9.5.2008 | 13:48
Til heiðurs afmælisbarns.
Árið 1944, þann 9. maí fæddist stúlkubarn á Ísafirði. Það hefur ekki verið skráð í aðrar bækur en skýrslur sjúkrahússins og svo kirkjubækur, nema svona skýrslur og dót sem fylgir okkur alla leið. En þessari stúlku átti ég eftir að kynnast, þegar ég hafði aldur til. Hún var nefnilega nágranni minn frá barnsaldri og þangað til hún flutti úr foreldrahúsum. Og við vorum skólasystur, bekkjasystur og vinkonur. Svona vinir sem þurfa ekki endilega að hittast til að vináttan endist. Hún bara er, og verður meðan við báðar lifum. Dísa vinkona mín á sem sagt afmæli í dag. Hún er frábær vinkona og ég var nær daglegur heimilisgestur á hennar heimili. Enda mamma hennar frábær manneskja sem var gaman að spjalla við, hláturmild og bakaði bestu kleinur í heimi. Ég man ennþá hlátur hennar, sem var dillandi.
En Dísa vinkona mín býr í Reykjavík í dag, hún svarar stundum í færslunum hjá mér. Svo að ég sé og heyri meira af henni í dag, en í mörg ár á undan. Svona getur tæknin fært mann nær hvort öðru.
Ég vildi bara segia innilega til hamingju með afmælið Dísa mín. Megi allir góðir vættir vera með þér og vernda, og megir þú eiga gleðilegan afmælisdag
Knús á þig vinkona mín.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.2.): 1
- Sl. sólarhring: 67
- Sl. viku: 87
- Frá upphafi: 2022525
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Til hamingju með flottu vinkonuna elsku Ásthildur.
Kveðja vestur.
Jenný Anna Baldursdóttir, 9.5.2008 kl. 13:57
Ég óska ykkur til hamingju með hver aðra og Dísu óska ég til hamingju með afmælið.
Það er yndislegt hvað æskivinirnir standa alltaf nærri manni í huga og hjarta .
Sigrún Jónsdóttir, 9.5.2008 kl. 14:16
Takk Arna mín.
Takk Jenný mín.
Já Sigrún takk fyrir, það er nefnilega svoleiðis að á smærri stöðum voru nágrannar meira eins og fjölskylda, allavega við Seljalandsveginn var það svoleiðis. Við vorum öll mjög náin, er svei mér þá erum það ennþá, þó leiðir hafi skilið fyrir margt löngu.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.5.2008 kl. 14:19
Til hamingju með þessa góðu vinkonu Ásthildur mín. Og, vinkona - ef þú lest - þá til hamingju með daginn! Kveðja í helgina þína mín kæra Ásthildur - megi hún verða þér ljúf og góð!
Tiger, 9.5.2008 kl. 14:21
Takk sömuleiðis TíCí minn. Knús á þig inn í daginn minn kæri.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.5.2008 kl. 14:28
Sæl elsku Íja mín og takk fyrir kveðjuna. Ég var að opna tölvuna mína fyrst núna síðan á miðvikudag því þá fór ég inn á spítala í fræsingu. Þegar ég braut á mér olnbogann í lok nóvember fór salli úr beininu á milli inní olbogann og var ákveðið þá að bíða og sjá hvort það færi ekki sjálft. En beinin mín eru hluti af mér, með sömu nautþrjóskuna og ákáðu að hopa hvergi. Nú var hins vegar notaður tannlæknafræsari til að koma þeim burt og ég á að verða jafngóð og fyrr. En ég er að mestu búin að sofa síðan, en er nú öll að hressast. Krakkarnir eru búin að skipuleggja veislu hjá Svövu í kvöld mér til heiðurs og verður pantaður matur frá Nings. Mér líst vel á það þá þarf enginn að standa í miklu veseni við matinn. þegar við vonandi sjáumst í sumar verð ég eins og nýsleginn. Bestu þakkir til vina þinna fyrir kveðjurnar og kveðjur til fjölskyldunnar þinnar sem ég hef svo gaman af að fylgjast með.
Dísa (IP-tala skráð) 9.5.2008 kl. 17:12
Ef þessar beinflísar eru jafnþrjóskar og þú, hlýtur þessi tannlæknafræsari að hafa verið bara nokkuð góður
Njóttu kvöldsins elsku Dísa mín. Kveðjan þín til þeirra er hér með komin til skila.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.5.2008 kl. 17:58
Jahá, þetta vissi ég ekki. Það var nefnilega þannig að hjónunum á Hrafnabjörgum í Ögurhreppi fæddist stúlkubarn þennan sama dag (9. maí 1944). 20 árum síðar eignaðist hún systurdóttur á Ísafirði (þá sem hér skrifar). Við höfum það sem venju frænkurnar að halda upp á daginn saman, nú síðast 108 ár samtals. Síðan fékk ég litla frænku á átta ára afmælisdaginn, bestu afmælisgjöf allra tíma, hana Margréti Katrínu Guðna- og Sigrúnardóttur. Hann afi (Venni) dó svo þennan dag fyrir 26 árum, og fyrir sex árum skírðum við Stefán Mar á 38 ára afmælinu mínu. Þannig að 9. maí skipar stóran sess í minni fjölskyldu. Sendi Dísu frænku minni síðbúnar afmælisóskir.
Sigríður Jósefsdóttir, 12.5.2008 kl. 18:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.