11.4.2008 | 21:06
Mömmublogg og krúttfærsla.
Jæja þessi dagur hefur verið annasamur, en hann er að kveldi komin, og komin helgi, svo við getum stillt saman strengina fjölskyldan.
Ára náði ágætlega til stelpnanna strax, Ásthildur er seinteknari, og ég sá að hún fylgdist með þessari nýju stúlku. Litháenar tala rússnesku sem annað tungumál, svo ég sagði við Áru, svona hugdetta, vegna Rómínu hinnar rússnesku; Ára talaðu við Ásthildi á rússnesku. Hún sagði nokkrar setningar og ég sá strax á barninu að hún varð áhugasöm. Nokkru seinna, þegar meiri friður var komin á, bað ég hana að tala aftur við hana á rússnesku. Hún spurði hana spurninga, og barnið svaraði með jái á rússnesku. Sem sagt hún skildi rússnesku, því Rómína hefur greinilega talað sitt eigið tungumál við hana, þegar þær voru tvær saman. Og auðvitað er Ára komin mikið áleiðis að vinna Ásthildi, þegar þær mætast þarna í sama tungumáli. En Ásthildur er reyndar farin að segja ýmislegt, til dæmis, hættuþessu, já, nei, bíddu, og mörg fleiri orð. En eitt sinn þegar hún stóð við baðdyrnar og hélt að afi sinn væri þar inni, sagði hún; afastelpa, alveg greinilega, og í eins tóni og afi hennar segir til hennar.
Systurnar, ef þið haldið eitt augnablik að þær séu óbundnar í framsætinu hjá mér, þá er það rangt, við vorum einfaldlega að bíða eftir að afi kæmi á sínum bíl, því stólarnir þeirra voru í honum. En við ætluðum saman í bæinn.
Þær fengu sér snjó og svona.
Amma má ég taka eina mynd, sagði Hanna Sól, ég vil taka mynd af kúlunni Það var bara dálítið önnur kúla sem kom á myndina.
Svo komi Sigurjón Dagur í heimsókn, og þau leika sér vel saman, þessi tvö.
Jamm, það er ýmislegt brallað, hér er verið að horfa á sjónvarpið.
Fullorðnafólkið við eldhúsborðið.
Ásthildur vill helst vera uppi á borði.
Þá er maður örugglega miðsvæðis
Þessi tvö eru alveg að sigla inn í unglingaveikina. Ólöf Dagmar er að fara í útilegu hjá skátunum.
en Ásthildur hjálpar afa við að skrúfa eitthvað saman.
Við grilluðum reyndar, og þá var gaman að leika sér í garðskálanum.
Nýjasta prinsessutískan heheheeh.
Þetta er barnið sem fór í vaskinn.
Og svo upp á borð.
Tilbúin undir kartöflumjölsbaðið sitt svona undir svefninn.
Svo ein svona listræn í lokin. Litla skottið hennar ömmu, sem er sofnuð.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 7
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 2022159
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæl og blessuð.
Flottar myndir. Gaman af Ásthildi, byrjuð að tala rússnesku. Gott að börnin meðtaka stúlkuna og vonandi eigið þið góðan tíma saman.
Góða helgi allir kúlubúar.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 11.4.2008 kl. 22:10
Góða helgi á þig líka mín elskulega baráttuvinkona
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.4.2008 kl. 22:16
Krúttin sem börnin eru en flottar myndir
Góða helgi.
Eyrún Gísladóttir, 11.4.2008 kl. 22:54
Mikið eru þetta yndislegar myndir Ásthildur, og gaman að heyra að sú litla skuli strax vera búin að samþykkja nýju "óperuna", það munar miklu. Hafið það gott um helgina. Kær kveðja
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 11.4.2008 kl. 23:39
Æ, hvað ég er fegin að þú ert búin að fá svona stöðuga hjálp.
Ásthildur hefur fengið hlaupabóluna af fullum krafti, litla gullið. .
Sigrún Jónsdóttir, 12.4.2008 kl. 00:37
Það er alltaf jafn gaman að skoða myndirnar þínar hérna. þetta er ekta krúttfærsla. Takk fyrir mig.
Góða nótt og fagra drauma.
Linda litla, 12.4.2008 kl. 01:45
Alltaf jafn gaman að kíkja í heimsókn til þín Ásthildur mín og myndirnar hjá alveg endalaust krúttlegar.
Eigið góða helgi öll sem í kúluni eru.
Kúluknús á ykkur
Helga skjol, 12.4.2008 kl. 06:54
Mikið ertu dugleg að taka myndir. Ég vona að allt gangi vel hjá þér, Já þetta eru nú meiri krúttin. Knús á þig og þína og góða helgi
Kristín Katla Árnadóttir, 12.4.2008 kl. 10:54
Ég var að skoða myndirnar, ekki bara í þessari færslu, renndi niður síðuna og dáðist að börnunum, þú tekur svo skemmtilegar barnamyndir, engar uppstillingar, allt svo eðlilegt, þannig barnamyndir finnst mér fallegar. Galadressið er frábært, svoleiðis þurfa allar stúlkur að eiga, ef það væri ekki svona langt á milli okkar þá væri ég mætt með mína myndavél í kúluna til þín ....
Maddý (IP-tala skráð) 12.4.2008 kl. 11:38
Yndislegt...
Bestu kveðjur.
Halla Rut , 12.4.2008 kl. 17:18
Yndislegar myndir af litlu skvísunum
Huld S. Ringsted, 12.4.2008 kl. 21:11
Frábært að Ára skyldi ná til nöfnu þinnar á rússnesku,það hefur hljómað kunnuglega. Get ekki ímyndað mér að einhver sem skoðað hefur bloggið þitt hafi augnablik haldið aðþú hefðir gullmolana þína lausa frammí. Kemur allt of vel fram þar hvað þau eru þér dýrmæt. Góður þessi að sú litla hafi farið í vaskinn . .
Dísa (IP-tala skráð) 12.4.2008 kl. 21:12
Takk öll sömul
Góða helgi líka Eyrún mín.
Já Lilja mín það skiptir miklu máli. Takk fyrir hlý orð.
Takk Sigrún mín, já þessi hlaupabóla er sem betur fer að fara alveg.
Góða nótt á þig líka Helga V. mín.
Takk Linda mín og góða nótt á þig líka.
Knús á þig líka Helga skjól mín, og takk
Takk og knús Katla mín.
Góða nótt og knús á þig Arna mín
Takk Maddý mín, ég veit að þú talar af reynslunni. Mér þykir vænt um þessi orð þín. Þú er náttúrulega alltaf velkomin í kúluna
Bestu kveðjur til þín líka Halla Rut mín.
Takk Huld mín.
Já Dísa mín, mér fannst það rosalega flott. Takk fyrir mig, jamm hehehe hún FÓR í vaskinn sko
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.4.2008 kl. 22:39
Solla Guðjóns, 13.4.2008 kl. 13:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.