13.4.2008 | 18:23
Trukkar, mótmæli og undirlægjuháttur.
Ég hef verið að hugsa um aðgerðir trukkabílstjóra og svo 4x4 jeppabíla eigenda og tilraunir þeirra til að fá stjórnvöld til að svara kalli þeirra. Og allt í einu skil ég af hverju við erum svona aftarlega á merinni með alla verkalýðsbaráttu og samstöðu um kaup og kjör.
Málið er að um leið og einhver gerir frábæra hluti eins og að mótmæla svo eftir er tekið, þá byrjar neikórinn, og um leið og mótmælin fara að reyna á hversdagshetjurnar, þá æpa þær og skrækja.
Hvenær hafa mótmæli sem skipta máli, eða verkföll skilað árangri ef þau hafa ekki komið við neinn ? Það er nefnilega þungamiðjan í svona að gerðum að þrýstingur verði á stjórnvöld að kippa hlutunum í lag. Og þrýstingurinn þarf að koma frá fólkinu, almenningi þér og mér.
En nei í stað þess að standa með frumkvöðlunum eða jafnvel ganga svo langt að taka þátt með þeim, þá er byrjað að rakka þá niður og skammast, kalla mennina öllum illum nöfnum. Ótrúleg sveitamennska að mínu mati.
Svo hef ég líka grun um að heimavarnarlið sjálfstæðisflokksins kyndi undir. Maður þekkir fingraförin hér og þar, forkólfar og flokkshestar fara að setja fram allskonar skít og rakka niður forsvarsmenn, koma með allskonar sögur af stað, eins og þeir fá endurgreiddan virðisaukaskattinn, og hinn almenni borgari greiði benzínið fyrir þá.
Þetta gera þeir ef einhver er óþægur ljár í þúfu, þá byrjar söngurinn. Ég held að þetta sé skipulagt og hannað til þess að hafa áhrif og drepa niður mótmæli. En það er mín skoðun. Enda hefur þetta þau áhrif að sauðirnir sem við erum, hættum að hugsa um óréttlætið sem við öll erum beitt með alltof hárri álagningu ríkisins og förum að vinna gegn þeim sem eru í raun að vinna fyrir okkur, trukkabílstjóra sem vilja lækkun á olíu og benzín álagningu,
Ég hugsa að þetta sé einsdæmi, hvergi hefur maður séð almenning vinna svona gegn þeim sem standa í baráttu til heilla fyrir heildina.
Ég heimsótti fyrir mörgum árum Florence á Ítalíu, þar voru sorphreinsunarmenn í verkfalli, höfðu verið það í nokkrar vikur, ruslið út um allt og pestin alla að drepa. Fólkir var reitt við stjórnvöld, fyrir að gera ekkert í að málunum, en ekki við sorphreinsunarmennina sjálfa.
Ég held að við þurfum að fara að tileinka okkur annan hugsunarhátt, og hætta þessari valdsdýrkun, kyssa á vöndinn og smjaðra fyrir ráðamönnum. Þeir eru ekkert merkilegri en við, og ber skylda til að ræða við almenning. Málið er að þeim finnst sjálfum að þeir séu hafnir yfir pöpulinn. Það er allavega að sjá og heyra í tilsvörum þeirra og áhugaleysi um málefnin hér heima, meðan þau flengjast heimsálfanna á milli í einkaþotum.
Nei nú ættum við að standa saman og láta þetta fólk finna að okkur er alvara, ástandið er óásættanlegt, og að við viljum breytingar. Ekki endilega komast í öryggisráðið, heldur að þau bretti upp ermarnar og farið að hugsa um málin sem þeim var trúað fyrir hér heima, eins og kosningaloforðin til dæmis.
En nú er hægt að komast fram hjá þeim líka, með því að segja að Það sé ekki hægt að ræða þau, eða að lagabókstafurinn leyfi þeim ekki að gera eins og þau vilja helst. Þvílíkt og annað eins.
Fundið upp til að komast hjá því að tala við okkur, standa skil á sínu og stjórna landinu eins og þau voru kosin til. Já maður er aldeilis orðin sár og svekktur yfir þessu ástandi, og hvar er liðið? jú Þau eru hér og þar um heiminn, eða rétt að fara eða rétt ókomin. Er ekki komið nóg ?
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 4
- Sl. sólarhring: 12
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 2022156
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Jú Ásthildur, nú er nóg komið! Þetta var eins og talað frá mínu hjarta.
Spunameistarar stjórnvalda hafa áhrif, en ég held að almenningur sé aðeins að átta sig á þessu og ég vona að það afl, sem trukkabílstjórar leystu úr læðingi verði til þess að vekja okkur til frambúðar.
Bestu kveðjur í Kúluna.
Sigrún Jónsdóttir, 13.4.2008 kl. 18:36
Ég er svo sammála þér að það er bara ekki normalt. Það vakti athygli mína að löggan byrjaði að sekta eftir að vörubílstjórar lokuðu bílinn hans inni og hann þurfti að rölta smáspotta. Áfram vörubílstjórar.
Helga Magnúsdóttir, 13.4.2008 kl. 18:39
Góður pistill Ásthildur
Hallgrímur Óli Helgason, 13.4.2008 kl. 19:14
Heyr heyr
Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 13.4.2008 kl. 19:55
Góð ábending - við Íslendingar erum ekkert sérstaklega góð í úthaldi!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 13.4.2008 kl. 19:56
alveg sammála. Tek alveg sérstaklega eftir hrokanum í Árna Matt.
Skafti Elíasson, 13.4.2008 kl. 21:27
Ég er nú sjálfur búinn að mala undir rós með þessa mótmælendur 'trukkalezzara' & þá aðallega um að ég hafi nú frekar þá skoðun að þeir hafi ekki beint sínum aðgerðum í mótmælum á rétta staði. Nær hefði verið að leggja fyrir aðkomuleiðir að bensínstöðvum, nú eða viðkomandi ráðuneytum, frekar en að teppa almenníngsvegi & loka um leið öryggisleiðum fyrir lögreglu, slökkvilið & sjúkrabíla.
Eins lítið & ég er nú fyrir vegaskemmandi flutníngabíladauðagildrurnar á þjóðvegum landsins, & jafn mikið & ég er frekar fyrir ríkisstyrkta sjóflutnínga í almannaþágu, þá er ég til í að leggja ekkert í að mótmæla þínum fína málflutníngi í þessar færslu þinni.
Greinilega eitthvað jafnstutt í 'réttlætiskommann' í okkur frjálslyndari, Ásthildur mín...
Steingrímur Helgason, 13.4.2008 kl. 21:32
Góða nótt elsku Ásthildur mín.
Kristín Katla Árnadóttir, 13.4.2008 kl. 22:07
Sigrún ég er viss um að spunameistarar stjórnarinnar hafa miklu meira um hlutina að segja en við gerum okkur grein fyrir, og þá á ég aðallega við Sjallana, þeir eru meistarar spunans útpældir og hnitmiðaðir.
Já lögreglan og allt liðið spilar með valdhöfum, þar er allt á eina bókina lært því miður Helga mín.
Takk Hallgrímur minn.
Gott að heyra Búkolla mín.
Já einmitt Hulda Bergrós mín.
Jóhanna við erum algjörlega afleit í slíku eins og augljóst er af öllum okkar gerðum.
Jamm Skafti hrokinn í Árna Matt er mikill.
Steingrímur minn, við getum svo sem gagnrýnt svona hvernig væri best að haga málum, það er eðlilegt. En að kalla þessa menn landráðamenn og þaðan af verra, er ekki rétt að mínu mati. Og sammála þér, við höfum bæði þennan réttlætiskomma í okkur.
Góða nótt á þig líka Katla mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.4.2008 kl. 22:19
Hér eru orðið aldrei verkföll, sama hvað sverfur að. Verkalýðsforkólfarnir sem nú sjá um samninga samsama sig með atvinnurekendum en ekki fólki á strípuðum töxtum, enda hafa þeir aldrei unnið með þeim sem þeir semja fyrir.
BSRB verkfallið 1980 var síðasta verkfall sem reyndi á samstöðu allra.
Við kunnum ekki að standa saman.
Jenný Anna Baldursdóttir, 13.4.2008 kl. 22:44
Sæl Ásthildur mín.
Hörku pistill. Ég tek undir sumt hjá Steingrími. Aðgerðirnar bitna á þriðja aðilanum sem er líka óánægður yfir of háu bensínverði. Það var svaka flott þegar vöruflutningabílstjórar gerðu at í ráðherrunum að loka bílana þeirra af þegar þau voru að funda í Hafnarhúsinu.
Svo er óþolandi hvernig stjórnmálamennirnir forgangsraða. Öryggisráðið, sendiherraglæsihallir, ferðalög og aftur ferðalög ráðherra. fólkið í landinu á að vera í 1 sæti. Burtu með allt þetta snobb og spillingu.
Tími til kominn að fara að vinna og efna kosningaloforðin. Þjóðin verður að fara að rísa upp. Við eigum ekki að láta bjóða okkur að laun og verðlag sé ekki samtengt.
Baráttukveðjur fyrir réttlætinu/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 13.4.2008 kl. 22:50
Skil hvað þú ert að tala um en svona er þetta á þessi landi fólki er fyrirmunað að standa saman sem ein heild það eru alltaf einhverjir neikórar því miður . góða nótt
Eyrún Gísladóttir, 13.4.2008 kl. 22:52
Ef það er ekki ástæða og tími núna til aðgerða til að reyna að hrista upp í bæði lanndslýð og stjórnendum þessa lands þá getur maður alveg eins farið að undir fluttning af landi brott......
Annars velti ég því fyrir mér HVERJIR ERU ÞAÐ SEM STJÓRNA Í RAUN LANDINU....
Einhvernveginn dettur mér í hug valdarán þó ríkisstjórnin sé enn þá fronturinn.
Solla Guðjóns, 13.4.2008 kl. 23:43
Heil og sæl; Ásthildur og aðrir skrifarar !
Skörungur ertu; kona góð. Vestfirski lífsneistinn ei útkulnaður. Hefi komið inn á þessi mál, á minni síðu; undanfarin dægur, allvíða.
Það er fólk; sem þú Ásthildur, sem sjóhunda- og þungavigtarsveit Frjálslynda flokksins þarf á að halda - ekki liðleskjum; eins og einkvæðingar Jóni Magnússyni, sem og pempíunni Ásgerði Jónu Flosadóttur, hvorutveggju ómengað Sjálfstæðisfólk, af frjálshyggju armi, og hafa fælt fjölda manna frá flokknum, þar með talinn mig. Óverðskuldaður andskoti, hvar ég hafði rekið harðann áróður, fyrir kjöri hins mæta skipstjóra, Grétars Mar Jónssonar, í uppsveitum Árnessýslu, líka sem í Rangárþingi og víðar um sveitir, vorið 2007, og inn komst sjóhundur !
Gef lítið; fyrir Reykvízka froðusnakka, sem áðurtalin Jón og Ásgerði, þótt allvíða finnist enn, mætir Reykvíkingar, að nokkru.
Einnig má spyrja ?? Hvern fjandann; er Kristinn H. Gunnarsson, að vilja í FF ??? Helvítis kratablanda, í hans ranni !
Með beztu kveðjum, vestur - úr Árnesþingi / Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 14.4.2008 kl. 00:32
Jenný hér hefur ekki verið almennileg verkalýðsbarátta síðan Guðmundur Jaki var og hét, segi og skrifa.
Rósa mín, við þurfum öll að taka á, láta okkur hafa þetta og helst taka þátt, ef það er mögulegt. Hingað og ekki lengra, það er komið nóg.
Einmitt Eyrún mín, það er alltaf til fólk og alltof margir sem fletja allt út, vilja ekki vera með, og það sem verra er, býsnast yfir þeim sem síst skyldi.
Ég er einmitt farin að sjá það Helga mín, því miður þá er það þannig.
Sólveig, já hverjir skyldu það vera nema þeir sem eiga peningana, borga í kosningasjóðina og eigna sér ákveðna alþingismenn, ef fólk heldur að það lifi í lýðræðisrýki í dag, þá er það því miður bull.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.4.2008 kl. 00:34
Óskar minn, ég veit ekki hvað skal segja. Takk fyrir hlý orð í minn garð. Það er nú svo að ekki er hægt að meina fólki að ganga í flokka. Og ég held að það sé af hinu góða að hafa sem breiðasta sýn á menn og málefni, sem kemur með því að fólk hefur ólíkan bakgrunn. Ég þekki lítið til Jóns Magnússonar og Ásgerði, en það sem ég hef rætt við þau, þykir mér þau skynsöm og mælast vel. En með því að ólíkir einstaklingar koma til liðs við okkur þess meiri þörf er á að skerpa línur flokksins, og gæta þess að þau mál sem Frjálslyndir hafa á oddinum, séu þau mál sem heitast brenna á. Það er okkar að standa vörð um málefni flokksins, og standa vaktina um að sá málefnasamningur sem við höfum unnið að, standi og sé virtur af öllum liðsmönnum. Það fólk sem gengið hefur í flokkinn hefur kynnt sér málefnahandbókina og með því að innrita sig í flokkin, undirgengist stefnu hans. Það er mín trúa. Ég held að það sá bara af hinu góða að hafa sterkt fólk í höfuðborginni, svo að þær raddir heyrist líka.
En það segi ég fullum fetum, að ef áherslubreytingar verða og málefnabreytingar eiga sér stað, mun ég strax endurskoða minn stuðning, því sú framtíðarsýn sem hefur verið mótuð í upphafi hugnast mér og er undistaðan að því að ég vinn fyrir flokkinn. Auðvitað þarf sá málefnasamningur alltaf að vera í endurskoðun svo hann standist tímans tönn, en grunnlínan er skýr og henni vil ég framfylgja.
Hvað varðar Kristinn H. Gunnarsson, þá starfaði ég með honum í kosningabaráttuni, og ég gat ekki betur fundið en okkar skilningur á málefnum lægi saman. Kristinn er gegnheill og fylginn sér. Þú veist nákvæmlega hvar þú hefur hann. Þannig fólki finnst mér best að vinna með.
Ég vil hvetja þig til að láta ekki einhverja menn í flokknum fæla þig frá þátttöku, því okkur veitir ekki af hverri vinnandi hendi sem þar vill vera, til að við náum fram þeim markmiðum sem við höfum sett. Þar er fiskveiðistjórnunarkerfið númer eitt, málefni aldraðra og öryrkja, skattalækkanir og velferðarmál, ofarlega og svo umhverfismál. Svo auðvitað skírari reglur um málefni innflytjenda, og þeirra rétt og skyldur.
En mest er þörfin á að koma sjálfstæðisflokknum frá kjötkötlunum, meðan hægt er að bjarga byggðum landsins, það er ekkert langt í að það sé of seint, ef ekkert breytist. Því það er orðið nokkuð ljóst að núverandi stjórnvöld telja landsbyggðina ekki með. Enda hafa þau nóg að gera að þeytast um heiminn, svo þau mega ekki vera að því að takast á við vandamálin innanlands. Það er allavega mín skoðun.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.4.2008 kl. 12:11
Komið þið sæl; að nýju !
Ásthildur mín ! Fyrst; þú biður svo vel, og af einlægni mikilli, svo sem vænta mátti, af þinni eykt, skal ég gefa þeim Jóni - Ásgerði Jónu og Kristni H., ráðrúm nokkurt, til endurskoðunar sinna þanka, sem ærlegra sinnaskipta, áður vondrar villu sinnar, að kalla.
Jú; jú, ekki veitir af, allir fjendur núverandi ráðleysis, sem stjórnleysis, á Fróni, þurfa að kappkosta, að hrinda þessum skaðræðis öflum, hver nú véla um lönd - fiskimið og aðrar eigur allrar alþýðu.
En; .......... því miður, Ásthildur, hefir Alþingi, í núverandi mynd sinni, sannað gagnsleysi sitt, sé til lengri framtíðar litið. Því tel ég mikilvægt, fyrst um sinn, að dugleg utanþingsstjórn vísustu manna, og kvenna, héldi um tauma hér, a.m.k., næsta áratuginn.
T.d., um lélegheit Alþingis, hefir enginn stjórnarandstöðuflokkanna lýst yfir afdráttarlausum stuðningi, við málafylgju Sturlu Jónssonar og félaga hans, í atvinnubifreiðastjóra stétt.
Það; eitt og sér, hefði aukið hróður þingsins, til mikilla muna, hefði svo mátt verða, að nokkru.
Hefi ekki orðræðu lengri, nú um sinn, og skal kyrrt verða, um hríð !
Enn sem fyrr / Baráttukveðjur vestur - Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 14.4.2008 kl. 20:06
Ég þakka þér þetta traust, og auðvitað áttu þingmen að hafa kjark og þor til að lísa yfir samstöðu með bílstjórunum. Það vantar bara alltaf þetta sem heitir að sameinast um málin. Af því við erum alltaf í nafnaskoðun, í stað þess að líta á heildarmyndina. Annars erum við að vinna að frjálsum Vestfjörðum nokkrir aðilar, og ef ekkert lagast ástandið, þá munum við blása í herlúðra til að verja tilveru okkar hér.
Ég segi nú bara áfram Sturla og allir sem leggja þessu málefni lið.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.4.2008 kl. 20:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.