Vor í kúlu, mömmublogg og sitthvað fleira.

Ég lofaði vormyndum úr kúlunni.  Hér koma nokkrar þannig:

IMG_5379

Zakúran í fullum blóma.

IMG_5385

IMG_5386

Kirsuberin verða mörg í ár.

IMG_5416

Flott ekki satt.

IMG_5417

Ef til vill fæ ég líka perur.

IMG_5376

Veðrið á laugardaginn var hreint glæsilegt, við fórum með stelpurnar í sund á Suðureyri, Ásthildur er öll að koma til í barnalauginni.  Farin að sleppa ömmu sinni og labba um sjálf.  Svo komst hún upp á lag með að fara uppúr og til afa í stóru lauginni, og fara ofan í hana.  Það var mikið sport.  Su stóra er eins og fiskur í vatni. 

IMG_5373

Það er rosalegt fjör hjá mínum stundum.

IMG_5375

Og maður vill líka hafa blóm í hárinu.  Matta klippti þær báðar reyndar eftir þetta, þær fóru í pössun til Möttu og Inga, þau tóku þær yfir nótt, og það var bara mjög notalegt. 

IMG_5387

Veðrið var ekkert síðra á sunnudeginum. 

IMG_5388

Hænurnar eru líka ánægðar að fá að fara út.

IMG_5389

Æ pabbi snjórinn er svo kaldur.

IMG_5393

Aha þetta er betra.

IMG_5394

Yess amma hehehehe...

IMG_5396

Þá er best að fara út að hjóla... og sona.

IMG_5400

Eða leika við Ásthildi.

IMG_5405

Sumir verða stundum fúlir, ef það er eitthvað sem ekki má. 

IMG_5406

Og auðvitað þarf litla dýrið að vita hvað er að.  Þessi blái litur í hárinu er maskari sem stóra systir fann í snyrtitöskunni hennar ömmu. InLove Áreiðanlega betur komin þarna. 

IMG_5408

en ólundin stendur stutt yfir, það er nefnilega allt svo skemmtlegt.

IMG_5413

Það finnst Ásthildi líka. LoL Ævintýrin, Nemo litli, trunt trunt og tröllin í fjöllunum, og englablues.

 IMG_5419

Börn, vatn og blóm eiga sérlega vel saman.

IMG_5420

Felumynd af lítilli stúlku.

IMG_5431

Nýklippt með blóm í hári.  Svo fín.

IMG_5435

Maður þarf nú líka að passa litlu systur stundum.

IMG_5438

Það var svo hlýtt úti í gærdag.  Eins og sjá má.

IMG_5440

Hún ætlar að standa undir nafni, sú stutta, hér er örugglega verið að umpotta plöntum.

IMG_5454

Og meðan stóru börnin fóru í pottinn.....

IMG_5451

Fannst minni bara betra að fara í balann inni í garðskála.

IMG_5459

Reyndar þótti fleirum gott að fara ofan í balann LoL

Hér má sjá að stelpurnar halda báðar á dúkkum en drengurinn með bíl ? hér er ekki verið að innprenta neitt, þetta bara er svona. Eða hvað ? það skyldi þó aldrei vera að við gerðum það ósjálfrátt að halda bílum að drengjum og dúkkum að stúlkum. 

IMG_5472

mmm hvað þetta er notalegt.

IMG_5475

Og Hanna Sól ræðir við Hjördísi sína í símann.  En Hjördís var aupair út í Vín og gætti telpnanna.

IMG_5484

Flottar pæjur alveg eins þær skáfrænkurnar í nýjum fötum.

IMG_5486

Og afi í mat eins og venjulega á sunnudögum. Og blessuð börnin.

IMG_5488

Hér er ein flott mynd af þeim Sigurjóni Dag og Hönnu Sól, en þau eru svoooo góðir vinir.

IMG_5490

Og svo er þessi blómlega mynd líka, rósamandlan mín í forgrunni.

En við erum sennilega búin að fá óperu, hún er að vísu karlkyns, og kemur frá Litháen.  En við sjáum til með hvernig það gengur.  Stórir strákar gráta ekki.... eða hvað ?

IMG_5378

Svo er hér komin gula röndin á beltið.  Næst ætla ég að reyna við appelsínugula beltið segir snáðinn minn.

IMG_5384

Þeir karlmennirnir á heimilinu ræða um landsins gagn og nauðsynjar eins og gengur LoL

Eigið góðan dag öll sömul.Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.4.2008 kl. 13:43

2 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Vááááááááááááá!!! 

Ragnhildur Jónsdóttir, 21.4.2008 kl. 13:53

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Algjörlega æðislegt.  Verðurðu aldrei þreytt???  góða Kúluviku með öllum þínum afleggjurum.   Kisses 

Ásdís Sigurðardóttir, 21.4.2008 kl. 14:03

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk stelpur mínar.  Já garðurinn er 110 m2 en íbúðin 120 m2 á þremur pöllum.  Húsið okkar er fyrsta garðbýlið, en svo kallar arkitektin húsið.  Gerður kom hingað með manninum sínum í einhverja ferð hér um árið, og heillaðist af húsinu, og í framhaldi af því byggði hún kúluhúsið á Hellu.  Hún er líka rosalega flott garðyrkjukona og er með stóra eignarlóð kring um húsið, og þessa dásamlegu sýn yfir ána. 

Ég verð aldrei þreytt af að taka myndir Ásdís mín.  Mér finnst svo gaman að festa þessi augnablik á filmu.  Þær búa að þessu seinna meir, og mamman, pabbinn og allir hinir núna. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.4.2008 kl. 14:14

5 Smámynd: Linda litla

Ok, ég vissi ekki að Gerða hefði fengið hugmyndina hjá þér (ég er sko frá Hellu).

Yndislegar myndir eins og alltaf Ásthildur, þú ert svo dugleg með myndavélina. Og allt að blómstra í kúlunni, það er örugglega fallegt að sjá þetta með eigin augum.

Eigðu góðan dag mín kæra.

Linda litla, 21.4.2008 kl. 14:48

6 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Mér finnst eins og ég sé komin inn í sumrið hjá þér mjög fallegar myndir og líka af börnunum.

Kristín Katla Árnadóttir, 21.4.2008 kl. 14:50

7 Smámynd: Brynja skordal

yndislegt og unun að sjá allar þessar Fallegu myndir

Brynja skordal, 21.4.2008 kl. 14:57

8 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Að heimsækja Ásthildi í Kúlunni, er algjört must (ef ég má), þegar ég kem vestur næst!  Sumarkoman í myndunum er svo áþreifanleg, bæði hjá plöntum og börnum.

Greinin þín hér á undan voru orð í tíma töluð, ótrúlegt hvað fáir láta heyra í sér varðandi þetta stórmál. 

Sigrún Jónsdóttir, 21.4.2008 kl. 15:11

9 Smámynd: Ásta Björk Solis

Eins og alltaf svaka finar myndir hja ther

Ásta Björk Solis, 21.4.2008 kl. 16:30

10 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Þú getur endalaust á þig blómum og börnum bætt, það liggur við að ég finni lyktina úr kúlunni þinni í gegnum myndirnar

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 21.4.2008 kl. 17:01

11 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Aldrei lognmolla í kringum þig Ásthildur! .. Blómlegt í kúlunni.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 21.4.2008 kl. 17:02

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk elskurnar.

Þá kannastu ef til vill við föðurfólk stelpnanna minna, pabbinn heitir Bjarki Steinn, amman er Hanna og Jón afi.  Þau búa á hellu.  Bára mín bjó þar í nokkur ár, eða þangað til hún fór til Vínar, fyrst bjuggu þau í Nesi.

Takk Katla mín.

Takk Brynja og Helga.

Auðvitað ertu velkomin Sigrún mín, ekki spurning.  Já hvað varðar greinina um dýralækna vil ég sjá hávaða og læti.  Þetta á ekki að gerast.  Hvað með dýrin og dýravernd á landsbyggðinni, ég bara spyr ?

Takk Ásta mín.

Hehehehe Hulda mín, já það er blómailmur hér, og svo suðið í býflugnadrottingunum. 

Já Jóhanna mín, lognmollan er fyrir utan, hið fræga Ísafjarðarlogn. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.4.2008 kl. 17:42

13 Smámynd: Huld S. Ringsted

Æðislegar myndir að venju. Það er greinilega aldrei lognmolla í kringum þig!

Huld S. Ringsted, 21.4.2008 kl. 17:49

14 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Huld mín.  Það má segja að ég sé umvafinn ást og kærleika, og er hæst ánægð með það

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.4.2008 kl. 17:54

15 Smámynd: Helga skjol

Yndislegar myndir að venju.

knús í kúluna á ykkur öll

Helga skjol, 21.4.2008 kl. 18:34

16 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Helga mín

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.4.2008 kl. 18:45

17 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Vá hvað þetta eru æðinslegar myndir em þú ert með þarna, þetta er æði

Guðborg Eyjólfsdóttir, 21.4.2008 kl. 20:07

18 identicon

flottar myndir elsku Íja:):)

en hvað Hanna Sól er sæt svona nýklippt alger blómarós!!

 frænka verður að koma með flókasprey og pæjubursta fyrir hana svo að hún vilji nú greiða sig á hverjum degi til að flókinn minnki.  svo er líka spurning um bleikt stelpusjampó og hárnæringu

já frænka er ákveðin kem með þetta á morgun

sjáumst love you :):)

Tinna tengdó (IP-tala skráð) 21.4.2008 kl. 20:18

19 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hrönn Sigurðardóttir, 21.4.2008 kl. 23:13

20 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Stúlkur mínar. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.4.2008 kl. 00:01

21 Smámynd: Solla Guðjóns

Solla Guðjóns, 22.4.2008 kl. 19:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband