9.5.2008 | 15:00
Talandi um vinkonur.
Þá fékk ég svo fallega kveðju inn á gestabókina mína, að mér fannst ég verða að setja hana inn hérlíka.
Ég var að leita að mynd af okkur sokkabandskerlunum, en fann bara ekki neina viðeigandi við þetta innlegg.
Takk fyrir þetta innlegg Ingunn mín elskuleg. Það gladdi mig mikið að lesa það. Knús og kossar til þín frá mér.
Ég veit að ég á myndir af okkur, og ætla að setja inn ef ég finn.
Kveðja frá gamalli sokkabandssöngkonu ;-)
Hæ elsku Ásthildur mín. Veistu það að dagurinn minn byrjar á því að athuga póstinn minn og þar á eftir....þín síða:-) Dagurinn er hreinlega ekki byrjaður hjá mér fyrr en ég er búin að kíkja á ykkur í kúluhúsinu... ég dáist svo að ykkur, hef reyndar alltaf gert, alveg frá því við vorum saman að syngja og sprella í Sokkabandinu forðum daga, mikið var gaman þá :-)Það er svo mikið og gaman að gerast hjá ykkur... og erfitt líka... dáist að ykkur að taka að ykkur öll þessi yndislegu börn sem ekki væsir um. Dáist líka svo mikið að börnunum ykkar, kraftmikið fólk sem veit hvað það vill og ef það fer út fyrir "brautina" þá kemur það sér inn á hana aftur.... super krakkar sem þið eigið elskurnar. Það var svo gaman að hitta ykkur í Laugardalnum fyrir hvað... einu eða tveimur árum síðan... og mér líður svo vel með að vídeospólurnar okkar eru í þinni vörslu..loksins... þó mig langi nú pínu pons í afrit af þeim ;-) Sokkabandstímabilið var eitt af mínum bestu tímabilum í lífinu.... það var svo gaman og gefandi að vera með ykkur stelpunum og sérstaklega þér Ásthildur mín. Nú og svo sakaði ekki að múrararnir okkar, pabbi minn og Elli þinn störfuðu svolítið saman (nýbúin að horfa á vídeo úr afmæli hjá pabba á Dalbrautinni í Hnífsdal... líklega þegar hann varð fimmtugur.... 20 ár síðan því hann hefði orðið/verður sjötugur núna þann 14. maí nk... þá var sko ekta vestfirsk partý...) ég á fullt af myndum þaðan...verð að senda þér nokkrar af ykkur heiðurshjónum - Ásthildi og Ella ;-) Þetta er víst orðið of langt til að vera smá klausa í gestabók en mig langar að segja svo margt Ásthildur mín... þú kenndir mér svo margt, komst mér út úr skel og varst mín besta trúnaðarvinkona á tímabili... betri leiðbeinanda hef ég ekki enn fengið :-) Ég óska þér og ykkur alls hins besta (ætti eiginlega að vera í vinnu hjá þér þar sem ég lærði í Gartnerskolen Söhus í Danmark blómaskreytingar og garðyrkjufræði en blessað bakið mitt leyfir ekkert skemmtilegt lengur ! Ég var spurð um daginn hvort mig langaði ekki að heimsækja Hnífsdalinn og allt þar um kring aftur ... ég sagði "nei" ég hef ekker þar að sækja en auðvitað er það bull!! Hefurðu séð síðuna www.hnifsdalur.blogcentral.is Það eru krakkar fædd frá 1970-1980 úr Hnífsdal sem ætla að hittast í sumar, margar skemmtilegar myndir þar og þau eru svo yndisleg þessar elskur, þau ætla að minnast Bubba míns með nokkurs konar legsteini um hann hjá týnda sjómanninum í kirkjugarðinum í Hnífsdal, ég hef sko tárast yfir minna tilefni.... féll eiginlega alveg saman að vita hversu víða hans er minnst... dásamlegt :-) Jæja elskan, ég kann ekkert á svona blogg, datt bara inn á gestabókina þína og ætla svo að reyna að senda þetta.. veit ekkert hvort þetta kemst til skila ... tölvuhæns.. það er ég !! Takk fyrir allt Ásthildur mín, ég lærði nýjar víddir við að kynnast þér, þú ert og verður alltaf "uppáhaldsstelpan" mín... ég á margar góðar og glæsilegar minningar frá okkar samskiptum og þinni trú á mér... ótrúlegt elskan og milljónfalt TAKK fyrir að leyfa mér að vera með á sínum tíma ;-) Flott lögin þín á síðunni, ég fékk svona smá flash back... oh það var svo gaman á æfingunum hjá okkur og tónleikunum... lögin þín hér á síðunni eru frábær og bara frábær :-) Skilaðu kveðju til Ella og barnanna og knús til elsku litlu skottana sem maður sér á hverjum degi á síðunni þinni :-) Það væri gaman að heyra frá þér Ásthildur mín... Hafðu það alltaf sem best elskan og margfalt knús og kram í kúluhúsið fallega frá Ingunni Björgvinsd. - fyrrv. söngkonu Sokkabandsins hahahhaha :-))))
Ingunn Bjorgvinsdottir (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 9. maí 2008
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.2.): 2
- Sl. sólarhring: 68
- Sl. viku: 88
- Frá upphafi: 2022526
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er fallegt og yndislegt og ég efast ekki um að þú átt þetta skilið.
Jenný Anna Baldursdóttir, 9.5.2008 kl. 15:05
Takk Jenný mín, það vona ég svo sannarlega. Og er afskaplega þakklát henni Ingunni minni.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.5.2008 kl. 16:34
Yndisleg skref til yndislegrar konu. Njóttu helgarinnar mín kæra
Ásdís Sigurðardóttir, 9.5.2008 kl. 17:00
Takk Ásdís mín
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.5.2008 kl. 17:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.