Hið daglega veður, vor og vorboðar.

Jamm þá er best að ræða aðeins um veðrið.

IMG_5082

Hér er Súgandafjörður með sólbrá á sjó.

IMG_5084

Kubbinn sterki og fallegi líka.

IMG_5085

Já birtan er falleg.

IMG_5092

Sól að morgni.

IMG_5093

Vildi að ég gæti sett fuglasönginn hér inn með myndinni, þá væri þessi morgun fullkomin sem hann reyndar var.

IMG_5094

Og þessi birta sem er svo einstök.

IMG_5098

Þegar vorið kemur fara stubbar á kreik, sjónvarpið gleymt, en náttúran heillar.

IMG_5099

Jamm það  ER komið vor.

IMG_5089

Það segir Kameliufrúin undirleit...

IMG_5088

Og brosir svo sínu bliðasta.

IMG_5086

Og kirsuberin blómstra líka til samlætis.

IMG_5101

Og lítil stúlka slakar á eftir daginn í nýjum sokkabuxum frá Tinnu frænku.

Góða nótt Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynja skordal

Gaman að sjá þessar fallegu myndir snjór alveg að hverfa og vorið að taka við í allri sinni fallegu mynd að vestan takk fyrir mig og hafðu ljúfa nótt Elskuleg

Brynja skordal, 17.4.2008 kl. 01:02

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Brynja mín og góða nótt til þín líka

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.4.2008 kl. 01:15

3 Smámynd: Tiger

  Yndislegt að sjá þessar myndir fyrir svefninn. Það er frábært að fá að kíkja á daglegt veður hjá þér og fá tækifæri til að skyggnast aðeins svona inn í verstfirska veðrið án þess að vera á staðnum. Börnin eru yndisleg og myndirnar góðar. Takk fyrir mig elskulegust, knús og klemmerí á þig inn í nóttina og eigðu yndislegan dag á morgun!

Tiger, 17.4.2008 kl. 01:20

4 identicon

Sæl Ásthildur mín.

Flott Kamillíufrú,já og allt saman.

Takk fyrir.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 17.4.2008 kl. 03:43

5 identicon

Og amman þarf að nota nóttina í skrifin. Myndirnar eru yndislegar, snjórinn að hverfa, stubburinn að skoða hvernig allt kemur undan snjónum, Hanna Sól í slökun og ekki eru blómin síst. Þau segja okkur að sumarið sé að koma með öllu sínu litskrúði og yndisleika

Dísa (IP-tala skráð) 17.4.2008 kl. 08:20

6 Smámynd: Solla Guðjóns

Nú þegar vorið fer að koma hugar maður að fyrstu vesturferðinni sem líklega verður um hvítasunnuna.....mig er farið að þyrsta í kraftinn frá þessum fjöllum.

Knús til þín fyrir flottar myndir frá fæðingarstð mínum.

Solla Guðjóns, 17.4.2008 kl. 08:29

7 Smámynd: Laufey B Waage

Gaman að sjá að stubbar eru ekki hættir að leita ævintýra úti í náttúrunni.

Laufey B Waage, 17.4.2008 kl. 08:46

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk TíCí minn flottur eins og venjulega

Takk baráttujaxlinn góði Þói

Já Dísa mín  Svona eins og Össur Skarphéðinsson, ekki leiðum að líkjast.  Og á það er sannarlega vor í lofti í dag hér fyrir Vestan.

Þú kíkir ef til vill við í kaffi Solla mín, ef þú hefur tíma  Það er bara must að fá fjöllin beint í æð.

Já Laufey mín, þeir tosast út í vorið, annað væri ekki eðlilegt.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.4.2008 kl. 09:32

9 Smámynd: Huld S. Ringsted

Þetta er svo yndislegur árstími þegar snjórinn fer að hverfa og allt að lifna við í lífríkinu

Huld S. Ringsted, 17.4.2008 kl. 11:27

10 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Já ég er bara sátt mér finnst vorið vera að koma fallegar myndir að vanda.

Kærar kveðjur

Kristín Katla Árnadóttir, 17.4.2008 kl. 11:33

11 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Yndislegar myndir, maður sér hvernig birtan er að breytast og morgunsólin skín öðruvísi á húsið og fjörðinn.  Eigðu ljúfan dag í draumalandinu þínu  Kisses

Ásdís Sigurðardóttir, 17.4.2008 kl. 11:34

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gangi þér vel Helga mín, megi allir góðir vættir vaka með þér og þínum og vernda.  Megi allt það sem brotnað hefur, gróa heilt aftur hjá ykkur öllum.

Já Huld mín, einmitt, þetta er dásamlegur tími.

Veistu Katla mín að það er vísindalega sannað að allt grær betur á þessum tíma, líka brotin bein og brotnar sálir.  Þess vegna skaltu horfa djörf fram á veginn.

Ásdís einmitt, birtan breytist núna dag frá degi.  Svo er líka albjart fra umdir kl. tíu á kvöldin, ég á í mesta basli að svæfa stelpurnar, því þær segja bara að það sé ennþá dagurinn  Takk fyrir mig ljúfust.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.4.2008 kl. 11:54

13 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Oh ertu að meina þetta Ásthildur, er vorið í alvöru að koma? ég hélt eitt augnablik að það hefði bara farið aftur...

Dásamlegar myndir af veðri, litum, ljósi, börnum og gróðri, jú ég held ég trúi því bara að vorið sé alveg að bresta á

Trén þín eru "bara" stórkostleg! 

Ragnhildur Jónsdóttir, 17.4.2008 kl. 12:05

14 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ragnhildur mín fuglarnir segja það, blómin segja það, fjöllinn meira að segja segja það, svo ég trúi því að vorið sé komið.  Knús á þig inn í daginn mín kæra.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.4.2008 kl. 12:18

15 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Knús inn í daginn Ásthildur mín.  Alltaf jafn "nærandi" að koma við á síðunni þinni, þótt maður kommenti nú ekki alltaf

Sigrún Jónsdóttir, 17.4.2008 kl. 12:38

16 Smámynd: Sleepless

Já vorið er sko að koma og fljótlega fer ég til mömmu minnar í sveitina að vinna yfir sumarið. Og ég get ekki alveg skilið afhverju en ég hugsa einhvernvegin um mömmu mína þegar ég sé þessar myndir hjá þér og orðin sem þú ritar. En ég er líka búin að hugsa mikið um hana mömmu mín (sjá bloggið mitt)

Sleepless, 17.4.2008 kl. 12:40

17 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Knús á þig líka Sigrún mín.  Takk fyrir mig .

Gott hjá þér að fara til mömmu Sleepless mín, mömmur eru alltaf bestar og líka ömmurnar.  Ég er nú bara ánægð að heyra að ég minni þig á mömmu þína mín kæra.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.4.2008 kl. 13:04

18 Smámynd: Þórdís Einarsdóttir

Kubbinn minn...!

Knús í kúluna.

ÞE 

Þórdís Einarsdóttir, 17.4.2008 kl. 13:21

19 Smámynd: Bertha Sigmundsdóttir

Æðislegar myndir, eins og alltaf, en fallegust voru nú blómin, guðdómleg...

Takk fyrir að alltaf setja inn hér myndir, ég fæ oft heimþrá, og þú lagar hana oft með myndunum þínum, þú ert alveg yndisleg.

Hafðu það gott, elsku Ásthildur mín

Bertha Sigmundsdóttir, 17.4.2008 kl. 16:30

20 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Kubbin minn trallí rallí rall  Þórdís mín. 

Mín er ánægjan góðar óskir til þín líka Bertha mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.4.2008 kl. 17:34

21 Smámynd: Helga skjol

Mikið rosalega eru þetta fallegar myndir hjá þér.

Knús á þig

Helga skjol, 17.4.2008 kl. 17:47

22 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Knús á þig líka Helga mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.4.2008 kl. 17:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.11.): 8
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 49
  • Frá upphafi: 2022107

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband