23.4.2008 | 17:19
Mótmælin undanfarið eru bara byrjunin.
Gengið of langt ? segja margir, sumir meina að mótmælendur hafi gengið of langt, aðrir vilja meina að lögreglan hafi gengið of langt.
Það getur vel verið að æsingur hafi gripið um sig meðan fólksins sem var þarna í dag. En ég held að aðgerðir lögreglunnar hafi skapað þann æsing.
Ég stend með bílstjórunum, og tel að þeir séu að standa vaktina fyrir mig og aðra þjóðfélagsþegna. Og mér finnst að mönnum væri fjandans nær að beina reiði sinni og hneykslun þangað sem hún á heima, þ.e. til stjórnenda landsins. Það eru þau sem eru sökudólgarnir í þessu máli. Fyrst og fremst fyrir að virða mótmælin að vettugi, í öðru lagi að reyna að reka fleyg á milli mótmælenda og almennings, með orðunum; þetta bitnar á hinum almenna borgara. Og í þriðja lagi að vera að flandrast um og bjarga heiminum, meðan almenningur í þessu landi berst fyrir lífi sínu. Ef til vill ekki lífinu sjálfu heldur tilverurétti sínum, atvinnu, og húsnæði og mat. Hvað er þetta fólk eiginlega að hugsa ?
Eru þau svo langt frá hagsmunum almennings að þau skilji ekki að fólk er að verða búið að fá nóg. Meira að segja fólk sem að öllu jöfnu styður þessa tvo flokka, geta ekki lengur varið hvorki aðgerðarleysi þeirra né forystuna.
Það er sagt að það þurfi sterk bein til að þola góða daga. Sjálfstæðismenn hafa komið sér vel fyrir á jötunni, komið sínum gæðingum í góðar stöður, meira og minna þrátt fyrir að þeir séu ekki traustsins verðir, það er eins og hæfi skipti ekki máli heldur flokkskírteinið. Enda hafa þeir verið við völd í næstum 20 ár samfleytt.
En nöturlegra er að sjá Samfylkinguna í sporgöngu Framsóknarflokksins, byrja sína eyðimerkurgöngu hér með. Þau ættu að skoða sögu Alþýðuflokksins á sínum tíma, þegar hann varð nánast að engu í faðmi sjallana. þau eru eflaust búin að gleyma því að dvöl í faðmi Sjálfstæðisflokksins jafngildir því að bera nöðru sér við brjóst. Megi þau sofa vel og lengi. Ég hef orðið fyrir gífurlegum vonbrigðum með forystu Samfylkingarinnar. Ég trúði því aldrei alveg að þau væru svona út og suður flokkur, eins og sést svo greinilega núna. Og ég hélt að það væri töggur í Ingibjörgu, en svo er hún ekkert annað er eiginhagsmunapotari af verstu gerð. Þau Geir eru eins og samvaxnir tvíburar. Ojæja, oft er reynt að aðskilja slíka, en ef þetta heldur svona fram að kosningum, þá hugsa ég að það þurfi engan aðskilnað. Þá verða aðrir flokkar sem taka að sér að koma skikki á stjórnmálin og bola krabbameininu burtu. Það er orðið alveg ljóst að það verður ekki hlutverk Samfylkingarinnar. Turnarnir tveir eru álíka traustir og þessir sem stóðu hvor á móti öðrum í New York, þeir munu falla, og fallið verður hátt.
Ég spái því að Framsókn rétti út kútnum, og Frjálslyndir nái vopnum sínum, og Vinstri grænir standi sterkir svo þessir þrír flokkar nái meirihluta, og þá verður komin tími til að hreinsa til.
Það er komin sá tími í íslenskum stjórnmálum að fólk er búið að fá upp í kok, af hræsni, svikum og hroka. Það má lengi brýna deigt stál svo það bíti. 'Eg held að sá tími sé runninn upp. Við erum að sjá byrjunina núna, og eldar verða ekki slökktir í bráð. Ekki fyrr en stjórnvöld skilja að ÞAU ÞURFA AÐ GERA EITTHVAÐ, ÞAÐ STENDUR UPP Á RÍKISSTJÓRN ÞESSA LANDS AÐ GERA EITTHVAÐ TIL AÐ LANDIÐ VERÐI BYGGILEGT.
Ég las einhversstaðar að meirihluti ungs fólk hugsi sér til hreyfings að flytja sig erlendis. Það er þó skemmtileg hugsun eða hitt þó heldur. Að okkar ungdómur telji sig betur komin í öðrum löndum. En er því hampað, eða er einhver umræða í gangi um að gera ungu fólki kleyft að búa hér ? Nei, ég er hrædd um ekki. Nú fer í hönd tími gjaldþrota, fólk sem hefur verið að reyna að koma sér þaki yfir höfuð, flest örugglega ungt fólk, missir eigur sínar, og stendur eftir slippt og snautt, launin duga ekki fyrir rekstri heimilisins.
En kóngur og drottning eru bara að ferðast um heiminn eyða peningunum okkar í að komast til áhrifa, þau eru líka að bjarga heiminum, telja sig nú geta leyst deilur Ísraels og Palestínu, og svo framvegis. Einhversstaðar segir nú samt, kóngur vill sigla en byr mun ráða. Það ættu þessi skötuhjú að hafa í huga.
Grjótkastari segir lögreglu hafa sýnt valdníðslu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.1.): 5
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 2022447
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já það finnst mér líka Jóna Ingibjörg mín, þau eru framtíðin ekki satt. Okkar vonarpeningur.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.4.2008 kl. 18:10
Frábær pistill, það hitnar í mér blóðið, ég segi það satt.
Andskoti vildi ég fara að bretta upp ermar og dusta ryk úr pólitískum hornum.
Smjútsí.
Jenný Anna Baldursdóttir, 23.4.2008 kl. 18:57
Segjum tvær Jenný mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.4.2008 kl. 19:02
Já Ásthildur mín, frábær pistill eins og ætíð hjá þér. Það er heilmikið til í þessu sem þú fjallar um. Reyndar er ég ekki alveg með 100% ánægjubros með bílstjórum núna, finnst hamagangur þeirra löngu kominn út fyrir það sem málið á að snúast um, en það er svo sem bara mitt álit. Ég hefði frekar viljað sjá bílstjórana stöðva bensínsöluna með því að parkera sínum trukkum á öllum bensínstöðvum - það hefði ýtt við réttu aðilunum sem sannarlega hefðu getað komið einhverju á skrið. Stjórnvöld hefðu átt að vera búin að gera allavega eitthvað fyrir löngu síðan. Segi svo eins og Jenný, smjútsí...
Tiger, 23.4.2008 kl. 19:23
Takk TíCí minn, það má auðgvitað alltaf deila um hvernig er best að gera hlutina, og það vill oft verða svo að aðrir viti betur. Mér finnst við samt hljótum að sýna þeim umburðarlyndi, því þetta er frumraun borgara til að mótmæla óréttlæti sem þjóðin er beitt. Við getum deilt um aðferðir, en við eigum að snúa óánægju okkar að þeim sem bera ábyrgðina fyrst og fremst, en það er ríkisstjórn Íslands. Með öllum sem þar eru innanborðs. Segi og skrifa.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.4.2008 kl. 19:33
Löggan gekk allt of langt í þessu en það gerðu líka unglingarnir líka. Verst er að ég óttast að ansi mörgum unglingum finnist þetta spennandi, alla vega er farið að tala um mótmæli á morgunn án bíla. En það hjálpar ekki okkur bíleigendum ef unglingarnir fara að vera með einhver skrílslæti. Fyrir utan að BB fær þá fleiri á sitt band með að stofna her og annað sem við eigum ekki að þurfa hér á landi. Og það yrði skelfilegur atburður á litla landinu okkar.
Frábær pistill að venju
Knús vestur
Kidda (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 20:07
Leiðinlega sannur pistill hjá þér ef svo má að orði komast.
Það er þessi fjandans hræsni hjá stjórnendum landsins sem fer fyrir brjóstið á manni.
En þú veist nú að ég efast um hverjir stjórnar í raun
knús á þig fyrir góðan pistil.
Solla Guðjóns, 23.4.2008 kl. 20:37
Frúin í ham, þetta líka mér. Góður pistill. Það eina góða sem gæti komið út úr þessu sinnuleysi stjórnvalda, er að þjóðin vakni og standi saman í kröfum sínum, án þess að skýla sér á bak við framapotara, sem segja eitt í dag og annað á morgun.
Notum dag verkalýðsins til að sýna samstöðu, gerum úreltar skrúðgöngur, þann 1. maí að alvöru kröfugöngum um allt land.
Knús á þig góða kona.
Sigrún Jónsdóttir, 23.4.2008 kl. 20:38
Það er ég hrædd um Ásthildur, að ef hin almenni verkamaður myndi haga sér svona í vinnunni þá fengi hann reisupassann
Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 23.4.2008 kl. 20:53
Ég held að fólk verði að fá rétta mynd af þessum aðgerðum í morgun. Ég kom sjálfur snemma til þess að styðja strákana og vorum við búnir að stöðva umferð þarna í gegn í sennilega klukkutíma þegar þarna voru komnir menn frá sérsveit lögreglu. Á þessum tímapunkti fór allt vel fram, fólk stóð þarna í góðu yfirlæti þótt kalt væri og hálfhló að lögreglu. Aðgerðir lögreglu sem á eftir komu gerðu hinsvegar ekkert nema að egna upp aftur mótmæli sem voru að lognast útaf, með hótunum um líkamsmeiðangar, táragas og barsmíðum með kylfu.
Það var vel greinilegt á þeirra aðgerðum að hér átti að sýna styrk sinn og berja þetta niður með valdi, það hefði engu máli skipt þótt að menn hefðu farið eins og þeir voru að gera þegar lögregla lét til skara skríða. Eftir ítrekaðir aðvaranir og valdsýningu lögreglu sem gerði ekkert annað en að auka blóðhita mótmælanda og keyra hvað eftir annað upp mótmæli sem hefðu lognast útaf að sjálfu sér löngu áður en þurft hefði að grípa til aðgerða var reynt að leysa þetta upp og færa þann bíl sem var aðalstöðvunin á veginum, við þetta rýkur lögregla til og hreinlega ræðst á mótmælendur.
Þessu var lokið á þessum punkti og verið var að klára þessi mótmæli, í staðinn ræðst lögregla að fólki með kylfum og mace og hellir olíu á eldinn með því sama. Það skal tekið fram að lögregla átti að einu og öllu leyti fyrsta höggið hér, hvorki höfðu þeir verið grýttir né nokkuð annað haft til þeirra til að storka þeim til að beita slíku ofbeldi.
Þegar allt lendir í óeirðum þarna fær maður sem að stóð utan vegar sem var einfaldlega ekki nógu snöggur að flýja, nærri hálfan brúsa af mace í andlitið af mesta lagi 1.5 m færi og við hlaupum nokkrir til til að aðstoða þennan mann. Hann liggur í götunni og er gjörsamlega varnarlaus og við reynum að hlúa að honum þegar lögregla gerir aðra atlögu án þess að þeim sé storkað, það bökkuðu allir umsvifalaust þegar táragasinu var beitt enda var ekki verið að leita eftir slagsmálum við lögreglu, en þeir gengu þarna fram með slíku offorsi og níð að ég á ekki orð. Ég og annar maður þurftum að reyna að vernda manngreyið og draga hann uppúr götunni þar sem lögregla gekk fram sparkandi í hann og berjand till okkar með kylfum sem stóðum og reyndum að verja varnarlausann manninn gegn kylfuhöggum og spörkum og hreinlega því að lögregla myndi ekki bara troða hann niður í götuna, við vorum farnir að setja líkama okkar á milli til að taka við höggum og spörkum lögreglu meðan við reyndum að draga manninn í skjól, það var eftir þetta sem grjótinu víðfræga var kastað.
Ég stóð svo að segja í miðjunni á þessum átökum þegar þau brjótast út, það sem ég sá í dag og þurfti að reyna vegna hendi lögreglu hefði ég aldrei trúað að gæti gerst á Íslandi. Ég er venjulegur fjölskyldufaðir sem mætti þarna til að mótmæla á friðsaman hátt á stað þar sem mjög einfalt var að færa umferð í gegnum aðra leið og þarna var enginn sem að beið eftir að komast framhjá allan þann tíma sem mótmæli stóðu yfir þangað til lögregla réðst að mótmælendum og vegfarendum.
Nú spyr ég ykkur gott fólk, þegar þið hafið kannski heyrt betur um það sem fór fram þarna í dag, finnst ykkur það skrítið að svarað sé með grjótkasti og ofbeldi þegar lögregla sýnir slíka valdníð og í rauninni dómgreindarleysi, það voru að mestu leyti aðgerðir lögreglu sem keyrðu áfram þessi mótmæli og kynntu undir þessum potti svo sauð uppúr. Ég spyr ykkur sem skrifið hér hörð mæli gegn þeim sem voru þarna hérna útum allan vef, skoðið myndböndin og annað vel því þið hafið svo langt í frá séð heildarmyndina á þessu máli og getið í raun að engu leyti dæmt um.
Aðgerðir lögreglu í dag voru ekkert annað en valdsýning gerð til þess að æsa upp í mönnum til að þeir gætu sínt vald sitt svo af bæri.
Ég er ekki vörubílstjóri, eða á einn eða annann hátt tengdur þeim en fór þarna til að mótmæla háu bensínverði og uppskar að vera barinn af lögreglu með kylfum, sparkað í og maceaður við það eitt að reyna að vernda varnarlausan mann frá því að ver troðinn niður, barinn með kylfum og sparkað í við aðgerðir lögreglu.
Vona þeir sem lesi þetta átti sig betur á aðstæðum og staðreyndum málsins.
Mótmælandi (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 21:23
Það er ekki bara ungt fólk Ásthildur mín sem hugsar sér til hreyfings. Ég heyri miklu meira allt í kringum mig að fólk á öllum aldri er bara búið að fá nóg og vill flytja sig í meira öryggi.
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 21:27
Þetta snýst ekkert engur bara um kröfur Bílstjóranna...þetta er fólki gegn arðrænslu og valdníðslu en nú á sko að kenna okkur að hafa okkur hæg. Það er engin tilviljun að stjórnvöld undirbúi nú "varnarliðið"...Það þarf ekkert mjög mikla greind til að sjá fyrir að það muni fyrr en síðar sjóða uppúr hjá almenningi eftir svona framkomu eins og stjórnmálamenn hafa sýnt fólkinu í landinu of lengi. Ég hló bara upphátt þegar BB sagði að menn yrðu að læra að leysa málin með að tala saman, vinna saman og finna nýtanlegar lausnir eins og stjórnmálamenn væru svo æfðir i að gera..hahaha!!!!
.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 23.4.2008 kl. 21:56
Atburðir dagsins eru örugglega búnir að valda mörgum hækkun á blóðþrýstingi, það var ansi mikil spenna á mínu heimili þegar horft var á fantaskap lögreglunnar þvílík meðferð á fólki. Ekki batnaði það við að horfa á myndböndin sem eru á netinu og frásögn mótmælanda hérna að ofan. Ég mun örugglega ekki setja atkvæði mitt til Sjálfstæðisflokksins í næstu kosningum, svo mikið er víst.
Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 22:20
Iss, ég ætla ekkert að vera ósammála þér í þessum fína pistli.
Þú skrifar þarna velflest af því sem að ég hugsa með sjálfum mér.
Steingrímur Helgason, 23.4.2008 kl. 23:22
Ég óttast að fyrirsögnin hjá þér sé óþægilega nærri sannleikanum. Ráðamenn verða að koma til baka að þessu máli, og nú með opnum huga - annars lýst mér ekki á blikuna.
Haraldur Rafn Ingvason, 24.4.2008 kl. 00:14
Um leið og ég þakka þér fyrir frábæran pistil Ásthildur, vil ég taka undir skelegg skrif þín, og bæta því við, - að Framsóknarflokkurinn á stóran hlut í þessu máli öllu, með aðild sinni í Ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki s.l. 12 ár.
- Þar sem þeir einkavinavæddu bankanna. - Gjöreyðulögðu allt sem hét og heitir fiskveiðikerfi, og landbúnaðarkvóti. - Gjöreyðilögðu Íslenska heilbrigðiskerfið. - Settu ný Vatnalög til að einkavæða vatnið. - Settu ný lög um, eigin "Eftirlaun" sín og sinna,. - Sömdu um virkjun neðri hluta Þjórsár í skjóli nætur 3 dögum fyrir kosningar. Og svona mætti lengi telja.
- Því langar mig líka, til að taka undir með henni Sigrúnu Jónsdóttur, og beina þeim tilmælum til allra, sem vilja mótmæla, eða láta í sér heyra, að taka þátt í "Alþjóðlegum Baráttudegi Verkalýðsins" með þátttöku í "Kröfugöngu 1. maí" n.k. með kröfuspjöld, og gjallarhorn, egg og tómata.-
En í Guðs bænum ekki kasta steinum, ég bið fólk kasta ekki grjóti því grjót meiðir. - Og það er ljótt að meiða, og það er engum málstað til framdráttar að kasta grjóti. Það bara meiðir málstaðinn.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 24.4.2008 kl. 00:53
Takk öll sömul fyrir ykkar innlegg hér.
Hulda mín, einmitt vegna þess var stofnuð verkalýðshreyfingin, til að taka ábyrgðina af hinum einstaka verkamanni. Nema að í dag eru verkalýðsfélög nánast valdalaus vegna ónytjungsháttar svokallaðra verkalýðsforingja í dag, má ég þá biðja um Guðmund Jaka og slíka menn sem stóðu í framvarðarsveit verkalýðsins hér áður og fyrr, eða eru menn búnir að gleyma Flóabardaganum ?
Gott að fá þitt innlegg hér mótmælandi, ég trúi því að þú segir hér satt og rétt frá. Það vakti nefnilega athygli mína viðtalið við aðstoðarlögregluþjóninn, sem átti að vera í forsvari lögregunnar í dag, en gat ekki svarað einni einustu spurningu, nema með ég veit það ekki, eða ég var ekki viðstaddur, eða hvað sem það nú var. Einstaklega loðin svör við ÖLLU sem spurt var um, og svo átti svo að heita að þessi maður væri í forsvari fyrir aðgerðum. Eru lögregluyfirvöld gjörsamlega að missa sig í þessu ?
Nákvæmlega Lilja mín Framsóknarflokkurinn á sinn stóra þátt í þessu öllu saman, og það er sárt til þess að vita að Samfylkingin ætlar að fera dyggilega i fótspor þeirra. Og nei ekki kasta grjóti, hér þarf að hafa sterkan aga á skrílslátum til að gefa Birni Bjarnasyni ekki tækifæri til að stofan langþráða hersveit hér á landi. Nóg er komið, með þessari svokallaðir sérsveit. Nú er mál að linni, og ráðamenn þurfa virkilega að taka sig á og FARA AÐ TAKA ÞESSI MÓTMÆLI ALVARLEGA for crying out loud, oft var þörf en nú er nauðsyn að fara að taka sig á hætta þessu flandri og fara að taka til heima hjá sér, áður en menn bjarga heiminum.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.4.2008 kl. 01:59
Lögreglan ætti að þakka manninum sem henti þessum eina steini því að umræðan í þjóðfélaginu hefur snúist að miklu leiti um hann og fólk gleymir harðræðinu sem lögreglan beitti þarna á staðnum. Mótmælindin sem skrifar hér að ofan lýsir ástandinu vel og lýsingin er að öllum líkindum rétt miðað við það sem maður sá í sjónvarpinu. Ömurlegt...........
Gló Magnaða, 24.4.2008 kl. 09:37
Elskurnar mínar...Ríkið er ekki að græða á hærra olíuverði. Hefur enginn fylgst með heimsfréttunum? Það eru olíufurstarnir sem hafa heimsbyggðina í hendi sér og þessir sjeikar sem eiga heilu olíuframleiðsluna svífast einskis. Það er svolítið barnalegt að ráðast á ríkisstjórn smáþjóðar fyrir of hátt bensínverð. Hvað á að gera? Skipa þeim þarna úti í heimi að lækka verðið á olíutunnunni svo að íslenskir vörubílstjórar fari ekki á hausinn? Mér finnst aldeilis ekki gott að sjá hvernig lögreglan brást við. Er hreinlega í sjokki eins og öll þjóðin. Það var algjör óþarfi að bregðast við eins og um svæsna krimma væri að eiga. Þarna voru venjulegir meðaljónar að standa fyrir málefni og það var enginn æsingur fyrr en lögreglan birtist í stríðsbúningum. Ég vona bara að íslendingar standi svona þétt saman og mótmæli þegar t.d. innflutningur á kjöti fer í gang. Því það er eitthvað sem við getum stöðvað. Þessi ríkisstjórn er vissulega óábyrg og það er svaðalegt að 21 varaþingmaður sitji á þingi á meðan hinir eru að leika stórveldi í útrás. Við ERUM smáþjóð, og ríkisstjórnin á auðvitað að vera HEIMA og eiða peningunum í landsmál en ekki heimsmál. Það þarf að koma t.d. launum kennara og læknastéttar OG vörubílstjóra á réttann kjöl. Ásamt ýmsu öðru sem situr á hakanum. Við sem þjóð þurfum að berjast fyrir því sem við getum breytt, því bensínverðið er ekki í okkar höndum.
anna (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 10:04
Allt í lagi opnum bara budduna og borgum með glöðu geði. Við eigum að vera dýrasta land í heimi. Það er meira að segja til land þar sem bensínið er hærra. Hvað erum við að kvarta. R&$#rrr.........
Gló Magnaða, 24.4.2008 kl. 10:34
Þetta sem þú ert að segja Anna hef ég grun um að sé smjörklípa og dúsa sem er sett upp í fólkið, sem kokgleypir allt sem frá stjórnvöldum kemur. Hvað tekur ríkið mörg prósent til sín í virðisaukaskatt, og benzíngjald og ég veit ekki hvað og hvað.
Nei við erum að sigla inn í einræði, og það sætti ég mig ekki við. Hrokin og valdbeitingin er slík í þessu máli og öðrum. Hvenær ætlum við að læra að standa saman, og beina spjótunum þangað sem þau eiga að fara. Þangað sem hinir raunverulegu sakamenn eru. Það eru stjórnvöld, sem bera alfarið ábyrgð á ástandinu. Og eftir því sem fram hefur komið, þá kom lögreglan óeirðunum af stað, breytti friðsamlegum mótmælum í ofbeldi. Ég vona að menn hafi bein í nefninu til að takast á við þetta og refsa þeim sem refsa ber, það er dómsmálaráðherrann og lögreglan.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.4.2008 kl. 10:45
Anna afhverju ættum við að mótmæla innflutningi á kjöti það er flutt herna inn i massavis í formi erlends vinnuafls sem að síðan er i samkeppni við okkur um brauðið þannig að við sem erum í þeirri baráttu bjóðum aðrar tegundir af ætu kjöti frá sömu svæðum bara velkomið. Varðandi breytingar held eg að ekkiert af því gamla dugi Framsokn hefur hun breytt nokkuru Vg viljum við aftur i sauðskinnskóna mínir menn Frjálslyndir hafa heldur betur daprast ég held að við þurfum nytt afl einskonar kristilegan sósialiskan þjóðernisflokk sem að vil veg lands og þjóðar sem mestan en hugsar ekki eingöngu um sin eigin kjör og aðbúnað.
Jón Aðalsteinn Jónsson, 24.4.2008 kl. 13:18
Sæl Ásthildur og þið hin.
Ekki ætla ég að hafa mörg orð um pistilinn sem þú birtir hér, en það sem fékk mig til að setjast niður og rita hérna nokkur vel valin orð er athugasemd sem rituð er af einhverjum er kallar sig "mótmælandann" ( sem ekki einu sinni hefur dug í sér til að koma fram undir nafni) vegna mér blöskrar hreinlega við að heyra fullorðið fólk tala af þvílíkum barnaskap eins og þessi ágæti nafnlausi maður eða kona gera hér.
Hann bendir þar á nokkrar staðreyndir og ómálefnalegar rökleysur sem auðvelt er að senda heim til föður húsana með skottið á milli lappanna.
1. "Ég held að fólk verði að fá rétta mynd af þessum aðgerðum í morgun" byrjar hann á að segja, hvernig eigum við að fá rétta mynd af hlutunum frá manni sem greinilega afstöðu með vörubílstjórum og gerir það með því að segja: "Ég kom sjálfur snemma til þess að styðja strákana". Þarna er greinilegt hvert hann ætlar að fara í skrifum síðum sem hann og staðfestir síðar.
2. " þarna voru komnir menn frá sérsveit lögreglu" Fyrstu menn á vettfang voru ekki menn frá sérsveit lögreglu, það hefur marg oft komið fram í fréttum að sérsveitin var ekki kölluð til strax og kom hún að littlu leiti að þessum aðgerðum, reyndar er það rétt að sérsveitin kom á staðinn en var það ekki fyrr en nokkuð var liðið á átökin og var um að ræða fjóra menn sem voru á vakt á þessum tíma ekkert er talað m að þeir hafi tekið þátt í átökunum.
3. "fólk stóð þarna í góðu yfirlæti þótt kalt væri og hálfhló að lögreglu." Afhverju. Afhverju stóð fólk þarna og hló að lögreglu þergar þessir menn eru bara að vinna sína vinnu. Þeim ber skilda til að halda uppi lögum og reglu í þessu landi og eins og marga oft hefur komið fram þá er það lögbrot og í reaun háalvarlegt mál að stöðva um ferð á þennan hátt.
4."það hefði engu máli skipt þótt að menn hefðu farið eins og þeir voru að gera- lognast útaf að sjálfu sér löngu áður " Þið verðið að leiðrétta mig hérna ef ég er að fara með rangt mál en ef menn ætluðu að fara og opna veginn afhverju voru menn þá að bíða með það hefði ekki verið nær að fara bara að tilmælum lögreglu og yfirgefa svæði bara strax og um það var beðið?
5. "færa þann bíl sem var aðalstöðvunin á veginum" Hálfgerð viðbót við nr.4. Eins og þetta lítur út fyrir leikmanni eins og mér sem hvorki var í lið með lögreglu eða vörubílsstjórum, þá er á þessum tímapunkti ítrekað búið að biðja um að gatan verði rýmd og fólk fari af götunni og lögreglan muni sjá um að fjarlæga þá bíla sem eftir eru, afhverju er þá talið að þar sé komin tími til að færa bílinn, afhverjuu var þá ekki laöngum búið að því first að þetta voru vinsamleg og friðsamleg mótmæli? Leiðtogi ykkar og frelsishetja Sturla Jónsson segir að þarna hafi maður ætlað að færa bílinn og hinir hafi ætlað að hjálpa honum, var hann veikur í fótunum eða þarf alltaf 5-6 karla til ða hjálpa honum upp í bílinn sinn? Og tóku þessir vinir hans ekki eftir því að til að hjálpa honum þá þyrftu þeir að fara í gegnum hóp af lögreglumönnum?
6. "við þetta rýkur lögregla til og hreinlega ræðst á mótmælendur."
Það er það mikill barna skapur að halda þessu fram að það er varla þess virði að eyða orðum í þetta. Það ætti að vera öllu hugsandi fólki ljóst að valdbeiting af þessu tagi er það síðast sem lögreglan vill þurfa að grípa til, áður en að þessu kemur er marg oft búið að aðvara þá sem standa fyrir þessum aðgerðum við og að þetta verði niðurstaðan ef ekki verði farið að tilmælum lögreglunnar skipanir eins og "allir rýma hérna götuna svo að bílinn fari áfram" segjir lögreglan sem fékk það erfiða verkefni að stjórna aðgerðum á vettfangi þennan marg um rædda dag, meðan han segir þetta stendur maður fyrir aftan hann að biður fólk um að gera það þverofuga við það sem um var beðið, (sjá fréttir stöðvar2 23.apríl s.l. , ekkert gerist, "þetta eru ólögleg mótmæli allir fara af götunni" segir hann stuttu seinna. Aftur stendur maður beint fyrir framan lögregluna og segir eftir því sem ég best heyri "þeir sem ætla ða mótmæla, mótmæla". Skömmu seina gerist það sem áður hefur komið fram, einhver ákvað (að eftir allar þessar beiðnir og tilmæli lögreglu um að færa bílana og seinna að rýma götuna) að þetta væri væri rétti tíminn til að hætta og vinir hans sem ætla að "hjálpa honum uppí bílinn" riðjast inn í hóp af lögreglumönnum.
7. "Það skal tekið fram að lögregla átti að einu og öllu leyti fyrsta höggið hér" bendi á nr.6 og bæti við að lögreglan beitir ekki ofbeldi nema að henn sínist sem að upp úr geti soðið og að öryggi hennar sé í hættu.
8. "Þegar allt lendir í óeirðum þarna fær maður sem að stóð utan vegar sem var einfaldlega ekki nógu snöggur að flýja, nærri hálfan brúsa af mace í andlitið af mesta lagi 1.5 m færi" Hvað var þessi maður að gera utan vegar og var það upptekinn að hann tók ekki eftir marg ítrekuðum aðvörunum unm að það yrði beitt mace-uða. "GAS, GAS, GAS" var marg ítrekað kallað yfir hópinn, þetta finst mörgum mjög fyndið en þið verðið að athuga það að þetta er neyðar úrræði og eitthvað sem enginn vill lenda í að þurfa að gera nokkrum manni að meiða viljandi, allir sem gnga í gegnum lögregluskólann fá að kynnst því hvernig er að lenda bæði í mace-uða og táragasi sem var ekki beitt þarna þátt fyri marg ítrekaðar tilraunir fjölmiðla til að fá almenning til að trúa. Ég á efrfitt með að trúa því að þessi tiltekni maður hafi bara verið eitthvað utanvega í mestu rólegheitum utan vega.
9. "Ég og annar maður þurftum að reyna að vernda manngreyið og draga hann uppúr götunni þar sem lögregla gekk fram sparkandi í hann og berjand till okkar með kylfum sem stóðum og reyndum að verja varnarlausann manninn gegn kylfuhöggum og spörkum og hreinlega því að lögregla myndi ekki bara troða hann niður í götuna, við vorum farnir að setja líkama okkar á milli til að taka við höggum og spörkum lögreglu meðan við reyndum að draga manninn í skjól, það var eftir þetta sem grjótinu víðfræga var kastað." Ég ætla að bregða út af vananum og vera pínulítið ómálefnalegur að þessu sinni og leyfa mér að efast um að þetta sé alveg rétt og miðað við þann mál fluttning sem komið hefur frá mótmælendum og vörubíllstjórum þá get ég ekki trúað að lögreglan hafi sparkað og lamið ykkur "bjargvættina og fórmarlambið ", vegna þess eins og áður hefur komið fram þá beitir lögreglan ekki ofbeldi að óþörfu.
10. "Ég stóð svo að segja í miðjunni á þessum átökum þegar þau brjótast út, það sem ég sá í dag og þurfti að reyna vegna hendi lögreglu hefði ég aldrei trúað að gæti gerst á Íslandi. Ég er venjulegur fjölskyldufaðir sem mætti þarna til að mótmæla á friðsaman hátt á stað þar sem mjög einfalt var að færa umferð í gegnum aðra leið og þarna var enginn sem að beið eftir að komast framhjá allan þann tíma sem mótmæli stóðu yfir þangað til lögregla réðst að mótmælendum og vegfarendum" Þetta er ekki alveg rétt hjá þér mótmælandi góður, þú stóðst ekki í miðjunni heldur varstu mótmælenda meginn og því ekki hæfur til að birta hlutlausa umföllun um þessa atburði. Ef þessi mótmæli voru svona "friðsöm" afhverju var þá ekki farið að lögum og reglum sem ríkja í þessu landi? Ef það var svona "lítið" mál að færa umferðina annað var þetta þá ekki hálf marklausstaður sem valinn var? Og aftur lögreglan ræðst ekki á ekki á fólk nema eftir ítrekaðar aðveranir eins og marg oft hefur komið fram í þessum pistli mínum.
11. "finnst ykkur það skrítið að svarað sé með grjótkasti og ofbeldi" Já og ég vona að það sé ekki margir sem taka undir þessi rök þín, nú fordæmir þú lögregluna mikið fyrir ofbeldi. Það er ótrúlegt að þú skulir reyna að láta sem það sé ekkert mál að kastað hafi verið steini og það stórum steini í lögregluna. Mér er alveg sama hver það er sem fyrir steininum verður hvort að það sé lögreglumaður eða einhver annar, þú hendir ekki steini í átt að neinum nema þú ætlir að stórslaða einhvern eða jafn vel myrða.
Að lokum "Vona þeir sem lesi þetta átti sig betur á aðstæðum og staðreyndum málsins" alveg sammála, staðreynd málsins er sú að ef þú gerist brotlegur við lög sem ríkja í þessu landi þá verður þér refsað, málið er bara það aðvelt, og því lengur sem þú þrjóskast við þá þyngjist refsingin. Það hefur marg oft komið fram að þetta eru ólöglega og stórhættulegar aðgerðir.
Nú segjir "mótmælandinn" okkar ónefndi að hann sé bara " venjulegur fjölskyldufaðir", má ég þá spyrja þig að einu ef það kæmi nú eitthvað fyrir börnin þín ( sem að ég vona innilega að gerist ekki) það verður alvaræega veikt eða slasar sig þú hringir í 112 og biður um sjúkrabíl og svo eftir langa bið kemur bíllinn sem lenti í lokunum mótmælenda og þurfti að finna sér aðra leið eða bíða eftir að öll bílaröðin færði sig frá, en þá getur það verðið of seint, hver bæri þá sökina sjúkraflutningsmennirnir eða vörubílstjórarnir?
Margið hafa spurt hverslags "fasista" eða "lögregluríkí" þetta sé þar sem menn geta ekki legnur komið saman og brotið nokkur lög og stofnað lífi og eignum annara í stórhættu. Viljum við sem sagt frekar búa í anarkistaþjóðfélagi þar sem lög og reglur eru að engu höfð og menn bera enga virðingu fyrir öðru eða öðrum. Það vil ég ekki, hvað um þig?
Hlynur Kristjánsson, 25.4.2008 kl. 23:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.