16.4.2008 | 12:50
Er nakin kvenlíkami klámfengin?
Nokkrar elskulega bloggvinkonur mínar hafa hneykslast á nektarsýningu sem hestamannafélag viðhafði á árshátíð hjá sér. Þær eru reiðar og sárar, tala um að þetta sé niðurlægjandi fyrir konur.
Ég held örugglega að ég hafi talað svona líka einhvertíman, og ef til vill ekki fyrir svo löngu síðan.
En málið er að eftir að klámumræðan kom upp í fyrra, þegar hópur fólks sem hafði klámmyndir að atvinnu, vildi halda árshátíð hér og allt varð vitlaust út af, hef ég farið að hugsa um þetta meira. Og ég hef komist að því, að ég sé ekkert óeðlilegt við það að stelpur dansi nektardans, svo framarlega sem þetta þær standi fyrir þessu sjálfar, og í opnum rýmum, þar sem enginn hætta er á misnotkun.
Þá er ég ekki að tala um einkadans í lokuðu rými með tjald, eða karla sem fá fýsnum sínum svalað með slíku á súlustöðum, þar sem er jafnvel um að ræða mansal.
Mér finnst það bara allt önnur ella, en svona uppákoma.
Sumar stúlkur sitja naktar fyrir í blöðum til að fá pening. Er það líka klám, er það líka til að æsa upp eiginmenn okkar. Ég held ekki, það er himin og haf milli kynþokka og staðlaðrar kroppsfegurðar.
Mér finnst einhvernveginn eins og það sé ákveðin taugaveiklun í gangi, þar sem fólk sér skrattan með klaufir og hala út úr öllu sem viðkemur nekt.
Það er ekkert niðurlægjandi fyrir mig sem konu þó einhverjar ungar konur með góða líkamsbyggingu, því það er alveg öruggt að aðrar fara ekki út í svona business, kjósi að drýgja tekjur sínar með því að fækka fötum á öruggum stöðum eins og á árshátíð hestamannafélags. Þó það sé karlakvöld. Ég veit ekki betur en það séu líka konukvöld þar sem ungir fallegir drengir dansa naktir eða því sem næst fyrir sal fullan af konum. Má þá álykta sem svo að þær komi hjólgraðar heim eftir slíkt kvöld. Og ætli karlinn hefði nokkuð á móti því að sinna kalli náttúrunnar ef svo ber undir. Ætli þeir verði reiðir út í steggina sem kveiktu bálið ?
En það er bara ekki þannig með obban af fólki, það þarf meira til að kveikja í en svona kroppasýning.
Það eru margar gjörðir manna sem mér persónulega líkar illa við að sjá. En ég virði rétt fólk til að ákveða það sjálft hvað það vill gera, og þó mér finnist eitthvað ekki sæmandi, þá eru aðrir sem finnst þetta bara allt hið besta mál. Og hver er ég að dæma hvað sé viðeigandi og hvað ekki?
Um daginn var mikil umræða um konu sem vildi fara berbrjósta í sundlaug, sundlaugavörðurinn fékk flog og rak hana upp úr, margir hneyksluðust á honum fyrir vikið. Hann virti ekki rétt hennar til að gera það sem henni fannst réttur sinn. Þetta er sama forræðishyggjan.
Við verðum að gæta okkar á því að skilja milli þess að einhver sé neyddur út í vændi eða súludans, eða hvort hér er um saklausan atburð að ræða. Þetta er mál sem snýr ekki að mér til dæmis, og ég tel mig ekki koma mér neitt við. Hvað þá að skammast yfir að það niðurlægi mig, eða æsi karlinn minn upp.
Meðan við dreyfum kröftunum, þá fer minni orka í að takast á við raunveruleg vandamál. Mansal, nauðganir og þrælahald er með öllu ólíðandi, þangað eigum við að beina kröftunum, en brosa að svona uppákomu eins og þessari.
Vil hér með benda á þetta blogg sem ég uppgötvaði í morgun.
http://sleepless.blog.is/blog/sleepless/ Sannarlega umhugsunarvert.
Sexý ?
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.11.): 0
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 36
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk fyrir óvenju yfirvegaða umræðu um þessi mál. Þú mátt búast við að vera sökuð um að vera fylgjandi mansali og nauðgunum áður en langt um líður :)
Sigurður Hólm Gunnarsson (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 13:09
Takk fyrir þessa góðu færslu Ásthildur mín.
Knús
Kristín Katla Árnadóttir, 16.4.2008 kl. 13:18
Þetta er eitt af þessu ,,gráusvæða" málefnum, sem þarf að pæla í. Verð að viðurkenna að ég var mjög harður andstæðingur stripps og súludans o.s.frv.. en held að ég sé að snúast svolítið svona á síðustu árum. Dætur mínar fóru báðar að sjá ,,The Chippendales" og hneykslaðist ég ekkert á því og fannst það bara fyndið.
Eina reynsla mín af live nektardans-showi er að ég fór sautján ára inn á nektarstað í Lúxemborg, þar stóðu fjórar konur uppi á sviði og hristu brjóstin sem voru með silfurdúskum sem huldu geirvörtur og mín fyrsta upplifun var sorg og hugsaði ,,úps ætli þær eigi börn" .. veit ekki afhverju ég hugsaði þetta, það bara kom í hugann.
Ég hef síðan séð nektardans í kvikmyndum sem var mjög erótískur, t.d. 9 1/2 weeks þar sem Kim Basinger dansaði fyrir Mickey O Rourke .. undir laginu "You can keep your hat on" .. Var það klám eða var það í lagi ? .. Mér fannst það flott! Kim Basinger er ágætlega virt leikkona og hefur örugglega verið stolt af þessu hlutverki.
Þú ert víðsýn kona Ásthildur og bera að þakka það, stundum er gott að skoða málin frá öðrum hliðum en ekki vera fastur á sínu.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 16.4.2008 kl. 13:20
Nektardans/súludans er hrein og tær list..kvenlíkami er falllegur.
Þetta verður getur orðið ljótt og subbulegt í augum þeirra sem það kjósa.
Flottur pistill hjá þér og ferlega KRÚTTLEGUR karl...á myndinni.
Solla Guðjóns, 16.4.2008 kl. 13:54
Ef nakinn kvenlíkami er klám, þá er þak Sixtínsku kapellurnar barnaklám.
Ef nakinn kvenlíkami er klám, þá eru konumyndir Gustavs Klimt klám. Meiraðsegja pissuklám þar sem Seifur nýtur Danaë sem sturta af gulli (úr grískum goðsögum, sem jú auðvitað eru líka klám).
Ef nakinn kvenlíkami er klám, þá eru framin voðaverk daglega á spítölum landsins þar sem nakin börn fæðist til oft nakinna eða fáklæddra kvenna, augljóslega stórhættulegt að sýna börnunum nýfæddum svona.
Ef nakin kvenlíkami er klám, þá á tvímælalaust að klámvæða Ísland eða loka mig á stofnun, því ég veit ekkert fegurra en fallegan kvenlíkama.
J. Einar Valur Bjarnason Maack , 16.4.2008 kl. 14:00
Hallgerður, nú ert þú haldin jákvæðum fordómum í garð hálfs mannkyns. Eiga karlar og konur ekki að vera jöfn? Erum við þá ekki jafnhæf til heimsku, múgæsingar og óværuverka, sama hvort um karl eða konu er að ræða? Ég er alveg viss um að það voru ekki bara karlar sem létu blekkjast af múgæsingu 3ja ríkisins, eða hvað? Eigandi þónokkra vini í þessum bransa og þar á meðal stráka sem hafa strippað, þá veit ég að konur eru alveg jafn slæmar þegar að þessu kemur.
Ég mæli með því að þú lesir bloggið sem ég skrifaði um Harðarmálið. Þar kemur mitt svar við að hýpóthetískar dætur mínar færu að sveifla sér á súlum...
J. Einar Valur Bjarnason Maack , 16.4.2008 kl. 15:03
Þetta er frábær umræða og Ásthildur þú ert flott kona að koma þínum sjónarmiðum á framfæri á þennan yfirvegaða hátt. Ég játa fordóma og aftur fordóma út í stripp og súludans og ég hef svo sannarlega gott af því að velta þessum spurningum fyrir mér. Ég held bara að ég sé sammála þér um að brosa beri að uppákomum sem þessari hjá hestamönnum en einbeita sér að alvarlegri málum þessu tengdum s.s. mansali og nauðgunum.
Alltaf hressandi að fá skoðanir að vestan, minni kæru heimabyggð.
Herdís Alberta Jónsdóttir, 16.4.2008 kl. 15:23
Ég er sammála því að svona hróp og köll séu lítilsvirðing, og svo sannarlega ýkt hegðun, en sögur af þessari hegðun eru ekki ýktar.
J. Einar Valur Bjarnason Maack , 16.4.2008 kl. 15:54
heil og sæl mín -Alltumliggjandiaðlaðandi- frú Cesil!
Fyrst og síðast mjög góð og almennilega sett fram pæling hjá lífsreyndri konu sem veit sínu viti!
Spurningin sem slík er í sjálfu sér óþörf og ég held að flest sæmilega vel þenkjandi fólk og þroskað, setji ekki samasemmerki á nilli nektar einnar og sér og kláms.
En eins og spekin segir, þá helgar tilgangurinn meðalið, þannig að auðvitað má gagnrýna svona og spyrja hver tilgangurinn sé með þessu nema að kitla einhverjar taugar og/eða kenndir og það út af fyrir sig og svo hvernig þetta "skemmtiatriði" var framkvæmd, getur vissulega með rökum talist klám að margra mati!Fyrir sjálfan mig er þetta svosem ekki hlutur sem ég myndi telja mjög alvarlegan nú frekar en fyrir 25 eða 30 árum eða hvað það nú var, þegar Súsanne hin danska kom og baðaði sig í Hollywood, nema hvað að mér finnst þetta yfirleitt og nær alltaf bara hallærislegt!Til dæmis leið mér svo þegar íslensku landsliðsstelpurnar í fótbolta létu mynda sig í engu nema bikini og þá ekki vegna þess að það væri klám, heldur vegna þess að þær þyrftu yfir höfuð að grípa til slíkra bragða til að draga fólk á völlinn, sem jú var tilgangurinn sem helgaði það meðalið!
Svo var það aftur unga listastelpan sem kom í Kastljós eftir að hafa farið vítt og breitt um Reykjavík á Evuklæðunum, t.d. í strætó og hjólandi meðan teknar voru af henni ljósmyndir.Það fannst mér dálítið sniðugt, því þarna var á ferð listrænn gjörningur, en alls engin afskræming eða kynferðisleg skýrskotun. En eins og alltaf getur gerst og gerist, þá sér einhver þetta að minnsta kosti örvandi, sem nekt gerir alltaf út af fyrir sig hjá einhverjum og sjálfsagt hefur einhverjum misboðið sömuleiðis, sem bara líkar ekki eða misbýður nekt á almannafæri.
Magnús Geir Guðmundsson, 16.4.2008 kl. 16:48
Það er ekkert klámfengið við kvenlíkama ,það er langur vegur milli kláms og kvenlíkamans.
Eyrún Gísladóttir, 16.4.2008 kl. 16:58
Ég þekki fimm tékkneskar stelpur sem komu hingað til að dansa. Nú er ein þeirra gift uppáhaldsfrænda mínum og tvær aðrar giftar íslenskum mönnum. Þetta eru frábærar stelpur, tala allar mjög góða íslensku og eru allar hættar að dansa. Þessar stelpur eru allar algjörar reglumanneskjur og fóru út í þetta til að flýja fátækt heima fyrir og fá tækifæri til að ferðast. Þær eru allar sammála um að mjög gott sé að vinna á Íslandi og eigendur staðanna gætt þess vandlega að þær yrði ekki fyrir óþægindum af kúnnunum. Sá sem átti eða á Óðal lét þær til dæmis greiða í lífeyrissjóð sem hann ávaxtaði mjög vel fyrir þær, þannig að þegar þær hættu áttu þær góðan varasjóð. Maður þarf aðeins að gæta sín áður en maður arkar af stað með fordómana.
Helga Magnúsdóttir, 16.4.2008 kl. 17:55
spurning til Helgu: Af hverju eru þær hættar að dansa?
Gló Magnaða, 16.4.2008 kl. 18:30
Nakinn líkami er oft á tíðum mjög fallegur. Og á ekkert skilt við klám. Þvert á móti er hann heilagur. Ást milli fólks er líka heilög. Klám er einfaldlega það, þegar ástin og líkaminn eru vanhelguð með hvers kyns misnotkun og ljótleika. Að illri meðferð slepptri, eru ástin og nektin bara falleg.
Bloggið sem þú vísaðir í, er mjög athyglisvert.
Laufey B Waage, 16.4.2008 kl. 19:00
Takk öll fyrir góð svör, og málefnaleg. Gaman að sjá þig líta hér við Herdís mín.
Ég skil það Magnús minn að tilgangurinn sé óljós. Ég held ekki að svona stripshow hjá hestamönnum sé gert til að menn fari slefandi heim. Ég held að þeir hafi ef til vill ekki ímyndunarafl fyrir eitthvað annað skemmtilegra og meira uppbyggilegt. En fyrst þeir vilja hafa þessa skemmtun frekar en aðra, þá sé ég bara ekkert að því, meðan allt er uppi á borðinu, stúlkurnar fá væntanlega greitt fyrir dansinn og eru vonandi ánægðar með það.
Það er bara þessi forræðishyggja sem ég bendi á að fólk dettur ofan í. Og jafnvel ómeðvitað, vegna áróðurs. En einmitt þessi áróður og fordómar eru særandi fyrir þær stúlkur, sem vilja leggja slíkt fyrir sig. Hver er ég að dæma að þær séu eitthvað ósiðlegri en aðrir, eða skemmi meira út frá sér. Þær gera það ekki. En ef við fókuserum of mikið á svona saklausa uppákomu, þá fer sú orka í það, en ekki alvarlegri mál sem þarf að skoða og skilgreina. Eins og til dæmis hvernig opinberir aðilar taka á nauðgunar- og ofbeldismálum. Við ættum í raun og veru að hrópa á aðgerðir til að leiðrétta slíkt, og skoða af hverju dómar fyrir nauðganir og ofbeldi á konum og börnum teljast ekki vera glæpir. Þar finnst mér að við þurfum að beita okkur meira í.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.4.2008 kl. 19:11
Sæl Ásthildur - og takk fyrir þessa færslu.
Veistu, ég er sammála þér. Lenti í smá samræðum um þetta einmitt í hádeginu í dag þar sem ein bloggvinkonar okkar hóf upp raust sína í vandlætingarskyni.
Erótík, nekt, klám, kynlíf, kynlífsþjónusta, vændi, mansal og svo framvegis - þetta er allt saman mikið litróf, og ekki allt af sama toga. Mörkin milli ástar og nautna eru óljós oft. Sömuleiðis mörkin milli þvingaðs sambands og valfrelsis, hagkvæmnissambands og viðskiptasambands þar sem einn lætur í té það sem annar er fús að greiða fyrir.
Fólki hættir oft til þess að sjá heiminn í svarthvítu - því miður. Og ég er hætt að nenna að setja mig í vandlætingarstellingar yfir hverju sem er. Það er bara ekki nóg að einhver hrópi "klám" til þess að ég þjóti upp. Ég sé að þú gerir það ekki heldur - og það er vel.
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 16.4.2008 kl. 20:18
Takk Ólína mín, mér þykir vænt um að við höfum líka sýn á þetta. Og ég er sammála því, að þessi mál þarf að ræða yfirvegað og fordómalaust. Eins og þú segir réttilega heimurinn er ekki svarthvítur, heldur með öllum blæbrigðum mannlegra eiginleika, og það sem einum finnst rangt finnst öðrum ekkert tiltökumál.
Takk fyrir þetta Guðmundur minn. Ég hugsa að einhverjir þeirra lesi þetta, en svari ekki. Ég vildi að fólk gæti litið upp fyrir fordómana sína og skoðað málin í samhengi við raunveruleikan.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.4.2008 kl. 21:47
Svar til Gló: Þær eru hættar að dansa þar sem þær þurfa þess ekki lengur og eru orðnar fjölskyldumanneskjur. Hversu margir eru enn í sömu vinnunni og þeir voru þegar þeir voru 18 ára? Svo var nektardans líka bannaður í Reykjavík svo það þrengdist um atvinnumöguleika á þessu sviði.
Helga Magnúsdóttir, 16.4.2008 kl. 21:53
Change, shit
I guess change is good for any of us
Whatever it take for any of y'all niggaz to get up out the hood
Shit, I'm wit cha, I ain't mad at cha
Got nuttin but love for ya, do your thing boy
Yeah, all the homies that I ain't talk to in a while
I'ma send this one out for y'all, knahmean?
Cause I ain't mad at cha
Heard y'all tearin up shit out there, kickin up dust
[Danny Boy] I ain't...
Givin a motherfucker, heheheheheh
Yeah, niggaz
[Danny Boy] ...mad at cha
Cause I ain't mad at cha
Verse One: 2Pac
Now we was once two niggaz of the same kind
Quick to holla at a hoochie with the same line
You was just a little smaller but you still roller
Got stretched to Y.A. and hit the hood swoll
Member when you had a jheri curl didn't quite learn
On the block, witcha glock, trippin off sherm
Collect calls to the till, sayin how ya changed
Oh you a Muslim now, no more dope game
Heard you might be comin home, just got bail
Wanna go to the Mosque, don't wanna chase tail
I seems I lost my little homie he's a changed man
Hit the pen and now no sinnin is the game plan
When I talk about money all you see is the struggle
When I tell you I'm livin large you tell me it's trouble
Congratulation on the weddin, I hope your wife know
She got a playa for life, and that's no bullshitin
I know we grew apart, you probably don't remember
I used to fiend for your sister, but never went up in her
And I can see us after school, we'd BOMB
on the first motherfucker with the wrong shit on
Now the whole shit's changed, and we don't even kick it
Got a big money scheme, and you ain't even with it
Hmm, knew in my heart you was the same motherfucker bad
Go toe to toe when it's time for roll you got a brother's back
And I can't even trip, cause I'm just laughin at cha
You tryin hard to maintain, then go head
cause I ain't mad at cha
(Hmm, I ain't mad at cha)
Chorus: Danny Boy
I ain't, mad, at cha (2Pac: I ain't mad at cha)
I ain't, mad, at cha
Verse Two: 2Pac
We used to be like distant cousins, fightin, playin dozens
Whole neighborhood buzzin, knowin, that we wasn't
Used to catch us on the roof or behind the stairs
I'm gettin blitzed and I reminsce on all the times we shared
Besides bumpin n grindin wasn't nothin on our mind
In time we learned to live a life of crime
Rewind us back, to a time was much too young to know
I caught a felony lovin the way the guns blow
And even though we seperated, you said that you'd wait
Don't give nobody no coochie while I be locked up state
I kiss my Mama goodbye, and wipe the tears from her lonely eyes
Said I'll return but I gotta fight the fate's arrived
Don't shed a tear, cause Mama I ain't happy here
I'm through trial, no more smiles, for a couple years
They got me goin mad, I'm knockin busters on they backs
in my cell, thinkin, "Hell, I know one day I'll be back"
As soon as I touch down
I told my girl I'll be there, so prepare, to get fucked down
The homies wanna kick it, but I'm just laughin at cha
Cause youse a down ass bitch, and I ain't mad at cha
Chorus: Danny Boy
I ain't, mad, at cha (2Pac: I ain't mad at cha)
I ain't, mad, at cha (2Pac: A true down ass bitch, and I ain't mad at cha)
Verse Three: 2Pac
Well guess who's movin up, this nigga's ballin now
Bitches be callin to get it, hookers keep fallin down
He went from nuttin to lots, ten carots to rock
Went from a nobody nigga to the big, man on the block
He's Mister local celebrity, addicted to move a key
Most hated by enemy, escape in the Luxury
See, first you was our nigga but you made it, so the choice is made
Now we gotta slay you why you faded, in the younger days
So full of pain while the weapons blaze
Gettin so high off that bomb hopin we make it, to the better days
Cause crime pays, and in time, you'll find a rhyme'll blaze
You'll feel the fire from the niggaz in my younger days
So many changed on me, so many tried to plot
That I keep a glock beside my head, when will it stop?
Til God return me to my essence
Cause even as a adolescents, I refuse to be a convalescent
So many questions, and they ask me if I'm still down
I moved up out of the ghetto, so I ain't real now?
They got so much to say, but I'm just laughin at cha
You niggaz just don't know, but I ain't mad at cha
Chorus: Danny Boy
I ain't, mad at cha (2Pac: and I ain't mad at cha)
Iiiiiiiii ain't mad (2Pac: hell nah I ain't mad at cha) at cha
I ain't, mad at mha (2Pac: and I ain't mad at cha)
I ain't, mad at cha (2Pac: I ain't mad at cha)
I ain't, mad at cha, noooo
I ain't mad at chaaaaahhhhhhhh
Cactus Buffsack (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 23:03
Fínn pistill & ég er sammála þér.
Hallgerður, það er ungvu logið um konudýr & strippbúllur, truzdmí.
En til að falla nú ekki endanlega í útlæga ónæð þá öllum þeim sjálfskipuðum femínyzdabeljubestvitandibloggvitunum þá lýsi ég því hér með yfir að ég læt konu mína ekki vafra um kviknakta á almannafæri, nú eða hér í heimahúsi.
Henni gæti nefnilega orðið kalt & kvefast.
Steingrímur Helgason, 16.4.2008 kl. 23:44
Steingrímur þú ert óforbetranlegur strákpjattinn þinn, eða á ég að segja púkinn þinn
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.4.2008 kl. 23:52
Góð færsla hjá þér Ásthildur en ég get ekki sagt að ég sé þér alveg sammála. Mér finnst það truflandi og á erfitt með að skilja eða trúa því, að fólk selji líkama sinn á þennan hátt af fúsum og frjálsum vilja. Vitanlega eru grá svæði í þessari umræðu og ekki dettur mér í hug að segja að nekt sé klám. Hefur annars einhver sagt það? Ég man ekki betur en allir sem vildu, þ.m.t. ég sjálf, væru topplausir í sólbaði Vesturbæjarlauginni fyrir tuttugu árum. Það á ekkert skylt við nektardans, enda vildum við fá lit á kroppinn og ég man ekki eftir því að við værum með kynferðislega tilburði. Allir ættu að geta séð munin á því.
Hingað til hefur enginn getað sýnt mér fram á að einhver starfi í vændi eða erótískum dansi og sé stoltur og ánægður með sinn starfsferil. Kallið það vandlætingu eða kallið það raunsæi.
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 16.4.2008 kl. 23:59
Málið er Matthildur mín að fólk sem vill ekki vita af því að sumt fólk geri svona af fúsum og frálsum vilja, er með fordóma gagnvart þeim sem þannig hugsa og starfa. Þegar þú segir að enginn hafi sagt að nekt sé klám, hvað viltu þá kalla umræðuna um nektardans ? Ég hef horft á svona dans, og þar er ekki að mínu mati neitt klámfengið á dagskrá, einhverjar strokur viðkomandi dansmeyjar um sínar lendur og svona. En ekkert umfram það. Klám er allt annað að mínu mati. Og það sem ég sé er að þarna er verið að niðurlægja þær konur sem vissulega vilja starfa í þessu alveg eins og í vændi. Þið eruð að gefa þau skilaboð, að þær séu auðvirðilegar og ósiðlegar og stórhættulegar börnum okkar og eiginmönnum. Mér finnst það einfaldlega röng skilaboð. Ef kona vill aktually leggja þetta fyrir sig, þá er það hennar mál. Og dætur okkar og aðrir eru ekki í neinni hættu frá þeirra hendi að lenda í sama farvegi, svo lengi sem þeirra hugur stendur ekki til þess að gera slíkt. Ég vildi óska þess að við hættum þessum fordómum út í konur sem kjósa þetta líf, og í stað þess einbeittum okkur að því að mótmæla dómum yfir nauðgurum, þrælasölum og barnaníðingum. Þetta er ekkert af sliku, og við erum að dreyfa kröftum okkar með þessu. Það er mitt mat.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.4.2008 kl. 00:12
Þessi pistill þinn Ásthildur mín sýnir bara enn betur hve víðsýn og opin persóna þú ert á allar hliðar mannlegs samfélags. Fordómar og pokaháttur í sambandið við nekt og kynlíf er og verður alltaf til staðar og það verða alltaf til einhverjir sem þurfa að mótmæla eða finna að - jafnvel því sem kalla má fallega erótíska nekt. Skrattinn er og verður alltaf undir augnblöðkum stórs hóps fólks varðandi þetta málefni en það er yndislegt að það eru sannarlega ekki allir eins og til er fullt af fólki sem er opið fyrir nekt og fegurð líkamans. Knús á þig ljúfust og hafðu góða nótt...
Tiger, 17.4.2008 kl. 01:17
Góða nótt á þig líka ljúfastur minn og takk fyrir mig.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.4.2008 kl. 01:19
Ásthildur þú ert snillingur af guðs náð
En mig langaði ögn að beina orðum mínum að henni Matthildi, svona rétt á meðan ég er andvaka...
Elsku Matthildur, þú segir að enginn geti sýnt þér framá að einhver sé stoltur og/eða ánægð með sinn starfsferill í vændi eða erótískum dansi hingað til....
Langar þig að hittast yfir kaffibolla?
Og reyndar er ég tilbúin til að ræða mína sögu við hvern sem er, svo lengi sem viðkomandi treysti sér til að tala við mig einsog manneskju.
En þú, Elsku Ásthildur mín, færð sent bleikt boðskort í kaffiboð frá mér, ef þú vilt.
En það var einhver sem sagði að aðbúnaður kvenna sem vinna á strippstöðum hér á landi hafi verið heldur hrörlegur og launin vond, þá langar mig að segja að það er svo mikil vitleysa að hálfa væri meira en hellingur. Og reyndar er það þannig að ég fór uppí stéttarfélag fyrir c.a. ári síðan og spurðist fyrir um afhverju stripparar væru ekki undir þeirra verndarvæng, rétt einsog allir aðrir sem vinna á skemmtistöðum...
Ég man ekki alveg orðrétt svarið en það var í þá átt að þar sem samfélagið væri alltaf að reyna að banna þetta þá sáu þeir ekki ástæðu til þess að hleypa þeim í stétterfélag. Mér var eiginlega sagt af stéttarfélaginu að þar sem svo margir telja okkur vera óæskileg þá gera þau það líka, sjá ekki tilgang í að tryggja okkar rétt. Þannig ég spyr á móti, hver er það raunverulega sem er að bjóða uppá þessar vondu vinnuaðstæðu? Og EF það er verið að brjóta á rétti strippar, hví eiga þær í engin hús að vernda?
Og bara til gamans, þá hékk miði með númeri amnesty international inná mörgum stöðum sem ég vann á....
En nú er ég farin að reyna að sofna aftur, en svona andvökunætur er hreinlega eitt það versta sem ég veit um.
Góða nótt
XxX
Sleepless
Sleepless, 17.4.2008 kl. 01:21
Veistu Sleepless mín að það er bara gott mál að fá þína sýn á þessar aðstæður. Og það skyldi þó aldrei vera að með "umbyggju sinni fyrir konum í saurlífinu" væru kynsystur þeirra einmitt að gera þeim bjarnargreiða, eins og þú bendir á. Það er aldeilis eitthvað til umhugsunar segi ég og skrifa. Ég tek upp orð þín á blogginu þínu, snúum frekar bökum saman allar sem ein og fordæmum raunverulegar hörmungar kvenna, eins og nauðganir, heimilisofbeldi, mansal þrælahald og aðra óáran, en látum vera að dæma of hart kynsystur okkar, fyrir þann lífstíl sem þær kjósa sér. Hættum að saurga þær með okkar hugsunar hætti. Þarnar eru fordómar sem eyðileggja einmitt þegar þið viljið gera vel.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.4.2008 kl. 01:30
Ég er til í að hitta þig yfir kaffibolla Sleepless
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 17.4.2008 kl. 10:23
Alveg sammála þér Ásthildur, þú hittir svo sannarlega naglann á höfuðið. Það er auðvitað ekkert klámfengið við nekt. Það er allt spurningin um samhengi. T.d. er ekkert klámfengið við naktan karl eða kona á sólarströnd eða í sundi, en það er auðvitað eitthvað að hjá kallinum sem stekkur fram úr runna og gyrðir niður um sig. Má líklega tengja vandamál slíks einstaklings við það að hann telji sjálfur eitthvað óðeðlilegt eða ógeðslegt við nekt.
Annars vil ég ganga lengra en þú og skilgreina klám einfaldlega sem "leik (act) sem einungis er ætlað að örva kynhvötina" Súludans stráka og stelpna myndir þar með falla undir slíkt, svo og venjulegar ríðingarræmur. Slíku "klámi" hef ég ekkert á móti, sé ekkert niðurlægjandi við slíkt. Og sem meira er, ég hefði ekkert á móti því að fullveðja sonur minn eða dóttir hefði slíkt starf. Klám er í mínum huga "form", ekki "eitthvað sem niðurlægir konur". Kvenfyrirlitningu hef ég megnustu skömm á. Og tvískinnungi hef ég líka skömm á, t.d. að það sé allt í lagi að vera í Chippendale, en súludans sé niðurlægjandi fyrir konur. Bull. Það sem ég er hins vegar mikið á móti er vændi, þar sem ég tel að því sé haldið uppi af mannsali. Því vil ég setja skorður á súlustaði og einnig tryggja að starfsmennirnir séu í sterku verkalýðsfélagi og á engan hátt misnotaðir. Ekki frekar en starfsmenn í Kárahnjúkum. Barátta gegn "klámi" er barátta við vindmillur, það sem ber að berjast gegn er kvennfyrirlitningu, hvort sem hún birtist í klámi, rauðum ástarsögum eða í "mainstream" kvikmyndum.
Guðmundur Auðunsson, 17.4.2008 kl. 13:13
Sko ef kona eða karl vil dansa sjálfviljug þá kemur engum það við... PUNKTUR
Annars hefur mér leiðst rosalega í þau fáu skipti sem ég hef farið á svona staði :)
DoctorE (IP-tala skráð) 17.4.2008 kl. 15:01
Takk fyrir greinargott svar Guðmundur minn. Við erum sammála um margt. Það er eitt þarna samt sem ég sá sem aðskilur. Vændi þarf ekki endilega að vera bundið mansali, eða nauðung. Það eru til bæði karlar og konur sem kjósa að stunda vændi. Þar getur margt spilað inn í, vinnutími sem hentar, gott kaup, og jafnvel hægt að stunda slíkt heima hjá sér. Við megum ekki útiloka það fólk sem kýs þetta sér til framfæris, af einni eða annari ástæðu. Ef þú hefur lestið síðasta innlegg Sleepless, en þar segir hún;
Mamma mín vildi aldrei að ég færi útí stripp en því miður var það ekki hennar ákvörðun. Og ég vissi vel að mín ákvörðun mundi hafa stór áhrif á mömmu og ég vissi vel að ég mundi þurfa að mæta fordómum, en einhvernvegin hugsaði ég ekki það langt að hún mamma mín yrði líka fyrir barðinu á þeim fordómum. En svo fór sem fór og sama hvað mamma mín var ósátt við mína atvinnu og sama hversu stirt það varð á milli okkar, þá hefur mér alltaf fundist mamma mín vera hetja fyrir að mæta því sem hún þurfti að mæta.
Til að forðast misskilning þá er hún hér að ræða um strippdans. En það sama er uppi á teningnum varðandi vændi. Fordómar og jafnvel illkvittni og særingar ekki bara út í konurnar sjálfar heldur líka þeirra nánustu. Hvaða rétt höfum við til þess að dæma fólk sem ákveður sjálft hvað það vill gera. Af því að einhverjir lenda illa í því, eða okkur prívat og persónulega þóknast ekki starfsemi þeirra. Er ekki nær að viðurkenna að sumt fólk einfaldlega vill gera svona, í stað fordæmingar komi skilningur og virðing gagnvart sjálfsákvörðunarrétti einstaklingsins ? Ég bara spyr. Hver ætlar að kasta fyrsta steininum, honum hefur svo sem verið margkastað af ákveðnum hópi í þjóðfélaginu. En er það réttlætanlegt ? Nei mér finnst það ekki.
Það á að beina kröftunum þangað sem þeirra er þörf, þ.e. að berjast gegn mansali, nauðgunum og hverskonar slíku þrælahaldi. Þar er þörfin en ekki taka þetta heilt yfir og setja yfir alla sem stunda slíkt kynlíf.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.4.2008 kl. 17:48
Skyldi maður sjá fyrirsögn á einhverju blogginu á morgun "Ég hendi út bloggvini"
Sævar Einarsson, 17.4.2008 kl. 19:38
ég tek heilshugar undir þetta með þér. hvernig dettur fólki í hug að reyna að troða eigin siðferðisgildum upp á aðra? það er mér ómögulegt að skilja. eins og þetta með að nektardans sé niðurlægjandi fyrir konur.
það eru til fullt af karlmönnum sem stunda iðju sem ég myndi aldrei iðka og sem jafnvel vekja mér viðbjóð. mér dettur samt ekki í hug að líta á það sem niðurlægjandi fyrir mig. ég hef nákvæmlega ekkert með þeirra gjörðir að gera. ekkert. nákvæmlega á sama hátt og ég get ekki fyrir nokkurn mun skammast mín fyrir hvað aðrir gera. hugsanleg undantekning væri ef börnin mín fremdu einhvern skandal, þar sem ég er jú að hluta ábyrgur fyrir þeirra uppeldi og þau eru ennþá börn. þá kannski gæti ég tekið á mig hluta sakar, en það getur samt aldrei orðið mitt að ákveða eitt né neitt fyrir þau þegar þau verða fullorðin. ég mun heldur aldrei reyna það.
Brjánn Guðjónsson, 17.4.2008 kl. 20:08
Sævarinn jamm hehehe kannski verður mér kastað út einhversstaðar, Jón Valur Jensson henti mér út, vegna trúleysis. það er hans vandamál ekki mitt.
Einmitt my pount Brjánn. Af hverju þurfum við alltaf að vera að reyna að móta annað fólk í okkar þröngu skilgreiningu. Af hverju getum við ekki bara virt einstaklinginn eins og hann kemur fyrir ? Ég skil það ekki alveg. Og sérstaklega þegar ekki bara einstaklingurinn heldur fjölskyldan þarf að líða fyrir fordómana.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.4.2008 kl. 20:14
Gott að heyra Jóna Ingibjörg mín, já ég ætla að kíkja á hann Guðmund Jónsson.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.4.2008 kl. 09:34
Ég held með Dr. Gunna í þessu.
katrín anna (IP-tala skráð) 18.4.2008 kl. 10:24
Það er örugglega ágætt Katrín Anna mín, ég hef ekki séð hans sýn á þessa hluti.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.4.2008 kl. 13:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.