Smáföstudagshugleiðing -ömmur-

Ömmur fyrr og nú.

Hér áður voru ömmur.... ömmur, svona eldri konur sem höfðu lifað sitt fegursta, höfðu gefið allt af sér sem þær gátu fyrst börnum og svo barnabörnum. Þær voru heima prjónuðu sokka, klæddust fallegum búningum og svo framvegis.

Ömmur fyrr og nú6

Fullaf af lífsreynslu miðluðu þær komandi kynslóðum af reynslu sinni, voru reffilegar og glæsilegar engu að síður.  Bara á annan hátt en nú er.

Ömmur fyrr og nú5

Svona voru þær heima við.  Þetta var á tímum stórfjölskyldunnar, þar sem allir unnu saman.

Í dag er þetta öðru vísi svona úti frá séð.  Ömmurnar líta öðru vísi út, hafa önnur sjónarmið og aðra siði......

Ömmur fyrr og nú4

Svona líta nýjar ömmur út, en þær eru samt þarna fyrir barnabörnin miðla þeim af reynslu sinni og gefa þeim sennilega alveg heilmikið.

En ömmur eru og verða alltaf ömmur ekki satt ?LoL


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ömmur voru litlar oft hnellnar konur með fléttu og áttu alltaf nammi gott handa litlum börnum, klapp á vangann og kærleik og nóg, nóg af tíma.   Knitting 

Ásdís Sigurðardóttir, 9.5.2008 kl. 18:30

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þessi amma á nægan tíma.  Og þú ert rokkamma eins og ég Ásthildur mín.  Úje

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.5.2008 kl. 18:31

3 Smámynd: Ásta Björk Solis

 Ja eg held ad eg se sma eins og sidasta amman(nei smagrin)en ommur minar voru thverolikar onnur vann alltaf uti thegar eg var ad alast upp hen hin var nammi amman sem alltaf var heima thegar eg thurfti a henni ad halda badar alveg bestu ommur i heimi

Ásta Björk Solis, 9.5.2008 kl. 18:40

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já Ásdís þessar ömmu voru salt jarðar, alltaf tilbúnar, og við erum það reyndar líka, þegar við megum vera að

Yes Jenný við erum sko cool ömmur.

Já Ásta mín, ömmur eru og verða ömmur á hverju sem bjátar á, og hvernig sem þær eru í laginu og svoleiðis. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.5.2008 kl. 18:43

5 Smámynd: Ester Júlía

Yndislegar myndir og frásögn Ásthildur mín. Ömmur eru yndislegar. Ég sjálf átti tvær ömmur , eina fósturömmu og tvær langömmur þegar ég var lítil. Ekkert smá rík!

Þær voru allar ólíkar en allar jafnyndislegar. Þú ert svona amma sem frábært er að eiga að :)).

Ester Júlía, 9.5.2008 kl. 19:54

6 Smámynd: Huld S. Ringsted

Ömmur eru bestar! Ég á ekkert nema yndislegar minningar um þessa einu ömmu sem ég þekkti, var einmitt að rifja þær upp við manninn minn um daginn. Stundum sakna ég þess að hafa hana ekki lengur mitt markmið er að verða eins amma

Eigðu góða helgi Ásthildur súperamma

Huld S. Ringsted, 9.5.2008 kl. 20:23

7 Smámynd: Rannveig H

Mér finnst eins og þetta sé amma Rikka lengst til vinstri, getur að verið? Takk 'Ija mín fyrir blogginin les alltaf en er ekki dugleg að skilja eftir mig spor

ps Dísa Gríms til haningju með daginn

Rannveig H, 9.5.2008 kl. 20:29

8 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

knus

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 9.5.2008 kl. 20:35

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það getur alveg verið Rannveig mín, ég þekki ekki þessar konur, átti bara þessa mynd frá henni mömmu minni, eða sennielga ömmu. Knús á þig Rannveig mín.

Knús á þig líka Steina mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.5.2008 kl. 21:08

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Ester mín, já ömmur eru alveg frábærar.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.5.2008 kl. 21:09

11 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Ber er hver að baki nema sér ömmu eigi, eða þannig. Kveðja.

Þorkell Sigurjónsson, 9.5.2008 kl. 21:56

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já einmitt Þorkell minn

Alveg trúi ég að þú hlakkir til Búkolla mín

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.5.2008 kl. 22:07

13 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Mömmur eru uppalendur, þær stjórna, þær ráða og eru "strangar".  Ömmur eru og munu vonandi alltaf vera "bara yndislegar".  Mér verður oft hugsað til þessara hlutverkaskipta núna, þegar ég hef reynslu af hvorutveggja.  Ég var svo heppin að amma mín var búsett á mínu heimili.....þar átti ég athvarf, ást og umhyggju, þar sem engar kröfur voru gerðar til mín.  Þetta eru sömu tilfinningar og synir mínir bera til mömmu minnar.

Sigrún Jónsdóttir, 9.5.2008 kl. 22:27

14 Smámynd: Helga skjol

Við ömmurnar erum ekkert síðri í dag en þær voru hérna áður fyrr, ég elska að hafa barnabarnið mitt hjá og ég elska að kenna henni nýja og nýja hluti,hún vill ólm hjálpa ömmu að elda mat eða þrífa og allt sem ég seigji étur hún upp eftir mér en hún er rétt rúmlega 2ja ára í dag, við erum bara svona eins og Jenny seigjir ROKKÖMMUR.

Eigðu góða hvítasunnuhelgi mín kæra

Helga skjol, 9.5.2008 kl. 23:36

15 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Ég átti tvær ömmur. Önnur var frekar fátæk en var alveg dásamleg amma. Hin var svona "fín frú" með vinnukonur og tilheyrandi. Þegar okkur var boðið til þeirra var kona í svörtum kjól með svuntu og hvítan kappa sem þjónaði okkur til borðs. Fátæka amman var miklu betri, ég var alltaf hálfhrædd við hina.

Helga Magnúsdóttir, 10.5.2008 kl. 00:22

16 Smámynd: G Antonia

já skemmtileg pæling!!  Ég átti einmitt 2 ömmur (eins og flestir) gjörólíkar og önnur amman mín á undan sinni samtíð, þe gekk í buxum, keyrði bíl og reykti  flakkaði um heiminn á skipum og fór til útlanda.. en það er önnur saga. Hin amman mín var svona amma sem flestir áttu á þeim tíma.. í mörgum pilsum (hálfsíðum brókum, undirpilsi og pilsi), blíð og kristin og fléttaði hárið á mér þegar ég var hjá henni. .. Í dag; jú sama tilfinningin en allt önnur "Ella"... amman að lyfta lóðum,... og s.frv..  .. Ég á enn eitthvað "í land" með að ná ömmutitlinum, en það kemur...
Góða helgi og takk fyrir skemmtilegan pistil **

G Antonia, 10.5.2008 kl. 00:26

17 Smámynd: Tiger

  Ömmur nútímans (sjá mynd uppi) eru náttúrulega langmest   skvísur ever sko!

Sannarlega eru ömmur dásamlegar, afar líka sko samt.. þú Ásthildur mín - ert ein af þeim allra most hot and loving i have ever crossed by. Allt við þig er þakið ástúð og ljúfmennsku! Knús á þig mín elskulegust!

Tiger, 10.5.2008 kl. 02:19

18 Smámynd: Hafdís Lilja Pétursdóttir

Þegar ég varð amma á sínum tíma fyrir fjórtán árum var mér tjáð að til væru tvær gerðir af ömmum nú til dags.

Kakóamma.

Sleikjóamma.

Ég valdi að vera kakóamma.

Njótið dagsins lífsins og hvers annars. Mother's Day Basket 

Hafdís Lilja Pétursdóttir, 10.5.2008 kl. 09:58

19 identicon

Ömmur eru yndislegar, ég hafði þá tilfinningu fyrir ömmunum mínum að þær væru svo mjúkar ;-),  Gott að eiga ömmur og fá að alast upp með þeim er dýrmætt.  Góðar kveðjur í Ísafjarðarbæ.  Njótið helgarinnar.

Kveðja af Skaganum

Anna Bja (IP-tala skráð) 10.5.2008 kl. 10:03

20 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Ég átti yndislegar ömmur og fannst alltaf að amma væri eitthvað algjörlega sérstakt og einstakt fyrirbæri, mjög tengt englum  Þegar svo ég varð amma, ... ég held að ekkert í heiminum sé dásamlegra en að fá að vera amma en nú er það barnabarnið sem er engill en ekki amman

Ragnhildur Jónsdóttir, 10.5.2008 kl. 10:17

21 identicon

Amma mín var yndisleg. Hélt á mér og sagði sögur og hún átti heima hjá okkur.

Svaf í herbergi hjá henni eftir að mamma og pabbi slepptu af mér hendinni. Hún sagði mér um föðurættina en lítið um sína ætt. En hún var til á prenti, og gat ég lesið um hana, og á hana ennþá.

En ég man það helsta um nöfn á fóðurættinni, og finnst í minningunni að flestir karlmennirnir hafi drukknað í árnum sem skiptu suðurlandinu hér áður fyrr.

Yngsti sonur minn, hefur eitt af nöfnunum sem voru algeng í þessari föðurætt minni, Snjólfur.

Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 10.5.2008 kl. 11:03

22 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sá Sigrún mín, þær eru oftast bara mjúkar og eftirlátar.

Einmitt Helga Skjól min.  Málið er að þegar maður er orðin amma, þá yfirleitt er maður þroskaðri og hefur meiri tíma.  Og metur hann öðruvísi.

Knús Helga Vald mín.

Halga Magn. húsaðu þér að hafa lifað þessa tíma, með ömmu sem var með vinnukonur.  Ég veit að hér viðgengst hér áður að hafa vinnukonur.  Það er víst alveg búið í dag, nema það sé að byrja aftur hver veit á tímum peningahyggjunnar.

Það koma ýmsir karakterar í ljós þegar við ræðum ömmur G. Antonía mín.  Ætli afar séu ekki líka dálítið sérstakir í hugum okkar ?  Ef til vill ekki eins nánir og ömmur.

Takk fyrir blómvöndinn TíCí minn  Og hrósið. 

Halló kakóamma ! Hafdís mín.

Takk sömuleiðis Anna mín.

Góð Ragnhildur hehehehe...

Já eitt var merki okkar gengnu kvenna amma, það var auðmýktin og lítillætið.  Þ.e. flestar.  Amma mín var reyndar ekki svoleiðis.  Hún var ákveðin kona sem lét engann skipa sér eitt eða neitt.  En það er gaman að pæla svona í ömmum.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.5.2008 kl. 12:11

23 identicon

Já, ömmur eru ómissandi. Þær eru  mismunandi eins og allir aðrir. Mín var ekkert síknúsandi, en alltaf gott að kom til hennar sem ég gerði oft. Fór oft ein hjólandi eða gangandi út í Hnífsdal eða með þér Íja mín. Held ég hafi notið þess hjá henni seinni árin hennar að hafa komið sjálf. Þegar ég hugsa um ömmu koma upp í hugann pönnukökurnar hennar, "Sæmundur á sparifötunum", sem spurningaliðið flaskaði á og svo átti hún alltaf brjóstsykur í glerskál með loki, sem leit út eins og hæna. Mér hefur verið sagt af miðli að hún sé með mér og þykir gott.

Ég verð sennilega amman sem sagði sögurnar og sátt við það.

Man svo vel eftir að sitja í eldhúsinu hjá ömmu þinni og moka upp í mig kexi bleyttu í sætu kaffi. Og afi þinn í kjallaraholunni að dunda og spjalla við sjálfan sig og aðra sem við sáum ekki, en þótti ekkert eðlilegra

Dísa (IP-tala skráð) 10.5.2008 kl. 12:57

24 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hehehe Dísa já amma og kexið vætt í kaffisopa og sykri.  Ég var so sem ekki há í loftinu þegar ég byrjaði á að biðja hana um kaffisópa.   Já ég man eftir nokkrum hjólatúrum út í Hnífsdal til ömmu þinnar.  Sú amma sem segir sögur er örugglega mjög fræðandi, enda ertu minnug með afbrigðum mín kæra.

Velkomin hingað inn til mín Guðlaug mín.  Já það þarf stundum að skálda upp sögur, og auðvitað vitum við ekki allt.  En ansi margt þegar það telst saman.  Og það er alveg rétt hjá þér, við verðum í þeirra huga eins og ömmurnar okkar lifa með okkur.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.5.2008 kl. 21:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.2.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 88
  • Frá upphafi: 2022526

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband