Smá.... nei megakrúttfærsla.

Já þetta er svona smá krúttfærsla.  Þessi dagur er búinn að vera góður, við Elli gátum unnið heilmikið upp í garðplöntustöð.  Jorga og Hanna Sól fóru í sund, en Úlfur gætti að Ásthildi sem svaf sinn dagsblund, þó hún ætlaði aldrei að sofna, þó vaknaði hún kl. hálf sjö í morgunn, og sofnaði ekki eftir það fyrr en um tvö leitið.

17.maí.08b 032

Þetta er ef til vill svona týpiskur laugardagur í kúlunni.

17.maí.08b 033

Hver að dútla við sitt og svona.

17.maí.08b 034

Og við hjálpumst að við að bjarga býflugunum upp úr tjörninni, og núna líka geitungadrottningunum.

17.maí.08b 035

Já þær eru svo vinalegar og mikil krútt.

17.maí.08b 042

eins og sjá má.  svolítið blautar eftir volkið í tjörninni, en svo glaðar að vera bjargað og komast á þurrt.

17.maí.08b 039

Amma ég bjarga þessari ég kann það alveg.

17.maí.08b 046

Svo tekur Úlfur smá sving með golfkylfurnar og kennir litlu frænku sinni hvernig á að bera sig að.

17.maí.08b 047

Meðan litli götulistamaðurinn fremur sínar gjörningar af miklum áhuga.

17.maí.08b 050

Það má ekki á milli sjá hvort þeirra er flottara, ég get svo svarið það.LoL

17.maí.08b 051

Þau eru bara flottust.

17.maí.08b 055

Svo þarf að telja flétturnar hennar Jorgu.

17.maí.08b 057

Og Úlfur leggur síðustu hönd á plóginn með súpuna, þ.e. hvítlauksbrauðið.  Þetta sá hann algjörlega um sjálfur, og þvílíkt góð sjávarréttasúpa hjá honum.

17.maí.08b 058

Amma, Ásthildur er búin að setja á gólfið svona hvítt duft.

Ha, segir amma, á kafi að horfa á inspecktor Barnaby.

Já hún er búin að setja það á gólfið... Ég gerri ekki neitt !

Ókey, amma enn að horfa á Barnaby.

Já en hún er búin að setja það út um allt.

ÚBBS !

Það var kartöflumjöl... jamms út um allt... En ókey, Barnaby varð að leysa gátuna og ekki gat ég svikið hann og hlaupist á brott. LoL

17.maí.08b 061

Það lá við að ég dæi úr hlátri, þegar ég sá hvers kyns var.  Og litla stýrið útötuð í kartöflmjöli, frá toppi til táar. 

Vonandi fáið þið líka smá gleðihlátur yfir þessum yndislegu myndum.  Ég allavega skemmti mér svo vel yfir þessum elskum mínum öllum. Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Ásthildur mín.

Ertu ekki farin að huga að bók um Familíuna. Ég skal gefa þér heitið á bókina.

Kallaðu hana  " Ásthildur og Kúlubúarnir".

Megasala í þeirri bók.

Kær kveðja.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 18.5.2008 kl. 04:11

2 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Góðan dag  .. þetta eru nú meiri krúttin í kúlunni!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 18.5.2008 kl. 07:10

3 Smámynd: Helga skjol

Meiri krúttinn sem búa í kúluni þinni og já ég hló líka.

Eigið góðan sunnudag

Helga skjol, 18.5.2008 kl. 08:30

4 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Hhahahahahahahaha,Ásthildur,það er örugglega megagaman fyrir krakkana að búa í kúlunni þinni,og er 100% sammála Þórarni varðandi bókina.

Magnús Paul Korntop, 18.5.2008 kl. 08:59

5 Smámynd: Huld S. Ringsted

Huld S. Ringsted, 18.5.2008 kl. 11:00

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk öll sömul, ég er að fra upp á lóð að vinna, Ásthildur litla sefur, svo nú er lag að láta hendur standa fram úr ermum. Þið eru ljós og birta fyrir mig, með kommentin ykkar hjörtun og brosin.  Takk fyrir þau öll.

Þói og Magnús, aldrei að vita með bók hehehehe... Það yrði þá einskonar myndaalbúm.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.5.2008 kl. 13:04

7 Smámynd: Laufey B Waage

Barnaby er líka í miklu uppáhaldi hjá mér. Hann var ekki í sjónvarpinu mínu í gær. Áttu DVD með honum eða?

Elli flottur með bleika skrautið .

Laufey B Waage, 18.5.2008 kl. 13:08

8 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

kúlukrútt

Hólmdís Hjartardóttir, 18.5.2008 kl. 13:22

9 Smámynd: Solla Guðjóns

Já þetta er sko megamega krúttlegt kúlulíf......afi bleiki alveg að gera sig.

Solla Guðjóns, 18.5.2008 kl. 14:00

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Laufey mér finnst hann alveg meiri háttar hann Barnaby og fjölskyldan hehehe...

Takk Hólmdís mín.

Já finnst þér hann afi Bleiki ekki sætur.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.5.2008 kl. 16:41

11 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl Ásthildur mín.

Gaman af þessum myndum. Líf og fjör í Kúlusukk.

Afi er svaka flottur með höfuðfatið. Flottur kokkur, litla Ásthildur flott, ætli hún hafi haldið að þetta væri andlitsmaski. Svo er Hanna Sól  kjörkuð að vera með þetta ógeð á hendinni á sér. Þyrfti að borga mér mikið til þess.

Guðs blessun.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 18.5.2008 kl. 22:53

12 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Mikið ertu rík að eiga öll þessu fallegu börn. Hanna Sól er nú alveg örugglega fædd prinsessa. Ásthildur er náttúrulega vön að "baða sig" upp úr kartöflumjöli, hehe, ekkert smá flottur grallari. Og flottur kokkurinn með fiskisúpuna, mmm, maður finnur bragðið af henni

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 19.5.2008 kl. 01:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 5
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 2022149

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband