Stjórnvöld færa auðmönnum landsins 60 milljarða - hvað finnst ykkur ?

Eins og ég sagði frá í gækveldi, þá fór ég á áhugaverðarn fund hjá Frjálslyndaflokknum. Tvennt var þar rætt sem vakti mikla athygli mína og annara. Það er í fyrsta lagi sú ákvörðun að fara að flytja inn hrátt kjöt frá öðrum löndum. Það mun hafa gríðarleg áhrif á störf í langbúnaði og afurðarstöðvum, og fækka störfum á landsbyggðinni verulega, sérstaklega á þeim stöðum sem hvað mest eiga nú undir högg að sækja, eða norðvestur- og austurkjördæmi. Það er engu líkara en menn ætli að láta fúlmennið sem rústaði sjávarútveginum, ganga milli bols og höfuðs á landbúnaðinum líka. Það verður fallegur eftirmáli manns sem virðist bara ganga erinda húsbænda sinna, búin að gleyma öllum loforðum og fólkinu sem kaus hann á þing. Svei attan bara. En ég hef hugsað mér að ræða þetta mál betur seinna, því það er annað mál og brýnna sem verður afgreitt frá þinginu á morgun, að öllum líkindum.

Það er gjöf ráðamanna til auðmanna landsins upp á 60 milljarða.

Hér er verið að tala um að hagnaður sölu á hlutabréfum bara á árinu 2006 sé í kring um þúsund milljarðar. Þar af er álitið að stór hluti þess sumir nefna 400 milljarða, séu fluttir beint úr landi og enginn skattur er greiddur af þeim peningum til sameiginlegra þarfa landsmanna. Hluti af upphæðinni hafi skilað sér í sameiginlega sjóði landsmanna.

Síðan hafa menn getað geymt í tvö á að greiða gjöld af þessum gróða, í þeim potti eru nú 336 milljarðar. Af þessu ættu menn að greiða 18% skatt, eða um 60 milljarða króna sem hefðu komið í ríkissjóð.

En nei nú ætla ríkisstjórarflokkarnir að gefa auðmönnum Íslands þessa 60 milljarða. Lög þar að lútandi verða samþykkt frá Alþingi Íslendinga núna á fimmtudaginn, eða á morgun. Sjá nánar hér. http://www.kristinn.is/frettirpage.asp?ID=1209

Að þessari samþykkt standa samfylking og sjálfstæðismenn. Það kom líka fram í gær að sennilega ætlar Framsóknarflokkurinn að sitja hjá í þessu eða verður ekki með í andstöðu frumvarpsins með Frjálslyndum og Vinstri grænum. Þeir verða að passa sitt fólk sennilega í orkahópnum.

Ég heyrði Kristinn H. Gunnarsson segja í gær, að þetta sé það versta sem hann hafi séð á alþingi íslendinga frá upphafi, og megi þó margt týna til sem ekki þoli mikla umfjöllun.

Nú langar mig til að spyrja alþýðu þessa lands. Eruð þið samþykk því að gefa auðmönnum landsins eftir 60 milljarða ?

Finnst ykkur allt í lagi að með einu pennastriki sér afskrifaðar allar skattaálögur af þessu tagi á auðmenn landsins. Og hér er bara verið að taka tölur fyrir eitt ár, það safnast þegar saman kemur. Þetta verður ekki aftur tekið.

Finnst ykkur allt í lagi að þessir menn sem vissulega berast á, eiga meira en nóg fyrir sig og sína, þurfi EKKI AÐ TAKA ÞÁTT Í SAMFÉLAGINU.

Hvað finnst ykkur sem kusuð Samfylkinguna, sem kallar sig jafnaðarmannaflokk landsins, að þeir standi að svona stórgjöf til handa fólkinu sem mest á í þessu þjóðfélagi. Stefna Sjálfstæðisflokksins kemur ekki á óvart. Á meðan ekki er hægt að gera eins vel við öryrkja og aldraða eins og loforð voru gefinn um. Meðan ekki er hægt að greiða þau laun í heilbrigðiskerfinu sem þarf til að viðhalda stöðugleika og öryggi landsmanna í heilbrigðismálum. Og það má margt telja upp. Landið er að sporðreisast vegna þess að landsbyggðinni er að blæða út, og þetta fólk situr bara og ákveður að gefa milljarðamæringunum eftir 60 milljarða.

Mér er sama hvar í flokki þið eruð, þetta er aðför að lífskjörum okkar. 60 milljarðar er ekki svo lítill peningur, ég er viss um að Björgúlf munar ef til vill ekki mikið um þann hluta sem hann fær út úr þessu, eða Jón Ásgeir og fleiri sem vita ekki aura sinna tal. En ætli litli maðurinn hann Jón Jónsson skilji og vilji þetta, þegar hann er að missa húsið sitt og aleiguna, vegna þess að bæði verðtryggingar, og vextir hafa hækkað upp úr öllu valdi. sem skýrir gróða auðmannanna ekki satt, þessi auður kemur frá vaxtapíningu á almenning.

Ekki vill ríkisstjórnin minnka álögur á olíu og benzín, telja sig ekki HAFA EFNI Á ÞVÍ…. Eða hvað. En þeir hafa efni á að gefa ríku mönnunum sextíu milljarða. Og ekki bara 60 milljarða, heldur er þetta bara byrjunin.

Hvenær ætlum við að standa upp og mótmæla. Rökin eru, já takið eftir rökin eru þau, að annars flytji þeir bara peningana úr landi. Þeir hafa þó flutt burtu um 400 milljarða, af áætluðum gróða ársins 2006.

Indriði H. Þorláksson benti á það nýlega að hann hafi mælst til þess að menn yrðu skyldaði til að gefa upp verðbréfaeign sína, hvort heldur sem hún væri hérlendis eða erlendis. Svo hægt væri að fylgjast með hvort þeir greiddu skatta af þeim í öðrum löndum, og ef ekki að þeir greiddu af þeim hér á landi. Skattur af verðbréfum er 18% en á að lækka í 15% sem er svipað og í öðrum löndum.

Ætlar þetta fólk að horfa framan í okkur kjósendur með það á samviskunni að hafa skrifað undir þessa stórkostlegu gjöf til þeirra sem mest mega sín ?

Ætla kjósendur bara að brosa og láta þetta yfir sig ganga ? Hvað um ykkur samfylkingarfólk, eruð þið sátt, eða framsóknarmenn ? Finnst ykkur þetta bara allt í lagi ?

Og takið eftir, það er ekkert fjallað um þetta í fjölmiðlum. Af hverju skyldi það vera ? Það er nefnilega ekki í þágu auðmannanna sem eiga fjölmiðlana, og heldur ekki þeirra stjórnmálamanna sem svona haga sér. Þjóðinni skal blæða út. Þjóðinn fólkið í landinu má bara krafsa sig sjálft út úr sínum erfiðleikum. Það má missa aleiguna, grundvöllinn undir lífi sínu, og éta það sem úti frýs. Bara ef auðmennirnir fá sitt. Og hvað ætli svo pólitíkusarnir græði sjálfir á þessu ? Það er spurning sem ég vil gjarnan fá svör við. Enginn gerir svona fyrir ekkert…. eða ætli það ?

Eins og þið sjáið á þessu þá er ég bandbrjáluð, út af þessu. Ég er löngu búin að fá upp í kok af framgöngu stjórnmálamanna sem ráðskast með okkur eins og við séum bjöllusauðir. Það hvarflar aldrei að þeim, að þeir hafi verið kosnir í almennum kosningum til að framkvæma það sem þeir lofuðu fólkinu. Það er gleymt um leið og talið hefur verið upp úr kjörkössunum. Og þeir geta farið að makka með þau völd sem VIÐ GÁFUM ÞEIM. Nema núna skiptum við engu máli, heldur bara þeir sjálfir og sú klíka sem stjórnar þeim á bak við tjöldin.

Vinstri grænir og Frjálslyndir eiga hrós skilið fyrir að vilja hindra þetta sóðamál. En Framsókn sýnir enn og aftur að flórinn er sá staður sem hún tilheyrir.

En við skulum ekki einblína á flokkslínur, hér eigum við öll að rísa upp hvar í flokki sem við stöndum og leiða ráðamönnum fyrir sjónir að svona gera menn ekki.  Þið sem eruð á suðvesturhorninu, mikið væri flott ef þið settust á þingpalla og fylgdust með umræðunni um þetta mál, og létu í ykkur heyra.  Hér sitjum við öll á sama bátnum.  Þetta er okkar allra mál, sameiginlegt fé, sem átti að renna í okkar sameiginlega sjóð.  Við verðum að segja HINGAÐ OG EKKI LENGRA!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Laufey B Waage

Ég get ekki svarað fyrir þá sem kusu Sjálfstæðisflokkinn, Samfylkinguna eða Framsókn, því ég var ekki ein af þeim. En hinni spurningunni get ég svarað: Nei, ég er ekki til í að gefa auðmönnum landsins eftir 60 milljarða.

Það er bara þannig í þessu landi - og hefur lengi verið - að við eigum öll að geta haft það gott, fjárhagslega sem og á margan annan hátt, ef ekki væri fyrir misskiptingu og bruðl. 

Laufey B Waage, 14.5.2008 kl. 10:55

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Búkolla mér finnst þetta alveg með ólíkindum, þjónkun við þá sem hæstar hafa tekjur og mestar eignir.  Af hverju þarf að gefa þeim eftir að borga skatta og taka þar með þátt í samfélagslegri ábyrgð ?  Það er von að fólki blöskri.  Sérstaklega þátttöku Samfylkingarinnar í þessu.  Jafnaðarmannaflokks Íslands, eða kallar hún sig ekki eitthvað svoleiðis.  Ég verð að lýsa yfir vonbrigðum mínum með forystuna þar.

Sama segi ég Laufey, ég er EKKI tilbúin til að gefa þeim þetta eftir, það er alveg fullt sem hægt er að gera við þessa aura, sem kemur til góða þeim sem minna mega sín, eða í eitthvað af þessum svoköllluðu mótvægisaðgerðum, sem bólar lítið á, nema þá helst til að hygla sínu fólki úti á landi, til dæmis í formi byggðakvóta.  Það væri fróðlegt að skoða hvernig sá kvóti skiptist niður á menn eftir pólitík og vinskap við ráðamenn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.5.2008 kl. 12:39

3 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Ráðamenn og auðmenn líta greinilega ekki á sig sem hluta af þessari þjóð. Þeir virðast álíta að um þá gildi aðrar reglur og lög en okkur pöpulinn. Við höfum látið þetta yfir okkur ganga allt of lengi og nú er kominn tími til að rísa upp á afturlappirnar og gera eitthvað. Að minnsta kosti að hætta að kjósa Sjálfstæðisflokkinn og Framsókn sem eru spillingarbæli báðir tveir.

Helga Magnúsdóttir, 14.5.2008 kl. 18:30

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já Helga mín mikið rétt.  En mér finnst það mjög athyglivert að fólk hér á blogginu er algjörlega að missa sig yfir því að Magnús Þór hefur mótmælt komu hvort sem það eru 30 eða 6o flóttamenn frá Palestínu, þó það ágæta fólk sé alls góðs maklegt, en þegir þunnu hljóði yfir því að ráðamenn ætli að gefa eftir allt þetta fé til handa auðmönnum.   Er ekki forgangsröðunin eitthvað á skakk og skjön ? Ég bara spyr. 

Við erum nefnilega svo barnaleg að einblýna alltaf á aukaatriðin í hlutunum, og láta svo aðalatriðin fram hjá okkur fara á mótmæla.  Það er von að þetta sé gósenland spilltra ráðamanna.  Þeir geta farið sínu fram, með smá smjörklípum hér og þar. Því miður þá er eitthvað mikið að hjá hjá íslenskri þjóð. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.5.2008 kl. 19:59

5 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl mín kæra.

Hörku pistill og nauðsynlegur. Þvílíkt lið sem við höfum við stjórnvölin. Búin að fá alveg uppí kok.

Baráttukveðjur fyrir réttlæti.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 14.5.2008 kl. 19:59

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég var á langri göngu í bænum mínum í dag, ræddi við fullt af áhugaverðu fólki.  Niðurstaða dagsins er sú að stjórnin fari frá í haust.  Það vantar kaptein í brúna með vit í kollinum og kraft og nennu til að stjórna. 

Ásdís Sigurðardóttir, 14.5.2008 kl. 20:32

7 identicon

 Hæ hæ.

Þetta er ótrúlegt og hvernig er þetta hægt?

Hvað varð um lýðræðið í þessu landi??

Mér finnst auðmennirnir hafa fengið meira en nóg og segi

 NEI TAKK!

Sigríður Inga (IP-tala skráð) 14.5.2008 kl. 20:33

8 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskvitt og bestu kveðjurtil þín elsku Ásthildur mín

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 14.5.2008 kl. 21:17

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Rósa mín.  Það er að verða komið nóg að mínu mati.

Ásdís ég er sammála þér með það.  Ég held að dagar þessarar aumkvunarverðu ríkisstjórnar séu taldir.

Einmitt Sigríður mín.  Hvar er lýðræðið ?

Knús á þig líka Linda mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.5.2008 kl. 21:33

10 Smámynd: Haraldur Davíðsson

 Nei og aftur nei!! Að við skulum eiga að "bjarga" bönkunum er náttúrulega eins og hvert annað grín. Þvílíkt bull, bankarnir geta bara dregið saman seglin og selt eignir, sleppa sporslum og bitlingum til stjórnenda og klippa svo neðan af buxunum hjá peyjunum sem komu bönkunum í þessa stöðu. Ábyrgðin er klárlega ekki okkar.

Haraldur Davíðsson, 14.5.2008 kl. 21:56

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nákvæmlega Haraldur.  Og ekki veita menn þar á bæ neinn grið.  Þeir gera menn miskunnarlaust upp, Jón Jónsson skal borga eða orga. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.5.2008 kl. 22:08

12 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Mér er alveg eins innanbrjósts og þér Ásthildur mín.  Mér líður stundum eins og stjórnmálamenn séu flest allir "á launum" hjá einhverjum fáum útvöldum.  Við tölum reyndar um það sem "mútur" þegar við ræðum svona spillingu í öðrum löndum.

Fjölmiðlar hafa ekki verið að sinna sínu hlutverki (fjórða valdið), nema síður sé.  Ég er ekki sátt, en ég hef ekki hugmynd um hvað gera skal.

Sigrún Jónsdóttir, 14.5.2008 kl. 22:53

13 identicon

Það má aldrei koma fyrir að leyft verði óheftur innflutningur á landbúnaðarvörum. Það er þegar of mikið af þeim flutt inn, og margir eiga um sárt að binda af því (garðyrkjumenn t.d.)

En það var leyft til að liðka fyrir sólu á fiski í EU. ( meiri hagsmunir fyrir minni)

Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 21:13

14 identicon

X-B að sitja hjá. það er í mínum augum þegjandi samþykki.

Þessi gjörningu,r ef hann fer í gegn er skömm, sem seint verður gleymdur. Ekkert frekar en eftirlaunalögin frægu.

Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 12:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 5
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 2022157

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband