Stórhljómsveitin í Edinborgarhúsinu.

Já ég fór á tónleika með Írisi Kramer og stórsveitinni hennar í gær.  Það var virkilega gaman, ég kom út betri manneskja með gleði í sinni, eftir þessa músikveislu.

IMG_6341

Upphitun, þau voru smeyk um að ekki myndu koma margir, því það var ekki vel auglýst.  En meðan þau voru að koma sér fyrir, fylltist salurinn af fólki, og það þurfti að bæta við helling af stólum.  Sannarlega gleðileg óvænt ánægja.

IMG_6346

Fyrst kom fram jazzband Írisar, Smári, Valdimar og Halldór, á trommurnar var Tumi, þeir voru allir frábærir.  Ég hef fylgst með þessum strákum gegnum tíðina, Halldór og Valdimar hafa spilað mikið saman, og eru hreinlega frábærir músikantar, Smára hefur farið gífurlega fram á saxofóninn, hann brilleraði í gær í inproviseringum.  Sannarlega talent þar á ferð, eins og hinir.  Tumi er líka flottur á trommurnar.

IMG_6347

Smári slær í gegn á saxofóninn.

IMG_6349

Halldór á flygilinn einn af mínum uppáhalds. Sama hvort það er klassik, jazz eða rokk.

IMG_6348

Þarna sjást líka Valdimar á bassann, líka á kontrabassa og Tumi trommari.

IMG_6357

Ingunn Ósk Sturludóttir söngkona tók svo 2 lög með þeim, All of me og Cry me a river, bæði mín uppáhaldslög.

IMG_6359

Íris Kramer ekkert smáflott á trompetinn. 

IMG_6364

Ylfa Mist tók tvö lög með stórsveitinni, Over the rainbow, og Fly me to the moon.  Hún var frábær líka, söngurinn lá mjög lágt, svo það hefur ekki verið auðvelt að ná krafti í sönginn, en henni tókst það svo sannarlega.

IMG_6369

Mín með tilþrifum.

IMG_6384

Afi og amma ekkert smástolt.  Villi Valli hefur aldeilis verið liðtækur á Saxofón, harmonikku og píanó, og bara hvaða hljóðfæri sem er.  Hann er hættur að spila, en er að gefa út hljómdisk.  Ég hlakka til að kaupa hann.  Ég á fyrri diskinn hans og hann er aldeilis frábær.

IMG_6344

Hér er ein frábær söngkona líka Guðrún Jónsdóttir sópran, ég spurði hana hvort hún væri hætt að syngja, nei nei, en núna syng ég aðallega fyrir börnin mín, sagði hún. 

IMG_6345

Salurinn var fullur af fólki, og þurfti að bæta við stólum. 

IMG_6373

Frábær aldilis.  Ekki oft sem maður fær að njóta svona tónleika hér.  Og þvílíkt gott að eiga þessa frábæru tónlisamenn hér.  Ég vona að strákarnir okkar komi aftur heim, eftir skóla fyrir sunnan.  Við megum ekki missa þá í burtu alveg.

Ég segi bara takk fyrir mig.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þið eruð svo miklir menningarfrömuðir fyrir vestan.  Flott upp til hópa.

Jenný Anna Baldursdóttir, 14.5.2008 kl. 22:42

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Það hefur aldeilis verið gaman hjá ykkur

Sigrún Jónsdóttir, 14.5.2008 kl. 22:46

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Það hefur verið þétt setinn bekkurinn sé ég.  Aldeilis gaman hjá ykkur fyrir vestan.

Ásdís Sigurðardóttir, 14.5.2008 kl. 22:47

4 Smámynd: Laufey B Waage

Já nú hefði verið gaman að vera fyrir vestan. Takk fyrir myndasýninguna.

Laufey B Waage, 14.5.2008 kl. 23:07

5 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Það hefur aldeilis verið gaman á þessum tónleikumknús á þig elsku Ásdís mín og bestu kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 14.5.2008 kl. 23:10

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Jenný mín.  Ísafjörður er risarisamenningarbær.

Já Sigrún mín, þar var mjög gaman hjá okkur.

Það var troðfullt Ásdís mín.

Laufey, þú hefðir notið þess að sjá stelpuna syngja, þvílík innlifun hjá henni.

Jú þetta var frábært Helga mín góða nótt á þig líka.

Knús á þig á móti Linda mín.

Takk öll

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.5.2008 kl. 23:19

7 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Ég ELSKA ÞESSAR MYNDIR þínar, Ásthildur mín! Stundum þekki ég meira að segja gamla nemendur á myndunum, sem er æðislegt. Þetta voru sko frábærustu og kröftugustu krakkar í heimi og ég gleymi aldrei fyrst þegar ég fór upp á Dal og sá 2ja ára krakkana skjótast niður fjallið á skíðum eins og þau hefðu æft sig í 2 ár...  Takk.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 15.5.2008 kl. 03:24

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Helga Guðrún mín, mín er ánægjan.  Já þau eru sum hver eins og fædd á skiðum þessar elskur. 

Já það er alveg satt, Guðlaug mín.  Fann það svo vel í gær.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.5.2008 kl. 08:38

9 Smámynd: Þórdís Einarsdóttir

Rosalega hefði ég viljað vera þarna. Þetta hlýtur að hafa verið rrrrosalega gaman.

Kveðja

Þ 

Þórdís Einarsdóttir, 15.5.2008 kl. 09:08

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sara mín ég meinti auðvitað að hann er hættur að spila með lúðrasveitinni og stórsveitinni.  Auðvitað hættir hann ekki að spila, þó það nú væri. Það er spennandi að heyra, Ylfa Mist er hörkusöngkona.  Ég hlakka til að heyra plötuna hans pabba þíns.

Já Þórdís, þú hefðir haft gaman að þessu, og já það var yndislegt, er eiginlega rétta orðið yfir það. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.5.2008 kl. 09:32

11 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Flottar myndir að venju :)

Vantar smá ráð hjá þér. Er með Cyprus úti á tröppum sem kemur ekki svo vel undan vetri. Hann er allur gulur nema rétt neðst. Veistu hvernig ég get blásið í hann lífi á ný?

Hrönn Sigurðardóttir, 15.5.2008 kl. 11:25

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hrönn mín er hann bara gulur eða er hann þurr, ef hann er gulur en sprotarnir með vatnsbúskapinn í lagi, þá tekur hann við sér.  Ef hann er þurr og brothættur í endana, þá verður að klippa hann, þangað til þú kemur niður á heilan vef.  Hann gæti þá orðið snubbóttur, en fljótari að ná sér.  Ef þú kroppar aðeins í börkin, þá er hann grænn undir börknum, þar sem heill vefur er.  Svo skaltu bara passa að vökva hann ekki of mikið, frekar úða hann með vatni, og gefa honum áburð.  Til dæmis glæðir sem er þaraáburður. 

Vona að þér gangi vel með cyprusinn. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.5.2008 kl. 12:01

13 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

ok - takk

Hrönn Sigurðardóttir, 15.5.2008 kl. 12:08

14 identicon

Sæl Ásthildur.

Þetta hefur verið heilmikið gaman,kannski sér maður eitthvað svona að heiman í framtíðinni. Það var gaman að sjá  hinn eina og sanna  Villa Valla og Frú Guðnýu.

Heyrumst.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 13:33

15 Smámynd: Tiger

  Jæja mín yndislega Ásthildur. Þá er ég búinn að renna yfir færslurnar þínar sem ég var ekki búinn með. Var í smá pásu vegna anna og veðurs, en er kominn á flakk aftur og mun núna aftur njóta þess að kíkja á þig og æðislegu myndirnar þínar frá lífinu í Vestfjarðaríki. Aldrei lognmolla í kringum þig greinilega, ekkert frekar en fyrri daginn. Kær kveðja elskulegust í þetta sinn og þar til í næstu færslu.. knús á þig mín kæra!

Tiger, 15.5.2008 kl. 14:46

16 identicon

Frábært. Ég segi eins og Þói, gaman að sjá Villa Valla og Guðnýju. Líka rosalega gaman að sjá tónlistarfólkið, það sést hvað þau nutu sín. Áfram í tónlistinni ísfirðingar á öllum sviðum. . Takk fyrir að leyfa okkur hinum að fylgjast með Íja mín. Alltaf yndisleg.

Dísa (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 15:10

17 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Verð að athuga með þessa plötu Villa VAlla, á einmitt skífu með honum.

Og fyrst óperusöngkonan Ingunn er nefnd, þá minnist ég þess, að hún söng geysilega vel á tónleikum með Bergþóri Páls, sem var útvarpað m.a. You 'll never Walk Alone!

Magnús Geir Guðmundsson, 15.5.2008 kl. 17:46

18 identicon

Stundum vildi ég óska að ég byggi úti á landi

Knús í vestfjarðapardísina

Kidda (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 19:06

19 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Menningarlegt og skemmtilegt augljóslega!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 15.5.2008 kl. 21:33

20 Smámynd: Huld S. Ringsted

Huld S. Ringsted, 15.5.2008 kl. 22:18

21 identicon

Hæ elsku Ásthildur, vildi að ég hefði verið þarna, það skortir sko ekki á menninguna fyrir vestan enda eru vestfirðingar perlur Takk fyrir fallegu kveðjurnar og klappið á bakið, ekki veitti af. Risaknús á þig og þína, Beta

Elísabet Markúsdóttir (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 23:57

22 Smámynd: G Antonia

þessir tónleikar hafa verið skemmtilegir, gaman að lifa sig inn í þetta hjá þér - alltaf svo fallega skrifað og myndskreytt... Góða nótt kæra bloggvinkona og góða drauma til þín og  stórfjölskyldunnar *  

G Antonia, 16.5.2008 kl. 00:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 2022156

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband