Kúlan og veðrið.

Aupairin er komin, og még líst mjög vel á hana.  Gefur af sér góðan þokka, og er ákveðin.  Ég fór inn á flugvöll og var spennt að sjá karakterinn sem kæmi.  En ég sá enga stúlku sem skar sig úr fjöldanum, fannst að ég hlyti að sjá einhverja hikandi eða óframfærna stúlku, sem þekkti engan.  En það kom enginn slík.  Svo ég beið róleg.  Loks sá ég unga stúlku sem ég hafði reyndar komið auga á þegar hún kom út úr vélinni, og hugað þetta gæti verið hún, en nei, þessi er örugglega kunnug, því hún gengur svo ákveðið.  En bíðið við, þegar ég sé að hún er að skima líka í kring um sig, banka ég í öxlina á henni, ertu íslendingur ?  No, are you from Litháen ? Yes. 

Reyndar er hún komin á kaf í að þrífa og laga til, bara svona strax, og það eru engin vetlingatök, þarna er vön manneskja á ferð get ég sagt ykkur.

Ég fór líka til læknis í morgun, vegna verks í vinstri armi, ég fékk ibufen og var að gefa loforð um að halda ekki svona mikið á smábörnum LoL En ég er orðin frekar slæm í hendinni, það lagast örugglega fljótlega núna.

Hún kemur inn til mín, lítur í kring um sig og dæsir;

Ég hér þarftu ekkert að gera, þetta er mitt herbergi og mitt rusl allt saman.

Hún horfir á mig örstutta stund og segir síðan, en gólfið ég verð að þrífa gólfið LoL

IMG_4903

Amma bakaði pizzur í gær, sá speltpizzubrauð í bónus og ákvað að prófa. Það var bara gott, alveg tilbúið bara að setja gumsið á og í ofninn.  Hér eru afi og Ásthildur að fá sér pizzu með skinku og pepperoni og mikið af osti.

IMG_4905

Hanna Sól fékk sér líka bita.

IMG_4907

Taktu líka mynd af mér sagði stubburinn stóri.

IMG_4909

Kartöflumjölsbaðið hennar Ásthildar, það heppnaðist bara mjög vel.

IMG_4910

Það var frí í leikskólanum í morgun, svo við vorum rólegar.  Vitabix með sykri það er málið.

Og Ásthildur alltaf með einhvern fatnað.

IMG_4913

Svona get ég verið, sagði Hanna Sól.

IMG_4916

Svona getur þetta verið stundum, en bara stutt í einu.

IMG_4915

Oftast er bara svo gaman.

IMG_4918

Og hér er prakkarasvipurinn hennar.  hehehe LoL

IMG_4924

En Árelía (Ára) var ekki lengi að byrja að taka til. 

IMG_4920

Veðrið er ágætt eins og sjá má.

IMG_4921

Eigið góðan dag mín kæru. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Til lukku með aupair stúlkuna.  Ég vona að allt gangi vel.  Barnabörnin þín eru lukkuleg og sæl í ömmu "Kúlu".

Sigrún Jónsdóttir, 11.4.2008 kl. 13:27

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Flott að vera komin með peru.  Til hamingju með hana.

Börnin eru rússlur.  Ég kæti knúsað í kássu.

Jenný Anna Baldursdóttir, 11.4.2008 kl. 13:36

3 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Það er greinilega alltaf fullt hús hjá þér. Þetta eru alveg frábærlega falleg barnabörn sem þú átt. Flott hjá þér að fá þér au pair, til lukku með það.

Helga Magnúsdóttir, 11.4.2008 kl. 13:41

4 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Gangi þér vel með stúlkuna, frábært að heyra að hún er svona dugleg. Þér veitir víst örugglega ekki af með allt þetta yndislega ungviði tala nú ekki um að vera komin með í handlegginn líka.... þá þarf að læra að spara sig.... gæti ímyndað mér að það sé dálítið flókið?

Góða helgi í "kúlunni" 

Ragnhildur Jónsdóttir, 11.4.2008 kl. 13:42

5 Smámynd: Brynja skordal

þessar spelt pizzur er nefnilega miklu betri en hinar sem eru bara þarmakitti En æðislegt að vera búinn að fá svona Duglega stúlku til ykkar...vonandi skánar Handleggurinn sig ef þú passar að vera ekki að halda mikið á nöfnu þinni þó ég viti að það sé erfitt en betra að láta sér batna  Hafið ljúfa og góða helgi Elskur

Brynja skordal, 11.4.2008 kl. 13:56

6 identicon

Til hamingju með Áru, mikið væri ég til í að hafa svona stúlku á mínu heimili. En þú verður að reyna að spara handlegginn góða mín. Þarft örugglega að nota hann mikið í sumar.

Hvort ætli sé betra að henda kallinum eða syninum út til þess að geta fengið svona hjálp

Knús í hamingjukúluna

Kidda (IP-tala skráð) 11.4.2008 kl. 14:08

7 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Fegin fyrir þína hönd og annara að þú sért komin með hjálparhellu á heimilið, var sko farin að spá í bjóða mig fram

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 11.4.2008 kl. 14:35

8 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Já, gott að fyrstu kynni byrja svo vel hjá þér og ungu konunni frá Liháen. Hver veit nema að svo vel takist til, að þú ´sért ekki bara að fá þjónustustúlku til aðstoðar sem hverfur svo á braut og gleymist fljótt, heldur kannski að eignast framtíðarfósturdóttur!? Elsti bróðir minn sem er af þinni kynslóð fór fyrir vel rúmum fjörtíu árum í nemendaskiptum til USA. Þar eignaðist hann bara nýja foreldra og fullt af systkynum og átti þó fyrir rúmlega tug! Hafa böndin víst bara styrkst hjá honum ef eitthvað er eftir því sem árin hafa liðið!

Magnús Geir Guðmundsson, 11.4.2008 kl. 14:57

9 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

  Til hamingju með au-pairinn.  Hún er heppin að lenda hjá svona gæðakonu eins og þér Ásthildur!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 11.4.2008 kl. 16:16

10 Smámynd: Laufey B Waage

Til hamingju með þessa skeleggu og duglegu óperu. Njóttu þess að hafa hana. Góða helgi mín kæra.

Laufey B Waage, 11.4.2008 kl. 16:36

11 identicon

Sæl aftur Íja mín, gaman að komast aftur inná bloggið þitt og fylgjast með smáum og stórum. Gott að þú þurftir ekki að bíða lengur eftir stúlkunni með veika handlegginn þinn. Vonandi skánar hann fljótlega þegar léttir á þér. þú verður bara að segja þeim litlu að nú geti amma ekki borið þær lengur, þau eru undrafljót að skilja þó stundum þurfi að endurtaka oft. Eigið góða helgi. Barcelona var yndisleg hjá mér, en nú tekur hversdagurinn við.

Dísa (IP-tala skráð) 11.4.2008 kl. 16:53

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk öll saman.  Já hún er röggsöm, svo tekur hún Ásthildi bara upp þegjandi og hljóðalaust, og sú stutta lætur sig bara hafa þessa ákveðni.  Það er góðs viti.

Takk Sigrún mín, já þau eru lukkuleg blessuð.

Við erum á sama báti það Jenný mín. 

Takk Helga M. mín

Já Ragnheiður mín ég hugsa að það verði dálítið flókið, en þetta verður allt auðveldara núna.

Góða helgi á þig líka Brynja mín, já ég ætla að kaupa frekar svona speltbotna í framtíðinni, hef annars alltaf gert þá sjálf.

Hahaha Kidda, hentu frekar stráknum út   Hann gæti nefnilega orðið ástfangin af perunni.

Hulda það hefði bara verið frábært

Aldrei að vita magnús minn hvað framtíðin ber í skauti sér.  En synirnir eru allir uppteknir, svo ég verð bara að fá hana svona aukalega. 

Takk Jóhanna mín

Góða helgi líka og takk fyrir mig Laufey mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.4.2008 kl. 16:55

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Helga V mín.

Lofa að njóta þess í botn Hallgerður mín.

Geri það Worry mín, nú fer þetta allt að lagast hjá mér.

Sunna já þessi svipur er ótrúlega fyndinn, og hún veit af því.  Og jamm við erum öll falleg og bestust og svoleiðis

Knús og kram á þig líka elskulegust, og speltpizzurnar svíkja ekki, það er pottþétt.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.4.2008 kl. 20:28

14 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð.

Byrjunin er góð með þessa stúlku sem er komin að hjálpa þér. Mikið er ég fegin þín vegna. Þetta var alltof mikið fyrir þig. Nú getur þú notið þess meira að hafa börnin þegar þú hefur meðhjálp. Til hamingju með Áru.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 11.4.2008 kl. 22:06

15 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Rósa mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.4.2008 kl. 22:15

16 Smámynd: Solla Guðjóns

Solla Guðjóns, 13.4.2008 kl. 13:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 7
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 2022159

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband