14.4.2008 | 01:15
Mömmublogg, og svo alls kyns eitthvað annað.
Hér er smá mömmublogg. Við áttum góðan og yndislegan dag í dag, fórum í sund á Suðureyri... nema hvað? sú stutta svaf í tvo tíma í vagninum í morgun, og sofnaði á leiðinni heim úr sundi og svaf í þrjá tíma, ekkert minna en það úti í bíl. Afi og stubbur fengu svo það verkefni að svæfa dömurnar í kvöld um hálf tíu. Þeim tókst það mjög vel, svo ég fékk smá frí frá svæfistússi.
En nú skuluð þið halda ykkur, Ára hefur gefist upp á vistinni, nú þegar. Hún er veik af heimþrá, og vill bara komast heim til sín þessi elska. Ekkert út af okkur fjölskyldunni segir hún Við erum yndisleg og frábær, EN... hún er haldinn þvílíkri heimþrá. Svo hún fer heim á morgun og ég sit í súpunni, þessari ástarsúpu, sem er samt dálítið þung. En ég er viss um að það reddast allt saman, ég fer með stelpurnar á leikskólann í fyrramálið og get svo farið í vinnuna mína.
Þetta tekur samt á, því hún kom svo vel fyrir fyrsta daginn. Svo bara einhvernveginn hrundi þetta allt niður. Svona er lífið bara.
En hér koma nokkrar krúttara myndir fyrir mömmuna og alla hina
Stúlka með blóm í hári, ef þetta er ekki megaömmupæja þá veit ég ekki hvað
Hér er svo stubburinn með mánaðarlaunin sem hann fær fyrir að vera duglegur strákur og standa sína plikt.
Og það er gaman í garðskálanum .... alltaf.
en við fórum í sund á Suðureyri, það var gaman, sú litla er öll að koma til, ég er næstum viss um að síðast náði hún ekki alveg niður, svo þetta skott er að stækka heldur betur, því nú stóð hún keik í barnalauginni.
Hanna Sól er eins og syndandi fiskur í lauginni, hvort sem er barnalauginn eða sú stóra.
Við erum náttúrlega flottastar... eða þannig.
Jamm við stelpurnar.
Líka voða notalegt að koma upp úr og þurrka sér.
Amma mig langar að fá Ís hjá Jóa, sagði daman.
Jamm og allir fengu ís.
svo var afi að klippa garðskálann og Hanna Sól þurfti líka að klifra aðeins.
Jamm og svo smá dans í kjölfarið.
ef þið haldið að þessi stelpa sé ekki flott fyrirsæta þá verðið þið að taka það til baka.
Hún kann þetta nefnilega alveg sko !
Svo kann hún líka að passa litlu systir.
Sem reyndar finnst mest spennandi að skoða skápana hennar ömmu sinnar.
Þessir skæruliðar komu líka aðeins í heimsókn.
Og pabbi kom í mat eins og venjulega á sunnudögum, þessi karl er algjör töffari.
Útsýnis staður Ásthildar.... og reyndar fleiri. Kaktusinn elskar hana, hann hefur langa brodda, en hann hefur aldrei stungið litlu stelpuna okkar, ekki frekar en kötturinn, sem malar þegar hún gruflar i honum, sumir eru einfaldlega fæddir plöntu og dýravinir
svo voru háðir bardagar í garðskálanum náttúrulega.
Valkyrjur létu sitt ekki eftir liggja þar.
Þessari mús var bjargað úr kjaftinum á Brandi.
Svo fékk amma rosalega flott nudd og sleik Mjög notalegt og ég er ekki að grínast.
Hér er fröken funny face hehehe
Hið daglega veður var hreint frábær sól og blíða.
Og páskaliljur skarta sínu fegursta.
Góð nótt öll sömul.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 4
- Sl. sólarhring: 12
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 2022156
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Knús á þig Helga mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.4.2008 kl. 01:21
Ætlaði Ára ekki bara að vera í tvær vikur? Er ekki hægt að telja hana á að vera þennan stutta tíma. Því bráðum kemur betri tíð með blóm í haga. - Aumingja stelpan. - En skemmtilegar myndir, Hanna Sól er eins og ballerína, í sundbolnum, með blóm í hári. Og svo er hún líka alveg dásamleg fyrirsæta, í rauða senjorítukjólnum með snudduna. Hvað er hún gömul? Og bólurnar hlaupnar burt af litlu nöfnu þinni, mikið held ég að það létti nú á þér. Það er svo dapurlegt þegar þau eru veik þessi litlu kríli.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 14.4.2008 kl. 01:56
Þetta eru æðislegar myndir, lífið, fjörið og allt í kringum þig Það er yndislegt.
Eigðu góðan dag.
Linda litla, 14.4.2008 kl. 08:12
Æ, en leiðinlegt að Ára skyldi fá svona mikla heimþrá. Varstu ekki búin að segja að hún væri orðin lasin? Varla hefur það bætt. En litlu dömurnar eru dásamlegar, fyndnar og frábærar. Vonandi færðu fljótlega nýja peru.
Dísa (IP-tala skráð) 14.4.2008 kl. 08:18
Æ, getur hún Ára ekki klárað þessar 2 vikur. Hún hefði bara gott af því En maður sér það víst ekki á þessum aldri.
Knús í hamingjukúluna
Kidda (IP-tala skráð) 14.4.2008 kl. 08:18
Knús á þig duglega kona
Kær kveðja.
Kristín Katla Árnadóttir, 14.4.2008 kl. 09:47
Dásamleg börn og yndisleg færlsa eins og venjulega. Þú hlýtur að þurfa svona nudd með reglulegu millibili þessa dagana
Ragnhildur Jónsdóttir, 14.4.2008 kl. 10:12
Djö sem þú ert mikil amma dreki. Með tattú og alles. Þú ert frábær Ásthildur og hún Hanna Sól er frábær í búningunum sínum. Yndislegir krakkar.
Jenný Anna Baldursdóttir, 14.4.2008 kl. 10:37
Sæl Ásthildur mín.
Blessuð stúlkan að geta ekki harkað af sér í hálfan mánuð. Vona að þú getir fengið hjálp. Þetta er alltof mikið fyrir þig.
Flottar myndir. Nú klikkaði ekkert. Kortið var með. Krakkarnir eru yndisleg og virkilega fyndin. Ýmsar uppákomur, fyrirsæta að skarta sínu fegursta, prófa stór stígvél, slá trommurnar en músin, oj.
Baráttukveðjur/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 14.4.2008 kl. 12:29
Takk Lilja mín Jú hún ætlaði að vera í tvær vikur, en er þungt haldinn af heimþrá. Hún situr bara og starir á mann, bíður eftir að komast í flug Ég vona að hún komist í kvöld, því það er eiginlega dálítið niðurdrepandi að horfa upp á stelpu greyið svona niðurbeygða. Þá vil ég frekar takast á við þetta sjálf. Börnin mín ætla líka að vera innan handar eftir því sem þau geta. Þau eru æðisleg þessar elskur.
Já hún Hanna Sól hefur gaman að að vera prinsessa, og klæða sig upp.
Takk sömuleiðis Linda mín.
Takk Dísa mín, jú en ég held að hún hafi ætlað að nota það sem skálkaskjól, til að þurfa ekki að viðurkenna heimþrána.
Kidda mín, það getur vel verið að hún hefði gott af því, en ég bara nenni ekki að hafa svona neikvæðni í kring um mig. Það er bara betra að hún fari og ég takist á við þetta sjálf. Með aðstoð fjölskyldunnar. Þessi þýska kemur eftir einhverja daga, og þær eru á leikskólanum frá 8 - 4. Og svo ætlar Júlli minn og Sigga að taka þær eftir það og vera með þær í eftirmiddaginn í dag alla vega. Ætli þetta reddist ekki eins og venjulega
Knús á þig líka Katla mín.
Umm Ragnhildur mín, ég vildi óska að ég fengi svona nudd oftar. Annars á ég ennþá inni dekurnudd hjá Stúdíó Dan síðan á fegurðarsamkeppninni. Ég þarf endilega að skoða það.
Takk Jenný mín. Jamm ég er með tattú, var með svona bólusetningarbólur tvær á öxlinni, og það var svo upplagt að fela þær með tveimur rósum.
Rósa mín, finnst þér þessi mús ekki falleg ? lítið krýli, greinilega hagamús, því hún er brún. Nei nú ætla ég að gæta þess að kortið sé með hehehehe...Takk elskuleg mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.4.2008 kl. 13:14
Ææ mikið var leiðinlegt að Ára sá sér ekki fært að vera lengur en skil þig betra að hún fari heldur en að þurfa eiga við svona nóg hefur þú nú samt að gera mín kæra og gott að eiga góða að sem þá hjálpa En myndirnar eru æðislegar af ykkur öllum hafið góðan dag
Brynja skordal, 14.4.2008 kl. 14:48
Æ já Brynja mín svona er þetta víst. Góðan dag til þín líka elskuleg
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.4.2008 kl. 14:53
Flottar myndir hjá þér eins og venjulega. Synd að stelpurófan skuli ekki halda út þennan stutta tíma.
Helga Magnúsdóttir, 14.4.2008 kl. 16:32
Það er ekki öllum gefið að ná að harka af sér ég hef nú samúð með stelpunni þó hitt hefði verið betra fyrir ykkur í kúlunni.
Lífið er óskrifuð reynslubók.
Knús á þig elsku kellan mín Ekki laust við að ég öfundi þig af nuddinu frá litlu höndunum.
Solla Guðjóns, 14.4.2008 kl. 16:37
Já Helga mín það er eiginlega synd, hún hefði haft gott af því að stramma sig af.
Solla þetta er flott; lífið er óskrifuð reynslubók, ekkert minna en það. Jamm það er full ástæða til öfundar
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.4.2008 kl. 16:43
Sæl Ásthildur. Það fer hrollur um mig að sjá mynd af músum. Oj
Rósa Aðalsteinsdóttir, 14.4.2008 kl. 17:50
Myndirnar eru mjög skemmtilegar. Ég verð nú að segja að Ára skyldi ekki hafa haft þrautsegju til að klára þennan tíma, ANNAÐ eins hefur maður nú þurft að leggja á sig . Knús til þín
Elísabet Sigmarsdóttir (IP-tala skráð) 14.4.2008 kl. 18:53
ótrúleg linka er þetta hjá stúlkunni...2 vikur er nú ekki langur tími...en það er rétt að betra er að gera hlutina sjálfur en að horfa upp á slíka eymd
Katrín, 14.4.2008 kl. 19:37
Þú ert ekki ein um það Rósa mín Ég reyni aftur á móti að sjá þessa fallegu sköpun fullkomleikar í allri sinni dýrð í sérhverju dýri og blómi. Því vissulega er fullkomnunin algjör ekki satt ?
Takk Sara mín.
Já Elísabet mín, hún á margt eftir að læra blessunin, þrautseigja er eitt af því.
Einmitt my point Katrín mín. Eitt er að hafa samúð, annað er að hafa vælandi ungling yfir sér.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.4.2008 kl. 20:23
Krafturinn í þér Ásthildur að taka myndir. Svaka flottar.
Kolbrún Baldursdóttir, 14.4.2008 kl. 20:38
Ég skoðaði myndirnar þínar og taxtann sem fylgdi hverri einustu. Músamyndin rifjaði upp minningarnar úr kálgörðunum mínum á haustin. þar var líf mikið lif ef vel var að gáð. og betra að vera með skálmarnar vel ofaní stígvélunum.
En svo fór síðasta myndin alveg með mig. Páskaliljan. Við ræktuðum og seldum páskaliljur og túlípana, og ég tímdi aldrei að henda laukunum, heldur setti þá meðfram skurðinum, þar sem heita vatnið rann í úr gróðurhúsunum. Líka svolítið meðfram veginum, til að vegfarendur fengju að njóta þeirra, í sunnudagsbíltúrunum. Þetta var á báðum stöðum að blómstrandi vorboðum.
Núna horfi ég bara fram fyrir mig, fast á veginn þegar ég þarf að heimsækja son minn og 4 lítil barnabörn, sem ennþá búa þarna rétt hjá.
Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 14.4.2008 kl. 20:46
Þetta er svo falleg hugsun elsku Sígrún mín. Einmitt að leyfa öðrum að njóta, og ekki henda laukunum. Þetta kannast ég við.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.4.2008 kl. 21:23
Takk Kolbrún mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.4.2008 kl. 21:24
Úff nú er ég alveg hissa.
Miðað við allar myndirnar, er ég viss um að við séum náskyldar. Þú ert alveg ótrúlega lík ömmu minni sem hét Sigurjóna Kristín Daníelína Sigurðardóttir og pabbi þinn er alveg eins og Jason bróðir hennar.
Svala Erlendsdóttir, 15.4.2008 kl. 10:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.