22.4.2008 | 00:19
Mömmó og meira,
Ég fór á fund í kvöld, stubburinn er að fara á Taikwando mót á næstu helgi í Keflavík. Hann ávann sér rétt til að taka þátt með því að standast prófið um daginn. Og nú er litla fjölskyldan á fullu að undirbúa förina suður. Amma ætlar með stubbnum sínum, það væri nú annað hvort. Það var sem sagt fundur í kvöld með foreldrum, og ég fór og minn elskulegi sá um börnin á meðan. Ekki fyrir mig, það var þá þegar mín voru lítil. Nei nú er þetta sameiginlegt. Hér áður og fyrr, þá gætti hann barnanna fyrir mig hehehehe svona getur tíðarandinn breyst líka meðal okkar sem eldri erum, og guð láti gott á vita.
En ég tók nokkrar myndir í dag, Veðrið var náttúrulega unaðslegt, og við hjónin ákváðum að fara í sund á Suðureyri, þegar við sæktum þær á leikskólann, sem við og gerðum. Sú litla er alveg að ná þessu, og nýtur þess að fara í sund í dag. Hætt að vera hrædd við vatnið.
Gat ekki stillt mig í morgun að munda myndavélina, þetta er eitthvað svo saklaust og yndislegt í ömmuholu.
Og stubbur á leið í skólann smellir kossi á litlu "systur"
Afar bregða líka á leik stundum á morgnanna. Það er bara fjör.
Sagði ykkur það, veðrið er unaðslegt.
Skólalóðin á besta leikskóla í heimi að koma undan snjónum.
Þetta þýðir að þessar tvær eru eftir á leikskólanum, hinir allir farnir.
Ef þetta er ekki alþjóðavæðing þá veit ég ekki hvað
Nýkomnar úr sundi. Hanna Sól varð eftir með Júlla frænda sínum og Sigurjóni Dag og Ólöf Dagmar, en þau ætluðu einmitt að taka stelpurnar eftir leikskóla í dag. Þessi fór samt heim með ömmu og afa.
Jamm. það er ýmislegt borið upp í munnin á sér, á þessum síðustu og verstu.
Og rússurnar smakkast alltaf vel, það finnst risaeðlum líka.
Flísteppið er líka algjört must hér.
Svo rabbar maður í símann við mömmu sína og alles.
Kvöldið er fagurt sól er sest og sefur fugl á grein. Og klukkan að verða átta.
Ísafjarðarlognið í algleymingi. En þannig er þetta bara. Knús á ykkur öll inn í nóttina. Og ég segi bara góða nótt, sofið rótt, og knús.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Knúsíknús Helga mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.4.2008 kl. 00:24
Góða nótt ljúfa kona
Sigrún Jónsdóttir, 22.4.2008 kl. 00:27
Góða nótt til þín líka Sigrún mín
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.4.2008 kl. 00:44
Eitt kíkjerí á þitt bloggerí fyrir svefninn & maður fær endurnýjaðann þrótt & trú á mannfólkið í heild.
Takk fyrir það.
Steingrímur Helgason, 22.4.2008 kl. 00:54
Kallinn með höttinn er kúl.
Þorsteinn Briem, 22.4.2008 kl. 01:05
Sæl Ásthildur mín,
þetta er meiriháttar fjölskylda
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 02:28
Yndislegt að kíkja inn til þín fyrir svefninn Ásthildur mín. Var að skrolla yfir allar myndirnar úr hinum færslunum líka og er hreint á sama máli og Steingrímur, maður verður bara endurnýjaður á sál - glaður og kátur að sjá svona mikið af "krúttmolaseríum" sem láta engan ósnortinn.
Mér finnst yndislegt að sjá hve mikið þið hjón gerið fyrir börnin - og er þess fullviss að sá algóði brosir út í bæði þegar hann lítur við hjá þér elskulegust. Mikið hlýtur hann að vera glaður með sköpunarverk sitt þegar hann horfir á þig ljúfan! Ég elska það að geta hugsað um að ég eigi pínulítið í þér - svona mikið yndisleg og þú ert!
Sonardóttir mín er einmitt af suðurnesjum og keppir oft í Taikwondú eða something - í keflavík. Hún er 12 eða 13 ára... Kannski eru þau að keppa á sama mótinu .. hún og litli kappinn þinn.
Eigðu yndislega nótt ljúfan og dásamlegan dag á morgun. Knús á þig!
Tiger, 22.4.2008 kl. 03:45
Jenný Anna Baldursdóttir, 22.4.2008 kl. 08:22
Maður fær heimþrá af að skoða veðurmyndirnar. Manstu þegar veðrið var svo gott að ekki var hægt að sofa og við fórum upp í hlíð að skoða sólarupprásina. Varla hægt að vita hvað sneri upp eða niður, allt speglaðist. Það er svo gott að eiga svona myndir í kollinum og þegar eitthvað kallar þær fram fylgja tilfinningarnar með. Láttu mig vita ef þú hefur stund um helgina þá gætum við kannski sést.
Dísa (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 08:28
Góðan dag í kúluna.
Þið eruð svo yndisleg öll í kúlunni. Maður fær svo mikla fyllingu í hjartað af því að skoða svona yndislegar myndir.
Eigðu góðan dag mín kæra.
Linda litla, 22.4.2008 kl. 09:30
Takk öll sömul. Talandi um endurnýjun og orku, ég fæ mikið út úr ykkar innleggjum. Hlý og notaleg.
Ég er ánægð með að heyra þetta Steingrímur minn.
Takk Þói minn.
TíCí minn það er nokkuð öruggt að hún verður þarna má mótinu. Þetta er helsta mót í Taikwondo hér á landi. Takk fyrir hlý orð í minn garð minn kæri, og auðvitað áttu þér stað í mínu hjarta og örugglega í dna líka einhversstaðar.
Já Búkolla mín þessir dagar eru sannarlega paradís.
Knús á þig líka Jenný mín.
Takk Linda mín.
Kveðja til þín líka Jóhanna mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.4.2008 kl. 10:08
Góðan daginn, Ásthildur. Alltaf jafnflottar myndir hjá þér, enda myndefnið stórkostlegt.
Helga Magnúsdóttir, 22.4.2008 kl. 10:28
Gaman að skoða myndirnar þínar á ný ..hún er yndisleg þessi af sofandi börnunum, það er eitthvað svo friðsælt að horfa á sofandi barn !
Sunna Dóra Möller, 22.4.2008 kl. 10:35
Góðan dag Ásthildur mín Það er alltaf gaman að horfa á myndirnar þínar knús inn í daginn
Kristín Katla Árnadóttir, 22.4.2008 kl. 10:55
Takk Helga mín.
Það er alveg rétt Sunna Dóra mín, sofandi börn eru yndisleg, friður og sakleysi sem fyllir hjartað friði.
Takk Katla mín og knús á þig inn í daginn
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.4.2008 kl. 11:05
Þvílíkar myndir og myndefnið ekki af lakara taginu
Solla Guðjóns, 22.4.2008 kl. 19:06
Takk Solla mín knús í knús
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.4.2008 kl. 21:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.