22.4.2008 | 12:35
Finnst engum nema mér.....
Það skrýtið?
Er ekki eitthvað að í forgangsröðun hjá RÚV, þegar forstjórar og fína fólki fær rándýra jeppa til ráðstöfunar og laun sem ekki má gefa upp, af því að þau eru svo há, en á sama tíma eru tölvurnar í útsendingum að hrynja, og alltaf að klikka og bila, svo þáttastjórnendur standa ráðþrota og kjaftstopp.
Væri nú ekki lag að setja pening í að laga græjurnar svo útsendingar geti verið eins hnökralausar og hægt er. Nei ég bara spyr svona. Er ekki eitthvað vitlaust forgangsraðað, nógu harkalegar eru innheimtuaðgerðir hjá þessu fyrirtæki. Ef þeim er svo sama í ofanálag, þó við njótum ekki bestu gæða, og þulir og þáttastjórnendur fái slag af áhyggum yfir því að ekki sé hægt að spila þetta eða hitt lagið, af því að búnaðurinn er á síðasta snúningi. Þau eiga alla mína samúð þessar elskur á rás2.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég er þér alveg sammála. Það nær ekki nokkurri átt að starfsmenn RUV séu á einhverjum svimandi launum og akandi um á rándýrum jeppum, ekki er verðið á eldsneytinu heldur til að bæta það. Þetta er almannafé að mestu og stofnunin hefur ekki að mínu mati leyfi til að fara með það í hvað sem er. Tækjabúnaður RUV hefur nú ekki verið til að hrópa húrra fyrir hingað til og full ástæða til að endurbæta hann.
Ég kíkti á vormyndirnar úr kúlunni, mikið rosalega eru þetta skemmtilegar myndir. Bara alveg hreint yndislegar. Kær kveðja úr Þorlákshöfn.
Sigurlaug B. Gröndal, 22.4.2008 kl. 12:52
RUV ohf, Landspítali háskólasjúkrahús ohf????? Þarf ég að segja meir?
Sigrún Jónsdóttir, 22.4.2008 kl. 13:02
En eru þeir á svimandi launum? Ég meina aðrir en Páll? Ég bíð spennt eftir að það komi í ljós.
Kveðjur
Jenný Anna Baldursdóttir, 22.4.2008 kl. 13:18
Hehe, tek fram að mér finnst Páll á fáránlega háum launum og bílinn. ARG
Jenný Anna Baldursdóttir, 22.4.2008 kl. 13:18
Það er búið að skikka RÚV til að gefa upp laun Sigrúnar Stefáns og fleiri en RÚV lætur það sem vind um eyru þjóta. Hefur greinilega eitthvað að fela.
Helga Magnúsdóttir, 22.4.2008 kl. 13:33
Það er ekki sama hvort það er Jón eða Séra Jón þegar laun og bifreiðahlunnindi eru annars vegar
Guðborg Eyjólfsdóttir, 22.4.2008 kl. 14:49
Oftast er það nú þannig hjá flestum þessum stofnunum stóru - féð lendir í snarvitlausum farvegi og oftar en ekki í vasa þeirra efstu í goggunarröðinni hjá viðkomandi stofnunum, skammarlegt. Svo mikið satt að það þyrfti víða að flikka uppá hluti og útbúnað - en þar sem haldbært fé fer ætíð í stærstu vasana þá er oftast lítið eftir til að sjá um neytendur/áhorfendur..
Knús á þig mín kæra Ásthildur.
Tiger, 22.4.2008 kl. 15:48
Ég er alveg sammála þér Ásthildur mín
Kristín Katla Árnadóttir, 22.4.2008 kl. 16:03
Júbb, stórskrítið!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 22.4.2008 kl. 18:11
Já Búkolla ég sé enga ástæðu til að setja bíl undir rassinn á Páli Magnússyni sorrý.
Takk Sigurlaug fyrir innlitið. Já og það er rosalegt þegar græjurnar bila hvað eftir annað í beinni útsendingu. Tvisvar hef ég orðið vitni að því núna með stuttu millibili síðast í morgun, þurfti þáttastjórnandinn að fá viðgerðamann inn í beinni. Þeir ættu að skammast sín til að láta starfsfólkinu sínu í té almennilegar græjur, áður en þeir fara að bruðla með fé okkar í montbíla og slíkt.
Nákvæmlega Sigrún mín.
Einmitt Jenný það heitir launaleynd, þegar launamismunur er falinn.
Semsagt Helga mín, þar leynist maðkur í mysu.
Það er víst alveg öruggt Guðborg mín, það er ekki sama Jón og Séra Jón í okkar þjóðfélagi í dag.
Málið er einmitt það TíCí minn að það er alltaf byrjað á að hygla yfirmönnunum. En svo gengur það aldrei niður stigann. Eða oftast nær ekki. Og við borgum brúsan. Mér finnst bruðlið og eyðslan í ráðamönnum þjóðarinnar vera komið út úr öllu korti, sérstaklega þegar það er haft í huga að þau eru að fara fram á það við okkur að við þegjum og herðum sultarólina. Á sama tíma og þau flengjast um allann heiminn í atkvæðaveiðum fyrir eitthvert öryggisráð, sem meirihluti þjóðarinnar vill ekkert hafa með að gera.
Takk Katla mín.
Það er nú eitt óréttlætið, maður má ekki eiga sjónvarp eða útvarp án þess að greiða ríkinu tíundina. Ætli þetta sé löglegt samkvæmt hinum frægu EES stöðlum ?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.4.2008 kl. 18:17
Jú vveistu ég er sko sammála þér.
Solla Guðjóns, 22.4.2008 kl. 19:08
Það er svo mikil hagræðing að ohf væða ríkisfyrirtækin.
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 22.4.2008 kl. 19:43
Blessuð og sæl mín fróma!
ER nú ekki alveg viss um að hægt sé að setja samasemmerki á milli launa Páls og hversu litlu eða miklu er kostað í tölvurnar og aðrar útsendingargræjur á Rás tvö. Svona bilanir eru bara partur af öllum svona útsendingum, spurningin bara hversu mikið hlustandinn verður var við þær auk þess sem viðkomandi starfsmenn eiga nú oft sjálfir sök á bilununum.Er alls ekkert viss um að þetta sé svo slæmt hjá þeim með það í huga að um keyrslu allan sólarhringin er að ræða og það er bara þannig að rafeinda- og tölvubúnaður er afskaplega viðkvæmur og getur hrunið hvenær sem er og það hefur nú oft ekkert með aldurinn að gera.
En mín kæra, hvort svo útvarpsstjóri er of hátt launaður og það svo mjög að ekki má segja frá því, er hins vegar nei ekki gott mál, en þetta er bara síendurtekið dæmi, ef við hugsum okkur aðeins um, þá var þetta nú aldeilis bitbein meðan Síminn var enn í opinberri eigu og hafði verið breytt í hlutafélag. Man enn eftir Guðmundi Árna sem hugðist ekki una sér hvíldar fyrr en slíkar tölur og fleiri komu upp á yfirborðið!(hugsið bara um Þórarinn Þ. allt vesenið með hann og hans sposlur er hann um tíma gegndi stöðu stjórnarformanns Símans)
Magnús Geir Guðmundsson, 22.4.2008 kl. 21:28
Einmitt Solla og Gréta.
Nákvæmlega Matthildur.
Magnús minn, ég er ekki að tala um svona "tæknilegar" bilanir eins og verða stundum hjá einum ágætum útvarpsmanni norðan heiða. 'Eg er að tala um eins og í morgun, þegar draslið klikkaði og stjórnandinn stóð alveg í ströngu, uns einhver tæknimaður að ég held kom inn og lagaði draslið. Síðan var það fyrir nokkru í þætti, man bara ekki hver var við stjörnvölin, enda skiptir það ekki máli, en stjórnandinn ætlaði að spila eitthvert lag, og það klikkaði, þá sagði þessi ágæti útvarpsmaður einhvernveginn svona; því miður get ég ekki spilað þetta lag, tölvan hér er komin á síðasta snúning. Auðvitað er samræmi í því hve miklu menn eyða í toppa og laun yfirleitt, og ástand vinnutækjanna. Ég sem launagreiðandi, borga ekki ofurlaun ef ég hef ekki tök á að kaupa það sem til þarf við vinnuna. Það er bara þannig. En ég á auðvitað ekki ítök í vösum almennings. Ef svo væri, gæti ég ef til vill hagað mér eins og mér sýndist. Sérstaklega þegar fólk er þvíngað til að borga, hvor sem það hlustar eða ekki. Þá skal það samt sem áður borga, rukkarar fara um bæinn og njósna um hvort fólk eigi tæki, og þar kemst enginn upp með múður. Frekar andstyggilegt að mínu mati. Þess vegna einmitt skiptir máli að þessi stofnun sá hafinn yfir vafa um bruðl á ýmsum sviðum, og að tæki og tól séu í fullkomnu lagi, alveg eins og rukkunaraðferðirnar. En það er mín skoðun.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.4.2008 kl. 21:37
Sammála
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 22.4.2008 kl. 22:40
Knús á þig Lilja mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.4.2008 kl. 23:01
Mér finnst það, það er pínlegt þegar þáttastjórnendur sitja með bilað dót í höndunum í beinni útsendingu. En báðir þessir piltar höndluðu það frábærlega. Ég er ekki að meina annað. Ég var bara svo hugsi yfir kæruleysi þeirra sem reka fyrirtækið.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.4.2008 kl. 16:50
Mín ágæta!
ég var heldur ekkert að tala um vesenið á Gesti Einari, svo það sé nú haft á hreinu við hvern er átt. Og það sem ég var að reyna að segja þér, að þú eigir ekki að taka of mikið mark eða setja samasemmerki á milli óskildra hluta. Þó þessi tölva hafi neitað að vinna og dagskrárgerðarmaðurinn tekið svo til orða að hún væri að syngja sitt síðasta, er ekki þar emð sagt að hún hafi verið gömul eða léleg. þvert á móti eru smar eldri tölvur betri gripir en margar nýrri og verr samsettari. Gallar geta hvenær sem er komið upp í einstökum forritum eða í vélbúnaði tölvanna, ástæðurnar geta verið ótal margar. Í árdaga einkatölvunnar fyrir um 25 árum lærði ég nokkuð um tölvur og hef svo verið nokkkuð sæmilega inn í þeirra heimi í mörg ár.Veit því mín elskuleg sitthvað um þær og um hvað ég er að tala. Svo er hérna fyrir aftan mig tölva sem orðin er heilla 14 ára gömul, en hefur ALDREI bilað! Aðrar nýrri og miklu fullkomnari hef ég svo eignast og á sem bila eða þarf að lappa upp á reglulega! Þetta sýst ekki síður um meðferð og notkun en aldur. éG man sömuleiðis eftir mörgum atvikum þar sem kalla hefur þurft til tæknimeistara í beinni útsendingu á Rás tvö, stöðin jú starfað í 25 ár og margt gengið á.
Aktu þessu ekki ílla, ekki þannig meint heldur bara eins og alltaf ábendingar í fullri vinsemd. Við megum ekki alltaf þó við viljum gagnrýna, mála tilveruna um of dökkum litum.
Magnús Geir Guðmundsson, 23.4.2008 kl. 22:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.