Hið daglega veður, gróðrarvinna og allt hitt.

Dagurinn í dag var fallegur, en frekar kaldur miðað við undanfarna daga. En hann var góður til útivinnu.  Ég fór hamförum í dag með casoron, round up og klippur, já og járnkarl hehehe... ég set nefnilega niður græðlinga með járnkarlsaðferðinni.  Snemma á vorin, áður er rakinn fer úr jörðinni, er nefnilega upplagt að taka græðlinga af plöntum sem eru duglegar að róta sig og setja þær niður þar sem nóg pláss er fyrir þær með járnkarli.  Það þarf bara að gæta þess að þjappa nægilega vel niður jarðveginn við þær.   Ég hef komið til mörgum svona plöntum á opnum svæðum í bænum, þar sem þær prýða nú landslagið, í stað þess að vera fleygt eins og einhverju rusli. Ætli ég hafi ekki sett niður svona um 70 stykki í dag.  Svo er bara að vona að þær lifi sem flestar.  Mér er nefnilega meinilla við að henda plöntum.  Sérstaklega þegar það gengur svo vel að koma þeim til, með þessari aðferð á þessum tíma.

Járnkarlinn var rosalega þungur, svo nú er ég alveg búínn á því.  Fór í vel heitt bað, með róandi  baðsalti.  En þá vildu þær litlu endilega koma með ömmu ofan í baðið.  Hehehehe... ég gat ekki neitað þeim, svo við lágum allar í marineringu eftir vinnuna. 

Jorga mín fór sjálf og sótti stelpurnar.  Ég hef farið með henni, hún hefur fengið að aka bílinn undanfarið, ég hef bara setið með sem aukahlutur, til öryggis fyrir hana.  Í fyrramálið fer hún alveg sjálf með þær. 

IMG_6171

Nú er ég klædd og komin á ról, Jorga búin að greiða mér líka.

IMG_6172

Svona ósköp sætt systraknús.

IMG_6173

Og sú stutta lítur mikið upp til stóru systur.

IMG_6175

Hún fær sér Veetabix með sykri, þ.e. grófum sykri.

IMG_6179

Meðan skottið reynir að taka um dollu af afaskyri, eins og þessi tegund er köllluð á þessu heimili af öllum barnabörnunum.

IMG_6180

Aron Máni og Hanna Sól, að hrossast.

IMG_6176

eins og ég sagði var veðrið afar gott, en dálítið kaldara en í gær. 

IMG_6177

Það hafði verið smárigningarúði í nótt, en hafði stytt upp í morgun,  það komu samt dropar síðdegis aftur, vonandi ekkert til að slá á Round upið.

IMG_6181

Og ein kvöldmynd.

Það er bara gott gróðrarveður, þegar svona viðrar. 

Ég segi bara góða nótt elskurnar, vonandi hafið þið það öll gott knús á ykkur inn í nóttina. Ég ætla mér að fara blogghringinn á morgun.  Hlakka til að lesa það sem þið eruð að pæla í dag. Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Góða nótt, sofðu rótt, í alla nótt, mér heyrist þér ekki veita af.  Eftir erfiðan dag. - Þú ert sem sagt að græða allan bæinn líka. Þú ert alveg ótrúleg kona Ásthildur

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 8.5.2008 kl. 22:48

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Góða nótt súperamma.

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.5.2008 kl. 00:01

3 Smámynd: Brynja skordal

Mikið að gera núna Ásthildur mín hlakka til þegar við komust vestur næst og sjá hvað bærinn blómstrar eftir þitt handbragð knús inn í nóttina til ykkar í kúlunni

Brynja skordal, 9.5.2008 kl. 00:11

4 identicon

Gott að finna not fyrir járnkarlinn aldrei að vita nema minn verði notaður svona við tækifæri.

Gott að heyra að Jorga er dugleg og ekki með heimþrá.

Knús í hamingukúluna

Kidda (IP-tala skráð) 9.5.2008 kl. 00:36

5 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Góða nótt elsku Ásthildur mín ég sakna þín

Kristín Katla Árnadóttir, 9.5.2008 kl. 01:00

6 Smámynd: Tiger

   Uss Ásthildur mín, þú leggur alltof mikið á þig. Það er bara heilmikið batterí að vera með heimili og börn - en svo með heljar ræktarvinnu líka í þokkabót er nóg til að ganga fram að hörðustu einstæðingum. Eins gott að hjálpin þín standi sig vel elskulegust. Reyndu að fá fólk í kringum þig til að leggja þér lið þegar hægt er - og vonandi færðu góðan svefn þegar þér loks tekst að leggja höfuð á kodda.. knús á þig ljúfust!

Tiger, 9.5.2008 kl. 04:10

7 Smámynd: G.Helga Ingadóttir

Það er eitthvað svo fagurt og friðsælt mannlíf þarna hjá ykkur og tala nú ekki um börnin blíðu, meiri krúttin.

G.Helga Ingadóttir, 9.5.2008 kl. 09:09

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk öll sömul

Lilja mín,

Ég hef verið hér garðyrkjustjóri og með sambærilegt heiti í byrjun í um það bil 20 ár.  Það er því mest handbrögðin mín sem maður sér, þegar komið er til Ísafjarðar.  Þegar ég kom til starfa hét Ísafjörður sóðalegasti bær á Íslandi, ég er ekki að ýkja, né hreykja mér.  Í dag er hann kallaður túlípabærinn, vegna 7000 stykkja af túlípönum sem ég hef plantað undanfarin ár.

Það var líka átak að byrja; hvað heldurðu nú að það þýði að tyrfa og setja niður gróður; sagði fólk, þetta verður allt eyðilagt og skemmt.  En svo eftir því sem bærinn lagast, þá gengur fólk betur um. 

Það er samt alltaf sárt þegar maður sér að fólk hefur eyðilagt og skemmt gróðurinn. 

Takk Helga mín, ég svaf eins og engill í nótt eftir allt erfiðið.

Góðan daginn Búkolla mín.

Góðan daginn á þig elsku Jenný mín.

Takk Brynja mín og velkomin vestur.

Já Kidda mín, járnkarlinn er góður, samt er betra að fá sér lítinn járnkarl, það gengur betur við svona vinnu. 

Góðan daginn Katla mín.

Knús á þig líka TíCí minn og alltaf ertu jafn sætur í þér.  Já ég svaf eins og barn í nótt.  Hélt að ég yrði undirlögð af harðsperrum í dag, en nei ég er bara í fínu formi. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.5.2008 kl. 09:13

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Átti að vera 30 ár, því ég byrjaði í þessu starfi 1978.  en hef unnið með hléum hjá Ísafjarðarbæ síðan 1966.   Fyrst á skrifstofunni, og síðan hringdi þáverandi bæjarstjóri í mig og spurði hvort ég gæti tekið að mér að hugsa um skrúðgarða bæjarins en þeir höfðu þá verið í niðurniðslu í um það bil tíu ár.  Ég var þá formaður garðyrkjufélags Ísafjarðar, og þess vegna leitaði hann til mín. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.5.2008 kl. 09:16

10 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

þú ert sannkölluð skrúðgarðarkona, og gerir fallegt fyrir þig og aðra.

hér býr líka barnabarn, ósköp notalegt

Blessi þig

og blómin

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 9.5.2008 kl. 11:27

11 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Ó, Ásthildur mín, alltof margir dagar síðan ég hef kíkt hingað til þín, myndirnar þínar taka mann alltaf í svo æðislega skreppitúra vestur. Þú ert líka með grænustu fingur sem ég hef séð á konu sem ekki er geimvera, hehehe. Mikið vildi ég að ég hefði kynnst þér betur á fyrirwestan-árunum mínum. Þú ert aldeilis frábær bara, kella mín. Stórt knús á þig og alla sem ég þekki! xxxx

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 9.5.2008 kl. 13:14

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Knús inn í daginn Jóhanna mín

Jamm Hanna Birna ÁST, það er það sem það snýst um.

Takk Steinunn mín. Knús á þig inn í daginn

Hahahaha Helga mín, hvað garantí hefurðu fyrir því að ég sé ekki geimvera  Takk fyrir hlý orð, og já það er synd og skömm að við skyldum ekki ná að kynnast betur þá.  Stórt knús á þig líka.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.5.2008 kl. 13:39

13 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Ásthildur mín, þú ert alveg stórkostleg kona.  Skilur eftir hjartablóm og plöntublóm hvar sem þú ert. Snyrtir og skreytir bæinn þinn og svo skrifin þín og myndirnar á bloginu sem skilja eftir rósir og fegurð í hjörtum okkar sem sjáum.  Yndisleg

Ragnhildur Jónsdóttir, 9.5.2008 kl. 14:48

14 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir það Ragnhildur mín.  Knús á þig inn í helgina.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.5.2008 kl. 14:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.2.): 1
  • Sl. sólarhring: 69
  • Sl. viku: 87
  • Frá upphafi: 2022525

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband