Kúlublues og .....

Ojæja veðrið er að skána, við hættum við að fara í Reykjanes af ýmsum ástæðum, ein var sú að faðir minn elskulegur fór á spítala fyrir helgina, hann fékk svo leyfi til að fara heim til sín í dag, og við skiptumst á systkinin að dvelja hjá honum þangað til hann átti að fara yfir aftur.  Hann er svo mikil hetja að þó hann sé lasinn, þá þarf hann alltaf að vera riddaralegur.  Hann fær sem betur fer sennilega að fara heim aftur á mánudaginn.

En svona er lífið.  Ég sé ekki eftir þeim tíma sem ég eyði með föður mínum.  Sá tími sem við systkinin gáfum okkur til að vera hjá móður okkar í sínu stríði kenndi okkur að það að hlú að sínum nánustu er ómetanlegt svona eftir á. 

En að deginum í dag.

IMG_6204

Hvítir hestar eru inn á þessu heimili í dag.

IMG_6205

Litlir og stórir, Hanna Sól skammtar, þú mátt hafa þennan Sigurjón Dagur.

IMG_6207

Þetta er eiginlega það sem ég kalla framlengingu á sumrinu, garðskálinn, þótt svalt sé úti, getum við grillað og verið léttklætt í garðskálanum, hér sért að Ásthildur hefur dýft öðrum fæti í tjörnina LoL En við grilluðum lax í kvöld og komumst að því að Litháar borða lax mest bara ofan á brauð.

IMG_6209

Hér er skipst á upplýsingum, Elli kennir Jorgu íslensku, og hún kennir honum litháensku, það er gaman að sitja og spjalla saman um okkar ólíka bakgrunn og aðstæður. 

IMG_6210

Já það er notalegt inni í garðskálanum, þið sem viljið lengra sumar, ekki spurning fá Einar Þorstein til að hanna kúluhús, með innigarði, og þið fáið 6mán. lengra sumar.

IMG_6211

Það er bara ekki flóknara en það elskurnar.

IMG_6214

Ég held að við hreinsum tjörnina á morgun, við gerum það alltaf einu sinni á ári.  Eins og sést hér er litli vökvarinn byrjaður aftur að "vökva" hehehehehe

IMG_6215

Já nú verður upplýst um leyndarmál.  Það var nefnilega skipt á rúmunum í kvöld LoL Og þær litlu voru að hjálpa til, og það var roooooooooooosalega gaman.

IMG_6216´

Líka að hoppa, skríða undir lakið og bara þetta var sko FJÖR!!!

IMG_6219

Jamm sumir hoppa ekki mikið og eru aðeins varfærnari með fæturna á jörðinni, ef svo má segja.

IMG_6220

 

Hér er verið að spá í ýmislegt, eins og verðlag í Litháen og á Íslandi.  600 kall fyrir sigarettupakkann úbbs !!  ég verð að hætta að reykja Sigarettur eru fjórum sinnum dýrari hér ..hehehehe... maður getur fengið þrjár vodkaflöskur í Litháen fyrir eina á Íslandi.  Ig allt er voða dýrt hér miðað við .... þar.

En það er virkilega gaman að skiptast á upplýsingum og upplifa fólk í öðrum löndum svona náið.  Hún er að verða eins og ein af fjölskyldunni, og það er rosalega góð tilfinning fyrir okkur öll, litlu.. stóru fjölskylduna í kúlunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Knús á þig líka elskuleg mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.5.2008 kl. 23:21

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Knúsírús á þig líka elsku Búkolla mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.5.2008 kl. 23:40

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég segi það enn og aftur, þetta er flott stelpa sem þið fenguð.

Og systurnar eru jafn frábærar og alltaf.  Rosa fjör hjá þeim. 

Jenný Anna Baldursdóttir, 11.5.2008 kl. 00:40

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Líf og fjör í kúluborg.  Knús inn í morgundaginn   Mother's Day Basket 

Ásdís Sigurðardóttir, 11.5.2008 kl. 00:54

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

YES

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.5.2008 kl. 01:41

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

ÚBBS" Ég ætlaði að segja Yes Jenný Anna mín Þessi stelpa er algjörlega frábær.

Kjús á þig líka elsku Ásdís mín

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.5.2008 kl. 01:43

7 Smámynd: Linda litla

Það er greinilegt að peran er ánægð, og þið heppin að fá hana.

Flottar myndir hjá þér Ásthildur og yndislegt að sjá litlu prinsessuna í skítugu sokkabuxunum sinum, hún er eitthvað svo eðlileg.

Takk fyrir mig.

Linda litla, 11.5.2008 kl. 03:22

8 Smámynd: Helga skjol

Lífið alltaf jafn yndislegt í kúluni hjá ykkur, þið hafið verið heppinnmeð peruna það er ég vissum.

Kúlu knús á ykkur öll inní Hvítasunnudaginn og til hamingju með mæðradaginn

Helga skjol, 11.5.2008 kl. 06:42

9 identicon

Knús í hamingjukúluna

Kidda (IP-tala skráð) 11.5.2008 kl. 10:21

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir allar.

Já Linda mín, við erum sennilega mjög heppin með stúlkuna okkar. 

Einmitt Helga mín.

Kærleiksknús til þín til baka Gréta mín.

Knús á þig líka Kidda mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.5.2008 kl. 10:30

11 Smámynd: Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar

Ef ég vinn einhverntímann í Lottóinu, ætla ég að láta byggja garðskála við húsið, ekki spurning.

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar, 11.5.2008 kl. 12:13

12 Smámynd: Huld S. Ringsted

Mig langar einmitt í garðskála við húsið mitt, geri það örugglega einhvern daginn.

Gleðilegan mæðradag Ásthildur

Huld S. Ringsted, 11.5.2008 kl. 12:33

13 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Alltaf jafn gaman að skoða myndirnar þínar Ásthildur mín, Vona að það verði allt í lagi með hann pabba þinn, riddari hefur hann ætíð verið.
                  Eigðu góðan mæðradag.
                  Knús kveðjur Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.5.2008 kl. 14:16

14 identicon

Gleðilega Hvítasunnu og Mæðradag, ef margfaldar mæður eiga hann ekki skilinn, hver þá? Svo langar mig að koma kveðju til pabba þíns, hann er þvottekta "hafið ekki áhyggjur af mér" kynslóðin. En svo er líka alltaf best að fá umhyggjuna ef ekki þarf að biðja um hana. Það fá flestir sem eiga hana skilda. . Kveðja úr kuldanum og hráslaganum (er samt búin að fara í göngu í morgun).

Dísa (IP-tala skráð) 11.5.2008 kl. 17:04

15 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Til hamingju með dagin elsku Ásthildur mín

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 11.5.2008 kl. 17:35

16 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Mikið öfunda ég þig af að eiga pabba. Pabbi minn lést í bílslysi þegar hann var 74 ára og var mjög hraustur þegar hann lést og hefði getað átt mörg ár eftir. Alltaf jafngaman að sjá myndir úr kúlunni.

Helga Magnúsdóttir, 11.5.2008 kl. 17:38

17 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Frábærar myndir!

Hrönn Sigurðardóttir, 11.5.2008 kl. 19:53

18 Smámynd: G Antonia

alltaf líf og fjör í þínu húsi Ásthildur Cesil mín og ánægja að skoða og lesa!
Góða helgarrest til ykkar**

G Antonia, 11.5.2008 kl. 21:40

19 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Kær kveðja til þín líka Jóna Ingibjörg mín.

Ekki spurning Matthilda mín, það lengir sumarið ótrúlega mikið. 

Huld mín, svona sálarlega þá er það bara algjört must fyrir okkur sem búum að hjaranum.

Guðlaug já heheheh... hann er fjórum sinnum ódýrar í Litháen en hérna.  Okkar stúlka krossaði sig i bak og fyrir, ég vona bara að hún hætti þessu.

Takk Milla mín, já ég vona svo sannarlega að hann plummi sig í sumar, hann verður níræður í haust, og við ætlum að halda veislu ársins fyrir hann, þessa elsku.

Takk sömuleiðis Dísa mín, hér er bara notalegur hiti í dag, og regnúði, ekta vorveður.

Takk Linda mín.

Æ já það er voða ljúft að fá að hafa sinn pabba eins lengi og hægt er Helga mín.

Takk Hrönn mín.

Góða helgi til þín líka mín kæra G.Antonía.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.5.2008 kl. 22:44

20 identicon

Sæl Ásthildur.

Gleðilega hátíðarrest. Leitt með hann pabba þinn. Maður veit oft ekki fyrr en eftirá, hve sárt er að missa foreldra sína. Ég var 31 ár þegar pabbi lést. hann varð 68 ára. Og mamma fór 9 árum seinna.

Já, en ég minnist þeirra með þakklæti. En pabbi fór of fljótt. Mamma var samt aldrei ein. Bróðir minn flutti til hennar.

Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 11.5.2008 kl. 22:45

21 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hann pápi minn á vonandi eftir að ná sér fljótt og vel Sigrún mín.  Ég ætla rétt að vona að hann geri okkur systkinunum það að tóra fram yfir afmælið allavega þessi elska  Takk fyrir góðar óskir.  Og já það er sárt að missa.  þannig er það bara.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.5.2008 kl. 23:18

22 Smámynd: Eyrún Gísladóttir

Batakveðjur til pabba þíns.

Alltaf sama fjörið í kúluni.

knús á ykkur öll

Eyrún Gísladóttir, 11.5.2008 kl. 23:42

23 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Knúskveðjur í Kúluparadís

Sigrún Jónsdóttir, 11.5.2008 kl. 23:47

24 Smámynd: Karl Tómasson

Allir á táslunum og allt svo fallegt, frjálslegt og fínt.

Góð verður minningin alla tíð hjá börnunum.

Bestu kveðjur frá Kalla Tomm úr Mósó.

Karl Tómasson, 11.5.2008 kl. 23:55

25 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk elskurnar mínar báðar og sömuleiðis.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.5.2008 kl. 23:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.2.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 87
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband