16.5.2008 | 01:19
Dagurinn í dag.
Ég ætla að svara mínum elskulegu bloggvinum á morgun við þeirra svörum. En ætla að koma að smámyndum af hversdagsleikanum hér í kúlunni á blað með myndum.
Svona byrjar morguninn i Kúlunni þessa dagana.
Svo seinnipartinn þá er kvöldmatur í gær var Lasanja og Ásthildi fannst það rosalega gott.
Þið sem reykið, það er ýmislegt að varast þegar smáfólkið á í hlut. Svona stubbar geta drepið lítil börn. Sem betur fer var haft gott auga með Ásthildi í þessu tilliti, af sinni ömmu.
Hér kemur garðyrkumaðurinn upp í henni. Alleg eins og amma sín.
Tvær flottar saman, önnur étur tómat, hin gerir sér bolta að góðu
Geturðu lánað mér smá pening spurði óperan mín í dag. Ég hef verið hér í hálfan mánuð og ekkert farið út að versla.
Já sagði ég, hvað þarftu mikið ?
Mig langar bara til að versla smá fyrir stelpurnar, sagði þessi yndislega stúlka. Er þessi Bónus eitthvað svoleiðis,
Já sagði ég, og svo er auðvitað Samkaup hér lika.
Og þær fóru allar þrjár saman að versla.
Allt var rosaflott og skrautlegt.
Hér má sjá flotta hluti sem eru augnakonfekt fyrir litlar stúlkur.
Ýmislegt brallað hjá þessum þremur.
Afi líka áhugasamur um dýrðina.
Sumir eru einfaldlega bara flottar prinsessur, sama hvað á dynur.
svo eru aðrir ákveðnir einstaklingar, sem ætla sér stóra hluti í lífinu, og eru ekki sáttir ef það tekst ekki.
Jamm maður skal sko lyfta þessu flykki, þó það verði manns síðasta
Hér brosir svo Mansjúríu rósin mín við okkur öllum og minnir okkur á hörmungarnar í Kína.
svona flott var veðrið í gær, og svo hlýtt líka.
Svona var það aftur á móti í dag, en líka hlýtt veður. Hér sjáið þið hve snjórinn hefur hopað.
En nú er komin tími á mig í holuna mína. Það sem er frábærast í þessu öllu er að stúlkurnar mínar þær litlu og sú stóra ná saman, þrátt fyrir tungumálaerfiðleika. Eða þær tala ekki sama tungumál. AÐ vísu tók ég eftir í dag, að Jorga og Hanna Sól ná aðeins saman á þýskunni. En í fyrradag, þá komust þær að samkomulagi um að fara saman í sund daginn eftir.... EF Hanna Sól yrði stillt og góð. Það stóðst svo. Þannig að þær geta alveg náð saman um hluti, þó tungumálið sé ef til vill ekki alveg upp á það besta. Sú litla talar auðvitað ekki neitt, en þar blívur táknmálið og líkamstjáninginn. Aðal málið er að þær ná svo vel saman allar þrjár. Og ég má til að segja það.... þó ég ætti ef til vill ekki að gera það. En mín elskulega ópera komst að því í dag að hún á von á barni.... það blómstrar nefnilega allt hér í kúlunni.
Ég segi nú bara góða nótt.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 4
- Sl. sólarhring: 12
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 2022156
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Manni finnst maður vera farinn að þekkja alla þína fjölskyldu svo yndislegar eru alltaf myndirnar þínar og þú ert einstök að deila með okkur lífinu í kúluni.
Knús á þig og þína mín kæra.
Helga skjol, 16.5.2008 kl. 06:03
Gott að óperan er að virka vel og það besta að litlu stelpurnar eru ánægðar. Það er gaman að þeirri stuttu, sú er góð.
Jóhann Elíasson, 16.5.2008 kl. 08:02
Knús á þig til baka Helga mín.
Það er auðvitað það sem er Búkolla mín.
Já hún er svo sannarlega að virka. Já hehe hún er rosaleg hún nafna mín, kröftur stelpa.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.5.2008 kl. 08:47
Verður þá peran með kúlu í kúlunni? Engin horn í þessari fjölskyldu!
Þ
Þórdís Einarsdóttir, 16.5.2008 kl. 09:04
Ekki nema amman fær stundum horn og hala.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.5.2008 kl. 09:07
Ásthildur yngri er brjálæðislega fyndið barn. Svipbrigðin eru ótrúleg. Hanna Sól er meiri dama. Hehe.
Ég á ekki orð yfir þessari yndislegu konu sem þú hefur til að hjálpa þér Ásthildur
Jenný Anna Baldursdóttir, 16.5.2008 kl. 09:11
Já hún er svo sannarlega gull hún Jorgíta mín. Hehehe Ásthildur er frábærlega skemmtilegt barn, og þær reyndar báðar, bara svo ólíkar.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.5.2008 kl. 09:58
Alltaf líf og fjör í kring um þig, það vantar ekki. Góða helgi mín kæra.
Laufey B Waage, 16.5.2008 kl. 10:18
Fallegar myndir hjá þér ávalt elsku Ásthildur mín og takk fyrir mig.
Kristín Katla Árnadóttir, 16.5.2008 kl. 13:41
Tek undir með Hallgerði, alltaf jafn ljúft og gott að koma við hjá þér Ásthildur mín
Sigrún Jónsdóttir, 16.5.2008 kl. 15:52
alltaf yndislegt að sjá lífið þitt, stundum er það eins og vera gluggagæjir.
blessi þig á fallegu föstudagskvöldi
steinaSteinunn Helga Sigurðardóttir, 16.5.2008 kl. 17:09
Það kemur kúla á flest í Kúlunni. Sumir fá kúlu á höfuðið og aðrir um mittið. En það er flest rúnnað hjá þér nema litla nafna þegar hlutirnir ganga ekki upp eins og englar sem eru fastir við gólfið. Hvaðan skyldi hún hafa þetta??? . Rámar í að stundum hafi komið kantar þegar á móti blés í gamla. En svo þroskumst við. Hitti saumó í gær hjá Þurý og við getum varla beðið hausts.
Dísa (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 17:28
Góða helgi sömuleiðis Laufey mín.
Knús á þig líka Katla mín.
Takk Hallgerður mín.
Takk Sigrún mín.
Nei ekki gluggagægir Steina mín heldur gestur.
Hahahaha jamm, það komu stundum kantar þá Dísa mín. Gaman að heyra bið að heilsa Þyrí.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.5.2008 kl. 19:06
Yndislegar barnamyndirnar þínar, góðar helgaróskir til allra kúlubúa ...
Maddý (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 19:48
knúserí á þig inn í helgina Ásthildur mín. Er bara á handahlaupum yfir blogghringinn og kíki betur um helgina. Yndislegar myndir hjá þér eins og alltaf, love them ...
Tiger, 16.5.2008 kl. 20:11
Takk Maddý mín.
Skil þig TíCí minn flottur að líta aðeins við. Sömuleiðis njóttu þín yfir helgina.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.5.2008 kl. 20:27
Já, æji, já.
Steingrímur Helgason, 16.5.2008 kl. 20:27
Sæl og blessuð Ásthildur mín.
Svipað útlit hér í fjöllunum og á Ísafirði. Græni sófinn var hann keyptur í Línunni og hægt að nota hann sem svefnsófa?
Alltaf sama fjörið í kringum þig og börnin eru dásamleg.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 16.5.2008 kl. 20:42
Rósa mín græni sófinn er sérsmíðaður hornsófi inn í sjónvarpsholið mitt. Nei það er ekki hægt að nota hann fyrri svefnsófa, en það eru ýmsir sem leggja sig í hann samt, bæði fyrir framan sjónvarpið og svo í hádeginu. Takk mín kæra.
Jamm Steingrímur minn.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.5.2008 kl. 22:00
Sæl aftur.
Hann minnti mig svo á sófann hér uppi hjá mér. Það hefði verið fyndin tilviljun hefðum við keypt alveg eins sófa.
Góða helgi og Guðs blessun.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 16.5.2008 kl. 22:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.