Annríki í kúlusúk.

Ég hef verið upptekin í dag.  Við fórum aðeins upp í gróðurhús að vinna hjónin, og svo ákváðum við að gera vorverk sem ekki mátti bíða lengur, það var að hreinsa fiskatjörnin.  Það var allt sett í gang, og allir hjálpuðust að eins og venjulega þegar þannig stendur á, en við tökum hana alltaf í gegn á þessum tíma.

IMG_6222

Úbbs þetta er að vísu ekki fiskatjörnin, heldur byrjuðu þær litlu á að fara í bað í morgun hehehehe

IMG_6227

Og hér er nýji heimilismeðlimurinn okkar, alltaf jafn yndæl og góð.

IMG_6231

Ef Guð (Hanna Sól) lofar hehehehe þá fær mansjuríuhavairósin mín að blómstra bráðlega, hún er nú þegar búin að slíta upp tvö blóm.  Af því að hún elskar blómin hennar ömmu sinnar. LoL

IMG_6232

Kamelíufrúin er svo glæsileg og búin að vera núna í um það bil mánuð.

IMG_6237

Veðrið eins og best verður á kosið.  Hlýtt rigningarúði og bara dýrðin ein.

IMG_6239

Hanna Sól, ég ætla að taka af þér mynd í nýju fötunum frá ömmu Hönnu, ókey, sagði sú stutta, en ég ætla samt ekki að brosa. 

IMG_6240

Og hefst þá ævintýrið.

Litla barnið hennar Hönnu Sólar og Ásthildur voru báðar mjög áhugasamar um fiskana.

IMG_6241

Reyndar voru ALLIR áhugasamir um það sem í vændum var.

IMG_6243

Einn og einn voru þeir veiddir upp úr tjörninni, fiskarnir og settir í bala.

IMG_6244

Sjáiði, segir lita skottið, alveg yfir sig hrifinn af fiskunum. 

IMG_6248

Veiðimaðurinn mikli að störfum.

IMG_6249

Brandur hafði líka gífurlegan áhuga á þessum fiskum, sem þarna voru í boði... ekki Glitnis eða Landsbankans, heldur Kúlunnar.

IMG_6253

Amma ég er komin með hanska, sagði Hanns Sól, eftir að hafa verið rekinn inn til að hlýja sér LoL

IMG_6257

Svo má alveg bregða sér á leik í hita og þunga dagsins, smá krabbaskemmtun.

IMG_6262

Sú stutta sýndi gífurlegan áhuga á þessu öllu saman, í sjömílna skóm hehehehe.

IMG_6264

Loksins var allt vatnið farið úr tjörninni, svo hægt var að fara að þrífa.

IMG_6266

Mikið er nú gott að hafa gott fólk til að hjálpa til.

IMG_6269

Það var samt tími til að sprella smá.

IMG_6271

Loks var allt búið, og fiskarnir fengu að fara niður í hreina og tæra tjörnina sína aftur. Og þeir voru svooo glaðir.

IMG_6273

Koma svo... komið til mín... ég vil fá einn fisk til mín...

IMG_6274

Þá þurfti náttúrulega að fara aðeins yfir hreinsibúnaðinn.

IMG_6278

Jamm og svo aðeins betur hehehehe.

IMG_6283

Svo þurfti náttúrlega að kanna vatnið vel og vendilega.

IMG_6284

Enginn mátti skorast undann..

IMG_6289

Allir þurftu að prófa.

IMG_6293

Jamm þannig var það staðfest að hreinsun tjarnarinnar hafði gengið að óskum, og allir ánægðir börn, fólk og fiskar. 

IMG_6296

Svo seig nóttin á, og lítil stúlka vildi bara fá smá afaknús, bursta tennur, og svo ennibein og auga. auga, nebbi flipi, hökuskegg og hálsakot, en það er þannig sem við þvoum okkur fyrir háttinn hér í kúlusúk.

IMG_6297

Og nóttin sígur á, dimm hljóð og notaleg. Góða nótt elskurnar. Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Búkolla mín elskuleg og sömuleiðis

Sömuleiðis Helga mín, til hamingju með allt þitt.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.5.2008 kl. 00:04

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Takk fyrir að fá að vera með í tjarnarþrifum.  Þetta hefur verið gaman og örugglega verið mikil vellíðunartilfinning á eftir.  Knús í Kúlu

Sigrún Jónsdóttir, 12.5.2008 kl. 00:11

3 Smámynd: Steingrímur Helgason

Það er alveg óþarfi náttúrlega að endurtaka sí & æ, sem hverja aðra gæz, hversu mikið þú gefur okkur hinum frá þér & þínum.

En smá óþarfi getur líka alveg verið þarfur, þannig séð.

Næst á kjálkanun ber minn upp á í þínu frábæra kúluhúsi,

Steingrímur Helgason, 12.5.2008 kl. 00:11

4 Smámynd: Huld S. Ringsted

Greinilega alltaf líf og fjör í kúlunni

Huld S. Ringsted, 12.5.2008 kl. 00:19

5 Smámynd: Linda litla

Ég elska mannlífið og gleðina í kringum þig, það er allt fullt af hamingju hjá þér. Heimili þitt er eins og í bíómynd.... to good to be true hehehehe

Yndislegar myndir. Takk fyrir mig, mín kæra.

Linda litla, 12.5.2008 kl. 02:09

6 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

það er alltaf líf og fjör hjá þér, flotta kona.

knús inn í þennan fallega dag.

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 12.5.2008 kl. 06:06

7 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Góður dagur í Kúlusúk

Hrönn Sigurðardóttir, 12.5.2008 kl. 07:16

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já Sigrún mín, það er gaman í tjarnarþrifum.

Vertu ávalt velkominn Steingrímur minn.

Já Huld mín, það virðist vera sífellt líf og fjör.

Takk Linda mín.

Knús á þig líka Steina mín.

Já Hrönn mín, og veðrið spillir ekki fyrir.

Takk öll sömul og gleðilegan sunnudagsmánudaginn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.5.2008 kl. 09:02

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þið eruð yndisleg öll sömul í kúlunni.  Hún skotta Ásthildur er alveg ótrúlega mikill æringi.  Það er svo gaman að fylgjast með töktunum.  Og hún er svo into it að ég er í kasti.  Annars eru þau hvort öðru fallegri þessir krakkar.

Jenný Anna Baldursdóttir, 12.5.2008 kl. 09:50

10 Smámynd: Jóhann Elíasson

Dagurinn hefur verið hreinast ævintýri.  Ég vorkenni Brandi "fiskabalinn" hefur verið alveg óskapleg freisting fyrir hann.

Jóhann Elíasson, 12.5.2008 kl. 10:29

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já Hanna Birna mín, þetta var aldeilis handagangur í öskjunni.

Takk Jenný mín, já hún er alveg frábær þessi stelpa. 

Hahaha já Brandur átti bágt með sig að láta þennan fiskibakka í friði Jóhann minn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.5.2008 kl. 10:53

12 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Yndislegar og flottar myndirþú ert sannarlega rík að eiga svona stóran og fallegan hóp af barnabörnum 

 Knús og yndislegar kveðjur og innilegar þakkir fyrir að gerast blogg vinkona mín elsku Ásthildur mín

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 12.5.2008 kl. 11:46

13 identicon

Já, Brandur á alla mína samúð. Þetta er ekki ketti bjóðandi að setja fullan bala af spriklandi fiskum fyrir framan kött og mega ekki veiða. En lifandi ósköp hefur verið mikið gaman hjá öllum hinum. örugglega ekki verið eins mikið fjör í Reykjanesi, að því ólöstuðu. En varla hægt að hugsa sér skemmtilegra fyrir lítið fólk en svona, fyrir þau stóru mikil vinna en samt upplyfting að hafa ákafa smáfólksins. Megi það sem eftir lifir helgatr vera jafn skemmtilegt hjá ykkur, því þegar gaman er hjá ykkur er gaman hjá okkur sem "gægjumst inn".

Dísa (IP-tala skráð) 12.5.2008 kl. 11:46

14 Smámynd: Elísabet Sigmarsdóttir

Sæl Ía mín,

Þetta er allt spennandi framundan, annars er ég búin að svara þér, myndirnar þínar er yndislegar, þú átt svo mikið af landslags mynduum af heiman ,ég er að spá hvort þú sért til að senda mér nokkrar ,ég er að safna í albúm bæði lanslags og innan úr bæ en á bara svo gamlar að þær koma ylla út ef ég skanna þær, Það vær æðisægt ef þú myndir senda mér myndir á netfangið sem ér á síðunnni minni. Það er ekki sér framm á að ég komist aftur heim í nánustu framtíð ef ég kemst, en það kemur bara í ljós, þá er gott að eiga myndirnar.

Ég hef oft reynt að taka myndir af kúluhúsin þnú en alldrei fengið góða mynd, trúlega þar sem ég hef ekki verið á réttum stað. Allataf heillast af því.

Knús og kossara á þig Ía mín

Beta

Elísabet Sigmarsdóttir, 12.5.2008 kl. 12:32

15 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Já, yndislegar myndir eins og alltaf.  Sólarhringurinn ykkar er lengri en annarra, það er ég búin að sjá.  Hafðið það ávallt sem allra, allra best kæra vina. 

Ásdís Sigurðardóttir, 12.5.2008 kl. 13:36

16 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl Ásthildur mín.

Gleðilega hátíð. Loksins er ég komin aftur og er búin að hlakka til að kíkja á ykkur aftur. alltaf jafn gaman að sjá myndirnar þínar. Landslag, falleg blóm og börnin þín dásamlegu. Fyndin hún Hanna Só. Sammþykkti jú myndatöku en hún tók það fram að hún ætlaði ekki að brosa. Ég vona að þú farir vel með þig því þú er dýrmæt og ég vona að þú fáir nóg af hjálp til að annast þína stórfjölskyldu sem er Guðs gjöf og svo er vertíðin í blómasölunni að byrja. Búið að vera mikið að gera að koma blómunum til í vetur og það er alltaf eitthvað sem þarf að gera. dytta að blómunum og vökva.

Aldrei datt mér í hug þegar ég hef verið á ísafirði að ég myndi einhvern tímann kynnast ábúendum Kúluhúsins.

Margt skrýtið í kýrhausnum.

Ég hugsa til þín og ég bið Guð að vernda þig því ég hef áhyggjur að þú ofgerir þér dugnaðarkona.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 12.5.2008 kl. 15:59

17 Smámynd: Ásta Björk Solis

Alltaf er nog ad gerast i kulunni allir vinna saman

Ásta Björk Solis, 12.5.2008 kl. 16:17

18 Smámynd: Solla Guðjóns

fallleg blómin þín og börnin.

það er alltaf eins og maður sé að koma í alvöru heimsókn hingað til þín

Solla Guðjóns, 12.5.2008 kl. 20:12

19 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Linda mín, knús á þig og takk sömuleiðis.

Já satt segirðu Dísa mín, þetta er náttúrulega ekki á kött leggjandi að standast þessa freistingu

Elísabet mín, það er ekkert mál að leyfa þér að fá myndir af kúlunni og Ísafirði.  Þarf bara að gefa mér tíma til að taka saman og senda.  það getur tekið tíma, ég er að renna inn í mesta annríki ársins.  Svo þú verður bara að hotta á mig, ef þér fer að leiðast.

Takk sömuleiðis Ásdís mín.  Já sólarhringurinn er langur á þessum bænum.

Takk Jóna Ingibjörg mín. 

Rósa mín takk fyrir allar góðu kveðjurnar og óskirnar, jamm margt er skrýtið í honum kýrhaus.  Og vegirnir órannsakanlegir, eins og þar stendur.  Takk fyrir mig.

Ásta mín, já einhvernveginn þá ríkir góður samfélagsandi hér meðal fólks.  Ætli það sé ekki bara formið og andinn í húsinu ?

Já það er æðislegt að hafa tjörnina Sigga mín.  Hún miðlar rakanum.  Og svo eru fiskarnir augnayndi.  Hingað komu tvær litlar stúlkur í heimsókn í morgun til að skoða fiskana og hænurnar.

Já þú hefur nú droppað við Solla, mín í dyragættina, þó þú hafir ekki komið lengra. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.5.2008 kl. 21:47

20 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Ásthildur mín, þessar myndir af barnabörnunum og öllum skaranum að leik og starfi eru hreint alveg yndislegar. Þau eru svo aktív og yndisleg og svo fullt að gera. Þú nærð þeim greinilega á réttu augnabliki. Það er svo mikið líf og fjör í kringum þig. Alveg yndislegt. Það er mikið vor á þínum bæ og myndirnar af blómunum þínum eru æðislegar. Knús frá mér.

Sigurlaug B. Gröndal, 12.5.2008 kl. 23:14

21 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Sigurlaug mín og knús til þín líka.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.5.2008 kl. 23:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 48
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband