Tíminn og ég...... eða þannig.

Hér er ennþá verið að fljúga í þessum rituðu orðum, en það var ekki flogið í dag, austanátt og þvert á brautina.  En hér var risamót um helgina, Blakmót, og svo Fossavatnsgangann, og bara á blakmótinu voru um 700 manns, og eitthvað hefur nú komið af skíðagöngufólki, allstaðar að úr heiminum í Fossavatnsgönguna.  Svo það voru áætlaðar 11 flugvélar hingað í dag.  En eins og allir sem þekkja til vita, þá kemur yfirleitt logn á kvöldin, og núna er orðið svo bjart frameftir, að það var hægt að fljúga í kvöld.  Vonandi hafa allir náð til síns heima. 

IMG_6039

Hér er peran mín, ég er viss um að okkur mun líka vel við hana, og vonandi líkar henni vel við okkur.  Hún lofar allavega góðu, ljúf og dugleg.  En það mun koma í ljós.

IMG_6041

Töffarinn og prakkarinn Ásthildur Cesil á leið í afmæli til Isaacs Loga.  Hanna Sól, og Úlfur fóru í sund með pabba Úlfs, og fjölskyldu.

IMG_6042

Jamm það var dálítið hráslagalegt í Hnífsdal í dag.

IMG_6043

En inni var auðvitað notalegt og gaman.

IMG_6045

Ömmustrákur á tryllitæki sem hann fékk frá mömmu og pabba.  En það kom í ljós að drengurinn er karlremba, því hann vildi ekki að Ásthildur æki gröfunni, en lánaði góðfúslega öðrum strák græjuna LoLHeart

IMG_6054

Isobel ömmuprinsessa.

IMG_6050

Litlu systkinin. 

IMG_6055

Þessi er fullur...................................................................... af sælgæti og bíður þess að vera laminn i spað.  En við þurftum að fara, því ég var búin að bjóða hluta af fjölskyldunni minni að borða með okkur, þau voru að flytja í dag og í gær.

IMG_6057

Það er gaman að leika sér í góðu tómi.

IMG_6058

Þessi er sett inn fyrir Hnífsdölsku vinina mína, skólinn og kapellan.

IMG_6059

Hott hott á hesti !!!

IMG_6061

Sigurjón Dagur með mömmu sinni.

IMG_6065

Sóley Ebba spilar á píanóið.

IMG_6067

Hanna Sól inn í ömmuskáp.

IMG_6070

Og Ásthildur líka inn í ömmuskáp.

IMG_6072

Þessi glæsilegi hani er nýjasta gæludýrið..... eða þannig, hann er dverghænsni, og það voru engar hænur eftir hjá honum í hænsnakofanum, og stóri haninn lagði hann í einelti, svo við ákváðum að taka hann niður í garðskála, þar unir hann vel hag sínum, galar að vísu hátt ef Brandur er einhversstaðar nálægt, og svo galar hann hátt og snjallt á morgnanna, svo ekki þarf lengur á vekjaraklukku að halda.  Mætti seinka honum aðeins, hann byrjar kl. fimm Blush

en ef einhver þekkir til og veit af dverghænum einhversstaðar, sem þurfa nýtt heimili og glæsilegan hana, þá endilega hafið samband. 

IMG_6075

Kamelíufrúin mér sýnir á sér flottustu hliðina ever.  Glæsileg og flott.

IMG_6077

Og svo borðuðum við saman angi af fjölskyldunni minni.  Auðvitað læri með tilheyrandi.  En ég vona að nú fari aðeins að slakna á í kring um mig.  Mér lýst allavega vel á þessa ungu konu sem er komin hingað langa leið til að hjálpa mér, og ég er þakklát fyrir það. 

Og ég segi bara góða nótt mínir elskulegu bloggvinir og aðrir lesendur sem hingað koma inn.  Knús á ykkur öll. Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Góða nótt, sofðu rótt!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 4.5.2008 kl. 23:02

2 identicon

Skemmtilegur dagur hjá ykkur. Alltaf nóg að gera hjá þeim litlu. Til hamingju með nýju óperuna, hún dugir örugglega lengur. Góða nótt.

Dísa (IP-tala skráð) 4.5.2008 kl. 23:08

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Knús Helga mín

Sömuleiðis Jóhanna mín.

Jamm Dísa mín, þær hafa svo sem nóg að bardúsa þessar dúllur.  Vonandi vill hún vera áfram. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.5.2008 kl. 23:15

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 5.5.2008 kl. 00:37

5 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Æ, hvað það er gott að þú skulir vera komin með nýja óperu.  Vonandi gengur allt betur með hana, en hina fyrri.  Veistu hvað varð um þá stúlku? Kv. LG

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 5.5.2008 kl. 00:39

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Knús Jenný mín.

Lilja já þessi stúlka er reyndar vinkona Áru, hún fór heim, og lagði inn gott orð til mín við þessa.  Ára var bara ekki tilbúin, þessi virðist vera það.  Knús á þig inn í nóttina ljúfust.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.5.2008 kl. 01:02

7 Smámynd: G Antonia

Alltaf jafn gaman og notalegt að kíkja hingað, bæði lesning og myndir. Líst vel á þessa stúlku og vona að það gangi vel með hana....Alltaf svoo mikið líf og fjör á þínum bæ og elska, það sést í gegnum allt.

Knús á þig Ásthildur Cesil mín og góða nótt til þín einnig **

G Antonia, 5.5.2008 kl. 02:00

8 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Góðan daginn elskuleg.  Vonandi aðeins meiri hvíld fyrir þig með nýja óperu þér til aðstoðar, ekki veitir af.

Sigrún Jónsdóttir, 5.5.2008 kl. 10:44

9 Smámynd: Júlíus  Garðar Júlíusson

Kæri bloggari.

Áskorun....Prikavika í bloggheimum .....nú gefum við prik dagsins alla þessa viku í bloggheimum. Þú finnur eitthvað jákvætt, einstaklinga eða hópa sem hafa staðið sig vel.....og þeir fá
Prik dagsins
Kveðja Júl Júl.  P.s skoraðu á sem flesta að taka þátt

Júlíus Garðar Júlíusson, 5.5.2008 kl. 10:57

10 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Góðan dag Ásthildur mín eigðu góðan dag elskuleg

Kristín Katla Árnadóttir, 5.5.2008 kl. 11:23

11 Smámynd: Jóhann Elíasson

Rosalega er haninn flottur!!

Jóhann Elíasson, 5.5.2008 kl. 11:33

12 Smámynd: Eyrún Gísladóttir

ALLtaf jafn mikið um að vera á þínum bæ haha.

Hafðu það gott.

Eyrún Gísladóttir, 5.5.2008 kl. 13:00

13 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

mikið að gera hjá þér, það er greinilegt !!!

BlessYou

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 5.5.2008 kl. 14:13

14 Smámynd: Brynja skordal

Æðislegar myndir gott að peran er kominn í hús til ykkar hafðu ljúfan dag Elskuleg

Brynja skordal, 5.5.2008 kl. 15:33

15 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég held mér lítist vel á peruna þína.  Líf og fjör í kúluhúsi, henni ætti ekki að leiðast dvölin hjá ykkur 

Ásdís Sigurðardóttir, 5.5.2008 kl. 17:21

16 Smámynd: Tiger

Góðan daginn ljúfi hamingjubolti. Greinilega mikil hamingja með veisluhöld hjá litla fólkinu, enda góðgæti og nammi ásamt gjöfun náttúrulega. Yndislegt að sjá myndirnar þínar Ásthildur mín, ætíð jafn mikil kæti og læti. Stórkostleg nýja vekjaraklukkan ykkar, ekki verra að hafa hana án battería sko.. eða þannig.

Mikið knús á þig yndislega kona og hafðu yndislega viku framundan, vonandi verður stúlkan ykkar nýja góð - lítur út fyrir að vera dugnaðarforkur stúlkan sú.

Tiger, 5.5.2008 kl. 18:13

17 Smámynd: Solla Guðjóns

Hæjj Ég hef ekki mátt vera að því að kíkja í tölvu  nema pínku pons.

Ég er bálreið yfir þessu þarna innflytendamáli

Myndirnar þínar af skápastelpunum og ömmprinssessu og litlu karlrembunni og Blómunum og Ísafirði gera mig glaða.

Solla Guðjóns, 5.5.2008 kl. 20:10

18 Smámynd: Huld S. Ringsted

Æðislegar myndir af öllu barnaláninu í kringum þig! og gott að þú ert búin að fá aðstoð, veitir sjálfsagt ekki af.

Huld S. Ringsted, 5.5.2008 kl. 20:26

19 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hrönn Sigurðardóttir, 5.5.2008 kl. 22:09

20 Smámynd: Linda litla

Yndislegar myndir hjá þér Ásthildur.

Hafðu það gott í kúlunni þinni.

Linda litla, 5.5.2008 kl. 22:29

21 identicon

Sæl Ásthildur mín.

Alltaf jafn spennandi að líta síðuna þína. Flottur Hani. Og Vestfirðska sumarið er á leiðinni hægt og hljótt.

Heyrumst.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 00:15

22 Smámynd: Elín Katrín Rúnarsdóttir.

KNÚS Á ÞIG INN Í NÓTT OG NÆSTA DAG, MEGI HANN VERÐA FULLUR AF TÆKIFÆRUM

Elín Katrín Rúnarsdóttir. , 6.5.2008 kl. 01:34

23 identicon

Til hamingju með nýju operuna, vona að hún staldri við lengur hjá ykkur.

Knús í hamingjukúluna

Kidda (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 11:07

24 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk öll sömul, ég hef ekki haft tíma til að svara ykkur, en ég hef lesið kommentin ykkar með ánægju.  Ætla að fara yfir þetta betur í kvöld, en ég ætla að setja inn myndirnar síðan í gær, hafði ekki orku né þrek til þess í gær.  En þetta er allt saman að lagast, því peran mín virðist vera hinn mesti heillagripur, dugleg og hlý manneskja.  Hún nær stelpunum líka vel, bara nema þegar ég er nálæg, þá er amman bestust, og enginn kemur þar í staðinn. Ég er svo sem voða glöð með það trúnaðartraust, en líka dálítið þreytt.  En hvað er yndælla er litlir arman og knús og kossar.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.5.2008 kl. 12:51

25 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Til lukku með nýju húshjálpina, vonandi fær hún ekki heimþrá strax eins og sú fyrri.

En hanagreyið, er ekki ljóst að hann er "stilltur" á Evróputíman, (kl. 5 hjá okkur er jú sjö þar) eðlilegan fótaferðatíma þar haha!

Magnús Geir Guðmundsson, 6.5.2008 kl. 17:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.2.): 1
  • Sl. sólarhring: 69
  • Sl. viku: 87
  • Frá upphafi: 2022525

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband