Prinsessur, myndlistasýning og hið daglega veður.

Vitiði hvað ég á heimsins bestu fjölskyldu.  Haldiði ekki að börnin mín hafi haldið fund og ákveðið að skipta sér niður á daga við að gæta stelpnanna eftir leikskólann.  Svo mamma gæti slakað svolítið á.  Þau Júlli og Sigga saman vaktina, Tinna og Skafti aðra og svo Ingi Þór og Matta.  Je minn eini hvað þau eru yndæl við mig.  Einhversstaðar hef ég gert eitthvað rétt. Heart

Takk elsku börnin mín öll sex.

Hér koma svo nokkrar myndir.

14.4.08 059

einhversstaðar þarna inn á milli svaf ég LoL Afi náttúrulega löngu flúin af hólmi.

14.4.08 061

En prinsessur þurfa sér fararmáta ekki satt, þær þurfa bæði burð og íburð Heart

14.4.08 062

Afar eru mjög góð burðardýr.

14.4.08 063

áður en haldið var af stað varð auðvitað að gefa smáfuglunum. 

14.4.08 064

Og kúlan í morgunbirtunni.

14.4.08 065

Leikskólinn, þessi er fyrir Sigrúnu svo hún sjái hve mikill snjór er eiginlega ennþá á Suðureyri.

14.4.08 066

Þessi er dálítið ýkt á litinn til að þið sjáið hvernig snjórinn hefur runnið til í fjallinu og myndað skemmtilega skúlptúra.

14.4.08 067

Súgandafjörðurinn er fallegur svona hreinhvítur.

14.4.08 069

Og Ísafjörður skartar sínu fegursta líka.

14.4.08 071

Og svanurinn er kominn.

14.4.08 078

Þessar gæsir sungu dúett.

14.4.08 077

Úbbs óttaleg sleipa er þetta, maður dettur bara á hausinn.

14.4.08 080

Hvað varst þú annars að vilja væna ?

14.4.08 081

Það fiskast vel á þennan ... eða þannig.

 

en svo fór ég á myndasýningu, og ég verð að segja að ég varð alveg heilluð, ég hef séð miklu slakari sýningar í galleríum sunnanlands, meira að segja í listasafninu.

 

14.4.08 082

Hér ríkir sköpunargleðin alveg á fullu, skal ég segja ykkur.

14.4.08 083

Hrosshár úr hesthúsinu hjá Þórunni Birnu, m.a. þeim Unaði, Skírni og Stúf stendur þarna.

14.4.08 084

Þetta er einhvernveginn svo myndrænt og fallegt.

14.4.08 085

Mér finnst eiginlega að það ætti að sýna þessar myndir opinberlega til dæmis í Edinborgarhúsinu, svo fólki gefist kostur á að skoða þær.

14.4.08 086

Það er mikið lagt í sumar myndirnar.

14.4.08 087

Og litagleðin er takmarkalaus.

14.4.08 088

Ekki satt ?

14.4.08 089

Hér er mynd eftir Hönnu Sól.

14.4.08 090

Þetta glerlistaverk er líka eftir hana.

14.4.08 091

Sumar myndirnar eru teknaðar með kerti og svo er blek sett eftir á, og þá koma myndirnar í ljós, því kertið hrindir frá sér. 

14.4.08 092

Sannarlega margar frábærar myndir eftir frábæra krakka.

14.4.08 093

Og þá er að koma sér heim.

14.4.08 095

Næsts ætlum við að reyna að muna að taka snudduna út úr munninum LoL

En vissuð þið að kettir á Ísafirði eru afburðargreindir ?  Þið getið spurt hana Matthildi Helga hún er sérstakur kattavinur, sérstaklega villikatta vinur.  En sem sagt þeir eru vel læsir eins og sést á þessu skilti.

14.4.08 068

LoLLoLLoL

Eigið annars gott kvöld og nótt. Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda litla

Börnin okkar eru einmitt bestu listamennirnir okkar. Barnamyndir eru svo fallegar og það er hægt að sjá svo mikið úr þeim.

Takk fyrir mig Ásthildur og njóttu kvöldsins.

Linda litla, 14.4.2008 kl. 21:23

2 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Gott að eiga góða að  takk fyrir myndlistarsýninguna, góða nótt

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 14.4.2008 kl. 22:28

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já einmitt Linda mín, þau Eru bara svo sönn þessar elskur.

Elsku Helga mín, sumt þurfum við bara að læra að leiða hjá okkur. Ég segi eins og Milla, mundu öll fallegu kommentin og gleymdu hinu.  Knús á þig elskuleg.

Takk sömuleiðis Hulda mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.4.2008 kl. 22:31

4 Smámynd: Laufey B Waage

Börnin þín eiga líka góða að, þar sem þú ert.

Það er aldeilis allt á kafi hjá ykkur ennþá. 

Laufey B Waage, 14.4.2008 kl. 23:34

5 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Elsku Ásthildur, takk fyrir að hugsa til mín.  Snjórinn hlýtur að fara að víkja.  Ef ég man það rétt þá þurfti nú ekki marga daga af rigningu eða sól.  Þú ert heppin að hafa garðskálann í Kúlunni þinni og lengja þar með sumartímann.  Fjölskyldan æðisleg, enda kannski ekki við öðru að búast.

Sigrún Jónsdóttir, 15.4.2008 kl. 00:13

6 Smámynd: Brynja skordal

Vá Mikið eru þetta allt fallegar myndir yndislegar bara Ásthildur mín það er ekkert sem toppar að hafa svona yndislegan hóp í kringum sig og allir  hjálpast að hafið góða nótt í fallegu kúlunni ykkar

Brynja skordal, 15.4.2008 kl. 00:23

7 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

 Það er ekkert skrítið þó að þú eigir góð börn og góða fjölskyldu.  Segir ekki einhversstaðar að "eftir höfðinu dansa limirnir" eða "afþví læra börnin að fyrir þeim er haft".  Og þarna sanna þessi tvö máltæki, að þau eru sannleikanum samkvæm. 

Mikill listamaður er hún Hanna Sól, stóra gula myndin er alveg mögnuð, og glerlistaverkið segir sína sögu, um fallega garðhúsið hennar ömmu.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 15.4.2008 kl. 01:17

8 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég er með öllu orðlaus.

Jóhann Elíasson, 15.4.2008 kl. 08:29

9 identicon

Það yndislegasta sem til er eru góð börn sem maður hefur álpast til að hafa eitthvað gott fyrir og þau lært. Ég er oft búin að sjá að það er ekki sjálfgefið að þau geri eins, en þegar það gerist er það ómetanlegt.

Listaverkin eru líka frábær. Í verslunarmiðstöðinni sem ég versla mest eru listaverk sett upp á göngunum eftir leikskólabörnin og eru mörg frábær. Núna er ég búin að sjá eitt eftir litlu dúlluna mína.

En húrra fyrir börnunum þínum, þau sverja sig í ættina, ef hjálpast er að gengur allt.

Dísa (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 08:39

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk öll sömul.  Það er meira en yndislegt að lesa svona falleg innlegg inn í daginn.  Takk fyrir mig.

Já Gréta mín, þetta er sakleysið í sinni tærustu mynd.

Takk Laufey mín, já það er eiginlega alveg heilmikill snjór, en það er samt farið af götunum sem betur fer.

Takk Sigrún mín.  Já það er komið vor í garðskálanum mínum, og hann framlengir svo sannarlega sumarið.

Brynja mín, ég er afskaplega hamingjusöm manneskja, og ég er líka svo glöð inn í mér þegar ég fæ svona frábæra samstöðu hjá mínu fólki.  Ég var ekki einu sini að væla neitt, get svo svarið það.  Þau fundu þetta altjörlega upp hjá sjálfum sér þessar elskur.

Takk fyrir þessi hlýju orð Lilja mín.  Jú einhversstaðar stendur það.  Og ef til vill gerir það mig ennþá glaðari að upplifa slíkt.  En tengdadæturnar fylgja þessu alveg og þær eru allar frábærar og yndislegar líka.   Já veistu ég var nefnilega að hugsa þetta sama með gulu myndina, hún er djúp, en samt svo einföld, og það er greinilegt að hún er með blómin í huga á glugganum. 

Segi það með þér Búkolla mín

Jóhann minn, ég tek þetta sem hrós

Þú segir satt Dísa mín, mesta auðlegð hverrar manneskju eru börnin og afkomendurnir.  Maður fær ekki mörg tækifæri í lífinu til að laga ef eitthvað fer úrskeiðis.  En það er samt alltaf leið sem er fær, ef viljinn er fyrir hendi.  Og allra best er að vera sjálfur góð fyrirmynd.  Já ég var einmitt að hugsa að þær ættu að setja þessa sýningu upp einhversstaðar þar sem fólk getur skoðað hana.  Hún er vel þess virði. 

Takk og knús á þig mín kæra.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.4.2008 kl. 09:23

11 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hrönn Sigurðardóttir, 15.4.2008 kl. 10:25

12 Smámynd: Jóhann Elíasson

Auðvitað Ásthildur, þetta var ekki meint öðruvísi.

Jóhann Elíasson, 15.4.2008 kl. 10:28

13 identicon

Þú ert svo rík að eiga þessi börn og barnabörn.

Þessar myndir sem krakkarnir gera eru sko alls ekki verri en þær sem ,,listamenn,, gera. Ef eitthvað er þá eru þær betri.

Knús í hamingjukúluna

Kidda (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 11:01

14 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Æðinslegar myndir Ásthildur mín og jú það gott að eiga góða að  bið að heilsa á Ísafjörð

Guðborg Eyjólfsdóttir, 15.4.2008 kl. 11:06

15 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég veit hvað þú átt góða fjölskyldu það er dásamlegt þú ert dásamleg líka börnin eru yndisleg.

Kristín Katla Árnadóttir, 15.4.2008 kl. 11:16

16 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Knús á þig líka inn í daginn Hrönn mín.

 Takk Jóhann minn.

Einmitt það sem ég meina Kidda mín. Takk.

Skila kveðjunni út yfir pollinn Guðborg mín. 

Takk Katla mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.4.2008 kl. 11:27

17 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

frábæra myndir, og yndisleg börn. takk fyrir að deila þessu fallega lífi til okkar.

BlessiÞig

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 15.4.2008 kl. 12:00

18 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Allir góðir vættir verndi þig líka dýravinurinn kæri

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.4.2008 kl. 12:07

19 Smámynd: Elín Katrín Rúnarsdóttir.

Efsta myndin er svo yndislega notaleg eitthvað Amman týnd í rúminu sínu og afinn flúinn Sjálf sef ég í Queen sise rúmi ásamt bóndanum og 3 ára örverpinu og oftar en ekki er það ég sem enda inn í stofu.......samt svo dásamlegt eitthvað Myndlist barna segir manni svo margt..........og er oft mikið fallegri en myndir eftir fullorðna fólkið og fyrir utan það að þá kosta þær miklu minna.....oftast bara einn koss Eigðu góða rest af degi og bið að heilsa vestur

Elín Katrín Rúnarsdóttir. , 15.4.2008 kl. 14:27

20 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Flott börnin þín!  Þú átt þetta nú kannski pínku skilið  ..

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 15.4.2008 kl. 14:51

21 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já Elín mín, þetta er dæmigert á mörgum heimilum trúi ég  Takk fyrir fallegt og hlýlegt innlegg.

Takk Jóhanna mín, ég vona það innst inni.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.4.2008 kl. 15:39

22 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Maður mátti svo sem vita það að þú ættir frábær börn sem standa með þér í gegnum þunnt og þykkt. Frábærar myndir hjá þér af listaverkum, börnum og náttúru.

Helga Magnúsdóttir, 15.4.2008 kl. 20:14

23 Smámynd: Eyrún Gísladóttir

En hvað þú átt góð börn.

Dásamlegar myndirnar af dúlluni í kjól og með bangsa í snjónum.

Eyrún Gísladóttir, 15.4.2008 kl. 21:59

24 Smámynd: Karl Tómasson

Þú ert nú meiri dugnaðar konan. Takk fyrir að deila þessum fallegu myndum af þér og þínum með okkur. Það er alltaf jafn gaman að koma í heimsókn til þín. Ég finn pönsulyktina.

Bestu kveðjur úr Mosó frá Kalla Tomm.

Karl Tómasson, 15.4.2008 kl. 23:13

25 Smámynd: G Antonia

Algjör perla  bæði þú og þessi sæta með "dudduna". Mér finnst eins og myndirnar þínar breiði faðminn á móti manni, svo skemmtilegt að sjá. Ómissandi að kíkja hingað á þig Ásthildur Cesil mín, takk fyrir birtuna og ylinn sem þú gefur af þér - knús inn í nóttina

G Antonia, 15.4.2008 kl. 23:41

26 Smámynd: Katrín

Þú ert rík kæra vinkona

Katrín, 15.4.2008 kl. 23:58

27 identicon

Sæl Ásthildur mín.

Frábær færsla og myndir,ég gæti alveg eins kannast við "GASSANN" með gæsinni.

Kveðja.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 04:05

28 Smámynd: Tiger

  Ohhh... yndislegt og hugljúft að líta inn hjá þér Ásthildur mín. Manni líður alltaf svo vel eftir að hafa séð hlýjuna og hjartagæskuna sem skín úr öllu í kringum þig. Þú er sannarlega rík með allt þetta lið í kringum þig - en börnin og barnabörnin - sem og aðrir í kringum þig - eru svo mikið heppin og rík að eiga mömmu, ömmu og konu eins og þig!

Myndirnar þínar eru auðvitað yndislegar eins og alltaf. Auðvitað dásamlegar barnamyndirnar, en sýnir líka hjartagæskuna að gleyma ekki litlu snjó..typpunum. Allt í einu fannst mér ég vera kominn inn í glæsiheim fuglamyndanna hjá Maddy bloggvinkonu þegar ég sá gæsamyndirnar þínar - þær eru æðislegar- alveg brilljant!

Mikið knús á þig elskulegust og eigðu yndislega nótt og frábæran dag á morgun - sem og þá daga sem skottin þín hlaupa í skarðið hjá þér og létta undir.

Tiger, 16.4.2008 kl. 04:28

29 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk öll sömul, svörin ykkar ylja mér.

Öll þau svörin ylja mér.

Ódáins á völlum.

dýrðar út í daginn fer

með djásn frá ykkur öllum.

Takk Helga M mín.

Já Eyrún hún er algjör krúttmoli þessi stelpa

Flott að þú segir pönnsulykt Kalli minn, því sú eldri er alltaf að biðja ömmu um að baka pönnsur

Takk GAntonía mín.  Gaman að heyra þetta.

Já Katrín mín, ég er rík, svo yndislega rík.

Hehehe Þói minn, þú varst nú dálítið Gassalegur hér á árum áður, og ert örugglega enn flottur.

Knús á þig líka TíCí minn, og þú ert alltaf jafn yndæll og gefandi, hvar sem þú berð þig niður í okkar samfélagi.  Hafðu það gott inn í daginn kæri vinur.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.4.2008 kl. 09:19

30 Smámynd: Hjördís Inga Arnarsdóttir

Get ekki annað en kommentað á þessa færslu. Lét  ramma svaka flott inn myndir eftir peyjana mína.Svo kom galleríseigandi í heimsókn og varð alveg dolfallinn vildi fá að vita hver væri listamaðurinn. Þeir voru þokkalega stoltir. Ég hef alltaf viljað hafa verkin krakkana upp á veggjum því þau eru myndasögur sem heilla.  Flott bloggið þitt bæði myndir og texti !Blómamyndirnar eru yndislegar og barnamyndirnar stórkostlegar svo er náttúran sem þú myndar ægifögur.  Á bara eftir að skoða norðurhornin tvö á landinu okkar.Stendur til bóta.

Takk fyrir þetta!

Kveðja "Kaupmannsfrúin í Kúlunni í Eyjum

Hjördís Inga Arnarsdóttir, 17.4.2008 kl. 00:50

31 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gaman að heyra frá þér Hjördís, ég er með mynd að kúlunni þinni upp á vegg hjá mér, eins og reyndar fleiri kúluhús frá Einari Þorsteini "kúlukalli" eins og við köllum hann gjarnan.  Takk fyrir hlý orð og þú kíkir væntanlega við, ef þú átt leið um. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.4.2008 kl. 01:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband