Vor vor og vor, og yndæl stund með fjölskyldunni.

Dagurinn í dag var dýrðardagur, ekki bara veðrið sem var hreint dásamlegt, heldur var mikið líf og fjör í kúlunni. 

Vorið er komið, hér suðuðu minnst fjórar bíflugnadrottningar, nú kemur sá tími að ég þarf að fara að veiða þær upp úr tjörninni, þær vilja hrata niður í tjörnina blessaðar, og ekki vil ég að þær drukkni.  En þær eru sem sagt komnar í garðskálann minn.

Í morgun hringdi í mig kollegi minn,  hann Samson; Ásthildur, hvar ert þú, ég er staddur hér upp í garðplöntustöðinni þinni, er hér á Ísafirði og langar að hitta þig. 

Ég kem bara sagði ég.

Það er gaman að hitta fólk úr garðyrkjunni.  Við drukkum saman kaffi, og spjölluðum, hann sagði mér að hann væri með teikningu af Austurvelli, sem er systurgarður Hallargarðsins Reykvíska, einnig teiknaður af Jóni H. Björnssyni, hann var með eintak sem hann hafði litað og prentað út.  Hann vildi líka gefa bæjaryfirvöldum eintak.  Ég hringdi í Halldor Halldórsson bæjarstjóra, og hann bauð okkur að koma og tala við sig rétt fyrir hádegið.  Við áttum gott spjall saman öll þrjú, og Halldór fullyrti við okkur að það væri ljóst að Austurvöllur yrði áfram skrúðgarður.  Enda eru þessir fjórir garðar sem eru hér á þessu svæði, þ.e. Skrúður, Simsonsgarður, Jónsgarður og Austurvöllur, einstakir hér á landi.  Að eiga fjóra skrúðgarða, gerist ekki betra. 

IMG_5172

En eins óg sjá má, var veðrið dýrðin ein.

IMG_5174

Og fegurðin eftir því.

IMG_5175

Já vorið er komið, ekki satt ?

IMG_5178

Jólarósin mín svolítið á eftir að blómstra, en það gerir ekkert til, hún er dásamlega flott.

IMG_5180

Og trén byrjuð að bruma.

IMG_5183

allt á fullu í gróðurhúsinu, við Júlli prilkuðum um 1400 silfurkamba og 1100 skrautnálar í dag, auk þess um 300 flauelisblóm.  Allt þarf þetta að vera klárt fyrir söluna í vor.

IMG_5186

Ég er búin að fá tvo pólverja í vinnu við að gera við gróðurhúsin sem skemmdust í vetur.

IMG_5197

Og hænurnar fengu að fara út, svona aðeins.

IMG_5198

af mold ertu komin og að moldu skaltu aftur verða hehehehe.

IMG_5201

Og stubbur hjálpar líka til.

IMG_5203

Rósamandlan mín er rosalega flott.

Stubburinn fer í beltapróf á morgun í ThaiKvan Do, ef hann stenst, þá fer hann í keppnisferð til Keflavíkur i enda mánaðarins.  Hann er rosalega duglegur, hér er hann að æfa sig.

 

IMG_5206

IMG_5208

Jamm flottur.

IMG_5217

Börn hafa mjög gott af svona sjálfsvarnaríþróttum.

IMG_5219

Bæði upp á sjálfsöryggið

IMG_5222

En líka upp á ögunina

IMG_5223

Og að skilja sjálfan sig.

IMG_5236

Sigrast á vanmætti.

IMG_5247

Standa keikur og hress.

IMG_5274

Sem betur fer er stubburinn með frábæran kennara, og svo hefur hann bara svo mikinn áhuga á þessu.  Vonandi gengur honum vel á morgun.

IMG_5292

En það gerðist dálítið sem var bara surning um ekki hvort heldur hvenær, Ásthildur datt í tjörnina.

IMG_5294

Júlli var rosalega snöggur að hlaupa  til og kippa henni upp úr.  Flest hafa þau dottið í tjörnina, má segja að það sé einskonar kúluvíxla hehehehe....

IMG_5295

Aðrir voru bara í skaftaslag.

IMG_5298

Og aðrið létu sé fátt um finnast.

IMG_5301

Það var nóg af stubbum í kúlunni í dag, vegna þess að við ákáðum að grilla saman fjölskyldan.

IMG_5303

 

Jamm það er vissara bara að leika sér á stéttinni.

IMG_5304

En það var nóg um að vera.  Eins og vanalega.

IMG_5309

Stubbar eru og verða stubbar, þessir ætluðu í smáferðalag.

IMG_5310

Hér má sjá yfirgrillarann Júlíus.  Stóð sig rosalega vel.

IMG_5319

Jamm það entist ekki lengi varkárnin við tjörnina.

IMG_5323

Maturinn var góður.

IMG_5325

Nei hún datt ekki, hún er að vera fyndin LoL

IMG_5327

en það eru fleiri, þetta er hann Trausti.

IMG_5334

Ójá, sumir héldu sig til hlés

IMG_5339

Og hvað er betra en stubbaknús.

IMG_5346

Nema er vera skyldi Tjarnarblúes hehehe

IMG_5348

Sumir eru þó bara prinsessur. 

IMG_5350

Jamm sullumbull og bullum sull.

IMG_5354

Aðrir eru einfaldlega í Rambóleik.

IMG_5357

Kúlulíf, daglegt brauð.. eða þannig.

Hanna Sól fékk fullt af fallegum fötum frá Tinnu frænku sinni.

IMG_5362

Amma í kúlu, nú er komið að þér að setja inn mynd sko!!!

IMG_5369

Þetta gæti verið felumynd af krökkum.  Ég hef ekki tölu á hvað hér voru margir í dag, enda skiptir það ekki máli.  Þau eru yndæl öll sömul.

IMG_5372

Álfur og Huldumaður................................. eða þannig.

Þetta er svona maraþon myndakvöld.  en það bara gerðist svo margt skemmtilegt í dag. Svoleiðis er það stundum.

En á morgun er laugardagur, og þá getur maður slakað á aðeins, á sig sjálfur eða þannig.  Eða ef til vill á maður sig aldrei sjálfur, sérstaklega þegar lítil börn eru annars vegar, þau krefja mann um allan þann tíma sem maður hefur og svo miklu meira í ofanálag, en þau gefa manni það líka tífalt til baka. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jens Guð

  Frábærar myndir.  Augnakonfekt.

Jens Guð, 19.4.2008 kl. 00:49

2 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Mikið ofboðslega eru veðurmyndir dagsins fallegar, það er svo fallegt hvernig fjöllin speglast í firðinum, svona veður hefur alltaf verið þegar ég hef komið til Ísafjarðar.  Ótrúlega fallegt.  Og ekki síður fallegt og fjörugt heimilslíf.  Hafðu það sem best um helgina. Kær kveðja úr svifryksmenguninni héðan að sunnan.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 19.4.2008 kl. 01:15

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Jens minn.

Lilja mín, ef þú hefur áhyggjur af svifryksmengun, þá máttu vita að besta ráðið er að planta grenitrjám milli götunnar og hússins, grenitré taka á sig ótrúlega mikið af svifrykiinu, ég ætla mér að skrifa um það eftir helgina, grein sem ég tók út laufblaðinu.  Knús á þig inn í helgina, og vonandi verður allt í lagi með þig og barnabörnin í þessu svifryki elskuleg.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.4.2008 kl. 01:18

4 Smámynd: G Antonia

Hamingja, kátína og gleði skín úr hverri mynd frá þér -  Bara yndi á að horfa!   Takk fyrir að deila þessu með okkur - sendi knús á þig inn í helgina kæra Ásthildur Cesil.

G Antonia, 19.4.2008 kl. 02:21

5 Smámynd: Tiger

  Alveg yndislegt að sjá hve mikið líf og fjör er í kringum þig Ásthildur mín. Líka svo augljóst hve börnunum líður öllum vel og hve glöð og ánægð þau eru - fyrir utan smá óvænta sundspretti sko.. *bros*. Ég á einmitt litla bróðurdóttur sem er að læra sjálfsvarnalistina eins og ungi maðurinn hjá þér og hún er stórhrifin af þessu. Fjallamyndirnar eru frábærar líka! Knús á þig ljúfust og eigðu stórkostlega helgi..

Tiger, 19.4.2008 kl. 03:21

6 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Sæl og blessuð mín kæra Ásthildur. Gaman að sjá þessar skemmtilegu fjölskyldu myndir frá þér. Langt síða ég hefi litið inn til þín, vona að það fyrirgefist mér.  Kær kveðja.

Þorkell Sigurjónsson, 19.4.2008 kl. 06:22

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Helga mín og knús á þig inn í daginn.

Knús á þig líka kæra G Antonía.

Takk TíCí minn ljúfastur.  Já þau hafa sko gott af svona íþróttum börnin.

Þorkell minn alltaf gaman þegar fólk kíkir við. Það er samt enginn skyldumæting.  Takk fyrir mig.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.4.2008 kl. 08:23

8 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Mikið ertu dugleg Ásthildur mín að taka svona góðar myndir, en þú ert nú spes knús inn í daginn.

Kristín Katla Árnadóttir, 19.4.2008 kl. 09:17

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Knús á þig líka inn í daginn Katla mín.

Jamm Búkolla  þetta er lífið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.4.2008 kl. 10:56

10 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Þú ert yndislegur orkubolti Ásthildur mín, alltaf líf og fjör í Kúlu.  Eigðu góðan og blessaðan dag.

Sigrún Jónsdóttir, 19.4.2008 kl. 12:03

11 Smámynd: Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar

Gaman að skoða myndirnar þínar. Takk fyrir mig og eigðu góðan dag.

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar, 19.4.2008 kl. 12:50

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk báðar tvær, knús á ykkur báðar inn í daginn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.4.2008 kl. 12:56

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

Snilldar myndir hjá þér og til hamingju með vorið, Ásthildur mín Cesil. Hvað ertu með marga í vinnu og hversu margir þeirra eru útlendingar?

Þorsteinn Briem, 19.4.2008 kl. 13:04

14 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Eins og er er ég með þrjá, einn í hluta starfi og tvo aðra, tveir þeirra eru pólskir bræður, hinn er sonur minn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.4.2008 kl. 13:17

15 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Fegurð lífsins og náttúrunna og mannlífið hjá þér, vekur gleði og von í hjarta mínu um að framtíðin verði góð.  Til hamingju með fólkið þitt.  Stíg léttan dans í huganum með þér  3D Prom Queen  3D Prom Queen

Ásdís Sigurðardóttir, 19.4.2008 kl. 14:42

16 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Fábærar myndir eins og alltaf hjá þér. Það er sko greinilegt af þessum myndum að þú lætur þér ekki leiðast svona dags daglega. Þegar ég hugsa um ferðir mínar á Vestfjarðavíking undanfarin ár finnst mér ég muna eftir að hafa séð kúluna þína. Er hún á leiðinni út úr bænum að göngunum? Annars langar mig í svona kúlu eftir að hafa séð hvað það er mikið fjör í svoleiðis mannvirki. Knús á þig og hafðu það gott í dag sem og alltaf.

Helga Magnúsdóttir, 19.4.2008 kl. 16:26

17 Smámynd: Linda litla

Æðislegar myndir af fallegu veðri og fallegu fólki.

Linda litla, 19.4.2008 kl. 16:43

18 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Ásdís mín, ég ætla að stíga þennan létta dans líka

Jú Helga það mun rétt vera.  Og velkomin í kúluvinahópinn. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.4.2008 kl. 16:45

19 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Svakalegt fjör er þetta. Mitt líf virðist nú bara rólegt miðað við þitt. Þó á heimilið hér til að minna á umferðamiðstöð, einn að koma og annar að fara...og alltaf fullt af fólki að borða! .. Strákurinn minn lærði Júdó og af því hafði hann mjög gott. Held það mætti setja meira svona inn í skylduleikfimi barnanna (vegna agans a.m.k.) .. knús inn í laugardagnni.  

p.s. stubburinn í tjörninni er algjört æði!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 19.4.2008 kl. 18:04

20 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Jóhanna mín.  Já það er örugglega erill á mörgum stöðum.  Júdó og aðrar alustrænar íþróttir eru mjög góðar einmitt vegna agans.  Já einmitt hún lætur sér ekki segjast þetta litla skott.  Knús á þig líka

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.4.2008 kl. 18:10

21 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hefur greinilega mikið umleikis, enda kjarnakona, Ásthildur mín.

Þorsteinn Briem, 19.4.2008 kl. 18:42

22 identicon

Oh shit mutherfuckas step to the rear and cheer
'Cause Tim Dog is here
Let's get down to the nitty gritty
And talk about a bullshit city
Talking about niggaz from Compton
They're no comp and they truly ain't stomping
Tim Dog a black man's task
I'm so bad I'll whip Superman's ass
All you suckers that rif on the West Coast
I'll dis and spray your ass like a roach
Ya think you're cool wit your curls and your shades
I'll roll thick and you'll be yelling raid
One hard brother that lives in New York
Where brothers are hard and we don't have to talk
Shut your mouth before we come out stomping
Hey, yo Eazy
Fuck Compton

(Why you dissing Eazy?)
'Cause the boy ain't shit
Chew him with tobacco, an' spit him in shit
I crush Ice Cube, I'm cool wit Ice T
But NWA ain't shit to me
Dre beating on Dee from Pump it Up
Step to the Dog and get fucked up
I'm simplistic, imperialistic, idealistic
And I'm kicking ballistics
Having that gang war
We want to know what you're fighting for
Fighting over colors?
All that gang shit is for dumb muthafuckas
But you go on thinking you're hard
Come to New York and we'll see who gets robbed
Take your jeri curls, take your black hats
Take your wack lyrics and your bullshit tracks
Now you're mad and you're thinking about stomping
Well I'm from the South Bronx
Fuck Compton

Tim Dog and I'm the best from the East
And all this Compton shit must cease
So keep your eyes on the prize and
Don't jeopardize my arrive 'cause that's not wise
You really think that you can rhyme
Well come and get some of this loaded tech-nine
Bo bo bo shots are cold gunning
And you'll really be a hundred miles and running
You wanna play go ride in a sleigh
I'm so large I fuck Michel le'
In the bathroom we was boning
You shoulda heard how the bitch was moaning
Do do do do dooo do do do do do do do
Shut the fuck up bitch, you can't sing
Ya sound like a kid playing on a swing (Fuck you)
I'm the man at hand to run the band
That's in command
You know who the fuck I am
Tim Dog, what's my muthafucking name
Tim Dog, that's my muthafucking game
So whether you think that I'm just a myth
That riff, the lift, the gift, the if, the fifth'
The shift, the spliff, that's in control, to hold
To fold, to bold and make an ache and take and fake
Wooh! and I'm still great

Fuck Compton

Cactus Buffsack (IP-tala skráð) 19.4.2008 kl. 19:17

23 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir það Steini minn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.4.2008 kl. 20:12

24 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir hlý orð Guðmundur minn.  Jamm við þurfum að komast á hitting bráðlega. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.4.2008 kl. 13:48

25 Smámynd: Solla Guðjóns

Solla Guðjóns, 22.4.2008 kl. 18:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 7
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 2022159

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband