Kúlan og allt sem henni fylgir.

Jamm hér er allt að vorast og verða yndislegra og betra, sumarið við næsta horn.

Snjórinn fer fljótt og vel, skíðasvæðið að verða snjólaust, og allursnjór farin úr byggð.

IMG_6119

Þessi litla stubba er ótrúlega skapstór, og lætur ekki sinn hlut.  Vill til að Jorga er þolinmóð.

IMG_6122

Fallegur morgun ekki satt.

IMG_6124

Hanna Sól komin á leikskólann, annars má ég víst ekki birta svona myndir að ungunum á leikskólanum, nema með leyfi foreldra.  Þau eru bara svo flott þessar elskur.

IMG_6125

Bak vil luktar dyr... eru skólasystkin Ásthildar.

IMG_6127

Þessi er tileinkuð Sigrúnu bloggvinkonu, aðalgatan á Suðureyri með elskaðan Göltinn i baksýn. Suðureyri böðuð sól.

IMG_6128

Þar sem við höfðum skilað af okkur börnunum á leikskólan heyrðum við lögreglusýrenur í þorpinu, þar kom löggubíll á rosalegri ferð og sjúkrabíll á eftir, ég mundaði náttúrulega myndavélina.

IMG_61281

Út stökk löggumann með tækið góða, hjartahnoðtækið, sem bjargað hefur nokkrum mannslífum núna bara á stuttum tíma.

IMG_6129

en allt fór vel, það var bara gamall sjómaður sem hafði dottið í sjóinn.  Hann var fluttur á sjúkrahúsið til aðhlynningar og ég frétti svo að hann væri komin heim, annars hefðu þessar myndir ekki birst hér.  Ég myndi aldrei setja inn myndir af slystað þar sem dauðaslys hefði átt sér stað, nógur er sársaukin samt hjá aðstandendum, þó ekki bætist við fréttaþyrstir blaðamenn og ljósmyndarar.

IMG_6132

Börn að leik á skólalóðinni.  Halló amma glumdi þar líka, ég er vel þekkt hehehehehe.

IMG_6133

Ég fór að láta skipta um dekk á bílnum mínum, nú eru engir naglar lengur. 

Við fórum í sund á Suðureyri stelpurnar og Jorga, þegar hún áttaði sig á því að þetta var útilaug, varð hún angistarfull, það er allof kallt sagði hún, ætlarðu virkilega í útisundlaut ?

Já hún er heit, sagði ég.  Hún horfði á mig í forundran, ókey, sagði hún svo, ég ætla að prófa.

Svo varð hún aldeilis hissa á hve heitt vatnið var.

Og; mikið er sjórinn hreinn við ströndina, sagði hún.  Já glöggt er gests augað.

IMG_6134

Þetta eru vorboðar.

IMG_6135

Og grasið farið að grænka.

IMG_6136

Svo var náttúrulega grillað.

IMG_6141

Hún er eins og amma sín, sagði afi, vill endilega naga beinin. hehehe

IMG_6146

Jóhanni bloggvini fannst haninn flottur, Úlfu datt í hug að setja upp prik fyrir hann, við kjallaradyrnar.  Skepnan byrjar að gala kl. 4 á morgnana, og svo galast þeir á, hanarnir þessi stóri upp á lóð, og þessi litli í garðskálanum.  Ég keypti eyrnatappa í dag fyrir alla fjölskyldunaBlush

IMG_6149

Það kom í ljós að Jorga okkar er hárgreiðsludama, hún fléttaði Hönnu Sól í dag.

IMG_6150

Sæt saman.

IMG_6152

Líka sætar saman.

IMG_6153

Kvöldfegurð, fjallið himininn skýin mynda orku sem maður tekur inn og nýtir sér endalaust.

IMG_6154

Afi og Sólin gantast.

IMG_6156

Hér sést fléttan hennar Jorgu. 

En ég segi bara knús á ykkur öll inn í nóttina.  Það fer að verða meira að gera hjá mér í vorverkum, en ég vil ekki missa af ykkur, og ætla mér því að reyna að vera dugleg að heimsækja ykkur og senda inn myndirnar mínar.  Þið eruð öll svo yndæl.  Knús á ykkur inn í nóttina. Heart

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Æi, Ásthildur mín þú ert svo yndisleg, takk fyrir mig.  Rosalega er snjórinn fljótur að hverfa, það var allt hvítt fyrir nokkrum dögum síðan.  Myndirnar þínar sýna alltaf sömu ljúf- og skemmtilegheitin í Töfrakúlunni þinni.

Sigrún Jónsdóttir, 6.5.2008 kl. 22:37

2 identicon

Sé að það er alltaf nóg að snúast hjá þér Cesil. Gott mál. Er farið að vora fyrir Westan?

Hafðu það nú gott. nnillóp

Njörður (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 22:39

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Veistu að þó þú hafir bara tíma til að setja inn þessar myndir og senda eina kveðjur á alla þá dugir það alveg í bili, það er svo gaman að fá að fylgjast með lífinu hjá ykkur.  Hafðu það ávallt sem best mín kæra.

Ásdís Sigurðardóttir, 6.5.2008 kl. 22:40

4 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Takk fyrir að deila deginum þínum með okkur, líst vel á óperuna þína knús inn í nóttina

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 6.5.2008 kl. 22:47

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já Sigrún hann er sko fljótur að hverfa í sólinni og hlýjunni sem er hér núna.

Takk Njörður minn, ekki er þetta Njörður Njarðvík, sá sem bjó hér fyrr á Grænagarði tvö ?  Ásamt svo mörgu fleiru góðu.

Takk Ásdís mín.  Knús á þig líka inn í nóttina.

Takk Hulda  mín knús á þig líka.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.5.2008 kl. 22:56

6 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Knús inn í nóttina mín elskuleg

Kristín Katla Árnadóttir, 6.5.2008 kl. 23:03

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.5.2008 kl. 23:22

8 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Já yndislegar mannlífsmyndir Cesil, alltaf jafn skemmtilegt að skoða, kær kveðja vestur.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 7.5.2008 kl. 00:54

9 Smámynd: Linda litla

Stórt knús til ykkar fallegu vestfirðingar. Fallegar myndir eins og alltaf. Ef að ég á einvher tímann eftir að fara á vestfirðina, vertu þá viss um að ég á eftir aðkíkja til þín í kúluna, þú ert alveg yndisleg kona Ásthildur.

Linda litla, 7.5.2008 kl. 00:56

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Knús á þig líka Katla mín

Knús Jenný mín

Knús Helga mín

Takk GMaría mín.

Linda mín vertu bara ævinlega velkomin að kíkja við.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.5.2008 kl. 01:18

11 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Mátti til með að heilsa upp á þig mín kæra Ásthildur.  Kveðja

Þorkell Sigurjónsson, 7.5.2008 kl. 05:32

12 Smámynd: Helga skjol

Helga skjol, 7.5.2008 kl. 06:13

13 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

gangi þér vel með allt, það er greinilega rosalega mikið að gera hjá þér.

knús inn í daginn.

steina sem er sólarmegin í lífinu

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 7.5.2008 kl. 06:16

14 Smámynd: Svala Erlendsdóttir

Svala Erlendsdóttir, 7.5.2008 kl. 08:53

15 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Þorkell minn og góð kveðja til þín líka.

Knús Helga mín.

Knús á þig líka inn í daginn Steinunn mín.

Já Arna mín, það léttist lundinn í réttu hlutfalli við birtinguna.  Og orkan eykst.

Knús Búkolla mín.

Knús Svala mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.5.2008 kl. 09:43

16 identicon

Kíki hér við af og til og les pistlana þina, alveg frábærir ;-)

Er frá Suðureyri og finnst svo gaman að sjá fallegar myndir að vestan og fylgjast með lífinu á fjörðunum.  Takk kærlega fyrir þetta allt saman.  Var fyrir vestan á blakmótinu og það var mikið fjör og gaman, keyrði svo suður á mánudeginum í þessu líka fallega veðri.  Kem til með að kíkja inn á síðuna þína áfram.  Hafið það sem allra best á einum af flottasta hluta Íslands, Vestfjörðum.

Kveðja af Skaganum 

Anna Bja (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 10:23

17 Smámynd: Jóhann Elíasson

Alltaf eru myndirnar þínar jafn fínar.  Þakka þér kærlega fyrir að deila þeim með okkur.  Gott að vita að "gamla" sjómanninum varð ekki meint af, það eina sem kannski situr eftir, hremmingarnar, er kannski sært stolt.  Haninn "fílar" sig flott á nýja prikinu sínu

Jóhann Elíasson, 7.5.2008 kl. 10:31

18 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir hlý orð Anna mín, og velkominn inn á síðuna mína.

Takk Jóhann minn, jamm hann fílar sig fínt þessi elska á prikinu.

Já það var sannarlega gott að honum varð ekki  meint af volkinu karlgreyinu. 

Takk fyrir mig.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.5.2008 kl. 11:34

19 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hrönn Sigurðardóttir, 7.5.2008 kl. 11:37

20 Smámynd: Tiger

     
Já, besta mamman og besta amman - þú mín kæra færð prik vikunnar bara fyrir hve ljúf og yndisleg þú ert í öllum þínum samskiptum sem þú sýnir okkur svo fallega hérna á blogginu. Þú ert dásamleg kona Queen Ásthildur - ekkert skrítið að orðið "Ást" er upphafið af nafninu þínu mín ljúfa og kæra kona.. eigðu yndislegan dag!

Tiger, 7.5.2008 kl. 14:57

21 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Vá takk fyrir þetta TíCí minn.  Ég fer hjá mér við svona rosalegt hrós.  En mikið er samt gaman að móttaka það ég þakka þér kærlega fyrir mig.  Knús í krús.

Sömuleiðis Hrönn mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.5.2008 kl. 19:17

22 Smámynd: Eyrún Gísladóttir

Æðislegar myndir mættu nú alveg vera fleiri af þér haha.

Eyrún Gísladóttir, 7.5.2008 kl. 19:50

23 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Ó, hvað þetta eru allt fallegar myndir, og alltaf jafn fallegt á Suðureyri. Hvaðan er þessi glettnislega Jorga ópera? Mikið er hún geislandi stúlka.  Litla nafna þín virðist bara sátt við hana, stríðir henni ögn, það spáir góðu.  Vonandi er sumarið komið fyrir alvöru eins og manni finnst reyndar, þegar maður skoðar myndirnar þínar.  Hafðu það sem allra, allra best . Kveðja LG

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 7.5.2008 kl. 20:58

24 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hahaha Eyrún mín.  Skal athuga það. 

Óperan mín er frá Litháen.  Hún er rosalega dugleg stúlka og stelpurnar hafa alveg fallið fyrir henni.  Það er gott.  Vonandi tekst mér að halda í hana.  Takk Lilja mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.5.2008 kl. 21:40

25 Smámynd: Solla Guðjóns

Solla Guðjóns, 8.5.2008 kl. 08:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.2.): 1
  • Sl. sólarhring: 69
  • Sl. viku: 87
  • Frá upphafi: 2022525

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband