl. 06:41

25 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Góður Magnús minn

Lilja Lilja Lilja, það er bannað að skemma góða sögu

Takk elsku Sigrún mín.  Þú er yndisleg manneskja

Knús á þig Guðborg mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.5.2008 kl. 09:10

26 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já ætli þessar gömlu myndir séu ekki bestu heimildirnar um fólk hér áður og fyrr ?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.5.2008 kl. 10:59

27 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

...er búin að vera 6 vikur á spitala , en var að sjá að Viðar minn á að vera "rasisti"...eg skrifaði honum...

...ég er í smá sjokki yfir að Viðar minn eigi að vera "rasisti"...í guðana bænum stoppum og hugsum, Viðar hefur verið að hvetja til umræðna á áhrifaríkan hátt, en ekki vera svo viðkvæm að þessi mál megi ekki ræða? Ég veit allt um grundvöll mála Viðars og er honum innilega sammála um að þau þurfi að ræða. Er ekki alltaf sammála Viðari, en það er ekki grunndvöllur LÝÐRÆÐIS...að vera alltaf sammála!..það er grundvöllur kommunisma og nasisma!...að verða að vera alltaf sammála!

Viðar vill ræða málin og ég líka og vitna í föður minn, innflytjantann 1959 ...."ekki taka fleiri inn í landið heldur en eru velkomnir á hverjum tíma"!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 19.5.2008 kl. 19:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband