6.5.2008 | 13:13
Tíminn og ég framhald. (smá mömmó)
Tíminn og ég er svo sannarlega réttnefni. Hafði bókstaflega engann í gær, hvað þá orku. Þetta stendur samt allt til bóta, því Peran mín er heillasending, ljúf og hlý og dugleg, hún kemur stelpunum vel að sér, og kann tökinn, enda móðir sjálf.
'Eg ætla að svara ykkur í kvöld, og fara blogghringinn. En núna langar mig að setja inn myndirnar frá því í gær, sem ég hafði ekki orku til að setja inn þá. Knús á ykkur öll inn í daginn, og svörin ykkar gleðja mig mikið, þó ég hafi ekki haft tíma til að svara þeim.
Veðrið var fallegt í gær, og er ennþá fallegra í dag, með sól og hlýju.
Speglunin segir bara eitt LOGN.
Stúlkurnar tilbúnar í leikskólann.
Prinsessan opnar sínar dyr sjálf.
Sú stutta fær ókeypis burð.
Mér finnst öll störf jafn þýðingarmikill, og auðvitað á að kynna börnunum sem flest störf, hér er starfskynning í ruslasöfnun.
Og auðvitað glumdi við Halló amma!, því allstaðar á ég hauka í horni.
Já veðrið er hið fegursta hér á hjara veraldar.
Það má segja að þetta sé alþjóðlegur vinnustaður, Pólland, Ísland og Litháen. Svo bætist við kona frá Portúgal í vikunni. Þessi þrjú eru harðdugleg í prikluninni.
Afi minn er múrari, þess vegna tékka ég á hvort hellurnar eru fastar fyrir.
Maður þarf að fá sér fisk í matinn.
en við borðum samt úti í garðskála.
Svo þarf maður aðeins að sulla, það tilheyrir þessum aldursflokki.
Og spjalla við afa, djúbbi djúbbi, dí.
Leikræn tjáning, þessar eru fyrir Lilju bloggvinkonu mína og Elvar Loga, hefurðu séð dramatískara leikrit ? Act alone? Elvar Logi, hún er örugglega liðtæk á Act alone vikuna hjá þér ekki satt ?
Hærra til þín !
Með hádramatískum endi Sem betur fer var myndavélin við hliðina á mér. Því þetta var alveg dásamlega flott móment.
Jorga nær henni mjög vel að sér, sem er þýðinarmikið, því yfirleitt tekur það viku að ná henni á sitt band.
Prinsessurnar mínar vilja klifra upp á allt, hvar sem er. Jafnvel upp á matarborð.
Hér er rómantísk tjarnamynd, hér er verið að skoða fiskana. Prakkarann og fleiri. Þeir eru vaknaðir til lífsins, eftir svefn vetursins.
Og enn ein falleg kvöldmynd. ég hugsa til ykkar, og bæði fer blogghring og les svörin ykkar í kvöld. Knús á ykur öll.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.2.): 1
- Sl. sólarhring: 69
- Sl. viku: 87
- Frá upphafi: 2022525
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mér líst vel á hana Jorgu. Hún er með hlýtt yfirbragð. Til hamingju með hana.
Stelpurnar eru auðvitað dásamlegar og sú stutta með mikla leikhæfileika.
Ég get nú ekki annað en brosað þegar ég sé Hönnu Sól með kórónuna og í sínum eilífu múnderíngum. Jenný Una er nefnilega á prinsessuflippi líka. Harðneitar til dæmis að fara í buxur, bara kjóla, prinsessukjóla.
Knús
Jenný Anna Baldursdóttir, 6.5.2008 kl. 13:43
Heh, ég ætlaði að segja að þær yrðu góðar saman.
Jenný Anna Baldursdóttir, 6.5.2008 kl. 13:44
Gott að það er mikið að gera. En heyrðu nú dettur mér í hug eitt sem þú getur kannski sagt mér til um. Eða hvar fæ ég hvítan kartöfludúk (var í Húsasmiðjunni og þeir eiga þetta ekki til) vantar þetta nefnilega fyrir leiksýningu sem ég er að vinna í samstarfi við Litla góða Leikklúbbinn.
Elfar Logi Hannesson, 6.5.2008 kl. 14:16
Alltaf yndislegt að kíkja til þín Ásthildur mín og þú átt alveg dásamlega fjölskyldu.
Knús inní daginn til þín og allra þinna
Helga skjol, 6.5.2008 kl. 14:20
Mér líst vel á peruna þína, hún virkar amk fín á mynd. Oft getur maður séð á myndum hvernig fólk er.
Eigðu góðan dag.
Linda litla, 6.5.2008 kl. 14:22
Æðislegar myndir gott að allt gengur vel með aðstoðar skvísuna ykkar sendi koss á fallegu vestfirðina hafðu ljúfan dag Elskuleg
Brynja skordal, 6.5.2008 kl. 14:28
Knús í "töfrakúlu". Gott að óperan þín stenst væntingar, því þú þarft svigrúm til að anda og slaka.
Sigrún Jónsdóttir, 6.5.2008 kl. 14:46
Þú ert örugglega besta amma á vestfjörðum. Alltaf gleði í myndunum þínum. Hugsaðu þér undirstöðuna sem börnin fá í líf sitt að vera svona hjá ykkur. Þetta er svo ljúft og yndislegt. Hjartanskveðja til þín elsku Ásthildur
Ásdís Sigurðardóttir, 6.5.2008 kl. 14:55
Flottar myndir frá bestu Ömmu Eigðu góðan dag Ástildur mín
Kristín Katla Árnadóttir, 6.5.2008 kl. 15:14
Var aðeins að kíkja á prinsessurnar og fallegu myndirnar.
Ég fékk oft að heyra það í fyrra að Hanna Sól væri sko prinsessa og þar af leiðandi yrði hún að fara í kjól eða pils
Hafið það gott
Hjördís P. (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 16:37
Þér hefur örugglega ekkert veitt af að fá Jorgu. Af hverju kallarðu hana Peru (er ég kannski að misskilja eitthvað?)? Hvað er priklun? (Vá hvað ég er að opinbera fáfræði mína)
Laufey B Waage, 6.5.2008 kl. 18:16
Ég áleit að Pera væri stytting og íslenskun á Au-Pair, held það sé rétt. Ekki veit ég hvað priklun er heldur. Það er gott að þú ert komin með svona fína stelpu til aðstoðar, ekki virðist veita af.
Ég er alveg útvötnuð þegar ég er búin að vera með dóttursoninn í nokkra sólarhringa, hvað þá að hugsa um þessi kríli dag og nótt. Ég var með hann einu sinni í nokkra daga þegar hann var um tveggja ára, ég klæddi hann til að fara með í leikskólann og var sjálf algjörlega ótilhöfð og fór svo aftur heim til að fara í sturtu og í vinnuna! Dáist að ungum mæðrum í dag og dugnaðinum í þeim OG þér að sjálfsögðu Ásthildur fyrir að taka að þér þessa vinnu með ungana.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 6.5.2008 kl. 18:50
Nú er hvasst og beljabdi rigning á mér
Solla Guðjóns, 6.5.2008 kl. 19:34
Gott að sjá að þú ert að safna smáorku. Eitt það versta sem maður gerir er að tæma geyminn, þá verður maður eins og rafgeymir á bíl, heldur alltaf hleðslunni styttra og styttra þar til maður neyðist til að taka pásu hvort sem líkar betur eða verr. Nýttu þér Jorgu meðan þú hleður þig.
Dísa (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 20:15
Yndislega leikræn tilþrif þarna hjá litla skottinu, mér datt helst til hugar Shakespare leikari Hún virðist vera ljúf peran þín, alla vega eftir myndum að dæma.
Huld S. Ringsted, 6.5.2008 kl. 21:24
Takk öll saman, já Pera er komin af Aupair. Svona smá stytting
Takk Búkolla mín.
Jenný þegar þú bregður þér vestur með litla skottið, þá hittast þessar tvær prinsessur, fer ekki kóngafólkið í heimsóknir svona til siinna líka ? Það væri nátturulega alveg tilvalið hjá þér að koma vestur í heimsókn með hana Jenný Önnu.
Elvar Logi eins og Esú sagði, komið til mín, þið sem þunga og byrðar dagsins bera. hehehehe ég er nokkuð viss um að ég á svona dúk, veit ekki hversu mikið af honum ég á, en ég skal skoða það.
Gott mál elsku Helga mín, hringdu bara í mig, það væri gaman.
Knús á þig líka Helga skjól mín.
Linda ég er nokkuð viss um að stelpan er bæði ljúf og líka klár. Við náum allavega mjög vel saman.
Sömuleiðis og takk Brynja mín.
Takk Sigrún mín, já þetta hefur verið ansi svona strekkjandi... eða þannig.
Æji takk Ásdís mín elskuleg. Alltaf jafn yndisleg.
Sömuleiðis Katla mín, bestust.
Knús á þig Hallgerður mín.
Já Hjördís, hún er sko prinsessa par exelans heheheh....
Laufey mín, þú ert ekki að misskilja neitt, hún heitir Jorgitam, svona eins og Birgitta. Og kölluð Jorga, en ég er að stytta Aupair.
Talandi um það Jóhanna mín, já, stundum bara fær maður einhverja aukaorku þegar á reynir. En ég stend nú sem betur fer ekki ein í þessu, Elli minn er nú betri en enginn, Úlfur líka duglegur og núna auperan. Hún virðist ætla að reynast mér vel. Hún er reyndar vinkona Áru, svo hún þekkir mig af afspurn, og þorði samt að koma LOL
Takk Jónanna B. mín.
Oj Boy Solla mín, hér er bongóblíða.
Knús til baka Gréta mín.
Já einmtt Dísa mín, alveg rétt hjá þér. Og já ég ætla mér að nýta mér hjálp þessarar yndislegu stúlku meðan ég get.
Já Huld mín hún er ljúf, og þetta er ekkert minna en Sakespare sko hehehehe...
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.5.2008 kl. 21:58
Það hlaut að vera. Ég hef kannski ekki tekið eftir þessari styttingu fyrr, af því að ég sjálf kalla þær (Aupair-stúlkurnar) alltaf óperur. En hvað er priklun?
Laufey B Waage, 7.5.2008 kl. 08:46
Mig langar bar til að koma strax til þín í heimsókn, þegar ég sé myndirnar þínar af vorkomunni fyrir vestan.
Jóhann Elíasson, 7.5.2008 kl. 10:37
Laufey mín, priklun er eiginlega á íslensku dreyfplöntun. Þegar maður tekur sáðplönturnar og setur þær í stærri potta.
Vertu bara velkominn Jóhann minn.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.5.2008 kl. 11:28
Ætlaði ekki að öskra svona, og svo er þetta víst dreifplöntun hehehe
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.5.2008 kl. 11:29
Dúkamaðurinn hér - já gott mál þurfum ekkert mikið af dúknum ca. 4 metra eða svo - hvenær má ég sækja gripinn?
Elfar Logi Hannesson, 7.5.2008 kl. 16:22
Hringdu í mig í hádeginu á morgun og við mælum okkur mót Elvar Logi.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.5.2008 kl. 19:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.