22.4.2008 | 22:58
Hið daglega kúlulíf.
Dagurinn í dag var yndislegur eins og allir hinir núna á undan. Ég fór í vinnuna mína, pantaði áburð upp á sumarið, og eftir það fór ég og priklaði, Elli minn náði í börnin, ég vann með þremur pólverjum, sem eru að prikla með mér. Þeir eru ljúfir og rosalega duglegir allir saman. Svo fór ég á fund hjá Staðardagskrá Agenda21, en ég var skipuð í þá nefnd eftir siðustu kosningar. Við höfum verið að vinna á fullu að aðlaga Staðardagskrána að áherslum bæjarins í umhverfismálum. Nú fengum við nýtt verkefni að svara spurningum í sambandi við Aðalskipulag 2008 - 2020. Skemmtilega vinna og gefandi.
En svo eru það börnin og heimilið.
Leikskólinn, það er sko ekki sama í hverju maður fer í skólann. Það þarf að vera prinsessulegt... eða þannig.
Hér er allt til reiðu, sænginn pelinn og barnið Svo og græna teppið.
Og þá er maður klár í slaginn.
Eins og sýningardama, húfan er sérhönnuð af Úlfi, og saumuð.
Svona var veðrið í dag, hið daglega veður, sem er svo rosalegt á Ísafirði, að fólk neitar að senda börnin sín í fótbolta í júní, vegna snjóflóðahættu.
Og krókusarnir gæjast upp úr moldinni, og brosa móti sólinni.
Jamm hér má sjá manngert fjall.
Hér eru svo nokkrar kvöldmyndir, teknar nú fyrir nokkrum mínútum síðan. Þessi rauði litur er af ljósastaurunum.
Setur samt skemmtilegan svip á þessar kvöldmyndir. En hið fræga Ísafjarðarlogn sést vel á þessum myndum.
Já þetta er útsýnið mitt.
og ég segi bara góða nótt.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 47
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góða nótt kúlukona, megi fagrir draumar sækja þig í nótt
kv. Linda litla
Linda litla, 22.4.2008 kl. 23:07
Búkolla mín ég er EKKI að grínast, það átti að halda eitthvað polla-púkamót í knattspyrnu, og þá kom þetta, að foreldrar þorðu ekki að senda börnin út af snjóflóðahættu. Jamm þetta voru foreldrar út Reykjavík.
Takk Linda mín elskuleg.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.4.2008 kl. 23:10
Þetta manngerða fjall er svo hreint, það er sjaldgæf sjón, að sjá svona hreint manngert fjall, hér um slóðir. - Eins og venjulega eru þetta fallegar myndir, af fögrum og friðsælum stað. Góða nótt
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 22.4.2008 kl. 23:26
Umm, lognið
. Reyndar var rauður himininn í vestrinu, hérna í borginn í kvöld, mjög fallegur.
Góða nótt Ásthildur mín
Sigrún Jónsdóttir, 22.4.2008 kl. 23:28
Stórkostlegt útsýni - fallegt fólk og skemmtilegar myndir. Góða nótt elskan.
Heiða Þórðar, 22.4.2008 kl. 23:30
Jenný Anna Baldursdóttir, 22.4.2008 kl. 23:35
Hélt nú að fólk hefði meiri skynsemi en þetta með flóðahættu í júní
Myndirnar sýna vel hve veðrið getur verið gott fyrir vestan allt árið.
Hvernig er það, tekurðu ekki að þér að prikla fyrir þá sem nenna því ekki
Knús í hamingjukúluna
Kidda (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 23:38
oh langar svo vestur þegar ég sé þessar fallegu logn myndir og fegurð fjallana
En það kemur að því að ég rúlla vestur ekki spurning með það fyrirsæturnar fallegar að vanda hafið góða nótt innan um fallegu fjöllin

Brynja skordal, 23.4.2008 kl. 00:02
Bíi frændi segir að það sé alltaf gott veður á Ísafirði....líka þegar er ekki flogið, og ekki lýgur hann og ekki þú heldur þannig að ég trúi ykkur bara áfram
Fallegar myndir eins og alltaf og kúlan verður alltaf meira og meira spennó hjá mér og enn meira spennandi fólkið sem í kúlunni býr......Risaknús á flotta fólkið í flottu kúlunni í flotta veðrinu
Elín Katrín Rúnarsdóttir. , 23.4.2008 kl. 00:05
Smá viðbót, þar sem amma mín var að vestan var ég alin upp við að fá að heyra með reglulegu millibili að hvergi væru aðalbláberin betri en fyrir vestan og úthafsrækjan engu lík

Elín Katrín Rúnarsdóttir. , 23.4.2008 kl. 00:16
Knús á kúlubúana
Helga skjol, 23.4.2008 kl. 06:23
Sunna Dóra Möller, 23.4.2008 kl. 09:22
Knús í kúlu
Hrönn Sigurðardóttir, 23.4.2008 kl. 09:33
Flottar myndir eins og venjulega, maður kemur ekki að "tómri" kúlunni hjá þér Ásthildur mín. Fallegar fjölskyldumyndir og landslagsmyndir
..... og alltaf gott veður þarna hjá ykkur. 
Segi bara Gleðilegt sumar á morgun (er að skreppa til útlanda aftur i viku)..... sumarknús**
G Antonia, 23.4.2008 kl. 09:45
Takk öll, yndislegt að fá öll þessi hlýju knús í morgunsárið. Þið eruð æði
Knús á ykkur allar á móti. 
Elín mín, það ER alltaf gott veður á Ísafirði
Og aðalbláberin eru best og inndjúpsrækjan, reyndar, meðan hún var og hét. Nú er þroskurinn búin að klára hana, því það má ekki veiða hann, og þá þarf hann að éta eitthvað áður en hann étur sjálfan sig. Jamm skrýtin þessi friðun.
Einmitt Lilja mín, þetta fjall vakti einmitt athygli mína af því að það var svo hvítt og flott.
Brynja mín, það er örugglega komin tími á að rúlla vestur.
Hehehe Kidda mín komdu bara með plönturnar og ég skal prikla þær fyrir þig.
Sigrún, Heiða, Jenný Sunna Dóra, Helga, Hrönn Risaknús á ykkur allar.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.4.2008 kl. 09:52
Sömuleiðis G Antonía mín, sumarknús til þín líka, og innilega góða ferð og góða skemmtun.
og takk.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.4.2008 kl. 09:57
Takk fyrir ævilega góðar myndir Ásthildur mín, ertu farin að sjá glitta í græna litinn í fjallinu.?
Kveðja vestur.
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 23.4.2008 kl. 10:47
Æ mikið er nú lífið fyrir sunnan orðið fólki flókið
Eru allir hættir að tengja? Halló Vestfirðir eru á Íslandi ´nu góða
Katrín, 23.4.2008 kl. 11:14
Nei Emilía mín, það er ekki enn farið að sjá í grænt, en snjórinn er óðum að hverfa í sólinni og hlýjunni.
Já ennþá eru þeir það, hvað sem verður Katrín mín
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.4.2008 kl. 12:43
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 23.4.2008 kl. 14:00
Ég var að reyna að finna sterkt,rosalega sterkt lýsingarorð yfir þá staðreynd að fólk hafi ekki þorað að senda börnin vestur vegna snjóflóðahættu í júní.Fann ekkert annað en heimska.....mikil heimska.
Frábæerar myndir af frábærum stað og falllegu fólki.
Solla Guðjóns, 23.4.2008 kl. 16:22
Takk Hallgerður mín
Já Jóhanna hehehe komin dagur, og hann er yndæll.
Takk Jóhanna mín.
Jamm það er heimska af stærstu gráðu ever að halda að það geti komið snjóflóð á Ísafirði í Júní.
Takk fyrir mig, 
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.4.2008 kl. 16:48
Ég held að ég hafi spurt að þessu áður. HVAÐ í ósköpunum er að prikla? Flottar myndir af frábæru útsýni og íðilfögrum börnum.
Helga Magnúsdóttir, 23.4.2008 kl. 17:10
Það er nú meiri dugnaðurinn í þér Ásthildur mín. Með stærðar heimili með fulltaf börnum - mikill hamagangur og mikil gleði - líka með gróðurhúsalæti - og svo bætist á störf á öðrum vettvangi sem nefndum fylgja! Krafturinn í þér yndislega kona!
Ég er handviss um að þínir Pólverjar séu flottir á því, enda eru Pólverjar nú upp til hópa til mikilla fyrirmynda þó alltaf séu svartir sauðir innan um - líkt og með okkur sjálf. Gott að vita að þú hefur aðstoð við að "prikla" - en hmmm... hvað er að prikla? Eigðu yndislegan dag elskulegust og knús á þig. P.s. myndirnar eru yndislegar eins og alltaf!
Tiger, 23.4.2008 kl. 17:24
Krakkar mínir að Prikla er að dreyfplanta, þegar maður sáir fræjum þá sáir maður mörgum fræjum í einn kassa, svo þegar þessar litlu elskur koma upp, þá verður allof þröngt um þær, því þær þurfa sitt pláss. Þá þarf að taka þær upp og setja í sér potta, hverja um sig, stundum nokkrar saman, en stundum eina og eina. Þetta er mikið og erfitt verk, en skilar miklum árangri, þegar þau vara að vaxa og sýna sig í fegurð og þokka.
Knús á þig TíCí minn og Helga, pólverjarnir eru góðir starfsmenn, ég hef líka unnið með fleirum t.d. í fyrra við að setja niður haustlauka, og það er sama hvað þeir vinna, þeir gera það fljótt og vel, og það þarf ekki að segja þeim sama hlutinn nema einu sinni.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.4.2008 kl. 18:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.