Kúlublóm, og ýmislegt annað.

Ég ætla að tala um Bigbandið á morgun, en ég ætla að setja inn nokkrar myndir frá deginum í dag.  Þetta var mjög hlýr og fallegur dagur, sól og blíða.

IMG_6328

Byrjaði með því að koma stelpunum á fætur og núna fer Jorga með þær á leikskólann.  Hún er frábær alveg hreint.

IMG_6329

Hér sjáið þið hið fallega veður, en ég vona að þessi móska sé ekki mengun úr Funa, sorpbrennslustöðinni.  Vil eiginlega ekki hafa hana þarna lengur.

IMG_6330

Ungviðið lék sér í allskonar leikjum, þarna nýtist gerfigrasvöllurinn aldeilis frábærlega vel.

IMG_6332

Blómin poppa upp hvert af öðru hér er anemona sem brosir svo fallega í sólinni.

IMG_6333

Prímulan gefur henni ekkert eftir.

IMG_6334

Og þá hepatican mín.

IMG_6335

Og eins og þið sjáið þá er páskarósin mín ennþá rosalega falleg, og hefur ekkert látið á sjá.

IMG_6336

Sypresinn stendur sig líka rosalega vel eftir veturinn.

IMG_6337

Og thujan mín.

IMG_6366

Ein stemmningsmynd frá kvöldinu, hér er Ylfa Mist að syngja, hún var frábær í kvöld.

IMG_6389

Ég fór líka á ansi fróðlegan fund með félögum mínum í Frjálslyndaflokknum, og er ákveðin í að gera skil á því sem þar kom fram hér.  Á morgun.

IMG_6391

En Ásthildur er þreytt og lúin eftir frábært kvöld.  Og Jorga stóð sig rosalega vel í pössuninni.  Hún er að fá vin sinn hingað í vinnu, og svo dóttur sína, svo ég hef mikla von um að hún verði hér allavega þangað til dóttir mín kemur. 

En ég segi bara góða nótt elskurnar mínar og sofið rótt. Heart

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 14.5.2008 kl. 00:46

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Góðar kveðjur til Ísafjarðar.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 14.5.2008 kl. 01:52

3 Smámynd: Helga skjol

Knús í kúluna

Helga skjol, 14.5.2008 kl. 06:54

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Falleg síðasta myndin þín......

Góðan daginn

Hrönn Sigurðardóttir, 14.5.2008 kl. 07:24

5 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Stórt knús í kærleiksKúlu

Sigrún Jónsdóttir, 14.5.2008 kl. 09:30

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk allar saman og knús á ykkur inn í daginn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.5.2008 kl. 09:39

7 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl Ásthildur mín. Frábært hvað þú ert heppin með Jorga. Vona að þá náir þú að hvílast.

Alltaf hrífst ég á blómamyndum.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 14.5.2008 kl. 20:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 7
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 2022159

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband