Ömmurnar úr djúpinu og fleiri gamlar myndir.

Ég hitti marga daglega sem segjast lesa bloggið mitt, og sérstaklega skoða myndirnar.  Ömmumyndin sló í gegn, þar sem margir hafa spáð í hvaða konur þetta eru.  Ég lofaði einnii konu sem ég hitti á tónleikunum að stækka hverja og eina þannig að andlit þeirra kæmu betur í ljós.

Hér kemur svo árangurinn af því.

Ég kalla þær konur út Djúpinu.

Ömmur fyrr og nú2

Ömmur fyrr og nú3

Ömmur fyrr og nú4

Ömmur fyrr og nú5

Ömmur fyrr og nú6

Ömmur fyrr og nú7

Ömmur fyrr og nú8

Vona að einhver þekki þær betur núna, ég fékk nokkur nöfn í gestabókina, en þið megið alveg svara ef þið þekkið þessar flottu konur.

 

Hér eru svo fleiri.

Hjörtur 21 árs, Gauja19 ára

Þessi eru með nöfn og kennitölu.

Hjörtur 21 árs

og Gauja 19 ára.

Kona ur djúpinu2

Hef ekki nafnið á þessari fallegu konu.

Konur úr djúpinu3

Ekki heldur þessari, en platan hlytur að vera geymd.

Konur úr djúpinu4

Hér sést hún aðeins betur.

Konur úr djúpinu9

Enn ein nafnlaus.

Konur úr djúpinu10

Þetta gæti verið hún Lilla frá Laugalandi.  Heiðrós Þórðardóttir.

En ég læt Simsonkenninguna fylgja, vegna þess að sá maður var snillingur, bæði mikill listamaður, akropatik, skógrækarmaður og ljósmyndari.

Njótið mín ágætu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Mikið er gaman af þessum myndum. Ég held þessa síðasta mynd sé af frænku minni, ég hef séð hana  áður á mynd sem pabbi minn átti. Takk fyrir þetta elsku Ásthildur mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 16.5.2008 kl. 21:31

2 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Og bestu óskir um yndislega góða helgi

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 16.5.2008 kl. 23:28

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæl Cesil.

Gaman að þessum myndum.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 17.5.2008 kl. 00:33

4 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

blessi þig

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 17.5.2008 kl. 07:37

5 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Gaman af svona gömlum myndum.

Móðuramma mín var fædd á Rauðasandi en fluttist 16 ára gömul suður, ég hef ekki enn komið á Rauðasand, ætti sjálf sagt að skammast mín fyrir það en ég bæti fyrir það fljótlega

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 17.5.2008 kl. 08:24

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já formæður okkar voru glæsilegar konur.  Og sterkar. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.5.2008 kl. 08:45

7 identicon

Sæl Ásthildur.

Konan mynd nr.3.

Ég er að renna blint í sjóinn en mér finnst þessi myndarlega kona líkjast  ÖMMU  hans Magnúsar Reynis Guðm.Minnir að hún hafi unnið á sjúkrahúsinu í den.

Eða var þetta fyrir hennar tíma?

Bless í bili.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 17.5.2008 kl. 09:06

8 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Skemmtilegar þessar gömlu myndir. Ég á eina gamla mynd af konu sem ég held mikið upp á. Það er myndin af afasystur minni sem ég er skírð í höfuðið á, henni Jóhönnu Magnúsdóttur, en hún dó 17 ára úr berklum. Myndin hangir hér upp á vegg hjá mér í ramma. Betri helmingurinn var einmitt að benda mér á að skrifa nafnið hennar aftan á myndina og smá sögu. Ég var hálfhneyksluð og svaraði ,,ÉG veit alveg hver þetta er" .... en um leið og ég hafði sleppt orðinu gerði ég mér grein fyrir því að ÉG verð ekki alltaf til staðar til að segja frá og tek því ábendingunni.

Þessar myndir þínar eru ágætis áminning einmitt um að skrifa aftan á myndir af hverjum þær eru, það er svo gaman að þekkja til.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 17.5.2008 kl. 10:05

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þói hún líkist Hrefnu, en ég held samt að það sé ekki hún.  Þessar konur eru úr Ísafjarðardjúpi, frá Vonarlandi og Laugalandi og Ármúla, að því að ég hef heyrt. 

Einmitt Jóhanna mín, það er gott að hafa skrifað aftan á myndirnar, eins og þessi sem nöfnin þeirra eru skrifuð aftan á og aldurinn.  Hefði mátt vera nánara samt.  Svo er ein sem ég á eftir að birta þar stendur; Þessa mynd á Hjalti Jónsson með rjéttu gefin af Guðríði Þorsteinsdóttur árið 1921.  En Hjalti Jónsson er afi minn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.5.2008 kl. 10:13

10 Smámynd: Huld S. Ringsted

Gaman að svona gömlum myndum.

Knús vestur Ásthildur mín

Huld S. Ringsted, 17.5.2008 kl. 12:18

11 identicon

Sæl Ásthildur mín.

held mig þekkja RÓSU mína frá

ÁRMÚLA mynd 4

kv Gugga

GUGGA (IP-tala skráð) 17.5.2008 kl. 16:30

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir þetta Gugga mín.  Ég held að þetta sér rétt hjá þér með Rósu.

 Ég hef fengið nokkur svör, set þau hér inn og vil þakka ykkur fyrir að bregðast við og gefa þeim réttu nöfnin.

Sæl Ásthildur. Ég var að skoða myndina af ömmunum og fæ ekki betur séð en þarna séu konur úr Djúpinu, Rósa á Ármúla Sigga á Vonarlandi og ég er ekki viss hvort það er amma þín þarna líka. Ég man eftir þeim öllum. Hinar þekki ég ekki. Kveðja Jóna marvinsdóttir Jóna Marvinsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 11. maí 2008 

Alltaf gaman af svona myndum.

Sæl Ásthildur. Ég held að fyrsta myndin geti verið af Jensínu Arnfinnsdóttur, - móðir Guðmundar á Melgraseyri. þriðja myndin er af ömmu minni Helgu Maríu Jónsdóttur, sú fjórða gæti verið af Rósu á Ármúla, fimmta myndir er Sigríður Samúelsdóttir á Vonarlandi, sjötta er Dísa frænka okkar - Vigdís Jónsdóttir. Aftur á móti held ég alls ekki að þetta sé Lilla á síðustu myndin. B. kv. Jóhanna Halldórsdóttir (frá Laugalandi.

Jóhanna Halldórsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), lau. 17. maí 2008

Takk fyrir þessar upplýsingar Jóhanna.  Þetta er ef til vill ekki Lilla, en mér finnst svipurinn vera af afaættinni minni.

Ég man eftir Dísu frænku.  Ég heimsótti hana til Reykjavíkur, held að hún hafi búið á Njarðargötunni, eða þar um kring.

En já það er gaman að þessu.

Bestu kveðjur til þín líka Huld mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.5.2008 kl. 17:10

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Annars koma hér upplýsingar um hana.

Mikið er gaman af þessum myndum. Ég held þessa síðasta mynd sé af frænku minni, ég hef séð hana  áður á mynd sem pabbi minn átti. Takk fyrir þetta elsku Ásthildur mín. Katla.  Svo er spurning um nafnið á henni.  Þú veist þá svarið Katla mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.5.2008 kl. 17:13

14 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl Ásthildur mín.

Ég þekki enga en kannski Guðbjörg frænka myndi þekkja einhverja af þessum myndarkonum. Veit ekki hvort hún er komin frá Danmörku. Dugnaðarkona 89 ára að fara að hitta ömmubörn og maka þeirra  + langömmubörn.

Góða helgi.

Guð blessi ykkur og varðveiti.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 17.5.2008 kl. 17:31

15 identicon

Þói var að tala um að konan á þriðju myndinni líktist ömmu Magnúsar Reynis, ég held myndin sé ekki af henni, en hann hefur rétt fyrir sér að hún vann á sjúkrahúsinu og hét Guðný Sveinsdóttir og var móðir Hrefnu sem aftur var móðir Magnúsar Reynis. Guðný var yndisleg kona sem ætlaði að taka á móti mér þegar ég fæddist, en missti af því hún fór til að skipta um slopp og ég fæddist á meðan. Við unnum saman sextán árum síðar og þá grínaðist hún með að pjattið hefði þarna haft af sér, hefði hún vitað að ég ætti eftir að vinna í einum af bláu kjólunum hefði hún ekki skipt í hvítan.

Frábært framtak hjá þér.

Dísa (IP-tala skráð) 17.5.2008 kl. 18:34

16 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Rósa mín, það væri gaman ef Guðbjörg myndi þekkja einhverja af þessum hressilegu konum.

Takk fyrir að leiðrétta mig Dísa mín, auðvitað var amma hans Magnúsar Guðný Sveinsdóttir, en mamma Hrefna Magnúsdóttir, systir Jóns Magnússonar föður Hreins Þ. Jónssonar.

Já ég skil að henni hafi fundist þetta pjatt í sér.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.5.2008 kl. 19:17

17 identicon

Ekki alveg rétt, Guðný var ekki móðir Jóns Magnússonar þótt hún héti líka Guðný, heldur tengdamóðir, móðir Margrétar Magnúsdóttur móður Hreins.

Það má nú æra óstöðugan að hafa tvær Guðnýjar og tvo Magnúsa í sömu fjölskyldu. En við munum Jón og Möggu á Seljalandi.

Dísa (IP-tala skráð) 17.5.2008 kl. 19:30

18 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Dísa mín hvar væri ég ef ég hefði þig ekki.

En hún Setta (Sesselja) Þórðar vinkona mín úr Súðavík, hringi í mig núna rétt áðan, og sagði mér að kona númer 2 héti Dagbjört Kristjánsdóttir frá Skálavík.  Hún var algjör ljúflingur og yndælasta kona sem ég hef kynnst, sagði Setta.  Dagga tók á móti fullt af börnum, og þar á meðal honum Ara Sigurjóns frá Keldum, bætti hún við.  Þá er komið nafnið á hana.  Dó á Hrafnistu, en tók að sér að ala upp dreng systur sinnar, Inga Hermannsson.  Sem er bróðir hennar Fjólu, sem ég lofaði að stækka myndirnar fyrir, svona er heimurinn lítill.

Hún sagði síðan að hún héldi að konan sem er síðust á ömmumyndinni væri kona Guðmundar vinar míns og flokksbróður Hagalínssonar.  Það væri gaman að vita hvort einhver þekki hana, en ég ætla að spyrja Guðmund, næst þegar ég næ á hann.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.5.2008 kl. 22:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 8
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 2022152

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband