12.4.2008 | 23:03
Stundum er maður út úr korti.
Ég hef ekkert komist á netið í dag. Það tekur tíma að setja fólk inn í málin skal ég segja ykkur, jafnvel þó manneskjan sé dugleg og drífandi. Elli fór í morgun á æfingu hjá Karlakórnum Erni á Núp í Dýrafirði, þeir eru að æfa sig fyrir ferðina til Ungverjalands.
En við fórum á afmælishátíð í Leikskólanum Tjarnabæ, ég var með myndavélina og tók fullt af flottum myndum af fólki og verkum barnanna, komst svo að því þegar ég kom heim, að það var ekkert kort í vélinni. Það er farið að slá út í fyrir mér, þegar ég hef svona mikið að stússast, ég er grútsvekkt yfir þessu. En ég er ákveðin í að taka myndir af því sem börnin hafa verið að vinna að, á mánudaginn, því þar var margt mjög gott og áhugavert.
En það sem var merkilegast í þessu öllu var, að í dag í skólanum, í einu litlu herbergi voru manneskur frá 6 löndum, eða 7 eftir því hvernig talið er; þar var fólk frá Ástralíu, Íslandi, Póllandi, Slóveníu, Litháen og Thailandi, og svo er Ásthildur litla fædd í Austurríki. Allir í sátt og samlyndi og sem ein heild, allir sem einn. Fólk hér hugsar öðruvísi finnst mér, þetta er meira norm en annað. Og fólk veit og sér að allir eru eins inn við beinið, hvernig sem húðlitur og tungumálið er.
Ára er frá borg við sjóinn man ekki nafnið, og nenni ekki að gá núna, en í þessari borg sem er bara smáborg á þeirra mælikvarða, búa jafnmargir og á öllu Íslandi, eða 300.000 manns. Nú í kvöld var hún orðin lasinn blessunin og hafði áhyggjur af því. Annars er hún kát og glöð. En leiðist frekar. Gerir það bara fyrir mig að vera hér í hálfan mánuð að hjálpa til. Vonandi verður hún orðin hress á morgun.
En ég tók svo sem nokkrar myndir hér í kúlunni eftir að mistökin urðu ljós. Jamm ég er frekar svekkt og leið yfir þessu, og orkulaus svo það sé bara eins og það er.
Sú litla sagði skýrt í kvöld Sigurjón Dagur. Við Sigga mamma hans litum hvor á aðra og trúðum þessu varla, en jú, hún sagði þetta svona.
Hjalað við álfa og engla, þetta barn talar ýmsar tungur.... ef út í það er farið hehehe, svarar meira að segja á rússnesku, ef svo ber undir.
Svo er það prinsessan, hún þarf hjálp við skotauið, eins og Öskubuska
Jamm það þarf að reima
Svo getur maður dansað á ballinu á eftir.
Enda er maður voða fín ... eða þannig sko !
Meðan þeir sem jarðbundnari eru vökva, blómin... en fatan hún lekur elsku amma elsku amma.
Og sumir horfa íbyggnir út í heiminn.
Því misjafnt hafast mennirnir að.
En allir hjálpast samt að í lokin, enda er það sem mestu máli skiptir.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 7
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 2022159
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Krúttfærsla hjá þér eins og alltaf Hún Hanna Sól er bara heilmikið lík ömmu sinni sýnist, það er heilmikill svipur með ykkur. Hún er algjör prinssessa, sonur minn er að verða 8 ára og hann hefur verið búningasjúkur frá því að hann fór að skríða.
Takk fyrir mig og góða nótt í kúluna.
Linda litla, 12.4.2008 kl. 23:14
ÆÆ.. það var leitt að kortið hafi gleymst - en þú bara tekur því fleiri myndir næst bara - og svo eru náttúrulega myndirnar úr kúlunni alltaf langskemmtilegastar. Það er ekkert skrýtið þó eitthvað smá klikki einstaka sinnum þegar maður er með svona stórt heimili sko! Myndirnar þínar eru æðislegar Ásthildur mín og yndislegt að sjá börnin æslast og njóta sín. Manni langar bara til að verða aftur lítill þegar maður sér hvað þau eru að skemmta sér endalaust mikið hjá ömmu sinni sem er þeim svo yndisleg! Mikið knús á þig ljúfan og vonandi tekst auperinni að aðlagast vel hjá þér, veit að ég myndi gera það sko! ...
Tiger, 12.4.2008 kl. 23:15
Æ það er svo svekkjandi þegar svona skeður! en skemmtilegar myndir úr kúlunni
Huld S. Ringsted, 12.4.2008 kl. 23:29
Sæl Ásthildur mín.
Þú getur huggað þig við að fleiri hafa klikkað svona. Þegar ég var að útskrifast af skrifstofutæknibraut á Egilsstöðum þá tók ég fullt af myndum og svo var kona sem tók myndir fyrir mig af hópnum. Svo kom í ljós að það var engin filma í vélinni. Ég hélt ég yrði ekki eldri þegar ég komst að því að hafa ekki sett filmu í vélina en það var regla að setja strax filmu í vélina og þá átti auðvita að vera filma í vélinni en þegar ekki er farið eftir reglum þá klikkaði þetta hjá mér. Sammála Tigercopper vini okkar að myndirnar í Kúluhúsinu eru yndislegar og við sjáum að þarna eru hamingjusöm börn á ferð sem jú hafa þurft að mæta mótlæti eins og að verða veik en stelpurnar hafa harkað af sér þó að mamma hafi verið víðs fjarri. Gangi þér vel í barnauppeldinu. Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 13.4.2008 kl. 00:52
Sæl Ásthildur mín.
Alltaf jafn skemmtilegt að kíkja heim til þín og þinnar stóru fjölskyldu.
Mínar bestu kveðjur til allra. Þói Gísla.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 13.4.2008 kl. 05:44
Ég gæti hugsanlega stolið Sigurjóni Degi. Hann er eitthvað það mesta krútt sem ég hef augum litið lengi
Hrönn Sigurðardóttir, 13.4.2008 kl. 08:42
Ég hef tekið nokkar svona kortalausar myndir, mátti ekki vera að því að spá í hvaða texti kom alltaf á skjáinn á myndavélinni í hvert skipti sem ég smellti, varð reynslunni ríkari og tékka núna alltaf á öllum stillingum og fylgihlutum áður en ég geng út með allt draslið.
Maddý (IP-tala skráð) 13.4.2008 kl. 09:59
Takk Linda mín, ekki leiðum að líkjast henni Hönnu Sól
Takk TíCí minn uppörvandi eins og vanalega.
Já Huld mín grútsvekkjandi. Takk
Úff Rósa, þetta er rosalegt, kom líka fyrir mig einu sinni úti á Spáni, við lentum í svaka safari, höfðum leigt okkur skellinöðrur og fórum út fyrir bæinn, þar stoppaði vegalöggan okkur og tilkynnti að við værum ólögleg, og heimtaði sektargreiðslu, við vorum fjögur saman, og ég var frekust og sagði að við borguðum ekki neitt, við hefðum verið alveg á réttu róli, við vorum færð á lögreglustöðina, með lögregluhjól fyrir aftan og framan, ég tók og tók myndir af öllu, við urðum að húka þarna í nokkra tíma, meðan við náðum samband við leigusalan. Hann sagði okkur að það yrði að múta löggunni bæði í bæjunum og úti á landi til að þeir létu túristana í friði. Þetta var kring um 1970. Þegar ég ætlaði að taka filmuna úr, þá var ekkert, mikið asskoti varð ég svekkt. En við fengum sektina endurgreidda rétt áður en við fórum úr landi. Þetta hefur örugglega beyst í dag.
Kveðja til þín líkaÞói minn.
Hehehe Hrönn eins gott að mamma hans lesi þetta ekki
Alveg hárrétt og góð ábending hjá þér Maddý min. Ég ætla svo sannarlega að reyna að muna þetta framvegis.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.4.2008 kl. 10:59
ÆÆÆÆ svekkjandi þegar svona skeður en flottar kúlumyndir.
Eyrún Gísladóttir, 13.4.2008 kl. 12:08
Gangi þér vel elsku Ásthildur mín með börnin. En samamt svekkjandiþegar svona kemur fyrir knús
Kristín Katla Árnadóttir, 13.4.2008 kl. 12:19
Æi - svekkjandi þarna með kortið! Við töpuðum mörgum myndadögum í skíðaferð í janúar - en þá var það ekki kortið - heldur gaf myndavélin sig bara! ..
Gaman að myndunum úr Kúlunni af krúttum, kerlingum og körlum.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 13.4.2008 kl. 12:31
Ekki gott að vera "alveg út úr kortinu" Ásthildur En þú bætir svo sannarlega upp með þessum yndislegu barnamyndum úr Kúlunni. Prinsessan þín minnir mig á þegar ég var lítil í svipuðum kjól og var að pæla: "Ætli ég sé ég að dreyma að ég sé prinsessa eða ætli ég sé prinsessa að dreyma að ég sé ég?"
Bestu kveðjur í kúluna Ásthildur mín
Ragnhildur Jónsdóttir, 13.4.2008 kl. 13:14
Yndislegt
Solla Guðjóns, 13.4.2008 kl. 13:26
Síðkjólar og kuldastígvél, hafa alltaf farið vel saman. KRÚTT.
Halla Rut , 13.4.2008 kl. 13:55
Spælandi þetta með myndavélina. Frábærar myndir frá þér eins og venjulega.
Helga Magnúsdóttir, 13.4.2008 kl. 15:38
Knús Hanna Birna mín .
Takk Eyrún mín
Já Katla mín, þetta var svekkjandi, en svona gerist stundum
Maður á auðivitað að segja að myndir séu best geymdar í minningunni Jóhanna mín, en ég er frekar gleyminn þannig séð, leitt líka þegar vélarnar bila
Þið hefur örugglega verið að dreyma að þú værir Ragnhildur, því þú ert prinsessa í álögum.
Takk Solla mín
Hahahaha Halla Rut, segðu !!
Takk Helga M. mín
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.4.2008 kl. 16:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.