12.5.2008 | 22:09
Mánudagur ekki til mæðu.
Dagurinn í dag var hlýr og notalegur, seinnipartinn byrjaði að rigna, lóðrétt, þar sem hér er logn. Svo sannarlega vorveður.
Þær eru að leika sér í dúkkuleik dömurnar.
Sigurjón Dagur vildi líka leika með dúkkurnar. Þó hann fengi að velja um bíla. Nei hann vildi bara dúkkurnar sem stelpurnar voru með.
Litla skottið vill gefa honum dúkku.
En það er ekki sú rétta.
En Jorga leikur við Ásthildi að bíl. Það er gaman.
Eins og ég sagði, þá var hið fegursta vorveður hér í dag, og snjórinn fer fljótt úr fjöllunum.
Svei mér þá skottið ætlar að detta aftur í tjörnina. Ef hún heldur þessu áfram, þá endar það með því.
Það er nefnilega allstaðar prófað að setjast niður á brúnina.
Krakkarnir fóru í sund í dag með Júlla og Siggu, þau fóru í laugina í Bolungarvík í dag, eða sundlaugargarðinn. þar er nefnilega rennibraut. Svo fóru þau upp í hlíð að steika sykurpúða. Þau komu heim blaut af regni, og golsótt af sóti en rosalega glöð.
Eins og sjá má þá er Hanna Sól afar hamingjusöm með sitt sót, og sykurpúða.
Þeim var svo heitt, að þetta var klæðnaðurinn á stubbnum.
Og Sóley Ebba þreytuleg. Þau voru hundblaut, ekki bara af regni, heldur að sulla í lækjum og mýri sem þarna er. Upp í hlíð er gott að vera fyrir börnin.
Hvað er notalegra en brosandi glöð börn beint utan úr náttúrunni ?
Eða lítil óþekktarkrýli sem þarf að fylgjast vel með?
En við ljúkum myndaseríunni með Brandi upp á burstinni. Þar hefur hann yfirsýn yfir allan heiminn.
Brandur yfir brúnir gjáist,
bannsett kattarskitinn.
Af fergju, vonar fuglinn sjáist,
feitur matarbitinn.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 7
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 2022159
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvað er betra?
....kannski sofandi börn........?
Hrönn Sigurðardóttir, 12.5.2008 kl. 22:12
Já svei mér ef þú hittir ekki naglan á höfuðið Hrönn mín
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.5.2008 kl. 22:18
Knús í ljúfa lífið í kúlunni
Huld S. Ringsted, 12.5.2008 kl. 22:36
Jenný Anna Baldursdóttir, 12.5.2008 kl. 22:45
Góða nótt í Ævintýralandið
Ásdís Sigurðardóttir, 12.5.2008 kl. 22:51
Góða nótt á ykkur líka, Huld mín, Jenný og Ásdís, ég er svo heppin að eiga ykkur öll að bloggvinina mína.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.5.2008 kl. 23:20
Knús á alla í Kúlu. Góða nótt
Sigrún Jónsdóttir, 12.5.2008 kl. 23:50
Og peran fellur inn sem flís við rass. Falleg börn. fallegt fólk og yndislegur gróður. góða nótt mín kæra
Katrín, 13.5.2008 kl. 00:17
Takk fyrir mig og góða nótt í hamingjukúluna
Linda litla, 13.5.2008 kl. 00:34
Ég yngist alltaf aðeins þegar ég er búin að kíkja hér inn innan um öll þessi yndislegu "kríli"
Eigið góðan þriðjudag ** öll...
G Antonia, 13.5.2008 kl. 00:39
Fyrst Brandur fékk ekki að reyna sig við fiskana, verður hann bara að reyna sig við fuglana, þegar hann heldur að enginn sjái til.
Jóhann Elíasson, 13.5.2008 kl. 00:59
Sæl Ásthildur mín.
Enn einu sinni flott,og ég tala nú ekki með þennan BRAND.
Lifðu heil.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 03:14
Sæl Ásthildur mín. Dásamlegar myndir. Brandur var flottur. Gangi þér vel í Ævintýralandi.
Farðu samt vel með þig. Mundu að þú ert dýrmæt.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 13.5.2008 kl. 07:23
Fallegar myndir.
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 13.5.2008 kl. 07:37
lóðrétt regn og Ísafjörður er dásamlegur.
Solla Guðjóns, 13.5.2008 kl. 09:00
Takk Helga V. mín.
Knús á þig inn í daginn Sigrún mín.
Katrín mín já hún fellur eins og flís við rass. Gæti ekki fallið betur inn í fjölskylduna.
Knús á þig líka Linda mín.
Góðan dag á þig líka G.Antonía mín og takk fyrir mig.
Einmitt Jóhann minn, svona er lífið bara.
Knús á þig líka Þói minn, já hann Brandur er flottur.
Takk Rósa mín.
Takk Helga mín.
Úje Solla mín. Svoleiðis gerist nú ekki á mörgum stöðum á Íslandi.
Knús á ykkur öll inn í dýrðarinnar fallegan þriðjudag.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.5.2008 kl. 09:15
Kæri Bloggvinur Herberts!
Ég leita til þín í von um að þú getir hjálpað mér. Maðurinn minn, Herbert Fr. Stefánsson, hefur ekki sést síðan á föstudaginn fyrir helgi og við erum orðin frekar hrædd um hann. Ég kemst ekki inn á bloggið hans sem er hebbifr.blog.is, og bið því bloggvini hans um hjálp að láta þetta berast ef einhver skyldi hafa séð hann.
Netfangið okkar er hebbiogsilla@gmail.com
með fyrirfram þökkum
Sigurlaug Helgadóttir EggerzSigurlaug Helgadóttir Eggerz (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 09:48
Góðan daginn Ásthildur mín fallegar myndir að venju. Knús á þig á alla í kúlunni.
Kristín Katla Árnadóttir, 13.5.2008 kl. 10:02
Kisi á þakinu lítur nú ekki út fyrir að vera í miklum fuglaveiðiham, meira svona "hrikalega saddur og nenni ekki meir" ham!
Þ
Þórdís Einarsdóttir, 13.5.2008 kl. 11:24
Brandur er flottur eins og allir sem koma nálægt lífinu í kúlunni.
Knús í hamingjukúluna
Kidda (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 12:00
Góðan dag Ásthildur, það er líf og fjör og gleði, gleði hjá þér! Dreymdi þig og hana Huld í nótt.. það hlýtur að þýða að ég er komin með bloggið á heilann! .. Þið voruð báðar boðnar í jólaboð til mín ásamt fjölskyldum, skrifa ykkur kannski allan drauminn þegar ég hef tíma. Það merkilega við þetta var að ég var að hugsa á leiðinni í vinnuna í morgun hvort mig dreymdi ykkur tvær vegna þess að þið væruð báðar ,,næmar" .. og svo las ég draugasöguna hennar Huldar og sannfærðist um það sem mig grunaði. Er sjálf mikil ,,draumkona"..
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 13.5.2008 kl. 12:19
Sigurlaug mín þetta er hræðilegt að heyra. Hann er búin að loka bloggsíðunni sinni, en stjórnendur geta örugglega opnað hana fyrir þig, ef hann hefur sett þar inn einhver plön. Þú ættir að skoða það. Ég þekki Herbert ekki neitt, en ég skal hafa eyru og augu opin ef ég heyri eitthvað. Vona að allt gangi vel með manninn þinn mín kæra.
Knús á þig líka Katla mín.
Ætlaði að segja það Jóhanna mín, að þú værir ekki heima á þessum tíma hahahaha...
Já Þórdís mín, ég held að þetta sé svona "Myndavélina eina ferðina enn" look
Kidda mín, Brandur er flottastur. Knús á þig líka.
Heyrðu mig en spennandi Jóhanna ég vil endilega heyra drauminn þinn. Mig dreymir stundum líka fyrir daglátum. Og já ég er næm. Það er alveg rétt. Spennandi!!
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.5.2008 kl. 13:01
Já það var aldeilis kominn tími á vorið þarna hjá ykkur.
Frábær mynd af Brandi á burstinni. Og flott vísan.
Laufey B Waage, 13.5.2008 kl. 14:23
Takk Laufey mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.5.2008 kl. 17:53
Sæl Ásthildur. Alltaf gaman að skoða þessar yndislegu myndir hjá þér. Börnin svo falleg og skemmtileg. Gleðilegt sumar kveðja Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 14.5.2008 kl. 00:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.