17.4.2008 | 19:32
Af hverju hið daglega veður.
Jamm, hér hefur verið í gegnum tíðina unnin hryðjuverk á fréttum af veðri á Vestfjörðum, vonandi af hugsunarleysi en ekki vitandi vits. Það er alltaf tíundað ef veðrið er vont, en þagað um þegar hér er hlýjast.
Ég hef oft ergt mig á þessu. Einu sinni var tekið veður hér af lögreglumönnum inn í bænum, líkt og mér skilst að sé gert á Akureyri, þá voru hitatölur oft hærri hér en á Akureyri og Egilstöðum. En bæjarstjóri sem hér sat,´sá ofsjónum yfir greiðslu sem lögreglan fékk, þeir notuðu þann pening í sjóð sem þeir höfðu sameiginlegan, ég held að þetta hafi verið um 120 þús. kr. á mánuði. Svo þetta var aflagt, og hætt að tíunda hitastigið hér, en sagt frá hitastigi í Bolungarvík í staðin, sem er nyrst og við opið haf, og oft munar einni til tveimur gráðum á hitastigi.
Muna einhverjir eftir því að sagt var gjarnan að Austfirðingar og Akureyringar ættu góða veðrið. Og það var vendilega þagað um það þegar veðrið var betra hér en annarsstaðar.
Til dæmis var í þætti hjá Jóhönnu Harðardóttur einhverju sinni tíundað hitastigið á Akureyri hitabylgja um man ekki hvað eitthvað um 20 ° en hér var tveimur stigum hærri tala, ég hringdi og vildi láta segja frá að hér væri hærra hitastig. það kom aldrei fram. Þetta er bara eitt einstakt dæmi. Annað dæmi sem ég upplifði var þegar hafði verið svarta þoka daginn áður, og þegar ég fer í vinnuna morguninn eftir, heyri ég í útvarpinu að það er sagt ófært að fljúga á Ísafjörð og Vestmannaeyjar vegna þoku. Ég hringi í fréttastofuna og segi að mér finnist þetta undarlegt, þar sem hér sé ekki skýhnoðri á himni og blankalogn.
Við höfum þessar upplýsingar sagði sá sem svaraði.
Ég skil það nú ekki alveg sagði ég, því ég horfi hér upp í heiðbláan himininn og það hreyfist ekki hár á höfði. Hvaðan koma þessar upplýsingar ?
Nú úr símsvaranum á flugstöðinni, var svarið.
Já en þetta eru skilaboð frá því í gær, hlýtur að vera svaraði ég.
Getur þú staðfest að það sé hægt að fljúga, spurði röddinn óþolinmóðlega.
Nei sagði ég, ég er bara kerling út í bæ, en eitt get ég sagt þér, að það væri stórfrétt ef ekki er flogið í svona veðri, eða veðurleysi.
En ég hef tekið eftir því að þið reynið alltaf að segja veðrið hér verra en það er, og nú tekur steininn úr, sagði ég.
Þú heldur kannski að við sitjum hér á kaffistofunni og ákveðum að tala illa um veðrið á Ísafirði, sagði maðurinn með þjósti.
Já svei mér þá, sagði ég, ég held að það sé einmitt það sem þið gerið.
Það kom reyndar á manninn við þetta svar.
Ég vil bara að þið segið frá því að hér sé glampandi sól og logn, en ekki ófært vegna þoku, næst þegar til segið frá veðrinu í fréttunum.
Svo hringdi ég inn á flugvöll og tilkynnti þeim hvaða hremmingum ég hefði lent í. sagði þeim að þeir yrðu að leiðrétta þessa frétt.
Í tíu fréttum kom svo sama rullan um að ófært væri að fljúga á Ísafjörð og Vestmannaeyjar vegna þoku.
Svona hefur þetta ævinlega verið, og fólk var farið að tala um að hér væri ekki byggilegt vegna slæms veðurs, sem er hið mesta rugl. Meira að segja neituðu sumir foreldrar að senda börnin sín hingað að spila fótbolta eitt árið, af því að þau voru hrædd við snjóflóð..... í miðjan JÚNÍ.
Svo ég ákvað þegar ég byrjaði að blogga að reyna að slá á þessa mítu um vonda veðrið á Ísafirði og Vestfjörðum. Ég hef núna því sem næst daglega sett inn veðrið og sett inn myndir sem hafa verið teknar samdægurs. Eins og þið hafið séð, þá er veðrið langt í frá eins slæmt og var búið að telja fólki trú um.
Þess vegna er HIÐ DAGLEGA VEÐUR Á ÍSAFIRÐI. Myndir ljúga nefnilega ekki.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 4
- Sl. sólarhring: 12
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 2022156
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég man nú eftir því að einu sinni vorum við fyrir vestan í viku og spáin var alla dagana rigning en við urðum aldrei vör við þessa rigningu sem átti meira að segja að vera á Bolungarvík þegar við vorum inni í Tungudal. Gott veður allan tímann nema samkvæmt veðurstofunni.
Knús vestur
Kidda (IP-tala skráð) 17.4.2008 kl. 19:41
Já ég hef oft heyrt þetta hverslags vitleysa er þetta geta fréttirnar aldrei verið réttar hjá hjá þeim, já myndirnar ljúga ekki það er á hreinu mjög góður pistill hjá þér Ásthildur mín.
Kristín Katla Árnadóttir, 17.4.2008 kl. 19:45
Takk stelpur mínar, já Kidda mín, það er lítið samræmi oft milli þess sem talað erum veðrið og veðrið sjálft. Nú sum sér er nornin að reyna að gera eitthvað í málinu
Takk Katla mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.4.2008 kl. 20:09
Eina veðráttan sem ég man eftir frá Ísafirði er þetta ótrúlega logn og það alveg ótrúlega oft. Hvaða rugl er í þessu fólki
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 17.4.2008 kl. 20:29
Jamm sumt fólk er hmmm dálítið ruglað.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.4.2008 kl. 20:31
Get heilshugar tekið undir þetta Ásthildur af yfir 40 ára reynslu búandi þarna
fyrir vestaðan í faðmi vestfirskra Alpa...
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 17.4.2008 kl. 20:52
Já nákvæmlega Guðmundur minn.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.4.2008 kl. 21:00
Ég hef það fyrir satt, að Flugfélagið hafi á stundum aflýst flugi vestur "vegna veðurs", af því þeir höfðu ekki nægilega margar vélar tiltækar þá daga! En þetta var í den. Það hlýtur að vera erfiðara fyrir þá að gera þetta í dag, með öllum þeim samskiptum, sem fólk nýtir sér. Ég tek sem dæmi, veðurlýsingar þínar Ásthildur mín, sem berast okkur "ljóslifandi" hvern einasta dag.
Ég held líka að þessar veðurfréttir frá Bolungavík (eins og áður var frá Galtarvita), séu aðallega fyrir "sjófarendur" en kannski minna fyrir "landkrabbana". Auðvitað á að vera veður mæling á Ísafirði!
Sigrún Jónsdóttir, 17.4.2008 kl. 22:14
Ég hreynleg elska svona myndir en ekki búin að lesa nema byrjunina hjá þér og það þarf nú ekkert að segja mér hve veðrið er oftast yndislega yndislegt þarna.
les betur á eftir eða morgun
Solla Guðjóns, 17.4.2008 kl. 22:22
Og veðurfréttir að vestan myndar Ásthildur Cesil
Takk fyrir hið daglega veður og góða nótt á þig og þína
Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 17.4.2008 kl. 23:18
Ég á nú ættir að rekja frá Ísafirði foreldrar mínir eru bæði þaðan alltaf gaman að koma þangað.
Við skulum nú vona að það komi nú ekki snjóflóð í júní hahahaha.
Eyrún Gísladóttir, 17.4.2008 kl. 23:21
Hvernig ætti annað að vera en að logn væri alltaf í Skutulsfirði, enda er fjörðurinn sá allokaður af til allra átta, alveg eins & vegirnir hans Indriða.
Hins vegar er flugvöllurinn þar ekki fær eða viðurkenndur til flugs í öllum þeim flughermum sem að flugmenn á F-50 læra á í Finnlandi, enda læra þeir það helst að sætta sig við það.
& fljúga nú samt....
Steingrímur Helgason, 17.4.2008 kl. 23:27
Ég verð að taka undir þetta með veðrið, þegar ég hef komið til Ísafjarðar, þá hefur alltaf verið alveg einstaklega fallegt veður, ég hef að vísu einungis komið vestur að vori til, og hef því alltaf haldið að ég hafi bara verið svona heppinn með veður í öll skiptin.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 17.4.2008 kl. 23:31
Takk Gréta mín
Já það er rétt hjá þér Sigrún mín, málið er bara að veðurfregnir frá Bolungarvík henta ekki súgfirðingum, því þar er allta annað sjólag. Og ég hef líka heyrt þetta með flugvélaskortinn, það var allavega eitthvað til í því.
Knús á þig Solla mín.
Takk Bergrós mín og knús á þig
Segðu Eyrún mín
Hehehehe Steingrímur, þeir læra að minnsta kosti að lenda og taka upp á þessum flugvelli, enda færustu flugmenn í heimi að því að sagt er.
Lilja mín, það ER alltaf einstakt veður
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.4.2008 kl. 23:48
Mín kæra Ásdís, mikið er fallegt í þinni heimabyggð, það er nokkuð víst en mér finnst alltaf eins og Fokkerinn sé að missaða þegar ég kem fljúgandi. Það er nú sennilega ekki veðrinu að kenna, heldu einhverju allt öðru.
Bestu kveðjur úr Mosó frá K. Tomm.
Karl Tómasson, 17.4.2008 kl. 23:52
Takk Kalli minn. Með kveðju Ásthildur
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.4.2008 kl. 00:08
Auðvitað er alltaf gott veður á Ísafirði. Eða verulega vont. En þá er líka gaman!
ÞE
Þórdís Einarsdóttir, 18.4.2008 kl. 08:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.