Lítil pæja og vorboðar.

Já það er aðeins að lagast veðrið, Elli minn þarf að fara suður í augnskoðun, en það hefur ekki gefið að fljúga, en nú á vélin að koma hálf þrjú, þá kemur fyrsta aupairinn líka, hún er frá Litháen, og mun vera hér í hálfan mánuð, eða þar til önnur kemur sem er frá Þýskalandi. 

Sú litla er ennþá lasinn og er farin að verða pirruð á þessu öllu, er samt voða dugleg. Og sú stóra er ótrúlega góð og dugleg.

IMG_4893

Já hún er dálítið stúrinn núna blessunin.

IMG_4895

en það hýrnar yfir henni að fá rúsínur og cherios í skál.

IMG_4896

Svo er að máta húfuna, en hún er farin á runtinn með stóra frænda sínum, þar getur hún sofið.

IMG_4898

eins og sjá má miðað við  myndina í gær, þá hefur veðrið lagast, vonandi verður flogið.

IMG_4899

en í dag blómstraði Zakúrakirsuberjatréð mitt.

IMG_4900

Bráðum verður það allt þakið knúppum, flott ekki satt.

IMG_4901

Þessi elska brosir líka fallega við mér, þarna frammi.

IMG_4902

Og rósamandlan er alveg að fara að opna sig.  Svo kemur þetta eitt af öðru, þetta er fallegasti tíminn í garðskálanum mínum.

En nú kemur þessi Litháenska sem sagt í dag, og verður í hálfan mánuð.  Það léttir á mér vonandi.  En þið munuð nú heyra allt af því.  Knús á ykkur inn í daginn. Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Laufey B Waage

Til hamingju með "óperuna" og Zakúrablómstrið.

Laufey B Waage, 10.4.2008 kl. 13:52

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Laufey mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.4.2008 kl. 14:06

3 Smámynd: Tiger

  Æðislegt Zakúrakirsuberjatréð þitt Ásthildur. Endalaust fallegt að sjá svona gróður eins og tré og runna sem bera falleg blóm og blómstra mikið...

Sú litla er yndisleg og svo mikið ljúf alltaf að sjá. Verst eru þessi skollans veikindi sem herja oft á blessuð börnin. Þau angarnir skilja nú yfirleitt ekkert í því afhverju við getum ekki bara tekið þau í fangið og hrist af þeim allt bjevað bágtið og lagað allt á svipstundu. Vonandi bara að henni fari nú að batna sem fyrst þessari elsku.

Gaman að heyra að þú sért að fara að fá smá hjálp, eins gott því það er greinilega svo mikið að gera hjá þér að það hálfa væri miklu meira en hin venjulega amma getur raunverulega staðið undir - ásamt öllu öðru sem húsmóðir á stóru heimili þarf að sinna. Tala nú ekki um útivinnandi/heimavinnandi í þokkabót. Þú ert heljar dugnaðarforkur Ásthildur mín. Vonandi verður þú heppin með aupair í sumar.. knús á þig ljúfan og eigðu góðan dag!

Tiger, 10.4.2008 kl. 14:19

4 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Flowers - Myspace Glitters
Hot Myspace Glitters - Dezrum.com

Sæl og blessuð.

Yndislegar myndir af gróðrinum hjá þér. Vona að sú stutta fari að hressast.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 10.4.2008 kl. 14:40

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk TíCí minn  Já veistu að ég bæði hlakka til og kvíði fyrir, það er meira en að segja það að fá bláókunnuga stúlku inn á heimilið, sem eina af heimilisfólkinu, en vonandi fellur hún vel inn í hópinn.

Já vona það líka Rósa mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.4.2008 kl. 15:00

6 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Þú ert greinilega með alveg skærgræna fingur. Æðislega flott blómin hjá þér og þá eru börnin ekki síðri.

Helga Magnúsdóttir, 10.4.2008 kl. 15:32

7 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég vona að litli engill fari að lagast svo er gróðurinn svo er svo fallegur.

Takk elskan

Kristín Katla Árnadóttir, 10.4.2008 kl. 15:49

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Rosalega eru blómin falleg hjá þér.  Þú ert galdrakona.

Jenný Anna Baldursdóttir, 10.4.2008 kl. 15:55

9 Smámynd: Brynja skordal

Vorið kom svo sannarlega með þessum fallegu myndum þínumhafið góðan dag

Brynja skordal, 10.4.2008 kl. 16:22

10 Smámynd: Helga skjol

Æðislegar myndir af dúlluni litlu en vonandi fer henni að batna sem allra fyrst og blómin þín eru æðisleg,ég næ ekki einu sinni að halda lífi í kaktus hvað þá meira

knús á alla í kúluni

Helga skjol, 10.4.2008 kl. 17:27

11 Smámynd: Linda litla

Það re svo fallegt þegar að vorar að blóm fara að springa út, ég bíð spennt eftir sumrinu, þegar allt er í blóma.

Linda litla, 10.4.2008 kl. 17:30

12 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Mín kæra, bara svona í tilefni dagsins og brúnin óðum að lyftast eftir dvínandi veturinn!

Hagurinn okkar nú hýtur að vænkast,

er hlýnar í veðri og oftar skín sól.

Senn heilsar vorið og grundirnar grænkast

og gleðin í hjörtum kemst aftur á ról!

Magnús Geir Guðmundsson, 10.4.2008 kl. 17:37

13 identicon

Mikið áttu gott að fá vorið svona snemma. Get þó huggað mig við að mínir krókusar eru komnir upp úti og eru að blómstra.

Gott að operan er að koma og vonandi gengur ykkur vel að vinna saman.

Knús í kúluna

Kidda (IP-tala skráð) 10.4.2008 kl. 17:40

14 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég fæ aldrei of mikið af myndunum þínum.  Bestu þakkir!

Jóhann Elíasson, 10.4.2008 kl. 18:25

15 Smámynd: Elísabet Sigmarsdóttir

Sæl Íja, ég er mikið að spá hvort þú mannst eftir mér? Ég

Elísabet Sigmarsdóttir, 10.4.2008 kl. 18:55

16 Smámynd: Elísabet Sigmarsdóttir

er barnabarbarn Sigga og Betu í Króknum , dóttir Katýar.

Ég er í nýrri tölvu og kom  óvart við einhveinrn takka sem virkar greinilega eind og enter. Mér fynnst mjög gaman að sjá myndirnar þínar´sérstaklega þar sem ég er hætt að komast vestur

Elísabet Sigmarsdóttir, 10.4.2008 kl. 19:04

17 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Það er sem ég segi, það virðist allt blómstra í höndum þínum, m.e.a.s. litlu ömmustelpurnar springa út, fyrst sú eldri nú nafna þín.  Vonandi verða allir hraustir þegar hlaupabólan hefur lokið sér af.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 10.4.2008 kl. 20:36

18 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Vona að hlaupabólan sé á undanhaldi.  Þetta er nú meira en vor hjá þér mín kæra.  Þú ert með "útlandið" í garðskálanum, þannig að aupair stúlkunni ætti að finnast hún vera að einhverju leiti heima hjá sér.

Sigrún Jónsdóttir, 10.4.2008 kl. 21:01

19 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hrönn Sigurðardóttir, 10.4.2008 kl. 21:11

20 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Ásthildur, ég segi nú bara eins og Lilja Guðrún hérna fyrir ofan: það blómstrar allt í höndunum á þér! Ég er með eitt kirsuberjatré í garðinum hjá mér. Keypti það í fyrra og er svo ánægð að sjá að það er allt í knúppum og brumi. En svo frýs og mig langar mest út með ullarteppi og halda utan um það     Bara þarf að fara að safna fyrir blómaskála eða gróðurhúsi..... og finna stað fyrir það á litlu lóðinni minni.....  

Vona að allt gangi vel með "au-peruna". knús og hugg á litlu hlaupabólustelpuna. Þetta eru nú meiri krúttin þessi börn þín, maður fær svona sælubroshjartakrúttutilfinningu að skoða og lesa hjá þér

Ragnhildur Jónsdóttir, 10.4.2008 kl. 21:14

21 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Helga M  mín.

Vona ekki Hallgerður mín, flugvélin snéri við í djúpinu, svo hún kemur ekki fyrr en á morgun ef hún þá þorir eftir þetta flugævintýri.

Knús á þig Katla mín, gott að allt fór betur en á horfðist hjá þér.

Jenný Vestfjarðarnornin það er ég.

Takk Brynja mín.

Helga V. mín, hún er að koma til smátt og smátt þessi litla elska.

Hahaha Guðmundur minn, jamm þær eru náttúrlega miklu betri með súkkulaði rúsínurnar

Helga S. mín, kaktusa er bara hægt að drepa með því að vökva of oft

Já Linda mín, nú fer að fara í hönd fallegur tími hjá okkur.

Vá Magnús elskulegur, ég ætla að taka þessa vísu og geyma hana, takk fyrir mig

Já Kidda mín, ég hitti hana vonandi á morgun, því vélin snéri við.  En ég skal setja hér inn mynd af mínum krókusum þegar þeir koma undan snjónum.

Þakka þér Jóhann minn.

Elísabet mín jú ég man eftir svipnum þínum, og svo auðvitað vinn ég með Jónasi og Hjalla, móðurbræðrum þínum

Takk Lilja mín, ég held að þessi bóla sé að ljúka sér af sem betur fer.  Sú litla fór í enn eitt kartöflumjölsbaðið í kvöld áður en hún fór að sofa.

Sennilega mun hún komast í snertingu við vorið heima hjá sér blessunin Sigrún mín.  Vonandi.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.4.2008 kl. 21:23

22 Smámynd: Solla Guðjóns

Skemmtilegar andstæður í myndunum þínum núna...snjór og blómastrandi runnar......og svo náttúrulega ömukrúttið

það er gott að þú sért að fá auper.....

Solla Guðjóns, 10.4.2008 kl. 23:44

23 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Knús Gréta mín

Jamm elsukuega Solla mín

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.4.2008 kl. 00:47

24 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Jóhanna mín, mér lýst vel á þessa stúlku.  Hún er komin.

Takk elsku Sunna mín, já við eigum örugglega eftir að eiga góð samskipti í sumar  Ég hefði viljað sjá framan í þig um páskana, en svona er þetta bara, þegar stoppið er stutt og margt sem þarf að gera.  Knús á þig elsku Sunna mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.4.2008 kl. 13:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 8
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 2022160

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband